Dagblaðið - 19.06.1978, Blaðsíða 12
12'
’ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19.JÚNÍ 1978.
Útgefandr. Dagblaðið hf.
Framkvœmdaatjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannos Reykdal. íþróttir: HaHur Simonarson. Aöstoöarfréttastjórar Atli Steinarsson og Ómar
Valdimarsson, Handrit: Ásgrimur Pélsson.
Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Slgurðsson, Dóra Stef&nsdóttir, Gissur Sigurös-
son, Guömundur Magnósson, HaUur HaHsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lér., Ragnheiöur Kristjónsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Póil Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur VHhjólmsson,
Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. *
Ritstjóm Siöumúia 12. Afgreiðsla, óskriftadeikf, augtýsingar og skrifstofur Þverhoiti 11.
Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 linurj. Áskrift 2000 kr. ó mónuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Sotning og umbrot Dagblaöið hf. Síöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Slðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. SkoHunni 10.
Dútlað við fjöregg
Sorglegt var að sjá þingmenn og
þingmannsefni allra flokka svara
spurningum út í hött í sjónvarpinu í
síðustu viku. Framganga þeirra flestra
benti til, að þeir væru úti að aka í
íslenzkum þjóðmálum.
Flestir íslenzkir stjórnmálamenn byrja að skjálfa, þeg-
ar þeir hafa ekki lengur fyrir framan sig blað með
skrifaðri ræðu. Þeir verða málstirðir og málhaltir, sveittir
og skelfingarlegir á svip, rétt eins og þeir hafi uppgötvað,
að heilinn sé ekki í sambandi.
JONAS :'í
KRISTJANSSON
WJ
Þar með er ekki sagt, að hinir fáu málliðugu hafi
staðið sig betur. Eins og aðrir svöruðu þeir spurningun-
um út og suður. Af orðum þeirra mátti ráða, að allir
flokkarnir væru opnir í báða enda og hefðu engin
stefnumál, sem ekki mætti selja fyrir völd.
Þegar komið var að efnisatriðum, einkenndust svörin
af ódýrri óskhyggju. „Það verður að stöðva
verðbólguna,” sögðu þeir og gerðu sig ábyrga í framan.
Væru þeir spurðir, hvernig fara ætti að því, lentu þeir
strax í ógöngum, enda hafa þeir greinilega ekki hugmynd
um það.
Áfram má nefna fleiri dæmi af þessu tagi. „Það þarf
þjóðarsamstöðu gegn verðbólgunni/’sögðu þeir og gerðu
sig landsföðurlega í framan. Síðan lentu þeir í sömu
ógöngunum, því að auðvitað eru þetta bara innihalds-
laus slagorð.
„Það þarf að breyta vaxtastefnunni,” sögðu fram-
bjóðendurnir. Væru þeir spurðir um einsaka útlána-
þætti, lentu þeir strax i ógöngum, því að fínu kenning-
arnar þeirra reyndust götóttar um leið og þeir sáu
framan í hagsmuni atvinnuvega og annarra þrýstihópa.
Upp til hópa voru þetta hræddir menn á skerminum,
menn sem vakna á næturnar við þá martröð, að þeim
hafi orðið fótaskortur á tungunni og þeir bakað sér reiði
einhvers þrýstihóps. Hugrekki virðist vera sjaldgæft
meðal íslenzkra stjórnmálamanna.
Menn, sem engan vilja móðga, bjarga ekki íslandi.
Þeir munu ekki spara þjóðinni eina Kröflu á ári með því
að hætta ríkisafskiptum af landbúnaði. Þeir munu ekki
spara þjóðinni aðra Kröflu á ári með því að fækka
fiskiskipum, auka arðsemi þeirra og koma á auðlinda-
skatti. Þeir munu því ekki hafa gróðann af þessu hvoru-
tveggja til að reisa iðngarða um land allt.
Menn, sem ekki geta notað heilabúið vegna langvinn-
rarnotkunar ódýrra slagorða, bjarga ekki íslandi. Þeir
munu áfram bjakka í sama farinu, hvernig svo sem þeir
raða sér í meirihluta og minnihluta á alþingi. Ekki sízt
munu þeir halda áfram að rækta verðbólguna, því að
hún er lykillinn að völdum þeirra.
Sorglegt, er að allt of fáir hæfileikamenn fara út í
stjórnmál. Þeir virðast hafa öðrum hnöppum að hneppa
og hafa eftirlátið meðalmönnum og dútlurum fjöregg
þjóðmálanna. Samt eru kjör stjórnmálamanna orðin svo
sæmileg, að þau ættu að geta höfðað til hæfari manna.
Greinilegt er, að kosningarnar eftir viku skipta engum
sxöpum, hvernig sem þær fara. Við fáum áfram sama
tóbakið, kannski undir nýjum fánum. Þjóðin getur því
t nn horft fram til fjögurra magurra ára.
r
v
Nú, þegar senn liður að kosningum
til Alþingis, er ekki óeðlilegt að menn
spyrji sjálfa sig og hvorir aðra um
hvað sé raunverulega verið að takast
á um, hver séu raunverulega helstu
ágreiningsefni þeirra stjórnmálaflokka
sem berjast um hylli kjósenda.
Ljóst er að meðal annars verður
tekist á um efnahagsmál, eins og
raunar í öllum þingkosningum hér á
landi hina siðari áratugi. Þá verður
vafalaust rætt um málefni eins og
kjördæmamálið, landhelgismál, orku-
mál og fleiri og fleiri mál, og þá síðast
en ekki síst utanrikismál og varnar-
mál. Það slys má ekki henda, eins og
varð árið 1971, að gengið sé til þing-
kosninga án þess að utanrikis- og
varnarmál beri á góma.
í alþingiskosningunum 1971 var
nánast ekkert minnst á þessi mjög svo
mikilvægu mál í kosningabaráttunni,
og því voru kjósendur ekki með hug-
ann við þau er þeir gengu að kjör-
borðinu Vegna þess hve stjórnmála-
mennirnir minntust lítið á þessi mál
hefði einnig mátt ætla að ekki yrði
um stórvægilegar breytingar á þessum
málum jafnvel þó um stjórnarskipti
yrði að ræða að kosningum loknum.
Annað átti þó eftir að koma á
daginn. Viðreisnarstjórnin tapaði
þingmeirihluta sínum, og mynduð var
vinstri stjórn undir forystu Fram-
sóknarflokksins. Þegar málefnayfir-
lýsing þeirrar stjórnar kom i Ijós, þá
loks varð kjósendum það Ijóst að utan-
rikismálastefna hinnar nýju sljórnar
yrði helsta nýjungin sem hún beitti sér
fyrir. Svo var kveðið á í stjórnarsátt-
málanum, að bandaríska varnarliðið
skyldi fara af landi brott á kjörtíma-
bilinu, og að jafnframt skyldi endur-
skoða með uppsögn i huga, aðild
íslands að A tlantshafsbandalaginu.
Varla mun þörf á að rifja upp við-
brögð þjóðarinnar við þessum fljót-
færnislegu yftrlýsingum hinna nýju
stjórnarherra. Hvaðanæva að af
landinu bárust mótmæli, og risu þau
hæst þegar rösklega fimmtíu þúsund
kjósendur skrifuðu undir áskorunina
Varið land, þar sem þess var krafist aö
stjómvöld tryggðu áfram öryggi lands
og þjóðar, sem fyrst og fremst grund-
vallaðist á veru varnarliðsins hér og
aðild íslands að Atlantshafsbanda-
laginu, NATO.
Eins og flestum er enn í fersku
minni náði vinstri stjórnin aldrei að
framkvæma þessi áform sin. og
hrökklaðist hún frá völdum áður en
kjörtimabilinu var lokið. Kosning-
arnar vorið 1974 urðu mikill sigur
Sjálfstæðisflokksins, og það er raunar
athyglisvert, að flokkurinn vinnur
/' '
Áhugi fólks á stjórnmálum hefur á
nokkrum undanförnum árum þróast í
þá átt að verða mjög viðtækur og
almennur en áhugi þeirra á sjálfum
stjórnmálaflokkunum hefur greinilega
minnkað.
En hver er skýringin á þessu?
Spjótin hljóta að beinast að stjórn-
málaflokkunum sjálfum. — Þróunin
sýnir að þó uppbygging þeirra og
stefna hafi vakið vonir i hugum
margra. og þeir hafi þar af leiðandi
fylkt sér undir merki þess stjórnmála-
flokks þar sem skoðanir þeirra og hug-
sjónir helst nái fram að ganga. þá er
reynslan sú. að uppskeran er oft sár
vonbrigði fólksins meðsinn flokk.
Úrslit skoðanakönnunar dag-
blaðanna, sem sýndi að stór hluti kjós-
enda er óráðinn hvað þeir kjósa.
renna stoðum undir þessar hugleiðing-
ar minar
Fólk er greinilega að mótmæla
niðurdrepandi svikum stjórnmála-
ilokkanna. — Það er að veita þeim
aðhald og áminningu, — og sýna þeim
fram á að loforðin, sem dregin eru upp
úr loforðakistununt á 4 ára fresti.
duga ekki lengur, nema staðið sé við
bau.
Stjórnmálaflokkunum er að skiljast
að þeir geta ekki lengur treyst á
gleymsku kjósenda, — þeir muna
orðið óþægilega mikið úr loforða-
kistunum góðu. Og' kjósendur nota
hiklaust vopn sitt — atkvæðaseðilinn
— i kjörklefanum, ef þeim er mis-
boðið.
Auknar umræður um þjóðfélags-
mál hafa þess vegna skapað sterkt. —
og löngu tímabært aðháld til allra
stjórnmálaafla i landinu.
Almenningi er að skiljast að 30—
50% verðbólga, sem stjórnarherrarnir
alltaf kosningasigra þegar kosið er um
utanrikis- og varnarmál einkum.
Nú eftir nokkra daga er útlit fyrir að
utanrikis- og vamarmálin muni falla í
skugga efnahagsmálanna þegar kjós-
endur gera upp hug sinn í kjörklef-
anum. Það er þvi rétt að rifja upp
stefnu stjórnmálaflokkanna i þessum
málaflokkum, og jafnframt að reyna
að geta í hvernig yrði á málum haldið
ef mynduð verður vinstri stjórn á ný.
Stefna Fram-
sóknarflokksins
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn séu nú
saman i rikisstjórn, og að öryggi
þjóðarinnar hafi verið tryggt um fjög-
urra ára skeið, þá fer þvi fjarri að
Kjallarinn
Anders Hansen
framsóknarmönnum sé treystandi i
utanrikismálum. Stefna þeirra er si-
breytileg, og sagan sýnir, að stefna
Framsóknarflokksins í utanrikis- og
varnarmálum tekur jafnan mjög
mikinn svip af stefnu þess flokks eða
þeirra flokka sem þeir hafa mest sam-
starf við á hverjum tima.
Rétt er að lita á ályktun 17. flokks-
þings Framsóknarflokksins, um utan-
rikismál. en flokksþingiö var haldið
i Reykjavík dagana 12. til 15. mars
1978. Um utanrikismál ályktaði
flokksþingið svo:
„Framsóknarflokkurinn telur að
grundvöllur íslenzkrar utanríkisstefnu
eigi að vera sjálfstæði þjóðarinnar.
hagsmunir hennar og öryggi, friður og
góð sambúð ríkja og þjóða. íslenzk
utanrikisstefna á að byggjast á sjálf-
stæðu mati íslendinga á aðstöðu og
hafa leitt yfir þjóðina er ekkert óyfir-
stiganlegt lögmál. sem við verðum að
búa við til frambúðar. — Nei, — hún
er afleiðing óstjórnar og aðhaldsleysis
á mörgum sviðum þjóðlifsins.
Þekm aðgerðum sem hingað til
hefur verið beitt gegn efnahagsvand-
Kjallarinn
Jóhanna
Sigurðardóttir
anum eru oftast skammtimalausnir.
’— þar sem einungis er snúist gegn
hluta vandans. — þegar allt er koniið í
óefni. en ekki ráðist gegn
raunverulegum orsökum og rótum
vandans.
Við verðum að beita aðgerðum.
sem miða að endurskipulagi á öllu
þörfum þjóðarinnar. Framsóknar-
flokkurinn álítur mjög brýnt að vinna
að almennri, þjóðlegri samstöðu um
meginatriði utanríkismála.
Framsóknarflokkurinn telur að
þátttaka íslands í störfum Sameinuðu
þjóðanna, Norðurlandaráðs og
Evrópuráðs eigi að vera hornsteinn
utanríkisstefnu landsins. Hann vill að
íslendingar eigi góð samskipti við er-
lendar þjóðir, en varist að efna til
nokkurra þeirra alþjóðlegra samninga
sem á einn eða annan veg skerða sjálf-
stæði þjóðarinnar. Framsóknar-
flokkurinn telur það ekki þjóna hags-
munum jslands að erlendur her dvelj-
ist á islenzku yfirráðasvæði á friðar-
timum. Hann leggur því áherzlu á
erflingu íslenzkrar loft- og landhelgis-
gæzlu og almannavarna og á það að
íslendingar leggi fram sinn skerf i því
starfi sem unnið er að afvopnun,
mannréttindum og sáttum á alþjóða-
vettvangi. Hann vill að markvisst sé
unnið að því að gera hernaðarbanda-
lög óþörf og að herstöðvar stórvelda i
öðrum rikjum verði lagðar niður.
Framsóknarflokkurinn væntir þess
að íslendingar verði í fararbroddi í haf-
réttarmálum, svo og í alþjóðlegu sam-
starfi um verndun og skynsamlega
nýtingu auðlinda hafsins. Flokkurinn
telur það skyldu íslendinga að leggja
bágstöddum þjóðum það lið sem verða
má.
Samkvæmt þessu lítur Framsóknar-
flokkurinn á það sem meginhlutverk
sitt í íslenzkum stjórnmálum að vera
forystuafl félagshyggjumanna, fram-
fylgja frjálslyndri umbótastefnu til
hagsbóta fyrir land og lýð, efla mann-
réttindi, samvinnu og samhjálp,
standa vörð um þjóðleg sjónarmið og
vinna að sem víðtækastri samstöðu
um mikilsverð þjóðmál.”
Athygli vekur, að hér er hvergi
minnst á aðild íslands að Atlantshafs-
bandalaginu. Hins vegar er lögð á það
áhersla. að íslendingar starfi innan
Samcinuðu þjóðanna, Norðurlanda-
ráðs og Evrópuráðsins, en um það er
enginn ágreiningur milli íslenskra
stjórnmálaflokka. Þá er einnig lögð á
þaðáhersla aðFramsóknarflokkurinn
vilji standa vörð um mannréttindi og
efla samvinnu og samhjálp, væntan-
lega bæöi innan lands sem utan.
Hvergi er minnst á það einu orði að
æskilegt sé að varnarliðið verði hér
enn um sinn, heldur er sagt, stutt og
laggott; „Framsóknarflokkurinn telur
það ekki þjóna hagsmunum Islands,
að erlendur her dveljist á íslenzku yfir-
ráðasvæði á friðartímum.”
Ljóst er að framsóknarmenn vilja
ekki hafa her hér á landi ef mögulega
efnahagslifinu, — þannig að mark-
miðunum stöðugu. verðlagi, vaxandi
kaupmætti og fullri atvinnu sé náð tu
lengri tíma litið.
Móta þarf heildarstefnu i fjár-
málum til nokkurra ára í senn sem
miðar að þvi að tengja betur saman
stjóm fjárfestingar og langtimastefnu i
atvinnumálum. — Hlúa þarf mun
betur að iðnaðinum en gert hefur
verið, því hann hlýtur óhjákvæmilega
að vera sú atvinnugrein sem tekur við
auknum vinnukrafti i framtiðinni.
Léleg hráefnisnýting i frystihúsum
er líka mál sem verður að taka föstum
tökum. — Ef dæma má eftir þeirri
könnun sem Hagvangur og Rekstrar-
tækni gerðu á hráefnisnýtingu
frystihúsanna. þá kemur i Ijós. að tap
vegna lélegra hráefnisnýtingar er um
5.5 milljarðaráári.
Færeyingar hafa t.d. náð mun betri
árangri i þessum efnum. og er nýting
þar allt að 42% en islenzk frystihús ná
36—40% nýtingu. — í framtiðinni
þarf því að leggja meiri áherslu á að
gera frystihúsin fullkomnari. til að ná
betri nýtingu úr sjávaraflanum, og
jafnhliða þvi að gera langtimaáællun
um þörf fjárfestingar i sjávarútvegi. —
bæði skipastól og frystihúsum. — Ef
fullkomin fjárfestingaráætlun hefði
verið gerð i sjávarútvegi fyrr. —
niiðað við það aflamagn sem við get-
um dregið úr sjónurn, — án þess að
stofna fiskistofnunum i hættu. sætum
við ekki i dag uppi með alltof stóran
skipastól — og of rnörg — og
ófullkomin frystihús.
Pólitískir
styrkir
Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins.