Dagblaðið - 03.08.1978, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
19
[Mæöurnar eltu Ibömin
í siglingaklúbb
Hótunin
varðaó
veruleika
„Nú vantar bara eiginmennina,”
sögðu hressar konur sem gengnar eru í
siglingaklúbb þeirra Garðbæinga og
Hafnfirðinga. Konurnar eru fimm en
við hittum aðeins fjórar þeirra að máli í
Arnarnesvognum. Þar krussuðu þær
fram og til baka eins og alvanir siglarar
en höfðu til vonar og vara tvo karlmenn
til aðstoðar. Konurnar heita Marta Páls-
dóttir, Þórunn Ingjaldsdóttir, Kristjana
Kristjánsdóttir og Ragnhildur Gunn-
laugsdóttir. Karlarnir sem voru til að-
stoðar heita Bjarni Hannesson og Egill
Ragnarsson (sonur Þórunnar). í þetta
sinn var siglt á tveim bátum og karl-
maður á hvorum en „einu sinni fórum
við út einar á báti. Þá héldum við ekki
að við kæmumst þurrar í land. Við
æptum og skræktum en þeir í landi létu
sem ekkert væri. Þeir sögðu að þetta
hefði verið allt í lagi hjá okkur. Við
vorum nú ekki alveg á þvi á meðan á
þessu stóð.”
Hótunin varð að
veruleika
Þær stöllurnar hafa aðeins verið 2
Kristin og Ragnhildur ásamt Agli syni Þórunnar.
Krakkarnir voru á litlum bátum með hvit- og rauðröndóttum seglum.
vikur í siglingaklúbbnum. Hvernig stóð
á því að þær byrjuðu?
„Við vorum ekki viðræðuhæfar
heima hjá okkur. Krakkarnir voru í þess-
um siglingum og töluðu ekki um annað.
Við hótuðum þeim að gamni að nú
færum við að heimta að koma með. Og
einn daginn varð hótunin að veruleika.
Nú þurfum við bara að drifa mennina
okkar með líka. Þeir hafa varizt hart og
lengi en eru aðeins farnir að gefa sig.
Hver er svo að tala um kynslóðabil?”
Ódýr íþrótt
Siglingaklúbburinn er ungur að árum,
man þau aðeins þrjú. Hann á nokkra
litla báta sem krakkarnir æfa sig á og svo
nokkra stærri fyrir þyngra fólk. Þeim
stöllunum ber saman um að hlægilega
ódýrt sé að vera með í klúbbnum. Það
kostar litlar 3000 krónur á ári og fylgir
þvi lán af bátum nær því eins og hver
vill. Ef menn vilja hins vegar koma sér
upp báti sjálfir til þess að verða engum
háðir hækkar verðið talsvert. Bjárni og
félagi hans hafa þó komið verðinu niður
með því að flytja innósamsetta báta sem
menn geta dundað sér við að setja
saman í bílskúrnum heima hjá sér.
Kosta slikir bátar um 160 þúsund og
tekur um 100 tima að koma þeim
saman.
Miðið á hvíta húsið
á Arnarnesinu
Snúið er til lands og miðið sett á hvítt
einbýlishús á Arnarnesinu. „Við höfum
nokkur uppáhaldsmið. Það er Hótel
Saga, beljan á Bessastaðatúni, pútna-
húsið í Kópavoginum og hvíta húsið á
Arnarnesi. Ef fólkið sem býr í því vissi
hvernig við tökum mið á það kvöld eftir
kvöld.”
— DS
.Þessi hnútur heitir 8,” segir Marta.
DB-myndir Bjarnleifur.
LJOSMVNDIR
BJARNLEIFUR
BJARNLEIFS^ON
Bjarni, Þórunn og Marta á Mardöll sem er I eigu Bjarna.