Dagblaðið - 16.06.1978, Qupperneq 32
36
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I6.JÚNÍ 1978.
Illjómsveit Raunars Bjarnasonar, Þuríður Sinurðardóttir sönt-kona ok skemmtikraftarnir Bessi Bjarnason og Ómar
Rajjnarsson oi> lluuvélin Frú sem gerir þeim Ómari og Bessa kleift að fara mun hraðar um landið en hljómsveitinni. A
mvndina vantar þriðja skemmtikraftinn, Klla Prestsins.
RAGNAR BJARNASON ER
SUMARGLAÐUR AÐ VANDA
— Sumargleði hljómsveitar hans,
Ómars ogBessahefstíjúnílok
Raunar Bjarnason o)> hljómsveit
hans eru nú sem óðast að húa sír undir
árletta landreisu sina — Sumart>lcðina.
Að vanda eru auk hljómsveitarmeðlim-
anna nokkrir skemmtikraftar með í
förinni. Að þessu sinni eru það Bessi
Bjarnason, Ómar Rannarsson o(> Klli
Prestsins scm ætla að líf|>a upp á frosin
hros landsmanna.
„Guð hjálpi þér. ép er búinn að fara
um landið á hverju sumri siðastliðin
fimmtán til tuttugu ár." sagði Ragnar
Bjarnason er hann var spurður að þvi
hvar i röðinni Sumargleðin '78 væri i
Laus staða
Staða aöstoðarskólastjóra við Menntaskólann við Sund er
laus til umsóknar.
Samkvæmt 53. gr. reglugeröar nr. 270/1974, um mennta-
skóla, skal aöstoöarskólastjóri ráöinn af menntamála-
ráöuneytinu til fimm ára i senn úr hópifastra kennara á
menntaskólastigi.
Umsóknir um stööu þessa, ásamt upplýsingum um náms-
feril og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. júli n.k.
Menntamálaráöuneytið,
13. júni 1978.
BILASALA
Seljum í dag:
Renault 16 TL árg. ’76
Renault 16 TS árg. '75
Renault 16 TL árg. '73
Renault 12 TL árg. 77
Renault 12 TL árg. '76
Renault 12 TL árg. '74
Renault 12 TL árg. '73
Renault 12 TSAutomatic árg. '78
Renault 10 árg. ’69
Renault 6 TL árg. ’72
Renault 4 TL árg. ’75
Renault 4 VAN árg. ’75
BMW 316 árg. '77
BMW 518 árg. '77
Kristinn Guðnason hfr
Suðurlandsbraut 20. Sími 86633.
landsreisum hans. „Ég held hins vegar
að Sumargleðin í ár sé sú sjötta frekar
en sjöunda með því nafni,” bætti
Ragnar við, „áður fórum við á vegum
Sjálfstæðisflokksins og enn áður var
ég með hljómsveit Svavars Gests i
þessuni ferðum.”
Fyrsta skemmtun hljómsveitar
Ragnars Bjarnasonar, Ómars, Bessa
og Ella Prestsins verður i félags-
heimilinu Stapa föstudaginn 30. júni.
Vissara er að mæta timanlega á
staðinn þvi að skemmtiatriðin hefjast
klukkan niu og standa yfir næstu tvær
klukkustundirnar. Eftir að skemmti-
dagskránni lýkur verður stiginn dans
svo lengi sem lög leyfa. Á dansleikjun-
um verður spilað bingó. Á hverju
kvöldi verður spilað um þrjár sólar-
landaferðir frá Ferðamiðstöðinni.
Auk bingósins bjóða Ragnar
Bjarnason og félagar einnig upp á
gjafahappdrætti og fylgja happdrættis-
miðar bingóspjöldunum. Aðalvinning-
arnir i happdrættinu eru Marantz-
hljómflutningstæki, Candy þvottavél,
Malló sófasett og sófaborð og sólar-
ferð fyrir tvo. Jafnframt verða tiu
aukavinningar í boði, fimm hárbursta-
selt og fimrn ferðarakvélar frá Braun.
Dregið verður I happdrættinu á
lokadegi Sumargleðinnar að Kirkju
bæjarklaustri þann 20. ágúst.
Vinningsnúmerin verða birt i dagblöð-
unum viku siðar.
Óhætt er að segja að Ragnar
Bjarnason og hljómsveit hans
finkembi landið i ferð sinni. Alls
verður komið við á þrjátiu stöðum allt
frá Reykjavik til Raufarhafnar, Kópa-
skcri til Kirkjubæjarklausturs. Höfn I
Hornafirði til Hríseyjar og þannig
mætti lcngi teija. Nánari upplýsingar
um hvar Sumargleðin '78 er á ferðinni
hverju sinni verður að finna í Dagbók
Dagblaðsins á hverjum föstudegi.
ÁT
Moody Blues
eru vaknaðir
til lífsins á ný
— Platanþeirra, Octave, erkominút
Eftir tæplega fimm ára aðskilnað
komu meðlimir ensku hljómsveitar-
innar Moody Blues loksins saman og
er afleiðing þess nú að lita dagsins ljós,
sex mánuðum siðar. Það er sumsé
komin út ný Moody Blues-plata,
Octave, sú áttunda sem hljómsveitin
sendir frá sér, þegar samsafnsplötur
eru frátaldar.
Það tók þá Ray Thomas, Graeme
Edge, John Lodge, Michael Pinder og
Justin Hayward sex mánuði að koma
Octave saman.
„Þegar við ákváðum að hætta eftir
hljómleikaferð um allan heiminn árið
1973 vorum við ákveðnir i því að
koma saman einhvern tima aftur.”
sagði Justin Hayward I blaðaviðtali i
siðustu viku. „Ef aðskilnaðurinn hefði
ekki einmitt orðið á þeim tíma er ég
þess fullviss að allt hefði farið i bál og
brand innan hljómsveitarinnar fyrir
lifstíð. Nú gleðjumst við allir yfir sam-
fundunum.
Það er dálitið skrítið, en siðan við
skildum hafa plöturnar okkar selzt
meira en nokkru sinni áður.” hélt
Justin Hayward áfram. „Við fengum
afhentar 42 platinuplötur núna fyrir
nokkrum dögum, sem þýðir sem sagt
42 milljónir seldra platna."
Á meðan starfsemi Moody Blues lá
niðri tóku allir meðlimirnir upp sóló
plötur. John LodgeogJustin Hayward
unnu reyndar saman að einni, Blue
Jays.
Á sinum tima var Moody Blues sú
hljómsveit sem ferðaðist meira en
nokkur önnur. Til þess að yfirkeyra
ekki alveg aðstoðarmannaliðið var þvi
skipt i tvennt og annar hlutinn hafður
í fríi meðan hinn vann. Mesti
áheyrendafjöldi á hljómleikum Moody
Blues kom saman árið 1968. Þá lék
hljómsveitin á 350.000 manna úti-
fundi franska kommúnistaflokksins.
Nú er áformað að hljómsveitin
heimsæki allar stærstu hljómleika-
hallir Bandarikjanna á næstu
mánuðum. Reiknað er með henni til
Englandseinhvern tima fyriráramót.
Moody Blues er ein af „gömlu”
hljómsveitunum. Hun var stofnuð
árið 1964 og var gúarleikari Wings.
Denny Laine, einn af stofnendunum.
Hann söng revndar einnig fyrsta lagið
sem náði vinsældum með hljómsveit-
inni. Það lag heitir Go Now.
Vinsælasta lag Moody Blues fyrr og
siðar er hins vegar Nights In White
Satin. Það kom fyrst út árið 1967 og
vakti þá miðlungs mikla hrifningu en
sló síðan hressilega i gegn er það var
endurútgefiðárið 1973.
' ÚRDAILYMIRROROC.RECORDMIRROR
MOODIK BLUES — Saman á ný eftir fimm ára fjarveru. Enginn þeirra
hefur þó verið aðgerðalaus á fónlistarsviðinu því að sólóplötur hafa komið út
með öllum mcðlimum hljómsvcitarinnar.
JÓMFRÚARÚTGÁFAN
KAUPIR
JÓMFRÚAREYJU
Hljómplötuútgáfufyrirtækið Virgin
Records festi nýlega kaup á einni af
þeim áttatiu eyjum sem saman mynda
eyjaklasann Virgin Islands (Jómfrú-
KLLKN KRISTJÁNSDÓTriR —
Byrjuð að syngja aftur á fornunt
slóðum. DB-mvnd Ragnar Th.
Tfvolí
endurheimt-
irEllen
Hljómsveitinni Tivolí hefur
bætzt álitlegur liðsauki — söng-
konan Ellen Kristjánsdóttir. Hún
hefur dvalið i Bandarikjunum sið-
an l'yrir áramót, meðal annars við
söngnám. Hún syngur sitt fyrsta
vers nteð Tivoli á Rock-Reykjavik-
dansleik i kvöld. Á morgun
skemmtir hún siðan með hljóm-
svcitinni á Arnarhóli og við Mela-
skólann.
Ellen er Tivolí ekki með öllu
ókunnug þvi að hún söng með
hljómsveitinni allt frá því að
nafninu var breytt úr Kvintett Ól
afs Helgasonar i Tivoli þar til hún
fór vestur um haf. Meðlimir
Tivolis eru nú orðnir sex talsins.
—ÁT—
eyjar). Að níu mánuðum liðnum er
áætlað að þar verði risið glæsilegt 32ja
rása hljómver, nákvæm eftirliking
Manor Studios i Oxfordshire i Eng-
landi, sem einnig er I eigu Virgin. Til
byggingar hljómversins á Jómfrúar-
eyjum er áformað að verja hálfri millj-
ón sterlingspunda.
Hugmyndin uni eyjarkaupin kom
i huga yfirmanns Virgin Records er
hann var i heimsókn á Jamaica fyrir
nokkru. Hann athugaði í snatri hvort
nokkur eyja væri til sölu og var svo
heppinn að rekast á eina. Yfirmaður-
inn. Richard Branson, leigði sér þyrlu i
snatri, flaug yfir eyjuna, aftur til baka
og undirritaði samning um kaupin
samstundis.
Auk þess að reisa hljómverið hefur
verið ákveðið að byggja fimmtán íbúð-
arhús til áð tónlistarmennirnir, sem
konia til að nýta aðstöðuna, geti tekið
fjölskyldur sínar jjieð sér. Vélar til
að vinna ferskvatn úr sjónum, svo og
rafstöðvamótorar. eru meðal tækja
sem fyrst þarf að koma fyrir. Siðar
munu risa tennisvellir og sundlaugar á
eyjunni og þegar alll er komið I gagnið
verður hægt að leigja vinnuaðstöðu
eyjarinnar fyrir um það bil 35.000
krónurá klukkustundina.
Hljóðritamenn, herðið ykkur i bar-
áttunni . . . ÚrMELODY MAKER.