Dagblaðið - 23.08.1978, Side 23

Dagblaðið - 23.08.1978, Side 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. 23 i! Sjónvarp 8 Útvarp Sjónvarp kl. 20,30: Nýjasta tækni og vísindi Útvarp kl. 20,40: Iþróttir Fjallað um slys og meiðsli íþróttamannanna I kvöld kl. 20.40 verður fluttur i út- varpinu iþróttaþáttur i umsjá Hermanns Gunnarssonar. Íþrótta- þátturinn verður með dálítið öðru sniði í kvöld heldur en hann hefur verið þvi i þættinum verður rætt um slys hjá íþróttamönnum. Mikið er alltaf um að íþróttamenn slasist og á v____ síðasta árislösuðust 2000 íþróttamenn samkvæmt skýrslu frá slysadeild. Þetta þykir nokkuð há tala og miðað við önnur lönd eru íslenzkir íþrótta- menn yfirleitt lengur að ná sér eftir slys en í öðrum löndum. í þættinum kemur Halldór Matthiasson sjúkra- þjálfari og ætlar hann að ræða um þessi slys og gefa góð ráð i sambandi við þau. Þessi þáttur er fyrsti þáttur um slys hjá íþróttamönnum en fleiri þættir verða og verður þá spjallað um ýmiss konar meiðsli og hvernig ráða megi bót á þeim. íþróttaþátturinn er tuttugu mín. langur. -ela.n Á siðasta ári slösuðust um tvö þúsund manns I íþróttum hér á landi. Uppblásnir vörupallar og sjónvarp í flugstjórnarklefa auk margs annars Nýjasta tækni og vísindi er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 20.30 og er þátturinn í umsjá Sigurðar H. Richter. Í þættinum verða sýndar 6 stuttar brezkar myndir sem fjalla hver um sig um nýja uppfinningu. Fyrsta myndin fjallar um uppblásna vörupalla en fram til þessa hafa verið notaðir trépallar sem vörunni er staflað á og siðan kemur lyftari og lyftir vörunni upp. Þessir trépallar eru bæði þungir og dýrir en í stað þeirra hefur nú verið fundinn upp plastpoki sem vörurnar eru settar á, síðan kemur lyftarinn, blæs upp pokann og vörurnar komast á léttan og ódýran hátt upp á vörubílinn. Lítið fer fyrir þessum pokum þar sem loftið er tekið úr þeim eftir notkun. Sigurður H. Richter, umsjónarmaður Nýjustu tækni og visinda. Nýr umboösmaöur á Neskaupstað Unnur Jóhannsd. S'7”2' BIAÐIÐ Reiknistofnun Háskólans vill ráða mann sem fyrst í stöðu tölvara (operator). Nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður í síma 25088. Símavarzla — vélritun Viljum ráða stúlku til símavörzlu og vél- ritunar. Radfóbúðin hf.r Skipholti 19, sími 29800. Fjölbrautaskólinn ■ Breiðholti Stundakennara vantar í líffæra- og lífeðlis- fræði. Upplýsingar veita Ingvar Ásmundsson og Rögnvaldur J. Sæmundsson í síma 75600. Skólameistari. Skrifstofumaður óskast til starfa hjá ríkisendurskoðun í tolla- deild. Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf óskast sendar ríkisendurskoð- uninni, Laugavegi 105. Starfsfólk óskast Óskum eftir starfsfólki til eldhússtarfa strax. Reynsla nauðsynleg. Hótel Sjóbúðir, Sími 93-6300, Ólafsvík Forstaða skóladagheimilis í annarri myndinni verður fjallað um sjón kamelljóna en þar kemur fram að sjón þeirra er öðruvísi en mannsins. Þriðja myndin fjallar siðan um tæknivætt hænsnaöú, þar sem segir frá hænsnaöúi sem er mjög tæknivætt og mannshöndin snertir ekki eggin fyrr en i neytendaumbúðum. í fjórðu myndinni er síðan fjallað um örlengdamæli sem þekkist kannski frekar undir nafninu „míkrómeter". En það er tæki sem mælir brot úr millimetra. Þetta tæki var fyrst fundið upp fyrir 200 árum, en nú er búið að gera gagngerar breytingar á þvi, og tækið því orðið mun fullkomnara. Nýtt einangrunarefni sem einangrar t.d. svefnpoka verður umfjöllunarefni fimmtu myndarinnar. Þetta efni er þannig að þó það blotni er nóg að vinda það. einangrunin heldur sér þrátt fyrir að pokinn hafi blotnað. 1 sjöttu og síðustu myndinni er siðan fjallað um sjónvarp I flugstjórnarklefa. í nýjustu og stærri þotum er svo mikið af mælum og tækjum að flugmenn eiga fullt í fangi með að fylgjast með en nú hefur verið fundið upp, að með sjö sjónvarpsskerm- um geta flugmenn fylgzt með öllu á mun auðveldari hátt. Tölva sem stjórnar sjónvarpinu segir til um allar upplýsing- ar sem skipta máli á þessari stundu þannig að flugmenn geta Jylgzt með öllu. Ennfremur segur tölvan til ef um óhapp er framundan og hvernig skuli bregðast við þvi. Þessar sex myndir verða sýndar í þættinum en þó getur verið að önnur röð verði á þeim i þættin um en hér að ofan. Þátturinn er i lit og er hann tæpur hálftími á lengd. ELA Laus er staða forstöðumanns skóladagheimil- isins Auðarstræti 3. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur til 1. okt. Umsóknir skilist til skrifstofu dagvistunar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. SSRj Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Dagvistun barna, Fornhaga 8, simi 27277.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.