Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1978. 15 VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Margur félagsskapur á sér and- stöðumenn sem finnst viðkomandi fé- lagsstarfsemi rýra velgengni þeirra og e.t.v. hnekkja veldi þeirra og áhrifum. Atvinna þeirra og skapferli hefir gert þá að sérhyggjumönnum. Við slikar aðstæður er ósjaldan seilst til að nota háð og níð og segja hálfsannleik um staðreyndir til þess að skjóta örvum tortryggni að þeim félagsskap sem þeir vilja sundraðan og feigan. Vinnuaðferðir þessara manna minna okkur réttilega á þessa sígildu setningu: „En hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi”. Þannig vinnubrögð temja andstæðingar samvinnuhreyf- ingar á íslandi sér í baráttu sinni gegn starfsemi hennar. Oftast eru skrif þeirra slik að ekki eru svaraverð og verður þvi ekki sérstaklega að þeim vikið í þessari grein. Það er þó Ijóst að þeir sem að baki þessum skrifum standa byggja á þvi gamla áróðurs- bragði að ef sama „gamla lumman” er nógu oft á borð borin þá gangi hún í fólk.einhvern tima. Óliklegt er að svo fari en þó mega samvinnumenn ekki sofna á verðin-' um. þeir þurfa hver og einn að vera út- verðir sinna samtaka. Óheilbrigð gagnrym Vissulega ber að gagnrýna þá þætti samvinnustarfs á íslandi sem miður eru, öll uppbygging samvinnufélaga gerir beinlinis ráð fyrir þvi að á öllum timum sé haldið uppi öflugri gagnrýni á starfsemi þeirra til þess að hægt sé að gera betur og bæta úr því sem ekki er eins og best er mögulegt. Slik gagnrýni verður þóað vera heil- brigð, hún verður að byggjast á þvi að menn vilji byggja upp en ekki rifa niður og eyðileggja. Nefna má tvö dæmi af mörgum um gagnrýni sem nijög hefur verið haldið á lofti af and- stæðingum samvinnuhreyfingarinnar og getur vart talist fram komin vegna umhyggju fyrir starfsemi hennar. Fyrst það að þessi fjöldahreyfing sé of viðtæk i starfsemi sinni. sé að vas- ast i of mörgu eins og það er oft nefnt. Hvað eru mennirnir að fara. á að meðhöndla samvinnufélög sem lit- inn krakka og segja: þetta má gera. eða. uss. þetta má alls ekki gera. „Hver getur rekið fyrirtæki upp á slik kjör. hvar á að draga mörkin? svari mér hver sem getur og vill. Nei. kjarni málsins er sá að samvinnustefnan er ekki aðeins viðskiptastefna heldur og menningar- og mannbótastefna sem starfar með hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi og er þvi ekkert mannlegt óviðkomandi. Þetta eru hin óskráðu lög og starfsgrundvöllur sam- vinnustefnunnar hvarvetna i heimin- um. Sú gagnrýni að starfsemin sé of fjölþætt eða of víðtæk fær þvi ekki staðist. Hitt dæmið sern nefnt skal um óheilbrigða gagnrýni er þegar verið er að tala urn óþolandi skattfriðindi sam- vinnufélaga. Merkilegast við þá gagn- rýni er að aldrei hefur fengist fram „klárt og kvitt" i hverju þau skattfríð- indi liggja enda ekkert skritið, þau fyr- irfinnast hvergi nema i hugarheimi þeirra örfáu manna sem hafa þessa meiningu. Broslegt er það að þessir sömu menn sjá litið athugavert við það þó hlutafélög njóti frelsis til út- gáfu skattfrjálsra jöfnunarhlutabréfa og greiðslu arðs af þeim og sýnir það glöggt hvaða hvatir reka þá áfram við skriftirnar. Daufur eldur Sannarlega er það svo innan sam- vinnuhreyfingarinnar eru viss vanda- mál setp ræða þar og finna lausn á. Gætt hefur félagslegs doða, áhugaleys- is meðal félagsmanna, sem og i flest- um öðrum félögum. en það þykir bara ekkert tiltökumál nema hjá samvinnu- hreyfingunni og sýnir það hve menn meta hana mikils, réttilega. og vænta mikils úr þeirri átt. Áður fyrr, þegar baráttan stóð sem hæst fyrir tilveru samvinnufélaganna. þegar verið var að skapa nauðsynlega fótfestu, voru félagsmenn kaupfélag- anna virkir og ótrauðir liðsmenn. Þeir þekktu hugsjónir samvinnustefnunn- ar. þeim lærðist að meta gildi hennar. eðli hennar allt og yfirburði. Þeim var Ijós hinn mikli máttur samtaka og samstilltra átaka þar sem vakandi hugur. drengskapur og heilindi búa að baki. Nú hefur þessar öldur sem risu svo hátt lægt. þvi miður, komin er eins konar ládeyða og fölskva hefur slegið á þann eld sem brann í brjóstum fé- lagsmanna áður. Afleiðingin er minni áhugi, minni þekking á eðli og inn- viðum samvinnustefnunnar sem leiðir til afskiptaleysis, ræktarleysis og jafn- vel heilindaskorts samvinnumanna i garð sinna eigin félagssamtaka. Sumir hverjir freistast jafnvel til að líta á fé- lögin sem óviðkomandi aðilja, ekki allt of vinsamlegan, stundum jafnvel bein- líhis óvinveittan, og skal brátt að því vikið. Andvaraleysi gagnvart þessu áhuga- leysi félagsmanna getur haft alvarleg- ar afleiðingar. Gott dæmi um slíkt er þegar starfsmenn i einu kaupfélagi norðanlands stofnuðu með sér pönt- unarfélag fyrir ári eða svo vegna óánægiu með starfsemi þeirra eigin fc- lags. Að þessir ágætu menn skuli með slikum vanvitahætti færu andstæðing- um samvinnuhreyfingarinnar vopnin i hendurnar verður ekki skýrt á annan hátt en þann að ekki hafi nógsamlega verið sinnt hinni félagslegu hlið rekst- ursins og mönnum hafi verið óljós sá möguleiki og réttur sem þeir hafa til áhrifa innan eigin félags. Bregða þarf við skjótt og efla alla mennta- og fræðslustarfsemi meðal samvinnumanna, gera hana lifandi og heillandi sem mest er hægt, þar er margra valkosta völ. Ekki má hika þó nokkru þurfi að kosta til i þessum efn- um. hitt er sannarlega sýnu dýrara að fljóta sofandi og láta skeika sköpuðu. Tvær systur Þegar um málefni samvinnuhreyf- ingarinnar er fjallað virðist það oft gleymast að hún á sér „systur” þar sem verkalýðshreyfing þessa Tands er. Verður það að teljast mjög miður að þetta hefur ekki verið meir rætt en raun ber vitni um þvi þetta er hiklaust slíkt meginmál fyrir báða aðilja að það verður að setja á oddinn. Hvor fyrir sig hafa þessar hreyfing- ar tugþúsundir manna innan vébanda sinna. sennilegast þó nokkuð sama fólkið og þarf ekki að fara um það mörgum orðum hve öflugt og gagnlegt náið samstarf þarna i milli gæti orðið. Þarna er ekki aðeins um að ræða sam- starf varðandi kjaramál, heldur alli það sem snertir líf þess fólks sem innan félaganna er. Það er staðreynd. þvi miður, að þelta samstarf hefur ekki verið mikið gegnum árin en þar frá er þó ein voldug og mikilvæg undantekning. Það eru samningar sem gerðir voru ár- ið 1961,4. júni. á milli þessara tveggja aðilja. Þá hafði verkafólk orðið fyrir stórfelldri kjaraskerðingu. Vinnuveit- endasamband Íslands hafnaði öllum sanngjörnum leiðréttingum sem og endranær. En þá gerðist þetta ein- stæða. Samvinnuhreyfingin tók i hönd verkalýðssamtakanna og samdi ein sér um 10% kauphækkun. í það skipti sýndi hún og sannaði að hún unni verkamönnum réttlætis. Þessar að- gerða Vinnumálasambands samvinnu- félaganna leiddu svo til þess að Vinnn- veitendasambandið varð að sætta sig við sams konar lagfæringu launamála. Þannig eiga og verða samvinnu- og verkalýðshreyfingað vinna sauian. Samvinnuhreyfing á Íslandi á að reka sjálfstæða launapólitík. forðast að troða illsakir við verkalýðssamtök- in. Þó málum væri þannig háttað er ekki þar með sagt að segja skuli já og amen við öllum kröfum sem fram ku"na að verða sr'tar. þar verður að finna þann milhveg sem er rétllátur og hagstæður báðum. á sama h itt og gert var 1961. Ef samvinnufyrirtæki þyrftu þannig ekki að óttast stöðvun vegna verkfalla og likra aðgerða væri þar ekki aðeins um að ræða hagnað fyrir þau. heldur og fyrir verkalýðssamtökin sem þá fengju í hendurnar vopn til að beita gegn atvinnurekendavaldinu. sem sagt það sem aðrir gera verðið þið að gera svovel aðgera lika. Samvinnuhreyfingin getur ekki vegna tviþættrar stöðu sinnar skipað sér stöðu meðal atvinnurekenda. Hún er þannig upp byggð að fólk innan hennar er á vissan hátt eigin atvinnu- rekandi. Slíkt samstarf sem hér hefur verið um rætt þekkist víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum. þó þar seu aðstæður nokkuð ólikar því sern hér er. Vaknar þvi óhjákvæmilega sú spurning hvers vegna þetta samstarf hefur ekki náð að komastá hérá landi. Pólitlskar ástæður Meginmurur á upphafi þessara tveggja hreyfinga annars vegar hér á landi ug lnns vegar á hinum Norður- lóndunum er sá að þar verða þær til á sama tima en ekki hér. Samvinnuhreyfingin komst á legg hér nokkru fyrr en vei kjlýðshreyf- ingin. t.a.m. er ASÍ ekki stofnað fyrr en árið 1916 eða samfara Alþýðu- flokknum. Brautryðjendur voru þvi ekki hinir sömu i þessum hreyfingum. annars vegar voru bændur i sveitum og hins vegar verkamenn i bæjunum. Tengsl þarna á milli urðu þvi litil. ekki var glimt i sameiningu við vandamálin sem oft voru og eru hin sömu hjá báð- um aðiljum. Árið 1916 . þegar inn- anlandsmál verða grundvöllur pólit- iskrar flokkaskipunar í landinu. eru stofnaðir tveir iflokkar félagshyggju- fólks. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur. en hefðu liklega allt að einu getað verið einn og sami fiokkurinn. skapast skil með þessum tveimur hreyfingum. Náin tengsl Framsóknar- flokks við samvinnuhreyfinguna á þessum tima og nokkru lengur hafa þannig vafalaust átt sinn þátt í að ekki hófst það samstarf sem þarfna hefði átt aðskapast. í dag er þessi hindrun ekki lengur fyrir hendi. Þessi tengsl voru út at fyrir sig eðlileg á sinum tíma þvi eins og Einar Olgeirsson hefur sagt: „það viðurkenna allir og vita. hvern þátt Framsóknarflokkurinn hefur átt i samvinnuhreyfingunni og hver stoð Framsóknarflokkurinn hefur verið samvinnuhreyfingunni og hvernig samvinnuhreyfingin hefur fyrst og fremst orðið á hann að treysta i sinni baráttu.” Þó er það alveg rétt sem m.a. Bene dikt Gröndal hefur sagt að .. þessi tengsl við einn flokk hafa loðað voða- lega mikið við og þau gera það að verulegu leyli ennþá i hugum almenn- ings. Mönnum er yfirleitt ekki Ijóst að orðið hafi á sú breyting sem raunveru- lega hefur orðið”. Ger þarf það öll- um almenningi Ijóst i eitt skipti fyrir öll að þessi tengsl heyri nú sögunni til. að í samvinnuhreyfingunni eru menn úr öllum fiokkum og þar ráði allir jafnt. flokkspólitiskar skoðanir skipti þar nákvæmlega cngu. Það hlýtur að vera ósk okkar og von að framtiðin megi bera það i skauti sér að á milli þessara tveggja hreyfinga. samtaka almennings i þessu landi. ÓlafurSt Sveinsson skapist náið-samstarf. nýttur verði sá samtakamáttur scm þær búa yfir, þær beiti kröftum sinum sameiginlega til hagsbóta fyrir land og þjóð og ef svo verður er framtiðin björt Að hafa sér hugsjón Framtið okkar i landinu er mikið háð þvi hversu öfluga samvinnustcfnu við rekum. Samvinnuhreyfingin hefur i gegnum tiðina verið brautrvðinndi i mörgum þjóðþrifamálum ogserö.'i i) vafalaust áfram. Samviniiu.->te!nan eldist ekki. hún hentar nýjum timurn og nýjum verkefnum vegna þeirra sanninda að hún er ekki form heldur hugsjón. Öll eigum við samleið. ekki i ákveðnum sjórnmálaflokki heldur inn- an samvinnuhreyfingarinnar. samleið til betri kjara. betra lífs. Þegar ég nú er að ræða um að hug sjón hljóti ætið að vera hornsteinn samvinnustarfs dettur mér í hug litil saga. Maður einn, sem var vel þjóðkunn- ur. var eitt sinn á ferð í einni af sveit- um landsins á bil sínum og var rétt að verða bensinlaus þegar hann kom að sveitabæ sem hafði bensínsölu með höndum. Biður hann bónda að selja sér bensin á bílinn en sér þá að tankur- inn er merktur BP lOLÍSl og spyr bónda hvort hann hafi virkilega ekki ESSO-bensín á boðstólum. Kvað bóndi n?i við. Hristi aðkomumaður þá hausinn og sagðist frekar aka bensín- laus en skipta við einkafyrirtækið. Þanni- „ andinn meðal samvinnu manna að vera. Finna þarf hugsjóna baráttunni farveg. sem sé i samræmi við sókn samvinnuhreyfingarinnar á athalnasviðinu. Ólafur St. Su'insson. BJÓÐUM ÞESSI GLÆSILEGU SETT MEÐ MJÖG GÓÐUM GREIÐSLUKJÖRUM MEÐAN BIRGÐIR ENDAST ÍÍM BYGGINGAMARKAÐURINN hf GRETTISGÖTU 11. RVK. SÍMI 13285 J.L. HÚSIÐ HRINGBRAUT 121. RVK. SÍMI 10600 Jl! Fyrír húsið — fyrír garðinn Máthollur I veggi — kringum beð — i gang- stíga — í stéttir o.fl. Mátsteinar í vegghleðslur — undir blóm — í bókahillur o.fl. Holsteinar i veggi og skrauthleðslur. Brotsteinar I skrauthledsluro.fi. Milliveggjaplötur Vikursandur i blómabeðin Seyðishólarauðamól í gangstiga Pússningarsandur — steypu- sandur Sement — semplast Léttblendi — sökklaþéttir Saumur — lykkjur Múmet — múrmottur G lerullareinangrun Steinullareinangrun Plasteinangrun Gluggaplast — plastdúkur Mélningarvörur — litablöndun Smóvömr fyrir byggingar Flisar úti og inni — Ifm Fúgusement — smóverkfæri Þakpappi — þaksaumur Gólfplötur — þilplötur. IIIJÓN LOFTSSONHF Hringbraut 121 ?£> 10-600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.