Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 24

Dagblaðið - 23.08.1978, Síða 24
Byggingameistarinn á Neskaupstað leitar til ráðuneyta: Kominn til að sækja já eða nei — bæjarstjórinn vill rökstuðning um pólitík í málinu Ég er kominn hingað til að leita til ráðuneyta með málið enda fæst aldrei lausn í því f . austan. Ég fer ekki afmr ai.oiur nema með já eða nei upp á vasann,” sagði Pétur Óskarsson, byggingameistari á Neskaupstað, er hann kom í heimsókn á ritstjórn DB í morgun. Hugðist hann fyrst snúa sér til dómsmálaráðuneytis en bjóst við að þaðan yrði málinu visað til félagsmála- ráðuneytis. Logi Kristjánsson bæjarstjóri kvaðst óhress með málflutninginn í Dagblaðinu vegna máls þessa. „Ég vildi gjarnan að þessi ábyggilegi ibúi Þessi mynd var tekin <vid erfið skilyrði greinilega) þar sem Pétur Oskarsson er ad puða við hús sitt sem orðið hefur tilefni svona mikilla umræðna. Neskaupstaðar, sem segir að sér sýnist pólitík hlaupin í málið, rökstyðji sitt mál. Hann getur svo sem gert það nafnlaust mín vegna, því ég er tilbúinn að rökræða þetta mál. I bæjarstjóm hefur aldrei verið ágreiningur í þessu máli, nema um einstök atriði,” sagði bæjarstjórinn. GS7-J.B.P. Flugleiðirá nýrri leið: Beint i höfuð- borg Banda- ríkjanna — eða svo gott sem, þegar Baltimoreflug hefst 4. nóv. 4. nóvember nk. munu Flugleiðir hefja flug til Baltimore i Banda- ríkjunum., Undanfarið hafa Flugleiða- menn kannað hvort hagkvæmt væri að fljúga til fleiri staða í Bandarikjunum en New York og Chicago. Niðurstaða þess- arar könnunar hefur nú orðið til þess að Flugleiðir hafa ákveðið að hefja flug til flugvallarins Baltimore-Washington International Airport, sem er flugvöllur fyrir tvær fyrrnefndar borgir. í fluginu til Baltimore verður brottför frá Keflavikurflugvelli kl. 17.45 og komutími til BWI flugvallar verður kl. 19.00. Flugtíminn er því sex klst. og fimmtán minútur. Flogið verður með þotum af gerðinni DC—8—63, sem hafa sæti fyrir 249 farþega. í vetur verður ein ferð í viku á þessari leið. Af ýmsum ástæðum þótti ráðlegt að hefja Baltimoreflugið að hausti til þegar farþegaflutningar eru minni en yfir sumartímann. Markaðskannanir hafa gefið ástæðu til bjartsýni varðandi þessa nýju flugleið.Rcyns an sem fæst á næstu máiiuðum mun skera úr um hvort félaginu tekst að vinna sér traust- an sess á flugleiðinni. Ef svo fer mun ferðum til Baltimore sennilega verða fjölgað næsta sumar. -GAJ- Ungir minkabanar Minkurinn er misjafnlega séður. Hann er eftirsóttur hjá heföarkonum sem vilja klæðast iburðarmiklum fatnaði - en er illa séður á víðavangi þar sem hann þykir ógna umhverfinu og er þá réttdræpur. Villiminkar eru þeir kallaðir og einn slikur átti leið um fjörurnar i Keflavik þegar tveir piltar komu auga á hann. „Ég hitti hann i fyrsta höggi með þessum steini frá Hellugerðinni, eftir að hafa elt hann nokkra metra,” sagði Sveinn Karlsson, um leið og hann sýndi okkur bæði mink og vopnið — hellusteininn. Hvort ég reyni að fá eitthvað fyrir skottið veit ég ekki en dauður minkur ógnar ekki öðrum friðsamari dýrum.” Með Sveini á myndinni er Þorsteinn Einarsson, sem fyrstur kom auga á „varginn”. BÆÐILÆR- OG FÓTBROTNAÐI Fimmtán ára drengur slasaðist illilega á fæti I gærkvöldi i umferðar- slysi á mótum Setbergsvegar, Reykja- nesbrautar og Lækjargötu i Hafnar- firði. Drengurinn bæði lærbrotnaði og fótbrotnaði en slapp furðuvel að öðru leyti. Kastaðist hann um 10 metra frá bilnum er hann varð fyrir. Drengurinn kom niður Setbergs- veginn og ætlaði yftr Reykjanes- brautina. Fór hann í veg fyrir bil sem kom sunnan að með fyrrgreindum af- leiðingum. -ASt. BARN FELLUTUM GLUGGA Á 3. HÆÐ Hálfs annars árs gömul telpa féll út um glugga á þriðju hæð fjölbýlishúss í Breiðholti I gær. Sú mildi var yfir barninu að það lenti i moldarflagi og er talið að það hafi sloppið ómeitt eða lítið meitt. Var það þó flutt I slysa- deild til rannsóknar. Glugginn sem barnið féll út um er í 36 sentimetra hæð frá gólfi og getur hann opnazt þannig að 19 sentimetra op myndast. Út um þá rifu fór barnið. -ASt. Hjóli sölumanns DB stolið „Þetta er sjöunda hjólið sem hverfur héðan af heimilinu, sé allt talið með,” tjáði áhyggjufull móðir eins sölumanna Dagblaðsins DB í gær. „Drengurinn fór af stað fyrir níu í morgun til þess að ná í og selja Dagblaðið. Hann var meðal þeirra fyrstu sem mættu og varð annar I röðinni, á meðan var hjólinu hans stolið.” „Hann hefur verið anzi duglegur að selja blaðið, sérstaklega sl. sumar, en þá seldi hann uppundir 100 eintök á dag. Nú var hann nýkominn heim úr sumar- frii og ég leyfði honum að fara með hjólið með sér, Ijósgrænt, kombi-mini, norskt DBS-hjól, nýlegt með ljósum hnakki. í það hafði faðir hans grafið upphafsstafi drengsins, JMB," sagði móðirin að lokum. Þeir sem rekast kynnu á reiðhjól sölumannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa þegar samband við Dag- blaðið. -JÁ. þ þad <aupið°<á TÖLVUR TÖLVUÚR » BANKASTRÆTI8 frjálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978. Sólkveðjuhátíð íReykjavík: ,Útfríkuð’ skrúð- ganga á sunnu- daginn Reykjavik hefur fengið orð fyrir að vera heldur dauf borg en á sunnudaginn á að reyna að gera breytingu þar á. Þá verður gengið til sólkveðjuhátíðar í borginni. Safnazt verður saman kl. 14.30 á Skólavörðuholti og farið þaðan í skrúðgöngu á Lækjartorg. Stefnt er að því að gera gönguna sem fjölskrúðugasta og því hefur verið leitað til barnaheimila borgarinnar sem munu standa fyrir miklum dýra- sýningum, þar sem langir ormar og und- arlegustu kvikindi munu slást í hópinn. Þá verða bumbur barðar af miklum móð og horn þeytt. Sjálf hátíðahöldin fara siðan fram í Austurstræti og á Lækjartorgi. Þar verða á ferðinni leikarar, trúðar og hljóðfæraleikarar og gerðar verða myndir á gangstéttir með litkrit. Fólk er hvatt til að mæta með vopn og verjur margs konar svo sem húla-hopp hringi, potta, pönnur og yfirleitt hvað sem er sem til yndisauka getur orðið. Hátíðin verður aðeins haldin ef vel viðrar en hugsanlegt er að henni verði flýtt um einn dag eða frestað um óákveðinn tima. -JH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.