Dagblaðið - 03.08.1978, Page 12
12
DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978.
Sérhæfum okkur í
IŒ
Seljum í dag:
Saab 96 árg.
Saab 96 árg.
Saab 96 árg.
Saab 99 árg.
Saab 99 árg.
Saab 99 árg.
Saab 99 árg.
Saab 99 árg.
Saab 99 árg.
Saab 99 árg.
Saab 95 árg.
Autobianchi
1971,
1972,
1973,
1972
1973
1974
1975
1975
1976
1976
1974
árg. 1977,
ekinn 120 þús. km
ekinn 60 þús. km
ekinn 64 þús. km
ekinn lOOþús. km
ekinn73þús. km
ekinn 70 þús. km
ekinn 48 þús. km
ekinn 68 þús. km
ekinn 60 þús. km
ekinn 33 þús. km
ekinn 77 þús. km
ekinn 12 þús. km
Látið skrá btia, höfum kaupendur
að ýmsum árgerðum.
’ BJÓRNSSON Aco
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK
Blaðburðarbörn
óskaststrax
Hátún, Miðtún,
Lindargata,
Laugavegur 1—116,
Þórsgata.
UppL / síma27022.
BIAÐIÐ
Þórsmörk um
verzlunarmanna-
helgina
Farið verður frá BSÍ föstudagskvöld klukkan
20. Til baka frá Þórsmörk mánudag kl. 14.
Upplýsingar á BSÍ, sími 22300.
Austurleið hf.
BÍLASALA
Seljum í dag:
Renault 20TL árg.’77 verð 3.600þús.
Renault 16TL árg. ’73 verð 1.400þús.
Renault 16 TL árg. ’72 verð l.lOOþús.
Renault 12TL árg. ’77 verð 2.600þús.
Renault 12L árg. ’75 verð 1.800þús.
Renault 12TL árg. ’74 verð 1.450þús.
Renault 12 Station árg. ’73 verð 1.550þús.
Renault 12TL árg. ’73 verð 1.100þús.
Renault 4TL árg. ’78 verð 1.900þús.
BMW 518 árg. '77 verð 4.300þús.
Suðurlandsbraut 20. Sími 86633-
Á utanríkisráðuneytið
sök á að höf uðvitnið
fórekkiutan?
Árásarmaðurinn sýknaður fyrir brezkum dómstólum
Þann 25. september sl. lézt á sjúkra-
húsi í Lundúnum, af völdum áverka,
Pétur Sverrisson Bernhöft. Áverkann
hafði Pétur hlotið u.þ.b. tveimur mán-
uðum áður, þegar Alsírmaður, Abdela-
mind Boutaieb að nafni, réðist að
honum i samkvæmi sem Pétri og unn-
ustu hans hafði m.a. verið boðið í.
Dæmt var í málinu 31. maí sl. Var
ákærði, Abdelamind, .....fundinn sekur
um árás (pleaded guilty of a charge of
assault). Dómarinn tók til greina að sak-
borningur hefði þegar setið í varðhaldi í
10 mánuði og hann myndi því ekki
dæma hann til frekari fangelsisvistar,
heldur fyrirskipaði að honum skyldi
vísað úr landi,” segir í skeyti sendiráðs-
ins íslenzka í Lundúnum.
„Höfuðástæðan fyrir því að Alsír-
maðurinn var einungis dæmdur fyrir
árás en ekki morð er sú að aðalvitnið fór
aldrei utan til Lundúna til þess að bera
vitni í málinu. Álít ég að það sé fyrst og
fremst sök utanríkisráðuneytisins að
vitnið fór ekki utan,” sagði Svava Bern-
höft, móðir Péturs, m.a. í viðtali við DB.
„Mér barst tilkynning þess efnis
nokkru eftir miðjan mai sl. að dæmt
myndi í málinu 5. júní. Skömmu siðar
barst skeyti frá islenzka sendiráðinu í
Lundúnum þar sem sagði m.a.: „Lang-
ham, Kensington police, hringdi rétt í
þessu og skýrði frá þvi, að dagsetning
réttarhaldanna hafi breytzt og verði í
dag (31. maí, innsk. DB) í Old Bailey í
stað mánudagsins 5. júní.” Búið var sem
sagt að dæma í málinu fyrr en varði og
málinu flýtt fyrir dómstólum,” segir
Svava Bernhöft.
í sama streng tekur aðalvitnið, unn-
usta Péturs heitins Sverrissonar. Ekki
vissi hún fyrr til en búið' var að dæma í
málinu. „Utanríkisráðuneytið hafði
aldrei samband við mig persónulega á
annan hátt en með því að senda mér
skeyti þess efnis að brátt hæfust réttar-
höldin og annað um að þeim hefði
lokið með úrskurði þar sem ákærði var
svo til sýknaður. Mér er þó kunnugt um
að ráðuneytið hafði samband við afa
minn (vitnið er fætt 1950, innsk. DB) og
innti hann nánar eftir því hvort ég
ætlaði mér að koma og bera vitni.
Ég var vissulega þess albúin að fara
utan og bera vitni í málinu. En afi minn
tjáði ráðuneytinu, að því miður stæði ég
ekki fjárhagslega það traustum fótum að
ég gæti kostað utanförina sjálf.”
Að sögn Svövu Bemhöft svaraði tals-
maður utanríkisráðuneytisins því til er
hann heyrði um fjárhagsvanda vitnisins
að: „Þá færi hún ekki neitt, ekki borgaði
ráðuneytið fyrir hana farið.”
Er afinn var fyrir stuttu spurður
málsatvika varðist hann allra svara.
Þegar DB innti í gær þann starfsmann
ráðuneytisins, er um þetta mál hefur1
fjallað af þess hálfu, eftir því, svaraði
hann svo, bréflega: „Mér er ekki kunn-
ugt um hvers vegna vitni það sem þér
spurðust fyrir um tók þá ákvörðun að
fara ekki til London.”
JÁ.
Það færist æ meir i vöxt að fólk tjaldi úti i náttúrunni i stað þess að sofa á hótelum.
„Landinn” breytir um ferðavenjur
FÆKKAR A HÓTELUM EN
TJALDSTÆÐIFYLLAST
„Landinn” er greinilega að skipta um
ferðavenjur. í stað þess að aka á milli
hótela færist mjög í vöxt að menn taki
með sér tjaldvagna og gisti úti i náttúr-
unni.
Þriðjungi fleiri
með Akraborg
Fjöldi þeirra, sem ferðazt hafa með
Akraborginni það sem af er þessu ári, er
um þriðjungi meiri en hann var í fyrra.
Þá var hann um 60 þúsund en er núna
um 80 þúsund. Islendingar eru þar í
miklum meirihluta en þó útlendingar
innan um. Ferðir með tjaldvagna hafa
aukizt mjög mikið í sumar en að sama
skapi hefur dregið úr ferðum með hjól-
hýsi.
Fleiri á ísafirði
Ferðamönnum hefur fjölgað talsvert
á Isafirði í sumar frá því sem var i fyrra-
sumar. íslendingar eru þar í meirihluta
en útlendingar eru álika margir og í
fyrra. Óvenjumikið er um tjöld á tjald-
stæðinu þar vestra og töluverð aðsókn á
hótelið þó ekki fengjust tölur um það
hvort hún væri meiri eða minni en i
fyrra. Mikið er um tjaldvagna á ferð þar
vestra en lítið um hjólhýsi enda eru vest-
firzkir vegir ekki beint heppilegir fyrir
þau.
Aukning í júní
— minnkun í júlí
Á Akureyri hafa ferðamenn ekki ver-
ið eins margir og búizt var við. Kenna
menn um köldu veðri. Á hótelum stað-
arins var nokkuð góð nýting í júni en
miklu minni nýting i júlí núna en í fyrra.
Sem dæmi má nefna að júlínýting hótels
KEA datt niður úr 96,9% í fyrra í
88,9% núna. Matsala hefur minnkað að
sama skapi.
Á tjaldstæðinu í bænum hafa á sama
tíma verið fleiri en í fyrra. Útlendingar
eru þar í minnihluta, en þó er nokkuð
um fólk sem komið hefir með Smyrli til
landsins og er á leiðinni suður. Eins og
annars staðar eykst það að Islendingar
komi til Akureyrar með tjaldvagna.
Fœrri á Egilsstöðum
Færri lslendingar hafa komið til Egils-
staða í sumar en í fyrra en svipaður
fjöldi útlendinga. Veður þareystra hefur
eflaust átt sinn þátt í því, því blautt
hefur verið og kalt. Mikið hefur verið
um tjöld á tjaldstæðinu eystra í sumar
þrátt fyrir kuldann-og nokkuð hefur ver-
ið þar af tjaldvögnum. Heimamenn hafa
drjúga atvinnu af því að bæta dekk
undan þeim farartækjum eftir hina aust-
firzku vegi.
Svipað á Hellu
Fjöldi ferðamanna á Hellu á Rangár-
völlum hefur verið svipaður í sumar og í
fyrra. Nokkuð fleiri ferðamenn voru í
júní en i fyrra en aftur svipaður fjöldi
eða heldur færri i júlí.
DS.