Dagblaðið - 03.08.1978, Síða 11

Dagblaðið - 03.08.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGUST 1978. 11 í svokölluðum könnunarviðræðum, létu kommar svo, að nýsköpunar- stjórn kæmi til greina en vinstri stjórn þó æskilegri, af þeirra hálfu. Enn- fremur viðurkenndu þeir, að gengi krónunnar hlyti að verða að skrá eftir raunverulegu verðmæti hennar. „Ekki getur verið raunhæft að fara i neitt bindindi hvað varðar gengisskrán- ingu,” sögðu þeir þá. Strax og kommar svöruðu nýsköp- unarmöguleikanum neitandi um hæl, var ljóst að þeir ætluðu ekki að vera með i að taka á þeim vanda sem búið er að koma efnahagsmálum okkar í. Alþýðuflokkurinn gerði þann feil að láta ekki Lúðvik eftir að leiða tilraunir til myndunar svokallaðrar vinstri stjórnar. Það hefði sparað tima, því þá hefði komið fyrr fram, að Lúðvík ræður alls ekkert við sina hjörð sem meðal annars lætur sér detta í hug að reka aðalatvinnuveg þjóðarinnar með styrkjum. Skera rófuna af hundinum og láta hann éta hana. Á hverra ábyrgð ern samningarnir, sem ekki standast Framsóknarmenn hælast nú mjög yfir því að ekki er hægt að láta dæmið um samningana i gildi ganga upp. Þeir ættu að rifja upp ummæli ráð- herra sinna, meðan þessir samningar voru i undirbúningi. Man enginn leng- ur ummæli eins og þau, að nú hefðu skapast aöstæður til þess að hækka kaup verulega, lægstu laun ættu að verða minnst kr. 100 þúsund á mán- uði fyrir 8 tíma vinnu á dag. Nú myndi það þýða kr. 170 þúsund. Ekki væri ofrausn að þeir lægstlaunuðu hefðu þau laun, en þrátt fyrir allt tal um að bæta hag þeirra lægstlaunuðu, varð enn eitt stökkið í launamisrétti. Allir sem eru í forsvari fyrir alvöru atvinnurekstur, bentu á að ráðherrar færu með fjarstæður i þessum efnum, en verkalýðsforingjar gátu að sjálf- sögðu ekki samið um minna en ráð- herrar töldu sjálfsagt. Ekki tók betra við, þegar fjármála- ráðherrann fór að semja við sitt lið, þið hafið dregist aftur úr í launum, sagði hann, slikt getur ekki gengið, síðan samdi hann um vitleysu sem var og er hálfu meiri en gerðist á hinum al- menna launamarkaði. Undir alla þessa endaleysu tóku Hvað verður um lýðveldið ísland? — kommarnir ætluðu aldrei í stjórn kommar að sjálfsögðu, og því miður of margir alþýðuflokksmenn. Meö sterk- um rökum má segja að stjórn- völd eigi að standa við gerða samn- inga, hversu vitlausir sem þeir nú eru. Ekki er gert ráð fyrir að stjórnvöld geti verið eins galin og þau sem hér hafa verið við völd. Stefnuskrá Alþýðuflokksins Þótt hluti af frambjóðendum Al- þýðuflokksins hafi heimtað þessa endaleysu i gildi, þá er nú sem betur fer ekki eitt orð um slíkt i stefnuskrá flokksins, sem borin var i hvert hús fyrir nýafstaðnar kosningar. Þvert á móti er þar sagt, að efnahagslifi hér verði ekki komið á réttan kjöl, nema með verulegum fórnum sem allir verði að bera. Samningarnir sem færa þeim hæst launuðu kauphækkun um allt að kr. 120 þús. á mánuði, en þeim lægst launuðu 4—5 þúsund, eru líka fjarri þvi að vera jafnaðarstefna. Slík stefna hæfir aðeins kommúnistum. Reykjavíkurborg sem aðeins að hluta til hefur tekið vitleysuna i gildi, er þessa dagana að taka erlent lán til þessaðstanda viðsamningana. Hverá að borga það? Ofeldið segir til sín Fyrsta frystihúsið sem ekki gat greitt verkafólki laun var Þormóður Rammi á Siglufirði. Það hús hefur verið meira matað á almannafé en Ólafur B jömsson nokkurt annað sinnar tegundar. Þessa dagana eru svo starfsmenn S.R. á Siglufirði í „stræk” og ætla sér að stöðva loðnuveiðamar, ef þeir fá ekki kröfum sinum fram komið. Þetta er sama liðið og heimtaði að loðnan væri flutt til sin af miðunum að sunnan, mótmælti komu Norglobal og fleira i þessum dúr. S.R. er ríkis- fyrirtæki, væri því ekki viðeigandi að almenningur fengi að vita hvað þetta þjakaða lið hefur haft. í kaup, þó ekki væri nema á þessu ári, fram til þessa? Allt á sömu bókina Þegar stjórnvöld hlupu frá að standa við þau viðmiðunarverð, sem voru undirstaða þess fiskverðs sem ákveðið var 1. júni síðastliðinn með vitund og vilja rikisstjórnarinnar, blasti við að öll frystihús á landinu stöðvuðust. Ábyrgð þessi hljóðaði upp á að meðal frystihús fengi bætt 11% af 15% tapi sem þjóðhagsstofnun taldi óumdeilanlegt. Almennt ætluðu menn að þrauka út júlimánuð. Þegar allt var að springa, guggnaði ríkisstjórnin og hét að standa við gefin fyrirheit, en hún gerði meir, 4% tap skyldi gilda út ágústmánuð. Þar sem ástandið er verst eftir margra ára taprekstur geta menn ekki haldið slikt út og síst stór frystihús sem velta allt að 20 milljónum á viku, jafn- vel meir, eins og frystihúsin í Vest- mannaeyjum gera. Vanti eitthvað upp á að stjórnvöld drepi atvinnulífið þá fullkomna ein- stakir verkalýðsforkólfar það, saman- ber nú í Eyjum. Þegar séð er að frysti- húsin geta ekki lengur greitt laun, skal hert enn betur að þeim, með því að setja bann á að þau komi birgðum sínum frá sér. Verkalýðsforystan í Eyjum og á Siglufirði ætlar sem sé að framkvæma það sem Guðmundir Jaki talaði um, en lét sér aldrei detta í hug að fram- kvæma. Þorskinn skal drepa hvaö sem það kostar Að undanförnu hefur það litla sem eftir er af þorskiunum, hnappað sig svo saman, að óvenjuvel hefur gengið að moka því upp (mest með flottrolli sem flestir hafa nú). Fiskvinnslufólkið sem sumstaðar ætlaði nú í fyrsta sinn að taka frí um helgar yfir hásumarið, verður að hætta við þann munað. Ekki dugar það þó til, þá er bara land- að hluta af aflanum og siðan farið út aftur og fyllt betur, þótt ekkert liggi fyrir um að hægt verði að losna við aflann. Aðrir hauga fiski i salt, þótt þegar sé búið að salta meira en hægt er að selja, og síst von um að losna við saltfisk af þeim gæðaflokk sem togara- fiskur lendir í. Mest af þessum þorski hefir ekki náð aldri til að hafa hrygnt, uppistað- an er sá frægi árgangur 1973, sem tog- ararnir hafa verið að moka upp annað slagið síðustu þrjú ár. Áfram er böðlast ef hægt er með einhverjum ráðum að borga vinnu- laun og eitthvað af hráefni, allt annað er látið reka á reiðanum. Þótt ekki hafist undan að vinna afla eins togara er hiklaust reynt að fá tvo nýja til viðbótar í eitt smáþorp. Ekkert er hugsað um að flotinn er þeg- ar allt og stór og arðsemi veiða minnk- ar með hverju ári. Lýðræði okkar á síðasta snúningi Meðan á öllu þessu stendur aka um- boðslitlir ráðherrar um landið og taka skóflustungur sem upphaf fram- kvæmda upp á tugi milljarða, þess á milli útdeila þeir embættum fram i timann. Rannsóknarlögreglan er orðin upp- tekin við að upplýsa glæpi eigin starfs- manna, en í salti liggja margra ára gömul fjárglæpamál. Þótt sjálfur dómsmálaráðherrann ásamt saksókn- ara sínum séu í fjölmiðlum manaðir til þess að rannsaka þau, gerist ekkert. Hafi nokkur efast um að þetta þjóðfélag sé að hrynja, ætti hann ekki að þurfa að efast lengur. Hér hlýtur að taka við alræði kommúnismans (auðvitað eru islenskir kommúnistar ekkert öðruvísi en ann- ars staðar) eða einhver De Gaulle, láti ekki raunverulegir lýðræðissinnar hendur standa fram úr ermum hið bráðasta. Ólafur Björnsson útgerðarmaður Keflavlk. Endurreisn Sjálfstæðisflokksins eða andalækningar Filippseyja? Opinskátt umræðuþing Heimdallar í siðustu viku um Sjálfstæðisflokkinn hefur staðfest vonleysi margra um að lausn á vanda flokksins sé ekki að finna hjá ríkjandi forystu. Boðaðar umbætur á flokkslífinu munu óneitan- lega bera keim af tilburðum anda- lækna á Filippseyjum á meðan sneitt er hjá rótum sjálfs vandans. Hins vegar lofar málflutningur yngri frum- mælenda betri tíð, ef þeir eldri aðeins þekktu sinn vitjunartíma og eftirlétu öðrum valdastóla. Það er svo annað mál! Gleymum ekki að endurnýja! Að frátöldu flokkseigendafélagi Sjálfstæðisflokksins er öðrum flokks- mönnum Ijós þörfin fyrir nýja forystu- sveit. Flokkurinn hefur goldið versta afhroð sögunnar. Endurreisnin veröur aðeins hálfdrættingur ef sömu menn halda áfram um stjórnvölinn. Fram- undan eru átök við ný viðhorf í þjóð- málum og nýja kynslóð andstæðinga með breyttar baráttuaðferðir. Til að klifa þann hamar þarf víð- sýna forystu sem viðurkennir líka sjónarmið fjórfalds meirihluta kjós- enda sinna. Þörf er framsýnnar for- ystu sem ber gæfu til að gleyma aldar- fjórðungs gömlu forsetakjöri. Fram- tiðin kallar á yngri framverði sem skilja tungutak sinnar samtíðar og finna sér haldbetri vopn en burtreiða- lensur á vélaöld. Fyrst og fremst skyldu sjálfstæðis- menn þó gjalda varhug við að einblina á dýrðir ráðherradóms. Gullkálfur stjórnarsamstarfs er sýnd veiði en ekki gefin. Næsta átak flokksmanna hlýtur að vera innri endurnýjun forystunnar. Hún verður aðeins unnin utan ríkis- stjórnar. En brýnasta verkefnið i bráð og lengd er þó vitaskuld að endur- heimta höfuðborgina úr greipum bolsévika. Til að árétta mikilvægi þess verk- efnis er eðlilegt að fela Birgi lsleifi Gunnarssyni formennsku flokksins næsta kjörtímabil. Grænn var minn dalur, Banda- ríkjadalur! Góði dátinn Vísir eignar dr. Gunn- ari Thoroddsen ráðherra óskilgreinda landssölustefnu í leiðara um daginn. Sú undarlega stjúpfeðrun kemur þeim spánskt fyrir sjónir sem fylgst hafa með málþingi um landssölur. Ekki verður séð hvaðan nesjagjóstriö blæs þegar sjálfur Litli-Kláus i blaðakosti Bilderbergreglunnar greinir ekki lengur handa sinna skil i eigin her- mangi. Skoðanir manna á gjaldtökum fyrir Nató-stöðvar hafa aðallega skipt fólki í tvo misstóra hópa. í stærri hópnum eru venjulegir föðurlandsvinir sem vilja lifandi fólkið í landinu ofar dul- búnu einkahermangi. Þeir vilja og standa uppréttir í samningum við ameríska vinaþjóð I jafnrétti en hafna ölmusupólitik að tjaldabaki. 1 smærri ÁsgeirHannes Eiríksson hópnum eru svo eftirlegukindur horfins stríðsgróða og Bretavinnu. Kynslóðin sem seldi útlendum víga- mönnum meydóm fósturmoldarinnar fyrir hnefafylli af flugstöðvarbygging- um og hefur veðsett vinnuþrek barna sinna i erlendum banka fyrir óreiðu- skuldum. Fjórfaldur meirihlúti almennra kjósenda Sjálfstæðisflokksins Reykjávík skipar sér I stærri hópinn Það sýna niðurstöður úr frægri skoð anakönnun samfara prófkjöri til Al þingis. Forystusveit Sjálfstæðisflokks- ins er hins vegar á öndverðum meiði. Hún er þvi réttnefnd sértrúarhópur minnihlutasjónarmiða. Sértrúarmönn- um er hins vegar gjarnt að tala lands- föðurlega til alþýðu manna með þyngsli fyrir hjartarótum. Einn dag segja þeir fullum hálsi í rikisblöðun- um: Vér megum ei gjöra varnir þessa lands að féþúfum! Daginn eftir fljúga þeir vestur yfir Atlantsála að sækja timbur í fleiri flugstöðvar. Úr heims- bókmenntum Fyrsta tilvitnun. Sviðið er heimili doktors Búa Árland sem er mágur for- sætisráðherrans. Ráðherrann er all- drukkinn: „Af hverju ég vil selja landið? sagði forsætisráðherrann. Af því samviska mín býður mér það, og hér lyfti ráð- herrann þrem hægrihandarfingrum. Hvað er Island fyrir islendinga? Ekk- ert. Vestrið eitt skiptir máli fyrir norðrið. Við lifum fyrir vestrið; við deyum fyrir vestrið; eitt vestur. Smá- ríki-skítur. Austrið skal þurkast út. Dollarinn skal standa.” — „Þó þeir fleingi mig opinberlega á Austurvelli og fleygi mér til andskotans útúr ríkis- stjórninni þá skal ég samt selja mitt land. Þó ég verði að gefa mitt land, skal dollarinn sigra. Ég veit Stalin er gáfaður maður, en hann skal ekki sjá við forsætisráðherra íslands.” önnur tilvitnun. Sama svið: „Forsætisráðherrann er í rauninni mjög heiðarlegur maður, sagði doktor- inn; að minnsta kosti kendur. t raun- inni er enginn maður heiðarlegur ókendur; i rauninni er ekki orði trú- andi sem ódrukkinn maður segir.” — „Sem sagt, það er hægt að reiða sig allveg á hann: ef hann sver þér eitt- hváö i trúnaði ókendur, og leggur við dreingskap sinn, þá veistu hann lýgur. Ef hann þrisver opinberlega við nafn móður sinnar þá meinar hann ofur einfaldlega þveröfugt við það sem hann sver. En það sem hann segir kenndur meinar hann, jafnvel það sem hann sver.” Þriðja tilvitnun. Sviðið er Austur- völlur framan við Alþingishúsið. For- sætisráðherrann stendur á svölum hússins: „Hann bíður meðan fólkið fyrir neðan lýkur við að sýngja ísland ögrum skorið, hagræðir sér i herðun- um, þuklar hnútinn á hálsbindinu sínu, klappar sér á hnakkann með lóf- anum, ber tvo fíngur uppað vörum og ræskir sig. Og hann upphefur raust sína: Islendingar, í djúpum, kyrrum, landsföðurlegum tóni; og menn þagna, viðurkenna sjónleikinn, tslendingar, liann talar aftur þetta orð sem er svo lítið í heiminum og þó svo stórt, og nú upplyftir hann til himins þrem fingrum yfir múginn, ber síðan eiöinn fram soint og fast með laungum þögnum milli orða: Ég sver, sver, sver — við alt sem þessari þjóð er og var heilagt frá upp- hafi: tsland skal ekki verða selt.” (Atómstöðin eftir Halldór Kiljan Lax- ness, Helgafell 1961,bls. 79 til 83.) Ásgeir Hannes Eiriksson verzlunarmaður J

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.