Dagblaðið - 04.09.1978, Síða 3

Dagblaðið - 04.09.1978, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. 3 Vestri skrifar: MEÐ EFTIRUTSDÓP í ÆÐUM Spurning dagsins Gangi Islendingur inn um búðardyr má telja vist að hann skoði vörurnar í þeirri trú að heilög verndarhendi verðlagseftirlitsins varðveiti hann gegn því að gera vitlaus innkaup. Saga verðlagseftirlits í liöndum stjórnmála- manna og ríkislaunaðra skrifstofu- manna er orðin svo löng hér á landi að reikna má með að þeir sem ættu að muna hana alla séu farnir að tapa minni aldurs vegna. Bókhald Kröfluvirkjunar sýnir vafningalaust hvað Krafla kostar og uppskeran rnælist siðan i mega- vöttum mörgum, fáum eða engum. En hver treystir sér til að reikna kostnað við vcrðlagseftirlit á þessu landi frá upphafi og hvernig á að vigta uppskeruna? Vitaskuld hefur enginn lagt i að gera þetta og því rúllar vcrðgæzlukraflan áfram, kynslóð eftir kynslóð. En nú er alll i einu komið babb i bátinn. Með útlendri vog hafa verið leiddar að því miklar likur, að íslend- ingar greiði um fjórðungi meira en aðrar þjóðir fyrir vörur sinar i innkaupi. Fljótfærnislegt væri að álykta að þessi voðalega útkoma sé fyrst og fremst sök fjárglæframanna og svindlara i verzl- unarstétt. Ef svo væri, mætti byrja á að hengja sámvinnuhreyfinguna i heilu lagi. þvi þar er allt bókhald opið. engin umboðssvik eða faktúrufalsanir og vörur jafndýrar eða dýrari en hjá kaup- mönnum. Glæpur samvinnufélaganna hlyti því að vera margslungnari en hjá nokkrum öðrum. ".....að hver maður eigi að bera ábyrgð á sjáifum sér." Sjálfsagt finnast óprúttnir einstakl- ingar i hópi kaupmanna og samvinnu- manna en ef þeim er sleppt er ekkert lik- legra en glæpur innflutningstéttarinnar sé fólginn i þvi að spila nauðugir alltof lengi eftir leikreglum verðlagseftirlits og hafta. Ef menn viðurkenna að llytja þurfi inn vörur og að einhver þurfi að annast það er sjálfgefiö að sá hinn sami vcrður einhvern veginn að lifa. Ef álagningarreglur skipa innflytjanda (SlS eða kaupmanni) að fara á hausinn eða gera aðeins dýrari innkaup til að næla löglega i nokkrar krónur er liklegt að fyrirtækið fresti því að fara á hausinn og þjarki ekki við útlendinga um lægra verð. Þannig hafa innflytjendur unnið með cftirlitsdópið i æðunum mikinn hlttta þessarar aldar og cr ekki von að vel fari. Önnur hlið er á þessu máli sem ristir dýpra en ætla mætti i fljótu bragði. í trúnni á eftírlitsforsjá stjórnmálamanna og kontórista hefur almenningur glatað verðskyni og dómgreind í innk-aupum og er líka dottinn i dópið. Farið hefur forgörðum það grundvallaratriði i mannlegu lifi aðhver maður eigi fyrst og fremst að bera ábyrgð á sjálfum sér og sjá fótum sinum forráð en ekki eitthvert eftirlit eða þjóðfélagsmamma. Mál að mömmu- leiknum linni Þessi mömmulcikur kemur viðar við en í verðlagsmálum. Allt veður uppi i eftirliti. Við höfum heilbrigðiseftirlit. öryggiseftirlit. bifreiðaeftirlit. bygginga- eftirlit, áfengisvarnareftirlit, ferskfisk- eftirlit, kartöflu- og grænmetiseftirlit, eftirlit með veitingastöðum og guð ntá vita hvað allt þetta eftirlit heitir og ekki má gleyma blessuðu verðlagseftirlitinu. Þá er eftir að nefna opinbera handleiðslu á endalaust mörgum sviðum eins og t.d. þvi að forða fólki frá þvi að kaupa matvöru eftir klukkan 6 eða ganga inn i vpitingahús eftir hálftólf, baða sig í volgum læk og myndi æra óstöðugan að Raddir lesenda Vestri gerir sér tíðrætt um verðlagseftirlit i skrifum sínum i dag. Segir hann almenning, i trú sinni á eftirlitsforsjá, stjórn- málamanna og kontórista hafa glatað verðskyni. telja öll þau mannlegu svið. sem opinberir aðilar hafa lagt undir sig til að hafa vit fyrir fólki. Sjálfsagt er að viðurkenna þörf fyrir eftirlit og opinbera forsjá að vissu marki. Það hriktir hins vegar i undirstöðum þegar tekin hefur verið frá mönnum ábyrgðin á því að passa sig sjálfir. Þegar engin húsmóðir veit hvað grænar baunir kosta af þvi að vcrðlagseftirlitið á að passa verðið. þegar menn umgangast vinnuvélar eins og fifl, af því að öryggis- eftirlitið er nýbúið að vera á staðnum og týna öllu lauslegu í trausti þess að fá það bætt, þá er falskt öryggi og cftirlit búið að sljóvga menn svo að óvíst er að úr verði bætt. Mál er að mömmuleiknum linni og menn fái i friði að taka afleiðingum gjörða sinna. þar á mcðal að græða eða tapa, eftir því sem þeir hafa til unnið. Electropower GIRMOTORAR RAFMÓTORAR EIGUM JAFNAN TIL GÍRMÓTORA: Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4-1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö RAFMÓTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö Utvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hvernig lízt þér á nýju ráðherrana? Hildiþór Loftsson verzlunarmaður: Ja. mér lízt bara vel á þá. Ég held að þetta verði afkastamikil stjórn. Sveinn Ingólfsson bilstjóri: Mér iízt ágætlega á þá. Ég held nefnilega að þeir séu ágætir i þetta. Kannski þeir hækki líka kaupið hjá manni. Hafsteinn Karlsson verkamaður: Mér lizt engu betur á þá en fyrirrennara þeirra. Þeir nýju cru sem þeir gömlu, fulltrúar nákvæmlega sama þjóðfélags- hóps, nefnilega auðvaldsins. Engin breyting verður til hagsbóta fyrir verkalýð fyrr en með sósialisku bylting- unni. Sigfús Gunnlaugsson ellilifc.vrisþcgi: Eru þetta nokkrir ráðherrar. Ég fyrir mina parta hef ekkert álit á þeim. Þetta eru al gjörlega óreyndir menn. Eiginlega eru þetta allt saman eintómir heildsalar meira og minna. verzlunarmaður: Ja, mér lizt nú bara ekkert of vel á þá. Þetta lið er samansafn þess versta. Eintómir gapuxar. röfla meira en þeir síðan eru menn til þess aðstanda við. Kristinn Skarphéðinsson verkamaður: Ja, ég veit nú ekki hvað skal segja um þetta. Þetta eru vafalaust allt saman ágætis menn. En vinstri stjórnin hefur bara aldrei virkað vel.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.