Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 04.09.1978, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1978. roskahjálp Landssam tökin ÍÉ: Þroskahjá/p halda almennan fund um málefni þroskaheftra mánudaginn 4. sept. nk. kl. 20.301 Domus Medica við Egilsgötu. Agneta Schou, fulltrúi frá landssamtökunum Evnesvages Vel I Dan- mörku, flytur framsöguerindi: Fore/drastarf og fore/drafræðsla. Að loknu erindi verða umræður. Erindið verður túlkað á islenzku. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefni þroskaheftra, en for- eldrar og starfsfólk allra stofnana fyrir þroskahefta er sérstaklega hvatt til að mæta. Kaffiveitingar verða á staðnum.. Stjórnin. Dagblaöiö vantarstrax umboösmann á NESKAUPSTAÐ Uppl. 91-22078 BIAM TRÉSMIÐJA JÓNS GÍSLASONAR er flutt á Skemmuveg 38, Kópavogi. Nýtt símanúmer auglýst síðar. Upplýs- ingar í heimasíma 86594 allan daginn. ríkisins er flutt að Auðbrekku 61, Kópavogi. Nýtt símanúmer er 44000. Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins Rafeindaklukkur Seljum (í dag) á meðan birgðir endast nokkrar lítið út- litsgallaðar rafeindaklukkur með vekjara. Klukkurnar eru í fullkomnu lagi, og seljast með góðum afslætti. Látið ekki happ úr hendi sleppa, komið á söluskrifstofu vora að Ármúla 5, fjórðu hæð. Rafrás sf. TÓNLISTARSKÓLI HAFNARFJARÐAR Tónlistarskóli Hafnarfjarðar verður settur sunnudaginn 17. september kl. 5.00 í Þjóð- kirkjunni. Innritun hefst fimmtudaginn 7. september og lýkur þriðjudaginn 12. september. Tekið á móti umsóknum á skrifstofu skólans þesa daga kl. 2.00 til 5.00. SKÓLASTJÓRI. Lúðvík Jósepsson f ormaður Alþýðubandalagsins: „AUÐVITAÐ ER ÞAÐ ÞANNIG AÐ ÉG MYNDAÐIÞESSA RIKISSTJÓRN FYRIR ÓLAFJÓHANNESSON” — „alvarlegur ágreiningur í þingf lokki Alþýðuflokksins” — „líta má á ríkisstjórnina sem bráðabirgðastjórn” Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðu- bandalagsins tekur ekki sæti í hinni nýju rikisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Hann hafði gert samstarfsmönnum sínum í Alþýðu- bandalaginu og forystumönnum stjórn- armyndunarviðræðna grein fyrir þvi að hann hygðist ekki gegna ráðherra- embætti i næstu stjórn. Aðeins ein undantekning kom til greina en það fólst i þvi að forseti íslands fól Lúðvik Jósepssyni að hafa forystu um stjórnarmyndunarviðræður og þá hefði hann ekki skorazt undan því að gegna embætli forsætisráðherra. En til þess kom ekki þar sem ekki náðist samstaða um stjórnarforystu Alþýðu- bandalagsins. Lúðvik Jósepsson er ótvíræður foringi Alþýðubandalagsins og hafði forystu síns flokks í stjórnarmyndunarvið- ræðum í allt surnar. En hann hafði gert sínum kjósendum í Austurlandskjör- dæmi grein fyrir því að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. Hann og Aiþýðubandalagið unnu glæsilegan kosningasigur á Austfjörðum I sumar þar sem auk Lúðviks komust tveir þing- nienn inn, þeir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson sem landskjör- inn þingmaður. Hjörleifur hefur nú tekið við ráðherraembætti fyrir flokk sinn og gegnir embætti iðnaðarráðherra. Lúðvík hefur verið lengur á Alþingi en nokkur þeirra þingmanna er nú sitja á þingi eða i nær fjóra áratugi. Hann hefur því glögga yfirsýn yfir þjóðmálin og stendur auk þess utan hinnar nýju stjórnar, þótt með réttu megi telja stjórnina skilgetið afkvæmi hans. Dag- blaðið ræddi við Lúðvík um nýju rikis- stjórnina sl. föstudag og þau nýju viðhorf sem skapazt hafa við tilkomu hennar. Lúðvík var fyrst beðinn að spá um langlifi hinnar nýju rikisstjórnar. Má líta á stjórnina sem bráðabirgðastjörn „Um þessa ríkisstjórn má fyrst og fremst segja,” sagði Lúðvík Jósepsson, „að af hálfu okkar alþýðubandalags- manna er um að ræða þátttöku i þessari stjórn fyrst og fremst til þess að leysa tvö gifurlega mikilvæg vandamál sem fyrir liggja í þjóðfélaginu. Hið fyrra er deilan um launamál sem hefur verið óslitið frá því að fráfarandi ríkisstjórn greip til sinnar fyrstu laga- setningar í feb.rúar sl. með breytingum á launasamningum. Síðan komu bráða- birgðalög I mai. Deilan gekk i gegnum tvennar kosningar. Nú eru allir launa- samningar lausir. Gripið hefur verið til útflutningsbanns í langan tima. Þetta launadeiluvandamál þurfti að okkar dómi að leysa.,Það var grundvallaratriði ef leysa átti annan vanda í efnahgslifi okkar. Hitt málið er að komið verði I veg fyrir allsherjar stöðvun fiskvinnslunnar nú um þessi mánaðamót og enn frekari stöðvun atvinnulífs. Þetta varð að leysa hvað sem líður ágreiningi um önnur mál. Þátttaka okkar er bundin við að fá lausn á þessu tvennu. Því má segja að hér sé um að ræða ríkisstjórn sem glimir við afmörk- uð verkefni. Það má þvi kalla hana bráðabirgðastjórn. Við viðurkennum að samningar stjórnarinnar í öðrum málum eru ekki ítarlegir og uppfylla ekki kröfur okkar. Enda er ætlazt til að endurskoðun á stjórnarsamningnum fari framá næstaári. Takist þessi endurskoðun ekki þannig að okkur alþýðubandalagsmönnum líki þá getur stjórnarsamstarfi lokið fljót- lega. Þá geta fleiri málaflokkar komið inn i myndina. sem ágreiningur er um. Ég treysti mér því ekki til að segja til um langlífi stjórnarinnar. Reynslan verður aðskera úr um það.” Ilvaó um ágreining innan stjörnar- flokkanna? Nú hefur það komið fram að bæði innan Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags er nokkur ágreiningur um þátttöku I hinni nýju stjórn. „Um ágreining í okkar flokki er varla hægt að tala,” sagði Lúðvik. „Það er þó Ijóst að I flokknum, m.a. i þingmanna- liði, eru menn sem sýnist svo sem við hefðum þurft að ná meiru fram varðandi okkar stefnu, þar á meðal varðandi herstöðvarmálið. Þeir álitu því að ekki væri rétt að taka þátt i ríkisstjórninni. En ekki er hægt að tala um sundr- ungu eða klofning. öll forysta flokksins er sammála um að styðja þessa ríkis- stjóm til þess að leysa þau mál sem um er samið.” Herstöðvarmálinu slegið á frest vegna annarra mikilvægari mála Hvað með viðhorf Alþýðubanda- lagsins til utanríkismála? „Við í Alþýðubandalaginu höfum á engan hátt breytt stefnu okkar í utan- rikismálum. Við undirstrikum þvert á móti að við erum á móti aðild íslands að NATO og dvöl hersins í landinu. Við áskiljum okkur allan rétt til að berjast fyrir þessum baráttumálum okkar eftir því sem við verður komið. Hitt er svo rétt að flokkurinn taldi svo brýna þörf á því að leysa þau tvö miklu vandamál sem við blasa að ekki var talið hægt að sprengja stjórnarsamstarf á þvi þó ekki fengist fram okkar stefna i herstöðvarmálinu. Það vil ég þó undir- strika að þótt skýrt sé fram tekið að ekki hafi verið samið um stefnu í utanríkis- málunum og við þannig ekki ábyrgir fyrir utanríkisstefnunni, þá var tekið fram að ekki gætu orðið um neinar breytingar að ræða án okkar samþykkis. Þar með var lokað fyrir það að hér yrði um áfranthald á þvi undanláti sem hér hefur verið um að ræða á undanförnum árum. Einnig var samið um það að ekki yrði um neinar meiri háttar framkvæmdir á yfirráðasvæði varnarliðsins að ræða. Að þvi leyti tryggðum við það lika, að hér yrði sett stopp á slíkar framkvæmdir. Við fengum einnig á komið skipun sérstakrar rannsóknamefndar er geri ítarlega úttekt á öryggismálum islenzka lýðveldisins. Nefndin fjalli einnig um hugmyndir um friðlýsingu, friðargæzlu og eftirlit á Norður-Atlantshafi. Það er mjög þýðingarmikii viðurkenning á því sem við höfum haldið fram um friðlýs- ingu á svæðinu umhverfis Ísland og hvað við lekur eftir að bandariski herinn hverfur héðan af landi brott.” „Stjórnarsamstarfið mótað að fullu undir minni stjórn" „Ég legg áherzlu á það,” sagði Lúðvik Jósepsson, „aðsú grundvallarstefna sem þetta stjómarsamstarf hvilir á var mótað að fullu og öllu i samningaviðræðum flokkanna undir minni stjórn, á meðan ég hafði á hendi umboð forseta íslands til að mynda rikisstjórn. Þar náðist sam- komulagum þetta: Lúðvfk Júsepsson með forseta íslands eftir að hann fól Lúðvfk að reyna myndun meirihlutastjórnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.