Dagblaðið - 03.08.1978, Side 6

Dagblaðið - 03.08.1978, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978. Vantar strax amerískan eða japanskan bíl árgerð 1976— 1977. Útborgun 2.4 milljónir. Símar 81199 - 81410. Fallhlífarstökk Fallhlífaklúbbur Akureyrar mun gang- ast fyrir námskeiði í fallhlífarstökki fyrir byrjendur dagana 8.—13. ágúst nk. Uppl. í símum 96-24938 og 96-24152 eftir kl. 17. Húsnæði óskast Söngskólinn í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi sína. Húsnæðið þyrfti að vera 250—400 fm. Uppl. á skrifstofu skólans að Laufásvegi 8, í síma 21942 næstu daga á skrifstofutíma og í símum 83670 og 41197. HjaMafiskur Morkið s«m vann harðfisknum nafn Fœst hjð: iKaupfélag Skaftfellinga, Vik f Mýrdal. _ Hjallur hf. - Sölusími Z3472 Hótel Akureyri býöur allagesti velkomna HÓTEL AKUREYRI HAFIMARSTRÆTI98 SÍMI96-22525. Smurbrauðstofon BJORNINN NjéUgötu 49 - Slmi 15105 Lögfræðingurinn var timbraður og eyðiiagði málið _■ ■ ■ ■ ■ ■ . Patty Hearst erfinginn að blaðaauð- æfinum sem dæmd var fyrir þátttöku í bankaránum með Symbíónesiska frels- ishernum hefur krafizt þess að mál hennar verði tekið upp aftur. 1 skjöl- unum, sem lögð hafa verið fram af nýjum lögfræðingi hennar og eru eitt hundrað tuttugu og fimm blaðsíður, segir aö fyrri lögfræðingur hennar hafi gert réttarhöldin að skripaleik. Hann hafi auk þess stöðugt verið illa haldinn og þruft að neyta róandi lyfja gegn timburmönnum. Hafi hendur hans stundum skolfið svo mikið að hann hafi orðið að spenna greipar til að stöðva skjálftann. Hafi fyrri lögfræðingurinn fengið hana gegn vilja sínum, til að undirrita heimild um að hann mætti rita bók um réttarhöldin. Patty Hearst er að afplána sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í banka- ránum með Symbíónesiska frelsishern um, sem rændi henni frá heimili henn- ar árið 1974. í fyrstu dvaldist hún tvo mánuði í fangelsi árið 1976 en var þá látin laus gegntrygginguámeðankrafa um endurupptöku málsins var af- greidd. Henni var hafnað og fór hún aftur í fangelsi fyrir tveim mánuðum. M Patty Hearst á leið til réttarhalda í fylgd með lögreglukonu þeirri sem gætti hennar stöðugt á meðan á þeim stóð. Stóráætlun Kínverja: Vilja tileinka sér allt hið nýjasta í tækni Vesturlanda f imm hundruð kínverskir stúdentar til Kanada árlega Kínverjar hafa nú hug á því að senda um 500 nemendur árlega til Kanada til frekara náms. Þetta er aðeins byrjun á framkvæmd áætlunar um að senda nokkur þúsund nem- endur árlega til iðnvæddra rikja á Vesturlöndum. Hér er um að ræða nám á háskólastigi samkvæmt kanad- ískum heimildum. Meðal annarra landa, sem leitað hefur verið til um slíkar námsdvalir eru Bretland, þar sem áætlað er að 1200 nemendur setjist i háskóla, Vestur-Þýzkaland, Frakkland og Japan, 500 nemendur í hverju þeirra, og Ástralía með 150 nemendur. Vist þykir að leitað verði hófanna í fleiri löndum, meðal annars Bandaríkj- unum. Þar hefur verið nefnt að 5 þús- und nemendur verði sendir til náms. Þetta er hluti af áætlun um að Kína tileinki sér hið nýjasta i tækni og vis- indum i heiminum. Sú áætlun er utan við samkomulag um skiptinema, sem nokkuð kveður að. Kinversk stjórn- völd borga allan kostnað við þessa áætlun. EITURLYFJ ASALAR SKOTNIR ÁN RÉTTARHALDA í BANGKOK — reyndu að selja 40 kg af heróíni Tveir kínverskir eiturlyfjasalar voru skotnir til bana með vélbyssum i Bang- kok að skipun Kirangsak Chamanand forsætisráðherra. Eiturlyfjasalarnir voru handteknir i apríl sl., þegar þeir reyndu að selja 40 kg. af heróíni. Væntanlegur kaupandi var reyndar starfsmaður eiturlyfjalög- reglunnar. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi játað að þeir hafi unnið heróínið á heimilum sínum. Samkvæmt þarlendum lögum getur forsætisráðherrann, Kriangsak hers- höfðingi, fyrirskipað refsingu án réttarhalda, þegar um er að ræða al- varleg brot á lögum og reglu í landinu.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.