Dagblaðið - 21.07.1978, Qupperneq 11

Dagblaðið - 21.07.1978, Qupperneq 11
Kjallari á föstudegi Verkaðýðshreyfing- in Það hefur komið fram í blöðum, að Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, leitaði til Snorra Jónssonar, forseta ASÍ, og óskaði eftir viðræðum við hliðina á stjórnarmyndunarvið- ræðum. Þetta hefði verið eins konar fyrsta útfærsla kjarasáttmála, það er virkrar samvinnu launþega og rikis- valds. Nánari útfærsla verður auð vitað að ráðast af reynslu og af nánari samráði. Það einkennilega gerðist að án þess að ráðfæra sig við kóng eða prest hafnaði Snorri Jónsson þessum til- mælum. Hvernig þetta er hugsað er auðvitað öldungis óskiljanlegt. En það vekur til umhugsunar um, að laun- þegaforustan er um of einangruð póli- tísk forusta, sem er að leika valdatafl, gersamlega óháð vilja umhverfisins eða öllum venjulegum leikreglum. Verkalýðshreyfingin á við sömu vandamál að etja og gömlu stjórn- málaflokkarnir. Félagslegur doði og flókið lýðræði verður til þess að á toppnum sitja fámennisstjórmr, sem e^u að leika valdaleik. Þessi neitun hefur sennilega verið flokkspólitískt mat hjá Snorra Jónssyni. Þetta er auðvitað gersamlega óþolandi fram- koma, þegar verið er að reyna að mynda stjórn í landinu. En leiðir enn einu sinni hugann að nauðsyn þess að gerbylta félagslegri uppbyggingu laun- þegahreyfingarinnar. Þegar lýðræði verður virkt, þá kemur æ ofan í æ i Ijós að launþegaforingjar eru eitt og launþegar eitthvað allt annaö. Þetta ásand er óheilbrigt og þingræðið þolir það ekki að þetta gervilýðræði hafi af- gerandi áhrif á það, hvort tekst að mynda stjórn eða ekki. Hvað við sögðum — hvað við gerum Það þarf hvorki vinstri stjóm eða hægri stjórn. Það þarf fyrst og fremst viðnámsstjórn. Stjórn sem hefur það að meginmarki að skrúfa niður verð- bólgu, gera efnahagslifið heilbrigt á ný. Stjórn sem styrkir samvinnu við lýðræðisríkin en gerir rækilega úttekt og uppskurð á stjómkerfí, spillingu og forréttindum, sem hér hafa grafið um sig og ýkzt til muna í óðaverðbólgu síðustu ára. Þá eru auðvitað enn óleyst stórmál eins og kjördæmamál og endurskipulagning landbúnaðarins. En stjórn með þessi meginverkefni verður að koma. Og það er hægt. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978. / ............................ Er verið að spila á fiðlur á meðan Rómaborg brennur? Frystihúsin ýmist að komast eða komin í þrot og saltfiskmarkaðurinn í Portúgal að hrynja? Það er verið að reyna að mynda stjórn. Það er staðreynd að það gengur verr að mynda stjórnir, þegar miklar breytingar hafa orðið á kjörfylgi. Samanburðurinn við 1942 er eðlilegur. Þá jókst fylgi Sósíalista- flokksins mikið, í tvemur áföngum að vísu, en með þvi höfðu skapazt nýjar forsendur valdahlutfalla. Nafnið er aukaatriði Það er auðvitað i sjálfu sér fullkomið aukaatriði hvaða nafn ríkisstjórn gefur sjálfri sér. Orð eins og vinstri stjórn, nýsköpunarstjórn eða við- reisnarstjórn eru einasta söguleg orð sem lýsa módelum meirihlutastjórna en ekkert meir. Orðið vinstri stjóm er þar að auki sérstaklega villandi og vit- laust, einfaldlega vegna þess að þau mál sem mótað hafa pólitík undan- farin misseri falla engan veginn undir þessar skilgreiningar. Uppskurður á verðbólguástandinu, vandi landbún- aðar, vandi sjávarútvegs, úttekt á vamarmálum eða úttekt á spillingu og forréttindum, hvar liggja þessi mál á markalínu hægri og vinstri. Orðið vinstri, þegar um stjómar- myndun er að ræða, virðist enda ekki eiga að hafa pólitískt inntak, heldur sálfræðilegt gildi. Sálfræðilega gildið virðist eiga að vera fólgið i þvi að vinn- andi fólk sé sannfært um að þetta sé „þeirra” stjórn. En málið ruglast og þvælist þegar því er bætt við að eink- um á Suðvesturhorninu er stór hópur fólks, sem fyrst og fremst kennir sig við menntir, sem telur að vinstri sé alls ekki efnahagslegt hugtak fyrst og fremst, heldur þýði það einfaldlega að herinn eigi að fara og íslendingar að hætta allri samvinnu við hemsvalda- sinnana í Bandaríkjunum, og jafnvel helzt allri samvinnu við útlendinga. Hvers vegna þetta er vinstri stefna og ekki hægri stefna eða eitthvað enn annað hefur raunar aldrei orðið Ijóst. En hitt er ljóst að þama ganga þver- sagnir þvers og kruss i gegn um hug- myndafræðinga. Þetta gæti verið vinstri stefna vegna þess að upphaf- legir andstæðingar þessarar stefnu- mörkunar voru hreinir kommúnistar sem tóku afstöðu með Sovétríkjunum og gegn Vesturveldunum á árunum fyrir um og eftir 1950. En nú á að heita að þau sjónarmið eigi ekki upp á Vinstri stjérn? VilmundurGylfason andi stéttir og hyggst styðja sig við vinnandi stéttir, en er að nokkrum misserum liðnum komin i súrrandi styrjöld við launþegasamtökin. Það er haldlítið að setja slíka ríkisstjóm á laggirnar nema menn átti sig til hlitar á þessum sögulegu staðreyndum. Og þetta gerðist þrátt fyrir það, að báðar þessar ríkisstjórnir hefðu vinsæl mál, þar sem sótt var út á við en ekki skertir hagsmunir innanlands: nefnilega land- helgismál. Samstjórn Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks getur verið og á að vera skynsamleg stjórn. En staðreyndin er samt einfaldlega sú, að það þarf að mjög verulegu leyti að vera upp á býti Alþýðuflokksins. Bæði að þvi að tekur til gerbreyttrar efnahagsstefnu og kjarasáttmála, sam- vinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir og gagngeran uppskurð á stjórnkerfi, spillingu og forréttindum. Slík stjórn er líkleg til að takast, sé horft til lengri framtiðar. Hefðbundin „vinstri stjórn” með gömlu aðferðunum er dæmd til að mistakast. pallborðið lengur, það á að heita sem lokað hafi verið á Brynjólf Bjamason og Einar Olgeirsson. En að þetta eigi þá skylt við „vinstri”, það er nokkuð sem einfaldlega gengur ekki upp. Það er haldið uppi andmenntaleg- um blekkingum í sambandi við nafn- giftir á ríkisstjómir. Framsóknarflokk- urinn hefur viljað halda í ónýta land- búnaðarstefnu sem dregur niður lifskjörin í landinu, hann hefur viljað halda í rangláta kjördæmaskipan, hann hefur varið óbreytanleika kerfis- ins með mestri hörku undanfarin ár. Hann byggir á SÍS. Er það vinstri stefna? Varla. Þetta er ekki sagt vegna þess að samstjórnir Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks séu verri eða betri en aðrar stjórnir eða samsetningar. Þetta er aðeins sagt til undirstrikar því að nafngiftin er röng og út I hött. Hvernig stjórn? Sagan kennir okkur þetta: Þær tvær ríkisstjórnir, sem kallað hafa sig vinstri stjórnir, gáfust ekki vel. Árferði var gott og peningar í sjóðum, gagn- stætt því sem nú er. Engu að siður spiluðu þær báðar vitlaust. Hermann Jónasson var forsætisráðherra 1956— 1958. 1958 var það Alþýðusam- bandið, sem neitaði honum um efna- hagslegan frest og felldi þar með stjórn hans. Stjórn Ólafs Jóhannessonar 1971—1974 lenti í nákvæmlega sömu vandræðum. Það var ausið skipulags- lítið eða — laust úr sjóðum framan af, og raunverulega voru það launþega- samtökin, sem felldu stjórnina árið 1974. Hvaða lærdóma er hægt að draga af þessu? Einfaldlega þá, að nafngiftin er langt frá því að vera ein- hlít. Það er einhver alvarleg þversögn í rikisstjórn, sem kennir sig við vinn- ÞAÐ NÆST BEZTA — um sýningu á grafíkmyndum Louise Nevelsení Listasaf ni íslands Af skiljanlegum landfræðilegum ástæðum, þá eru sýningar á verkum erlendra myndhöggvara heldur sjald- séðar hér á landi og kannski er þetta ein ástæðan fyrir þeirri lægð sem virð- ist rikja i islenskri höggmyndalist eða skúlptúr. Ein leiðin til að fá að sjá og eignast erlendan skúlptúr er hreinlega að bjóða myndlistarmönnum utan úr heimi að skapa verk sin á staðnum, en vísi að þess konar skipulagi má nú sjá að Kjarvalsstöðum um þessar mundir. í bili komust við þó nálægt erlendum myndhöggvurum með því að skoða teikningar þeirra og grafik og um þess- ar mundir sýnir Listasafn íslands 30 grafikmyndir eftir hina öldruðu en sí- ungu Louise Nevelson sem umlangt skeið hefur verið í fararbroddi þeirra sem setja saman þrívíðan skúlptúr. Fjölbreyttur ferill Nevelson á að baki all fjölbreyttan listamannaferil, sem málari, grafíker, söngvari, leikari og dansari, en á þri- tugsaldri ákvað hún að helga sig þri- víðri myndlist. Á árunum 1930—50 vann hún i ýmis efni, leir, brons og ál, en upp úr 1950 hóf hún að setja sam- an tréverk. Og „setja saman” er ná- kvæmlega það sem hún gerði. í stað þess að tálga viðinn til eða breyta lög- un hans að marki, safnaði hún viðar- bútunt frá hendi annarra, — frá tré- smiðum, húsasmiðum, og af haugun- um og þeim bútum tefldi hún saman að hætti Súrrealista, en þó með kúbískar vinnuaðferðir i huga. Málaði hún siðan þessar samsetningar i einum lit, gjarnan í hvitu eða kölsvörtu. Þetta var I fyrstu hringsær og ekki fyrirferð- armikill skúlptúr, en brátt varð Louise Nevelson stórtækari,verk hennar urðu mikil um sig og mynduðu loks heila veggi. Til að stemma af þennan skúlp- túr sinn og gefa honum einhvers kon- ar beinagrind tók Nevelson upp á því að kompónera í trékassa, en kössunum hlóð hún síðan saman. Nú eru verk hennar yfirleittt griðarstór, ná yftr heila veggi eða þá umkringja áhorf- andann alveg og samleikur hinna ýmsu tréforma innan verkanna er orðinn feikilega flókinn og líflegur. Blómstrar í Tamarind Grafikmyndir Louise Nevelson end- urspegla að vissu marki skúlptúr henn- ar, a.m.k. nú í seinni tið. Ekki var það þó ávallt þannig. Hún hafði dútlað lengi við graflk, var m.a. í forsvari fyrir graflkverkstæði Heyters i Paris' frá 1950—53. Fyrstu þroskuðu myndir hennar i þessum miðli má sjá hér á þessari sýningu, a.m.k. skynsam- legt úrtak þeirra. Þetta eru ætingar, af figúratifum toga eða þá með stöku tilvisun í flatarmálsfræði afstraktlist- ar, — ósköp notaleg verk og vel gerð, en þó I engu frábrugðin grafikverkum fjölda annarra á þessum tima. Gaman er t.d. að bera þau saman við stein- prent Braga Ásgeirssonar frá þessum árum. En það er fyrst í hinu sögu- fræga Tamarind verkstæði sem Nevel- son fer að blómstra sem grafíker, upp úr 1963. Tamarind verkstæðið í Los Angeles var sett á stofn árið 1960 með styrk frá Ford-sjóðnum og þar má segja að endurreisn amerískrar grafik- listar hefjist, að ógleymdu Universal Art Editions verkstæðinu í New York. Ekkert bruðl Fjöldi myndlistarmanna lærði þama að vinna í steinprent, þi m. Nev- elson, Warhol, Sam Francis, Larry Nr. 29 „Dögun” Rivers, Johns og Rauschenberg. 1 þeirri grafík sem hún gerði þar og síðar meir, hóf Nevelson að spila á svipaða strengi eins og í skúlptúr sínum og ber mjög á kassaforminu sem byggir upp eða stillir af óstýrilátari form í mynd- unum. Nevelson hefur síðan gert afar skemmtilega hluti i grafik sinni, með samspili grafikur og klippimynda, með „intaglio” prenttækni, í akvatintu og nýverið hefur hún samræmt grafik og lágmyndina að vissu marki, með gerð forma sem prentuð eru í pappirsmassa og eru þau tvö verk sem gerð eru með þeirri tækni á þessari sýningu einna mest heillandi af seinni myndum Nev- elson. Þótt hún virðist á seinni árunt !hafa náð fullu valdi á öllum þeini að- ferðum í grafiklist, sem hún hefur lagt fyrir sig, bruðlar hún ekki með þær. Verk hennar eru stíft uppbyggð með sterkum láréttum-lóðréttum áherslum (kúbiska arfleifðin) og hún leggur mikið upp úr stórum dökkt tónuðum flötúm, — með stöku blossa af skær- um litum innan um. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Myndlist

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.