Dagblaðið - 16.06.1978, Síða 36
!'.'ut it svo meðöllu illt. inu, Kffir það að verkutn að maðka-
Kinnintiin, sem úðað er yfir me};in- smalar eiga auðvelt með að ná
f-iirra landsmanna, sem valið hafa sér maðkinum, en þaö er gert á nóttunni.
snina óþénuua húsetu á suðvesturhorn- Þessi á myndinni var önnum katinn.
Ilann hrökk fyrst upp harkalef;a þepar svölum kaliaði: Hvað eruð þið að gera
glampinn frá myndavélinni skall á þarna! Þegar skýringin fékkst, bauð hún
honum. Hann jafnaði sig. Öðru sinni í kaffisopa og allt féll í Ijúfa löð. — DB-
hrökk hann við þegar kona upp á mynd R.Th.Sig.
i
frjálst, óháð daghlað
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1978
Dagblaðið
auglýsingar
Yfir sumartímann verður auglýsinga-
deild Dagblaðsins opin sem hér segir:
mánudaga til föstudaga frá 9—22
laugardaga kl. 9—14 og sunnudaga kl.
18—22.
17. júnííKópavogi:
Sérstök
þjóðkróna
á Rútstúni
Það er skátafélagið Kópar sem gengst
fyrir hátiðarhöldum í Kópavogi á þjóð-
hátiðardaginn, 17 júní.
Hátiðarhöldin verða með hefðbundnu
sniði. Hefjast þau með setningu við
Kópavogshælið og verður skrúðganga
út á Rútstún. þar sem frant fer hátíðar-
dagskrá.
Á Rútstúni verður einnig starfrækt
tivolí og felst það til nýlundu. Þar verður
margt til skemnuunar en skátamir gcfa
út sérstakan gjaldmiðil. sem notaður
verður i tivolíinu. þjóðkrónu.
Hljómsveitin Alfa Beta leikur svo
fyrir dansi á Rútstúni þar til kl. 01:00
eftir miðnætti.
Bráttfram-
kvæmdirá
jarðstöðvar-
svæðinu
Lokavinna við samanburð á tilboðunt
í byggingu jarðstöðvar i Mosfellssveit
fyrir Póst og sinia stendur nú yfir, og
kvað Gústav Arnar deildarverk-
fræðingur líklegt að áður en mánuður-
inn væri allur yrði ákveðið hvaða tilboði
yrði tekið.
1 sumar verður byrjað á vinnu á
svæði því sem ákveðið er undir jarð:
stöðina en hún ris austan til á Úlfarsfelli.
Verður í sumar byggt yfir dísilstöðvar
þær sem verða eiga varaaflstöðvar
fyrir stöðina. Einnig verður lagfærður
vegur af aðalvegi til stöðvarinnar. Þá
mun og fást bráðabirgðarafmagn úr
raflinu sem liggur skammt frá staðnum.
Byggingaframkvæmdir við dísilstöðva-
húsið hefjast þegar er teikningum er
lokið.
ASt.
n
BIADID
kemur ekki út á morgun,
17. júní Næsta blað
kemur út á mánudaginn.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
\
i
í
PéturÓskarsson,
Neskaupstað, um
viðbrögð við upp-
Ijóstrun um útlána-
starfsemi
Síldarvinnslunnar hf.:
Andstæðingar niinir hafa miá orði
að ég verði ekki lengi hafður í bænum
og það eru ekki orðin tóm þvi í gær var
ég kallaður fyrir fógeta að beiðni
Jóhanns Kr. Sigurðssonar, úlgerðar-
stjórn Sildarvinnslunnar hf og bæjar-
stjórnarmanns, fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins, og krafinn skýringa á
hvar ég komst yfir þau gögn er birtust
í grein minni í DB 29. maí sl., er sýna
útlánastarfsemi fyrirtækisins I þeim
tilgangi að tryggja Alþýðubanda-
laginu sem ntest fylgi hér,” sagði Pétur
Óskarsson, byggingameistari á Nes-
kaupstað í viðtali við DB i gær.
Jafnframt óskaði Jóhann Kr. eftir
því að nánar yrði rannsakað innbrot i
skrifstofur fyrirtækisins fyrir þrem
Það á að flæma
mig burt ~
sviptur starfsleyfi og
grunaðurum innbrot
áruni. er gögn þessi hurfu. Það mál
hefur aldrei verið upplýst þrátt fyrir
itarlega rannsókn og Pétur segist
hafa fundið umslag með þessum
gögnum i á viðavangi. Í umræddum
gögnum kemur fram að Jóhann Kr.
fékk 300 þús. kr. lán hjá fyrirtækinu
1974.
í grein sinni varpar Pélur m.a. fram
hvort fyrirtækinu sé leyfilegt að
stunda útlánastarfssemi við hliðina á
Landsbankanum og Sparisjóðnum.
Sjálfur fékk Pétur lán hjá fyrirtækinu i
þeim tilgangi að afla sannana um mál
þetta, að eigin sögn. Vixill hans var
meðal þess sem týnt er úr umslaginu
en hann hefur verið dæmdur til að
greiða hann.
Þá skeði það í gær að bygginga-
nefnd Neskaupstaðar dæmdi af
honum starfsleyfi sem bygginga-
meistara í þrjú ár og verður það mál
sent bæjarstjórn til afgreiðslu.
Pétur er með einn til þrjá menn í
vinnu og sér nú fram á að þurfa að
hætta við ýmis verkefni og að sjálf-
sögðu að geta ekki unnið sína vinnu i
náinni framtið með ófyrirsjáanlegum
tekjumissi. Svipting Péturs var byggð
á þvi að i fyrra reisti hann viðbyggingu
við ibúðarhús sitt i óleyfi byggingar-
yfirvalda. Sagði hann slikt i hæsta
máta vafasöm rök þvi ef farið væri
ofan i hverjir hefðu fengið að byggja
santbærilegar viðbyggingar við hús sín
undanfarin ár bærust böndin strax að
áhrifum Síldarvinnslunnar og Alþýðu-
bandalagsins, en Ólafur Gunnarsson,
forstjóri Sildarvinnslunnar, er á fram-
boðslista Alþýðubandalagsins.
Sagðist Pétur hafa i hyggju að kæra
þetta framferði og krefjast um leið
rannsóknar á starfsháttum bygginga-
nefndar sl. nokkur ár. Þá kæmi m.a. í
Ijós að mönnum væri gróflega
mismunað í úthlutum byggingalóða
og viss verk á vegum bæjarins væru
ekki einu sinni boðin út.
Að lokum sagðist hann ekki ætla að
gefast upp fyrir þessum öflum og sér
kæmi í fljótu bragði i hug þrjú
mismunandi ógnareinveldi, i Chile,
Argentínuogá Neskaupstað.
G.S.
Söfnun fyrir iitasjónvörpum á sjúkrahúsin:
Vilja frekar framlag en blóm og sælgæ ti
Enn cr verið að salna lyrir litsjón-
varpstækjum á sjúkradeildum sjúkra-
húsanna i Reykjavík. Siðasta söfnunin
sem við höfum frétt af cr á meðgöngu
deild Landspitalans en þar dvelja þær
konur sem verða einhverra hluta vegna
að dvelja innan veggja sjúkrahússins
um meðgöngutimann. Það er Lydia
Einarsdóttir sem hefur haft aðalumsjón
mcö söfnuninni. er „framkvæmdastjór-
inn” eins og við höfum kallað það. Kon-
urnar hafa safnað á annað hundrað
þúsund krónum. og vantar þvi nokkuð
uppá aðgetakeyptsértæki.
Áður hefur verið bent á að sjúkling-
arnir eru þakklátir fyrir ef þeir sem
koma i heimsókn láta fé af hendi rakna i
söfnunirnar á deildunum frekar en að
koma færandi hendi með blóm eða
munngát. A.Bj,
Sunna vann málið gegn ráðuneytinu:
SAMGONGURAÐHERRA GREIÐI
SUNNU FJÓRAR MILUÓNIR
— vegna valdmðslu, sem fyrirtækið varð fyriraf hálfu ráðherra árið 1969-70
Aðgerðir samgönguráðuneytis gegn
Ferðaskrifstofunni Sunnu árið 1970
hafa verið dæmdar ólögmætar af
Hæstarétti. í gær féll dómur í máli
sem ferðaskrifstofan höfðaði vegna
aðgerða ráðuneyjisins þegar þaðaftur-
kallaði flugrekstrarleyfi skrifstof-
unnar.
Það var árið 1969 að leyfi fékkst
nteð þvi skilyrði að aðeins yrði flogið
utan áætlunarleiða íslenzku flugfélag-
anna. Ferðir með sólarlandafarþega til
Mallorka hófust 1970 og hafði Air
Viking fengið Vickers Vanguard-flug-
vélar til flugsins.
Skömmu siðar kærðu innlendir
aðilar yfir flugi Air Viking og var leyfi
þá afturkallað til flugs frá íslandi en
flogicj það sumar með leyfum sem
fengust frá flugi til flugs. Siðar voru öll
leyfi afturkölluð, þar á meðal fiug milli
borga erlendis fyrir erlendar ferða-
skrifstofur.
Leyfi til fiugrekstursins fékkst aftur
i nóvember 1970, en þá taldi Guðni
Þórðarson, eigandi Sunnu og Air
Viking, að fyrirtæki hans hefðu orðið
fyrir verulegum skakkaföllum vegna
valdniðslu sem hann taldi sig hafa
orðið fyrir af hálfu ráðuneytisins,
Krafðist hann 50 milljóna króna
skaðabóta.
Hæstiréttur dæmdi Guðna og fyrir-
tækjum hans 4 milljón krónur í skaða-
bætur og eru þær krónur miðaðar við
árið 1973, en siðan hefur verðlag allt
3—4 faldast i það minnsta. Þá ber
ráðuneytinu að greiða vexti af fénu og
málskostnaðallan.
Samgönguráðherra á þessu tímabili
var Ingólfur Jónsson frá Hellu —
Málið sótti fyrir hönd Sunnu og
Guðna Þórðarsonar, Brynjólfur
Kjartansson, hrl, en vörn fyrir ráð-
herra hafði Óttar Petersen, hrl., Málið
var prófmál beggja lögmanna.
JBP