Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 11

Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. kölluðu menn verzlunarleiðina frá Sían í Norðvestur-Kina um Mið- og Vestur-Asíu til austurstrandar Miðjarðarhafs „Silkileiðina”. Kínverskt silki var flutt landveg og sjóleiðis til margra landa og styrkti verslunar- og vináttusambönd Kina við þau lönd allt frá fornu fari. Silkiormsrækt útheimtir býsna stranga vinnu. Allan uppeldistímann, frá klaki lirfunnar og þar til púpan er fullþroskuð, ferill, sem tekur kringum 45 daga, verða bændurnir að sinna silkiormunum af eins mikilli natni og hjúkrunarkona sinnir sjúklingi. Þeir verða að vera á vakt allan sólar- hringinn, bæta stöðugt við mórberjalaufi, gæta að loftræstingu og hitastigi í ræktunarskálanum. Annars geta silkiormarnir veikst eða dáið úr sjúkdómi, sem stafar af breytingum á hitastigi, ónógu eða slæmu fóðri, og slikt mundi leiða til stórminnkaðas afrakstursog lakari gæða púpanna. Þar eð Kína hefur viðast hvar heitt loftslag og frjósaman jarðveg, er það kjörið land til ræktunar á mórberja- trjám. Eigi að siður voru hinir einstöku bændur gamla Kína mátt- vana gagnvart veðráttunni. Þeir vissu ekkert, hvað gera skyldi, þegar sjúkdómar brutust út, sem stundum ollu miklu tjóni. Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins 1949 hafa kínverskir bændur farið inn á braut samyrkjubúskapar Alþýðukommúnurnar, sem ráða yfir miklum mannafla og fjármunum, skipuleggja búskapinn. Nú starfar í þessari grein að verulegu leyti aldrað fólk og konur. Rikisstjórnin hefur veitt margvíslegan stuðning varðandi þróun og pflun góðra tegund af mór- berjatrésfræum og silkiormseggjum og kaup á púpum. Framleiðslan hefur verið aukin og gæðin bætt. Eftir 1970 er Kina fremst allra landa i heimi varðandi framleiðslu á púpum Tussah-silkiormar eru enn ein kinversk sérframleiðsla. Tussah- silkiormar eru aldir upp á eikartrjám, sem aðallega eru ræktuð i fjalllendi. Þeir lifa á laufinu. Stykkjavarningur ofinn úr tussah-silki er eins endingar- góður og ullardúkar. Jafnframt er hann litfagur og þolir vel þvott og sólarljós. Hann dreifir hita. þannig að sá, sem slíku efni klæðist, finnur svala. Komið hefur vcrið upp rannsóknar- stofnun fyrir silkiormsrækt i mörgum fylkjum óg héruðum hér á landi. Þær hafa þróað ágætar og gjöfular tegundir af mórberjatrjám og silkiorm um, sem þrifast vel á mismunandi árs- tíðum. Þær hafa með góðum árangri prófað meðul og ráðstafanir til varnar gegn sjúkdómum á silkiormi og með- ferð á þeim. Byrjað er að beita geislun og leisirtækni við ræktun á nýjum tcg undum silkiorms. Einnig eru notaðir hormónar i silkiormarækt með góðum árangri. ALLRA ÞJÓÐA KVIKINDI Þótt við, hreinræktaðir íslands- menn, séum sagðir veikir fyrir og oft undirgefnir við útlendinga, viljum við helzt ekki blanda okkar dýrmæta blóði við þá. Satt að segja held ég, að margir okkar séu ekkert allt of hrifnir af út- lenzkum og þökkum okkar sæla fyrir það, að hafið bláa hafið skuli skilja okkur frá þeim öllum. Við landar höfum fundið ýmis upp- nefni fyrir útlenzka, en ekki held ég að það sé neitt sérstakt fyrir okkur; það þekkist líka með öðrum þjóðum. Ég man sum þessara heita: Bauni, Mol- búi, Hund-Tyrki, tjalli, hottintotti og halanegri, Færeyingur á hvolfi. Svo settum við safnheiti á alla útlendinga: allra þjóða kvikindi. Og nú hefir forsjónin komið því svo fyrir, að ég er lentur hérna í henni Ameríku, þar sem þau eru. öll þessi allra þjóða kvikindi. Fyrst var haldið, að öll þjóðarbrotin myndu bræðast saman í einhvers konar risa-suðupotti og út skriða splunkunýir Amerikanar. Upp að vissu marki hefir þessi bræðsla tekizt, en það þarf ekki að dvelja hér mjög lengi til að maður geti skyggnzt örlítið undir yfirborðið, og þá sést, að mikið af mannfólkinu hér skiptist greinilega niður eftir lit. trúarbrögðum og þjóðaruppruna. Litar- og trúar- skiptingin hefir alltaf verið fyrir hendi, og þótt þjóðarfeðurnir hafi mikið á sig lagt til að tryggja jafnrétti allra lita og trúarbragða er enn viða pottur brot- inn. Stærst er blámannavandamálið. Ástandið hefir lagazt á síðasta áratug, en er enn þá langt frá því að vera gott. Mikil vandræði hafa skapazt vegna þess að hvíta millistéttin sér ofsjónum yfir hinum margvíslegu styrkjum og annarri umbun, sem hinir dökku bræður vorir fá nú frá yfirvöldunum. Það fer aldeilis voðalega í taugar hvítra, þegar dökkir halda fram, að hið hvita þjóðfélag „skuldi” þeim fyrir illa meðferð á undanfarinni öld. Atvinnuleysi blámanna er hlutfalls- lega miklu meira en hvítra. Sömuleiðis er viðkoma þeirra meiri og illa hefir tekizt að hrifa ungviðið upp á hærra svið með þvi að sjá fyrir betri menntun og þess háttar. Sökum þessa hefir auk- izt fjöldi dökks draslaralýðs, sem haldið er í skefjum í gömlu, niður- Bréf frá henni Ameríku: niddu bæjarhverfunum með atvinnu- leysisstyrkjum og annars konar opin- berum ölmusum. Sums staðar eru komnar þrjár kynslóðir atvinnuleys- ingja, sem vita ekki hvað það er að stunda vinnu. Þótt hér megi finna fólk af öllum trúarflokkum, eru engir eins áberandi eða eins samheldnir og gyðingarnir. Það er ekki gott að vita. hvernig Amerika hefði orðið án gyðinganna. Þeir hafa skarað fram úr á flestum sviðum visinda og lista, viðskipta og þjóðfélagsmála. Þrátt fyrir þetta eru þeir ekki elskaðir og virtir af öllum hinum samborgurunum. Og svo eru þeir sjálfir ekki alltaf yfir sig hrifnir af sumum hinum trúar- og þjóðflokkun- um, sem byggja þetta víðáttumikla land. Þess vegna halda þeir mjög vel saman, giftast helzt ekki út á við og, þótt þeir séu víða að úr heiminum komnir, láta þeir trúna binda sig sam- an. Hér í Suður-Flórida er fjöldinn allur af afkomendum Abrahams, sem flutt hafa hingað eftir að hafa grætt vel á viðskiptum norður frá og búið svo i haginn, að þeir geti eytt hér efri áruni lifsins i sól og áhyggjuleysi. Þeir þekkj ast langt að, því það er svo ein- kennilegt, að margt fólk af þessum kynstofni tekur miklum breytingum, þegar ellin fer að segja til sin. Bakið bognar, nefið lengist og skapið versnar! Mörg önnur séreinkenni hafa þessir ágætu borgarar, en ekki verða þau talin upp fleiri að sinni. Ekki er hægt að tala um Flórída án þess að minnast í Kúbufólkið, sem hingað hefir flúið frá kempunni Kastró. Um 300.000 búa í Miami og nágrenni, og er spænska orðin annað tungumálið hérna. Þetta er flest dugn- aðarfólk og hefir það m.a. flæmt eym- ingja blámennina næstum burt úr miðbænum og byggt hann upp af myndarskap. Stunda þeir mikið verzl- un og smáiðnað, og hafa þeir hænt að sér þúsundir ferðafólks frá Mið- og Suður-Ameríku, sem kemur hér i sumarfrí og verzlunarleiðangra. Þessu fólki likar vel að geta talað sina spænsku hér i Flórida og hefir þetta allt mjög góð áhrif á efnahagslíf svæðisins. Það er nú mjög i tízku hér. að fólk reki ættir sínar og mikil nauðsyn er talin á því, að það viti, hvaðan úr heiminum það er komið. Ekki er nema gott um það að segja og ættum við ís- lendingar að skilja þessa áráttu mjög vel. Hér eru þúsundir þjóðarfélaga eða landafélaga um Iand allt, þar sem með- limir koma saman til að hlynna að sér- einkennum og menningu gamla heimalandsins, sem enn er við lýði i nýja landinu. Framtíðin mun skera úr um það, hvort þessi nýja dýrkun upp- runa, trúar og litarháttar ntuni hafa áhrif á samheldni þjóðarinnar á kom- andiárum. Þórir S. Gröndal að á pólitískan hátt i anda fyrir- greiðslubrasks. Af þessu leiðir að fyrir- tæki úti á landsbyggðinni hafa ruðst inn á markað fyrirtækja hér á Reykja- nessvæðinu og vegna hagkvæms fjár- magns hefur þeim oft tekizt að undir- bjóða og eyðileggja þann markað sem eldri fyrirtæki höfðu. Byggðastefnan hefur þvi tvær hliðar, eins og svö mörg önnur póiitisk fyrirbæri, hún hefur bæði byggt uppog rifið niður. Þegar tekiðer mið af þvi gífurlega fjármagni, sem runnið hefur til iðnrekstrar úti á lands- byggðinni, fyrir tilstilli byggðastefn- unnar, fer ekki hjá þvi að menn reki augun í hve litil iðnþróun hefur i raun orðið. í því tilliti sýnist byggðastefnan siður en svo standa undir nafni, — árangur áralangrar byggðastefnu virðist vera flest annað en iðnþróun. Fram til þessa bendir allt til að stjórnmálamönnum okkar hafi tekizt að eyðileggja allar tilraunir til iðnvæð- ingar á Islandi. Það hefur aldrei brugð- izt að í hvert skipti sem eitthvert mið- stýrt apparat tekur til við að veita fjár- magni til iðnrekstrar, þá er það gert að pólitiskri fyrirgreiðsluskrifstofu þar sem sitja i öndvegi menn með það að markmiði að kaupa sér atkvæði í krafti pólitiskrar aðstöðu en eru hins vegar blindir á báðum hvað viðvikur iðnaði og iðnþróun. Hvað er til bragðs að taka? Þeir sem hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir ráðleysi og hringlandahátt í mál- efnum iðnaðar hafa of sjaldan gefið sér tíma til þess að benda á einhverjar færar leiðir. Iðnrekendur hafa í ára- raðir haft uppi grátkór og eymdarvæl sem almenningur hefur ekki gert ann- að en að hlæja að. Sem betur fer virðist hafa orðið breyting á aðferðum iðnrekenda nú undanfarið ár, — komin málefnaleg umræða og upplýs- ing i stað nöldurs og fyrirsláttar. Flestir sem hafa kynnt sér iðnaðar- uppbyggingu erlendis munu vera á einu máli um að iðnaður verði ekki byggður upp af neinu viti með opin- berum aðgerðum. Á hinn bóginn sé það í hendi stjórnvalda og fjárveitinga- valds að efla iðnþróun og almenn skil- yrði fyrir iðnrékstri. í stað opinberra lánastofnana eigi iðnrekstur að eiga aðgang að fjárfestingarlánum og rekstrarfé hjá hinu almenna banka- kerfi. Með raunvöxtum og lokun póli- tískra hliðargatna í fjármálakerfinu verði verðbólgan kveðin i kútinn en án slikrar hreinsunar í fjármálakerfinu er tómt mál að tala um raunhæfar að- gerðir gegn verðbólgu. Það er enn- fremur Ijóst að með áframhaldandi verðbólgu verður ekki um neina telj- andi iðnþróun að ræða á tslandi. Þvi er stundum haldið fram að lsland geti ekki orðið iðnaðarland vegna þess hve markaður innanlands sé lítill og fjarlægó landsins og tak- markaðar hráefnaauðlindir haldi þvi utan seilingar og geri iðnaði þess ekki kleift að keppa á erlcndum markaði. Það er kominn timi til að taka þetta mál til gagngerrar endurskoðunar. Lega landsins verður hagkvæmari með hverju árinu. ísland liggur miðja vegu milli stærsta og þróaðasta fram- leiðanda í heiminum, Bandarikjanna, og stærsta markaðar heims utan Bandarikjanna, Evrópu. Hérlendis er nóg af þeirri orku sem vantar svo illi- lega i báðum þessum hejmsálfum. Enginn vafi er á því að þessa legu landsins og orkulindir þess má nota til þess að byggja upp framleiðsluiðnað Kjallarinn Leó M.Jónsson ekki siður en stóriðju. Ömengað vatn, sem við höfuni ekki litið á sem auðlind fram á þennan dag, mætti nota í þessu skyni til þess að koma upp íslenzkri stóriðju, sem framleiddi bezta bjór í heimi og flytti út til Evrópu ekki siður en Bandaríkjanna. Hér mætti án efa brugga betra viskí en víðast hvar ann- arsstaðar. Það er ekki út i hött að gera þvi skóna að á Íslandi gæti átt eftir að risa viðamikill samsetnignariðnaður með eignaraðild stórfyrirtækja í Evrópu og Bandarikjunum. Allt er þetta á valdi íslenzkra stjórn- valda og með þvi að laða hingað er- lend stórfyrirtæki i krafti þeirtar að stöðu sem landið hefur upp á að bjóða mætti efla iðnþróun verulega með þeirri tækniþekkingu sem slík fyrir- tæki mundu óhjákvæmilega flytja með sér. Staðreyndin er sú að við erum of smá til þess að aðhafast eitt- hvað með árangri á þessu sviði án er- lendrar tækniþekkingar og þeirrar markaðsstóðu sem mörg stórfyrirtæki erlendis hafa, en við erum heldur ekki svo heimsk að við þurfum að leggjast i duftið fyrir hverju útlendu stórfyrir- tæki sem ætlar sér að græða á okkur fyrir klaufaskap okkar og einfeldni í samningum við útlendinga. Leó M.Jónsson tæknifræöingur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.