Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.08.1978, Qupperneq 4

Dagblaðið - 23.08.1978, Qupperneq 4
Atvinna f boði Kennarar Kennara vantar aö grunnskólanum Skagaströnd. Æskilegt að um hjón sé að rœða. Húsnæði á staðnum. Uppl. hjá Dómhildi Jónsdóttur í síma 95—4695 og Elínu Njálsdóttur í síma 95—4674. Skólanefndin. Atvinna í boði Kennarar Ker ara vantar aö grunnskólanum á ökagaströnd. Æskilegt að um hjón sé að ræða. Húsnæði á staðnum. Uppl. hjá Dómhildi Jónsdóttur í síma 95-4695 og Elínu Njálsdóttur í síma 95- 4674. Skrifstofustarf Starfskraft vanan vélritun og meðferð bók- haldsvéla vantar nú þegar til starfa á bæjar- skrifstofuna á Selfossi. Aðeins heilsdags vinna kemur til greina. Umsóknir um starfið berist fyrir 1. sept. nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma (99)1187 eða (99)1450. Bæjarritarinn á Selfossi. Kennarar Almennan kennara vantar við grunnskóla Akraness. Upplýsingar í símum (93)2012 og (93)1797. Skólanef nd Akraness Við Rannsóknarlögreglu ríkisins eru lausar til umsóknar staða skrifstofustjóra og staða einkaritara rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsóknarlögreglustjóra ríkisins fyrir 25. september 1978. Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins 22. ágúst 1978. BÍLAPARTASALAN Höfum úrvalnotaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: ' Saab árg. '68, VW 1600 árg. '68, Willys árg. '54, Fiat 850 S árg. 72, Moskvitch árg. 72, Chevrolet Chevelle árg. '65, Fiat 125 S árg. 72, Chevrolet Nova árg. '67. Einnig höfum viö urval afkerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 DAGBLAÐIÐ. MIÐVlkUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 Steiktur fiskur með eggi og raspi Einn af eftirlætisréttum fjölskyld- unnar er steiktur fiskur með remolaði- sósu. Við notum oftast ýsuflök en ekk- ert er því til fyrirstöðu að nota ein- hverja aðra tegund af fiski, eins og t.d. þorsk eða steinbít. 500 gr fiskflök 1 egg 2 dlrasp 100 grsmjörl. Krydd, t.d. Salt’n Spice. Remolaðisósa 1/2 litil dós majones 1/2 litil dós ýntir Ca 4 matsk. af relish. Roðið er tekið af flökunum. þau þerruð með eldhúsrúllu. velt upp úr samanpiskuðu egginu og velt upp úr raspi. Steiktá pönnu. Sósan er búin til á þann hátt að ýminum er hrært saman við majones- ið og relishinu blandað sarnan við. Þarna er gott að nota Dalsgarðs relish- ið sem við birtum uppskrift af á dög- unum. Soðnar kartöflur eru bornar fram með þessum rétti, eins og flestum rétt um sem borðaðir eru á Íslandi. Verð: Allur skammturinn um 737 kr. eða um 184 kr. á mann. — A.Bj. Það er auðvitað ekkert því til fyrir- stöðu að nota cinhvern annan fisk en ýsu i hina ýmsu fiskrétti. Mannleg mistök geta átt sér stað Raddir neytenda Á dögunum hringdi einn af lesendum neytendasiCunnar, hús- móðir, sem fest hafði kaup á frystu saltkjötsfarsi í einni stórverzluninni. Er hún kom heim hætti hún við að mat- reiða farsið strax og lét það i frysti- kistuna til geymslu. Þegar hún tók farsið nokkrum dögum síðar fannst henni vigtin sem stimpluð var á pakkann ekki vera sennileg og vigtaði hann því aftur. Þá kom í Ijós að þrátt fyrir að á umbúðirnar væri stimplað 987 gr reyndist pakkinn ekki vega nema um 5,25 gr á búrvigtina. Til þess að ganga úr skugga um að vigtin væri rétt vigtaði konan óupptekinn pakka, sem greinilega var merktur með ákveðinni vigt. Konan sagðist ekki kvarta yfir þessu vegna þess að hún léti sér til hugar koma aö hún fengi ekki leiðréttingu mála sinna þegar hún færi fram á það, heldur til þess að sýna fram á að neytendur verða sífellt að vera á verði. Mistök geta alltaf átt sér stað, og ef neytendur verða varir við að vigtin sem stimpluð er á matvörur sem þeir hyggjast kaupa sé ekki rétt eiga þeir að vekja athygli á því. Lang- bezt er að gera það um leið og varan er keypt. Einnig benti kona þessi á nauðsyn þess að fylgjast með þvi að rétt sé lagt saman á annatimum i stórverzlunum. „Maður velur vörur i körfurnar, fer síðan að kassanum og greiðir það sem upp er sett án þess að athuga hvort nokkur mistök hafi átt sér stað," sagði konan í samtali við DB. Þetta er alveg rétt athugað. Við eigum alltaf að vera á verði, því öllum geta orðið á mistök. Það er ekki nema mannlegt. Urvals harðfiskur! Fæst um allt land. Mjallaflskur Merkið sem vann harðfisknum nafn Hjallur hf. — Sölusími 23472.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.