Dagblaðið - 23.08.1978, Side 5

Dagblaðið - 23.08.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. 5 Rætt við Aðalstein Jónsson framkvæmdastjóra á Eskifirði: „Þetta er eins og þegar manni var eignuð kind í gamla daga” — Á Eskifirði vantar fólk allt árið til vinnu — Þeir eru búnirað ráða 15 Ástralíumenn og dugar skammt Nú þegar hvert frystihúsið af öðru á suðvesturhorni landsins tilkynnir lokun og atvinnuleysi og eymd blasir við, er það skemmtileg tilbreytni að heyra um velgengni í atvinnumálum austurá landi og að þar eru staðir sem eru að ráða erlent fólk til vinnu. Tólf stúlkur og þrir karlmenn frá Ástraliu hafa verið ráðin til fiskvinnslu á Eskifirði næsta hálfa árið. Þar er mikil vinna og vantar tilfinnanlega fólk til allra starfa allan ársins hring. Dugar því ráðningin á erlenda fólkinu hvergi nærri til. Eskifjörður er einn aðalútgerðar- bærinn með um 1100 íbúa. Langstærsta fyrirtækið er hlutafélag, með um 100 hluthafa að baki, Hraðfrystihús Eski- fjarðar hf. Starfar það á mjög breiðum grundvelli, rekur frystihús, saltfisk- og skreiðarverzlun. humarvinnslu, bifreiða- véla- og rafmagnsverkstæði, loðnu bræðslu og gerir út einn og hálfan skut- togara auk nótaskipsins Jóns Kjartans- sonar. ' .. „Loðnubrxðslan er eins og vitaminsprauta fyrir heildarreksturinn,” segir Alli ,ríki" eins og hann er kallaður á F.skifirði og viðar. Verksmiðjuhúsin sem gullið mala eru ekki stærri álengdar séð en þetta Nótaskipið Jón Kjartansson er við losunar- tækin. Það skip hefur lika reynzt gullnáma. DB-mynd Ari. Hvernig gengur rekstur frystihksins? „Sannleikurinn er sá að rekstur frysti- hússins hefur aldrei skilað neinum hagnaði svo orð sé á gerandi,” sagði Aðalsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar í viðtali við fréttamann DB á staðnum. „Stærsta orsökin er hve mikið er um hringorma í fiskinum. Það er sennilega hvergi á landinu eins mikið af þeim og hér fyrir austan. Annars hefur rekstur- inn verið viðráðanlegur fram undir mitt sl. ár en síðan hefur hallað undan fæti og i dag er frýstihúsið rekið með tapi." 4C Það er oft unnið myrkranna á milli I frystihúsinu. Hér er ein við vinnuna — með sigurbros á vör. DB-mynd Ari. Hin mikla atvinna á Eskifirði. „Á árunum 1967, ’68 og ’69, þegai síldin hvarf var mjög dauft timabil í atvinnumálum hér, þótt ekki kæmi til teljandi atvinnuleysis.” sagði Aðalsteinn er við snerum tali að hinni miklu atvinnu á Eskifirði. „En við vorum svo heppnir að verða með þeim fyrstu sem fóru út i skuttogaraævintýrið og allir þekkja þá sögu. I dag kemur það sér vel, þar sem togararnir okkar voru ódýrir. Hólmatindur sem keyptur var 1971 kostaði þá um 50 milljónir og 1974 þegar Hólmanesið var keypt kostaði það 100 milljónir. Það er einmitt þetta, að hafa verið fyrstir til skuttogarakaupa, sem hefur þýðingu, þar sem við i dag eigum ódýr skip. Þá má geta stórbreyt- ingar á frystihúsinu, sem SH krafðist vegna B ndaríkjamarkaðar og fór fram fyrir 4 árum. Kostnaðurinn hennar vegna telst ekki stór í dag. Okkur hefur líka verið mikill styrkur að loðnuverksmiðjunni, þegar vel hefur tekizt að selja þær afurðir er hún skapar. Rekstur loðnuverksmiðjunnar hefur komið eins og vítamínsprauta í heildar- reksturinn, t.d. fengum við um 50 þúsund lestir af lc-ðnu á síðustu vcrtið," sagði Aðalsteinn. Af öllum þessum rekstri benti Aðal- steinn á að skapazt hefði mikil vinna. Þess vegna var ráðizt í ráðningu Ástra liumannanna 15 og dugar hvergi til. Það vantar fólk tilfinnanlega allan ársins hring. — Og er þó ekki um mikinn gróða að ræða? „Hvað heldur þú að menn efnist á þessu? Hér gerist það sama og i gamla daga þegar manni var cignuð kind en átti raunverulega ekkert í henni. Þegar svo afurðirnar voru seldar þá voru keyptar einhverjar tuskur utan um mann. 1 dag er þetta eins með fyrir tækið. Ef einhver hagnaður er fer hann til að bæta vinnuaðstöðuna og laga til á annan hátt. Og það er sjaldan mikið eftir þegar hið opinbera, ríkissjóður, bæjar- félag og bankarnir eru orðrir mettir." — Stöðvast rekstur frystihússins um mánaðamótin? „Ég trút ekki öðru en aó stjórnvöld geri viðeigandi ráðstalanir i tima, svo ekki komi til stöðvunar Það væri það sama og hætta að mjólka nvhorna kú." Emil Þannig lítur út eftir breytinguna og setur turn- inn mikinn svip á hana. DB-mynd-Bæring Cecilsson. Nýlega var lokið síðasta hluta byggingar turns Grundarfjarðar- kirkju. Þá var komið fyrir tum- spiru með Ijóskrossi ofan á turninn. Kirkjan á 12 ára vígslu- afmæli um þessar mundir. Aðalsmiðir við bygginguna voru Páll Harðarson og Pálmar Einars- son. Söfnuðurinn hefur verið einhuga um byggingu kirkjunnar allt frá upphafi og margar góðar gjafir hafa borizt til styrktar byggingunni. JH J Turnspíra á Grundar- fjarðar- Sýnishorn úr Suðurveri adidds Teg. Madrid Litur: Brúnn Stœrðir 7-111/2 Kr. 8100.- Sígildar hvítar kventöfflur frá Portúgal. Nr. 36-41 Verðkr.2500.- Nr. 34-403600.- Nr. 41-46 4000.- Tréklossar með fótiagi hvítir og svartir. Bandatöfflur rauðbrúnar, hvítar Stærðir nr. 36—41 Verðkr.2900.- Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð45 Sími 83225 Póstsendum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.