Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19.JÚNÍ 1978.
11
Danmörk:
Pissað í bensín-
tankinn og flug-
vélin hrapaði
Leikur þriggja ungra pilta er þeir
pissuðu í bensíntank flugvélar olli flug-
slysi og meiðslum tveggja manna að
því er upplýst hefur verið í Danmörku.
Lítil flugvél með tveim mönnum
innanborðs hrapaði skömmu eftir flug-
tak niður á þéttbyggt svæði í Ballerup
skammt frá Kaupmannahöfn. Varð
þetta 8. apríl síðastliðinn.
Rannsóknamefnd sem kannaði að-
stæður á slysstað og flak flugvélarinn-
ar komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að
hreyfillinn hefði getað stöðvast vegna
þess að vatn hefði komizt i blöndung-
inn, sem að nokkru reyndist rétt.
Við yfirheyrslur yfir piltunum við-
urkenndu þeir að þeir hefðu leikið sér
að því skömmu fyrir slysið að lyfta
hver öðrum uppog pissa ofan í bensín-
tankinn.
Báðir mennirnir slösuðust er vélin
hrapaði og annar þeirra alvarlega.
Staða launaskrárritara í launadeild fjármálaráðu-
neytisins er laus frá og með 1. september 1978. Um-
sóknarfrestur er til 14. júlí 1978.
Fjármálaráðuneytið,
13. júnf 1978.
NILFISK
sterka rvksusan... #
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga,
stillanlega og sparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra, ódýra i
pappirspokanum
og nýju kónísku
slöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ál og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik
in, gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel, ár
eftir ár, með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódvrust.
Traust þjónusta
Afborgunarskilmólar
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Ný keilu-slanga:
20% meira sogafl,
stíflast síður.
FHNIY HÁTÚN6A
I VlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bílastæði
Er hreyfill flugvélarínnar stöðvaðist
reyndi flugmaðurinn að snúa við og ná
aftur til flugvallaríns. Það tókst ekki
því flugvélin lækkaði flugið of fljótt,
rakst á Ijósastaur og hrapaði til jarðar.
Annar vængurinn rifnaði af og féll
niður á akbrautina.
Austurríki:
Nýskilnaðar-
löggjöf
samþykktgegn
andstöðu
kaþólsku
kirkjunnar
Ný skilnaðarlöggjöf var sam-
þykkt á austurríska þinginu i gær.
Er hún talin mun frjálslyndari en
sú sem hingað til hefur verið i gildi
og heimilar aðilum að skilja ef
báðir eru samþykkir.
Yfirvöld kaþólsku kirkjunnar i
Austurríki hafa barizt gegn nýja
frumvarpinu með oddi og egg, en
án árangurs. Hingað til hefur þurft
tilteknar ástæður fyrir skilnaði,
svo sem framhjáhald annars
hvorsaðila.
Höggdeyfar
Nýkomnir höggdeyfar í flestar tegundir bifreiða
þ.á m. loftdemparar, gasdemparar, stýrisdemparar,
heavy duty demparar og fl. og fl.
Geysilegt úrval höggdeyfa á ótrúlega
hagstœðu verði.
PÓSTSEIMDUM UM ALLT LAIMD
Höggdeyfir
Dugguvogi 7 — Sími 30154.