Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 — 210. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022. Flugleiðir: BODNAR BRHPÞOHIR ÚR ÞROTABÚI Flugleiðum standa nú til boða tvær smiðjunum. DC-10 breiðþotur úr þrotabúi banda- ríska leiguflugfélagsins Overseas National Airways. Er önnur þotan lítillega notuð og tekur 350 farþega en hin er rétt að verða fullbúin frá verk- Félag þetta er nýlega orðið gjald- þrota eftir að hafa stundað leiguflug, m.a. á Norður-Atlantshafsleiðinni. Seabord-flugfélagið i Bandaríkjunum hefur boðizt til að hafa mitligöngu um þessi kaup á kaupleigugrundvelli. Hins vegar verður ekki I fljótu bragði séð hvernig það félag ræður betur við kaupin en Flugleiðir þvi starfsemi Sea- bord dróst mjög saman í oliukrepp- unni og var félagið komið niður i að eiga eina flugvél. Þrátt fyrir að nokkuð hafi rætzt úr hjá því virðist sem Flugleiðir séu mun sterkara fyrir- tæki. , Þess má geta að sémdu Flugleiðir nú um smiði DC-10 vélar fengist hún ekki afhent fyrr en 1981 til 1982. Slikar vélar kosta i dag um 40 milljónir dollara. -GS. Nýi billinn renndi viö á bensínstöð fyrir ferðalagið til Suðurnesja. — DB-myndR.Th. Keflavík: Brunabóta- félagið og sparisjóður- inn björguðu málunum „Billinn er nú á leiðinni suður eftir fyrir góða aðstoð Brunabótafélags Íslands og Sparisjóðs Suðurnesja,” sagði Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri I Keflavík í viðtali við DB i gær. Eins og blaðið skýrði frá fyrir nokkru höfðu Brunavamir Suðurnesja ekki efni á að leysa þetta brýna öryggistæki Suðurnesjamanna úr tolli enda lætur nærri að rikið taki um þriðjung bílverðs- ins i toll. Reyndu Suðurnesjamenn árangurs- laust að semja við þáverandi fjármála- ráðherra um frest á þeim gjöldum og sama gildir um núverandi fjármálaráð- herra. -G.S. Meistaravík á Grænlandi: Þareru flugvélar, snjó- plógarog hundasleðar einu samgöngu- tækin — sjá bls. 7 Litríkir stórmeistarar íTilsburg — sjá skák bls.8og9 Strandaða skipið við Ólafsfjörð: Mikluverð- mæti stolið úr Hólmi Björgunarmenn færeyska flutninga- skipsins Hólms, sem enn er á strandstað við Ólafsfjörð. télja að búið sé að stela útbúnaði úr skipinu fyrir allt að milljón. Þá hefur skipið verið illa leikið af skemmdarvörgum. rúður og kýraugu eru m.a. brotin. Meðal þess sem einhverjir hirðusamir náungar hafa tekið með sér er stýri skipsins, blakkir. málningarbirgðir skipj- ins og úr mastrinu hefur halogen-ljósi verið stolið. Að sögn björgunarmanna mun þjófn- aðurinn verða kærður til bæjarfógeta á staðnum. Björgunaraðgerðir ganga hægt. eink- um vegna skortsáaðstoðviðaðdælasjó úr skipinu meðan það er þétt.Standa vonir til að úr þvi rætist og hægt verði að gera tilraunir til að draga skipið út. -JBP- Stjórnin færir hinum lægstlaunuðu 10 milljónir „Þetta er ekki mikil upphæð fyrir rík- ið, einar 10—11 milljónir,” sagði Tómas Ámason fjármálaráðherra I gær. Hann hafði þá ákveðið að opinberir starfs- menn, sem höfðu fengið greitt fyrirfram 1. september dálítið hærra kaup en verið hefði I mánuðinum samkvæmt nýju lög- unum, skyldu ekki krafnir um endur- greiðslur. Þama er um að ræða lægstlaunaða fólkið sem starfar hjá ríkinu. Tómas sagði að þetta hefði ríkisstjóminni þótt rétt að gera með tilliti til aðstæðna og ætti það að sýna viðhorf hennar til hinna lægstlaunuðu. Þarna er hins veg- ar um mjög litlar fjárhæðir að ræða fyrir hvern einstakan. -HH ÞAÐ HAUSTAR AÐ... Það er ómótmælanleg staðreynd að og hamaðist þar til laufin tóku að falla sumri sem senn er okkur horfið. nú haustar að. í fyrradag var sumar- eitt af öðru. Þá er að þreyja veturinn — Sumarmynd DB — Magnús Hjör- veður í Reykjavik — en i gær brá til og bíða nýs vors. Þessi sumarlega leifsson. hins verra. Rigning og rok skók trén stúlka segir okkur sögu af fallegu Sigurður Guðjónsson rithöfundur skrifar umsjónvarp — Sjá bls. 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.