Dagblaðið - 16.06.1978, Side 35
39
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978.
Utvarp
Valgerður Jónsdóttir ætlar að bregða sér upp í Saltvik með krökkunum sem stunda
reiðskólann þar.
Útvarp á morgun kl. 15,00:
Þetta erum við að gera
Reidskólinní Saltvík
Á morgun kl. 15.00 verður barnatimi
Valgerðar Jónsdóttur i útvarpinu en
hann nefnist Þetta erum við að gera.
Ætlar Valgerður að nota þennan tima
til að kynna Saltvik og reiðskólann þar.
En i upphafi þáttarins mun Hugrún
Gunnarsdóttir lesa sögu um hest áður
en Valgerður stígur upp í rútuna og fer
með krökkunum upp i Saltvik. Fyrir
þessum reiðskóla standa Hestamanna-
félagið Fákur og Æskulýðsráð Reykja
vikur.
Krakkarnir, sem eru 80 talsins, leggja
af stað í tveimur rútum, kl. 8.20, og sjá
þeir Ketill Larsen og Hjalti Jón Sveins-
son um fjörið í bilunum á leiðinni. Þegar
uppeftir kemur verður krökkunum skipt
niður i fjóra hópa, þvi ekki eru til nema
20 hestar á staðnum. Meðan fyrsti
hópurinn er i útreiðartúr sjá þeir Ketill
og Hjalti Jón um að hafa ofan af fyrir
hinum krökkunum þar til þeir komast
að. Er þá alltaf glatt á hjalla og margt
sér til gamans gert. Kennarar krakkanna
eru þær Kolbrún Kristjánsdóttir og
Aðalheiður Einarsdóttir. Og að loknum
skemmtilegum degi koma kátir en
kannski ofurlítið þreyttir krakkar aftur i
bæinn kl. 17.00.
Þáttur Valgerðar er 40 minútna
langur og sagði hún að þessi Saltvikur-
ferð tæki allan timann.
-RK.
Útvarp í kvöld kl. 19,35:
Kynningá stjórnmálaflokkum
ogframboðslistum
FylkinginogAlþýðu-
flokkurinníútvarpi
íkvöld
\
Svava Guðmundsdóttir.
Árni Gunnarsson.
Þá er komið að fimmta og siðasta
kynningarþætti á stj^r.tmáldflokkum
og framboðslistum til alþingis-
kosninganna 25. júní nk. Tveir siðustu
flokkarnir sem kynntir verða að þessu
sinni eru Fylkingin og Alþýðuflokkur-
inn. Fyrir Fylkinguna tala þau Ásgeir
Danielsson og Svava Guðmundsdótt
ir. Fyrir Alþýðuflokkinn talar Árni
Gunnarsson.
Hvor flokkur fær 10 minútur til
umráða.
RK
Ásgeir Danielsson.
Sjónvarp
í)
í fvrramáliö kl. 10.30 hefjast
hátiðahöld á Austurvelli i Reykjavík og
verður þeim útvarpað beint.
Hefjast þau á þvi að Margrét S.
Einarsdóttir, formaður þjóðhátiðar-
nefndar, setur hátíðina. Síðan munfor-
seti Islands, dr. Kristján Eldjárn, leggja
blómsveig að fótstalli Jóns Sigurðssonar.
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra
flytur ávarp og síðan flytur fjallkonan
annað ávarp. Lúðrablástur hefur alltaf
þótt vel við eiga við hátiðahöld og mun
því Lúðrasveit Reykjavikur leika og
Karlakórinn Fóstbræður syngja nokkur
ættjarðarlög. Kynnir verður Hinrik
Bjarnason. Kl. 11.15 verður siðan
guðsþjónustu í Dómkirkjunni útvarpað
og mun séra Þórir Stephensen messa.
Ólöf K. Harðardóttir og Einsöngvara-
kórinn syngja. Organleikari verður
Marteinn Hunger Friðriksson.
Og vitanlega verður öll dagskrá
dagsins meira eða minna helguð þessum
degi.
Kl. 20.30 verður bein útsending
sjónvarps frá útiskemmtun Þjóðhátiðar-
nefndar Reykjavikur á Arnarhóli.
Verður stjórnandi skemmtunarinnar
Klemens Jónsson og kynnir VigdisFinn-
bogadóttir.
Margt skemmtilegt verður um að vera
á Arnarhólnum þetta kvöld og mikið um
tónlist. Má fyrst nefna Einsöngvara-
kvartettinn, en hann skipa Sigurður
Björnsson, Magnús Jónsson, Kristinn
Hallsson og Guðmundur Jónsson. Mun
kvartettinn syngja við undirleik Ólafs
Vignis Albertssonar. Þá munu félagar úr
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna
nokkra þjóðdansa. Þá verður fluttur
leikþáttur er nefnist Simtal frá Bergþórs-
hvoli og mun Rúrik Haraldsson leikari
flytja hann, væntanlega af sinni
alkunnu snilld. Lummurnar ætla að
skemmta okkur með léttum lögum.
Meðlimir Lummanna eru Gunnar
Þórðarson, Jóhann Helgason, Linda
Gísladóttir, Ragnhildur Gisladóttir og
Valur Einarsson. Þá mun Guðmundur
Guðjónsson syngja nokkur Reykja-
víkurlög eftir Sigfús Halldórsson við
undirleik höfundar. Hefur þessi dag-
skrárliður verið nefndur Vor gamla
borg. Þá mun Rúrik Haraldsson flytja
þátt er nefnist Einleikur á saxófón. Ekki
vitum við til að Rúrik kunni að leika á
saxófón, en hver veit hvað hann ætlar
sér i þessum þætti. Næsti dagskrárliður
nefnist Vísa og Fiol og eru það sænskir
söngvarar og fiðluleikarar sem skemmta,
en Sviar hafa löngum verið þekktir fyrir
snilli sina með fiðluna. Þá munu þeir
félagar og bræður Halli og Laddi
skemmta okkur og hafa þcir nefnt
dagskrá sina Nú verður mjög snöggt
bað.
Að lokum munu Sigurður Björnsson
og Sieglinde Kahmann syngja nokkur
lög úr óþekktum óperettum, en þau fara
einmitt með aðalhlutverkin i Kátu
ekkjunni, sem verið er að sýna i
Þjóðleikhúsinu um þessar mundir.
Undirleik annastCarl Billich.
Verður dagskrá þessi einnar og hálfr-
ar klukkustundar löng og lýkur henni
þvikl. 22.00.
-RK.
Á þjöðhátiðardaginn okkar safnast ávallt mikill fjöldi fölks saman i miðbænum.
Útvarp á morgun kl. 10,30 og sjónvarp kl. 20,30:
ÞJÓÐHÁTÍÐ í reykjavík
Sjónvarpíkvöld kl. 21,30: iuniorBonner
GLATAÐUR FRÆGÐARUÓMI
Junior Bonner nefnist bandarísk
biómynd frá árinu 1972, sem sýnd
verður í sjónvarpinu kl. 21.30 i kvöld.
Gerist sagan i Arizona í Bandarikj-
unum. Hefst hún á því að Junior
Bonner kemur til heimabæjar síns til
að taka þátt i kúrekakeppni.
Junior Bonner var eitt sinn mjög
leikinn í að sitja ótamda hesta. Hann
yfirgefur heimabæ sinn, en kemur
aftur i þeim tilgangi að sýna listir sinar
á hestbaki. En Junior Bonner er ekki
lengur eins leikinn i listinni og hann
var áður fyrr og þvi vafasamt hvort
honum tekst að endurvekja fyrri
frægðsína.
Með hlutverk Junior Bonner fer
Steve McQueen, en í hlutverki föður
hans er Robert Preston og fer hann
stórkostlega vel með hlutverk sitt.
Hann er ávallt með vinflöskuna i
annarri hendinni og með hina hönd-
ina á öxlum vina sinna. Einnig fer Ida
Lupino með eitt aðalhlutverkið i
myndinni.
Leikstjóri er Sam Peckinpah og
tekur myndin um 100 minútur í
sý ningu.
Myndin er í litum og er þýðandi
hennar Ragna Ragnars.
RK
Steve McQueen og Ida Lupino fara með aðalhlutverkin i myndinni um Junior Bonner.