Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 8

Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 8
ioss DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. Heilbrigðismálaráð beitir dagsektum: Lögtök vegna útleigu „jarðhýsis” til íbúðar „Já við fórum fram á lögtaksaðgerðir af hálfu borgarfógeiaembættisins 12. mai sl. hjá Birni Traustasyni. vegna ógreiddra dagsekta 2.781.000. Dagsekt- irnar. 1500 krónur hlaut hann vegna útleigu heilsuspillandi húsnæðis. Voru þær lagðar á frá I. marz 1973," tjáði DB i gær fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. „Hér er um að ræða hreint og beint jarðhýsi. Lofthæð aðeins 2.20 metrar. þar af hátt i tveir metrar niðurgrafnir. Gluggar aðeins mjó rænta langt inn undir svölum. Að öðru leyti er húsnæðiö Að innan. Fins og sjá má eru gluggar „íbúðarinnar” nærri upp undir lofti, þó er lofthæð einungis 2 metrar og 20 sentimetrar. DB-mynd: Ari. Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1978, hafi hann ekk: verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viður- lögin 3% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mán- aðareftireindaga. Fjármálaráðuneytið, 21. ágúst 1978 Sérhæfum okkur í Ilv.hm Seljum í dag: Saab 96 árg. 1975 Saab 96 árg. 1971 Saab 99 árg. 1974 Saab 99 árg. 1975 Saab 99árg. 1975 Saab 99 árg. 1976 Saab 95 árg. 1974 Autobianchi árg. 1977 ekinn ekinn ekinn ekinn ekinn ekinn ekinn ekinn 55 þús. km 120 þús. km 70 þús. km 48 þús. km 68 þús. km 60 þús. km 77 þús. km 12 þús. km • Autt1 ianchi árg. 1977 ekinn 38 þús. km, dökkrauður. Látið skrá bí/a, höfum kaupendur að ýmsum árgerðum. s - BJÖRNSSON BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 81530 REYKJAVIK þokkalegt. En aðsjálfsögðu brýtur þetta allt saman i bága við gildandi lög og reglugerðir um heilbrigðismál. Jú. málið hefur verið lengi í gangi,” sagði Matthías. „Alltof Iengi. Það var fyrst 16. marz I973 að Heilbrigðismála- ráð þinglýsti húsnæði Björns. Jörfa- bakka I8. óibúðarhæft. Var honum tilkynnt um það 20. sama mánaðar. Svaraði hann því engu og hefur reyndar aldrei svarað okkur, engu bréfa okkar. í nóvember 1972 er dagsektum þinglýst frá og með I. ntarz 1973. En áfram heldur Björn að leigja út húsnæðið. Móttók hann því bréf okkar I. ntarz 1973 og kvittaði fyrir. Þar var upphaf dagsekta tilkynnt.” Prófmál öðrum til viðvörunar í desember sl. fór siðan i gang herferð á vegum heilbrigðiseftirlitsins í þeim tilgangi að rýmt væri heilsuspillandi húsnæði. Kom þá í ljós að enn leigði Björn út umrætt húsnæði að Jörfabakka 18. Ekki bara eina, svokallaða ibúð. heldur 2. Þegar Björn svaraði eigi itrekuðum skrifum heilbrigðiseftirlits fór það þess á leit við borgarfógetaembættið að lögtök færu fram hjá Birni fyrir seklarupphæðinni.” Mál þetta er að sögn Matthiasar einskonar prófmál öðrum til viðvörunar. en ekki mun hal'a kontið til slikra lögtaksaðgerða fyrr grundvallaðra á kröfu heilbrigðismálaráðs. En þess ntun nú brátt að vænta að heilbrigðiseflirlitið láti ti! skarar skriða og beiti heimild sinni til dagsekta vegna útleigu heilsuspillandi húsnæðis. Að utan. „Jarðhýsið”, eins og heilbrigðisfulltrúi nefndi það séð utan frá. Sem sjá má er það að mestu niðurgrafið og gluggar undir stölum ibúðarinnar fyrir ofan. í hús- næðinu búa nú ung hjón með barn. Reiknar með veseni „Jú. þetta er rétt með lögtakið hjá þér. En sannleikurinn er þó sá að ég hafði munnlegt leyfi starfsmanns borgar- læknisembættisinsgefið I973 tilþessað leigja þetta út til handa einstaklingum eiginlega sem svefnpláss. En að sjálf- sögðu var betta aldrei ætlað sem fjölskylduhúsnæði." sagði Björn Traustason leigusali Itins heilsuspillandi kjallarahúsnæðis að Jörfabakka 18 þá er DB hafði santband við hann i gær. „Þegar húseignin að Jörl'abakka 18 var komin i gagnið einhvern tima upp úr 1970 kom i ljós að í kjallara var fyrir ágætis húsrými. Mér fannst þá, sem — DB-mvnd Ari. byggingameistara utan af landi. óþarfi að láta þetta standa autt og leigði þvi út. aðallega starfsmönnum minum. Þeir komu hér i gærkveldi að tilkynna mér lögtakið. En eins og ég sagði hafði ég ntunnlegt leyfi yfirvalda. Því er óvist livort dagsektir heilbrigðismálaráðs eru rtttmætar og gæti ég reiknað með einhverju veseni vegna þessa lögtaks. Ekki minnist ég þess heldur að hafa fengiö nokkra lilkynningu þess eðlis á sinum tima. enda langt síðan. F.g vil itreka það að húsnæðið var einungis ætlað sent svefnpláss fyrir einstaklinga en ekki fyrir fjölskyldur." sagði Björn að lokum. JÁ. Mikill áhugi á verzlunar- miðstöð á Seltjarnarnesi — framkvæmdir gætu hafizt innan tveggja ára l.ikan af fyrirhugaðri urzlunarmióstöð. „Það er brýn þörf á þessari verzlunarmiðstöð i ört stækkandi bæjarfélagi.” sagði Einar Norðfjörð byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi i samtali við DB þegar blaðamenn skoðuðu líkan og teikningar af fyrir- huguðu verzlunar- og skrifstofuhverfi i landi Eiðis á Seltjarnarnesi. Arkitektarnir Ormar Þór Guð- ntundsson og Örnólfur Hall eiga hugmyndina að því skipulagi sem hér er um að ræða. Það hefur ekki enn verið samþykkt i bæjarstjóm en Einar Norðfjörð taldi líkur á að málið yrði afgreitt með haustinu. „Menn hafa tekið vel i þessa hug mynd og það virðist vera grundvöllur fyrir henni," sagði Einar. „Ef af verður gætu framkvæmdir hafizl innan tveggja ára en það er ómögulegt að segja hve langan tima þær mundu taka." Gert er ráð fyrir því að í verzlunar- miðstöðinni verði ýmsar tegundir al' verzlunum og skrifstofum. Þar verður matsölustaður og ýntis þjónustustarf- semi. Talað hefur verið um að þar opni útsala Áfengis- og tóbaks- verzlunar rikisins en Seltirningar taka sjálfir ákvörðun unt það i alntcnnri atkvæðagreiðslu. Bifreiðastæði fyrir 107 bila verða við verzlunarmiðstöðina. Á sama svæði er einnig fyrirhugað að rísi tvö 3ja-4ra hæða fjölbýlishús. Þar yrðu 47 ibúðir. Þá eru uppi ráða- gerðir um að reisa fjölbýlishúsahverfi skammt frá og gætu þar verið 350 ibúðir. I.jósm. DB-Ari. Ennfrentur hefur verið talað um að þama risi hverfi meðsmáiðnaði. „íbúar á Seltjarnarnesi eru nú um 3500 og fer fjölgandi," sagði Einar Norðfjörð. Hann sagði að búast ntætti við að mikil aðsókn yrði i þau fjölbýlis hús sem fyrirhugaðer að byggja. GM F.inar Norófjörð byggingarfulltrúi hendir á svæðið þar sem fyrirhuguð verzlunar- miðsýöð á að risa. l.jósm. DB-Ari.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.