Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 6
6
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfísgötu 18 • Gegnt Þjóóleikhúsinu
VERKSTJÓRAR
ÓSKAST.
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar óskar eftir
að ráða verkstjóra í fiskiðjuver sitt.
Umsækjendur sendi umsókn sína til
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Vestur-
götu 11—13 Hafnarfirði.
T rúnaðartannlæknir
Staða trúnaðartannlæknis er laus til umsóknar
frá 1. sept. nk.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf,
sendist Tryggingastofnun ríkisins fyrir 12. júlí
nk.
Forstjóri gefur nánari upplýsingar.
Reykjavík, 14. júni 1978.
Tryggingastofnun ríkisins.
Seljum í dag:
Renault 16 TS úrg. 75
Renault 16 TL úrg. 73
Renault 12 TL úrg. 77
Renault 12 TL úrg. 76
Renault 12 TL úrg. 73
Renault 12 TS Automatic úrg. 78
Renault 6 TL úrg. 72
Re.iault 4 TL úrg. 75
Renault 4 VAN úrg. 75
BMW 316 úrg. 77
BMW 518 úrg. 77
Kristinn Guðnason hf,
Suðurlandsbraut 20. Sími 86633.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19.JÚNÍ 1978.
Umhverfis jöróina á 30 dögum með DB:
Karachi — kameldýr
og asnar i umferð-
inni innan um amerísk
sömu götu og þröngu litlu bazar-
verzlanirnar.
Í Pakistan verður það okkur til
hagsbóta að aliir tala ágæta ensku, —
þetta er rétt eins og að vera á heima-
velli. Alla vega lentum við í afgerandi
tungumálavandræðum í Róm. Svo
töm er enskan Pakistönum. að á hinu
unga þingi þjóðarinnar er rifizt á
ensku, en ekki máli innfæddra.
Í Pakistan verðum við næstu tvo
sólarhringana, og sérstök ferðaskrif-
stofa sér um að fara með okkur í
heimsóknir á þá staði, sem ferðamenn
þurfa að skoða í þessu mikla landi.
2 dagar eru fljótir að liða, allt of
fljótir, því eflaust verða ferðalangarnir
að kikja á litlu verzlanakrilin.en þarer
ekki annað en sjálfsögð „kurteisi” að
prútta dálítið um hlutina.
Á veitingastöðum, sem eru fjöl-
mennir og koma ekki mikið við
pyngjuna, er hægt að fá hinn eina
sanna kebab-rétt.
Án efa verður þessi heimsókn okkar
svo einstæð að hún mun seint úr
minni líða. En ferðin verður að halda
áfram. Flugvélin bíður á flugvellinum
við Karachi og ferðinni er nú heitið til
Bangkok í Thailandi, — önnur
ævintýraborg. sveipuð jafnvel enn
meiri Ijóma en Karachi. og þótti okkur
þó nóg til hennar konia.
JBP
tryllitæki
Áskrifendaleikur Dagblaðsins
heldur áfram, — vissara að fá áskrift
fyrir mánaðamðtin, þá aukast likurnar
á að vinna 30 daga ævintýraferð
umhverfis jörðina ásamt einka-farar-
stjóra. Ferðaskrifstofan Sunna hefur
skipulagt ferðina fyrir Dagblaðið.
Við tókum okkur nokkra hvíld frá
heimsreisunni miklu, ekki hvað sízt
yegna mikils álags á blaðinu vegna
kosninganna. En hvað um það — við
vorum siðast komin um borð í flug-
vélina frá flugfélagi þeirra Filipps-
eyinganna og fengum notalegar
viðtökur um borð. Smágerðu flug-
freyjurnar og flugþjónarnir koma
einhvern veginn allt öðruvísi fyrir
sjónir en við eigum að venjast, stima-
mýktinerekki lítil.
Flugvélin tekur stefnuna á Karachi
í Pakistan, víst hátt i 5000 kilómetra
leið eða minna. En tíminn líður fljótt.
Góður matur, frábær þjónusta. og
eftir nokkra klukkutíma hefur nýr
heimur opnazt fyrir hinum heppnu
ferðamönnum okkar.
Karachi er höfuðborg Pakistan. Og
hvað er svo Pakistan kann einhver að
spyrja. Jú. Pakistan er annað tveggja
stórra ríkja í Suður-Asíu. hitt ríkið er
Indland. Þegar Pakistanríki var
stofnað árið I947 var Karachi gerð að
höfuðborg rikisins. Saga borgarjnnar
er einfaldlega saga Öskubusku. borgin
breyttist á stuttum tima úr fiskibæ i
stórborg, sem hefur meira en 2.5
milljónir ibúa. Áður fyrr hét borgin
Kalachi. sem þýðir „land sand-
aldanna" og þá stóð hér aðeins litið
þorp fiskimannanna. sem reru út á
Arabiska hafið til fiskjar.
Borgin er fyrir margra hluta sakir
merkileg. Alexander mikli þekkti borg-
ina mætavel á sinum tima og
múhameðstrúarmenn tóku hér land
fyrr á öldum og breiddust síðan út um
þennan hluta Asiu.
Og hvað blasir við í dag? Nýtizkuleg
stórborg með stórkostlegu ivafi hins
gamla. Hvílikur aragrúi af fólki er hér
á strætum! Og heitt er í veðri. en golan
utan af hafinu sér um að fólki verði
ekki ómótt.
Við tökum eflir þvi, þar sem við
sitjum á útiveitingastað. að lífið er
talsvert fjölskrúðugt. Einkenmlcgt er
það fyrir okkur norðan af hjara verald-
ar að sjá asna og kameldýr renna um
göturnar innan um tryllitæki sem
mörg hver virðast af ameriskum
gerðum. Eða risahallir eins og
Baðmullarmiðstöðin sem stendur við
KARACHI — á markaðnum er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast og söluvarningurinn alveg ótrúlega fjölbreyttur.
LISTAHÁTÍÐ
H 1978
Ekki vantaði stórar stjörnur á Lista
hátíð 1978. það væri synd að segja.
Fyrir utan Rostropovits held ég að
söngs Birgit Nilsson hafi verið beðið
með hvað mestri eftirvæntingu. þó
ekki megi gleyma Óscari Peterson.
sem reið á vaðið nteð jasspianóleik
fyrsta daginn í Laugardalshöllinni. Nú
hafa eflaust margir (þar á meðal
undirritaðurl orðið fyrir nokkrurr
vonbrigðum á tónleikum Nilsson með
sinfóniunni, þvi hún var alls ekki i þvi
formi sem maður þekkir á plötum. og
söng ekki nótu eftir þann höfund sem
nafn hennar tengist helst við. Richard
Wagner. Það var sumsé bara Verdi á
efnisskránni hjá henni. og það meira
að segja ariur úr óperum sem ekki eru
nema i meðallagi vinsælar hér á landi,
Grimudansleiknum og Örlagavaldinu.
La Nilsson
Ekki veit rnaður hvað réöi þessu, en
heldur fannst rnanni það þunnur
þrettándi. Svo bættist við að hljóni
sveitin virtist i hálfgerðu óstuði. hvort
sem hún lék undir. eða forleiki eftir
Verdi og Tjækofski. Þar átti
stjórnandinn Chumurra talsverða sök.
Hann er eflaust góður i sinni gryfju,
en náði þarna ekki neinunt unttals-
verðum tökum á efninu.
Auðvitað er útí hött að finna að
söng La Nilsson. þó þetta kvöld hafi
hann ekki verið eins hrifandi og
maður hefði óskað. Til þess er hún
alltof stór í sniðunt. jafnvel ramrn-
lalskir hátónar hafa sannfæringar-
kraft hjá henni og meiri, en hreinn
söngur niinni spámanna. Svona er
tölramáttur frægðarinnar og ekkert
annað að gera en hneigja höfuð sitt i
bæn um betri tiðogblóm í haga.
LÞ
Tónlist