Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. Byggingakrani Til sölu Linden-Alimak byggingakrani, gerð 30-38, sjálfreisandi og -feUandi á hjólum. Upplýsingar í síma 54022 frá kl. 1—5 og í símum 52826 og 53410 á kvöldin. Hjúkrunarskóli íslands Staöa fóstru við dagheimili skólans er laus til umsóknar. Hér verður um lifandi og fjölbreytilegt starf að ræða. Viðkomandi myndi byrja á ýmsum skipulagsstörfum þar sem heimilið verður opnað fljótlega. Laun sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri. íslands Stöður hjúkrunarkennara við skólann eru1 lausar til umsóknar: Kennslugreinar: Hjúkrun á handlœkningadeildum. Hjúkrun á lyflœkningadeildum. Geðhjúkrun. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Ath. dagheimilisaðstaða fyrir börn er til staðar. Skólastjóri. Kef lavík — Eyjabyggð Hef kaupanda að stærri gerð af húsum í Eyja- byggð. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni, Hafnargötu 27 Keflavík, sími 92—1420. 2ÍS1íMLOlI | Njibgötu n - fimi 15105 | 28611 Opið í dag kl. 2—5. Holtsgata. 2ja herbergja, 55 ferm., nýstandsett ibúö á annarri hæö í steinhúsi. Holtsgata 3ja herbergja ibúö á annarri hæð, nýstandsett. Kóngsbakki 4ra herbergja, 105 ferm íbúð á efstu hæö, góð greiðsla við samning nauðsynleg. Rauðagerði Eldra einbýlishús. Skipti á einbýlishúsi i gamla borgarhlutanum koma til greina. Nýlenduvöruverzlun til sölu. Eignarhúsnæði. Verð 12 millj. Efnalaug til sölu, mjögfullkomin tæki. Eignarhúsnæði. Verð 21,5 millj. Eignariand (2 hektarar) í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Verð um 2 millj. Einbýli, sórhœð. Höfum kaupanda að einbýli eða sérhæð í Reykjavik eða Seltjarnar nesi, til greina koma skipti á góðri 4ra herbergja fbúð i Hraunbæ. HÚS OG EIGNIR Fasteignasalan, Bankastræti 6. Sími 28611. Lögmaflur Lúflvfk Glzurarson hrl. Reykingar og íþróttir fara ekki saman —landsþekktir íþróttamenn öðrum fordæmi —veggspjaldidreiftumalltiand íþróttir og reykingar fara ekki saman. Um það munu flestir sammála. Á vegum iþróttaháskóla í Vestur-Þýzka- landi var nýiega gerð könnun á afreks- getu íþróttamanna. Hún náði til 750 íþróttamanna og 80 þeirra reyktu. Niðurstöðurnar urðu þær, að þeir sem reyktu höfðu 35% minna þrek en hinir, miðað við að allir þátttakendurnir æfðu jafnmikið. Samstarfsnefnd um reykingavamir hefur nú hafíð dreifingu litprentaðs veggspjalds, þar sem fimm landsþekktir iþróttamenn lýsa því yfir að þeir reyki ekki. íþróttafólkið sem prýðir vegg- spjaldið eru þau Hreinn Halldórsson, íslandsmeistari i kúluvarpi, Lára Sveins- dótttir, Islandsmeistari í fimmtarþraut, Hugi Harðarson, Islandsmeistari i 400 metra baksundi, Guðmundur Þorbjöms- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, og Þórunn Alfreðsdóttir, sem á Islandsmet í öllum vegalengdum í skriðsundi, flug- sundi og fjórsundi. Með þessu vill afreksfólkið sýna öðru ungu fólki gott fordæmi, að reykja ekki. Veggspjaldinu verður dreift frá skrif- stofu Samstarfsnefndar um reykinga- varnir að Lágmúla 9 i Reykjavik og fyrir milligöngu umboðsmanna nefndarinnar úti um allt land. Einnig munu Krabba- meinsfélag Reykjavikur og íþróttasam- band Islands taka þátt i dreifingunni. - JH Litprentuðu veggspjaldi með afreks- mönnum i iþróttum sem ekki reykja verður dreift um allt land. Liðsmannafundur herstttðvaandstæðinga í dag: ÞJÓDARATKVÆÐAGREIÐSLA OG EINANGRUN HERSINS — meðal umræðuefna Miðnefnd Samtaka herstöðvaand- stæðinga hefur boðað til opins liðs- mannafundar i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í dag kl. 13. Tilgangur fundarins er að koma af stað umræðu um hugsanlegar baráttu- leiðir herstöðvaandstæðinga. Jafnframt er fundurinn hugsaður sem liður i undir- búningi fyrir landsráðstefnu SHA sem haldin verður helgina 21 —22. október. Á liðsmannafundinum í dag ræðir Halldór Guðmundsson um þjóðarat- kvæðagreiðslu um brottför hersins, Þor- bjöm Guðmundsson ræðir um verka- lýðshreyfinguna og baráttuna gegn hernum og NATO og Gils Guðmunds- son alþingismaður ræðir um einangrun hersins og friðlýsingu Norður-Atlants- hafsins. Kynntar verða tillögur til breytinga á lögum og stefnuskrá Samtaka herstöðva- andstæðinga. „Allar framsögur verða stuttar og við það miðaðar að vekja upp umræðu, frek- ar en að gera hverju efnisatriði skil,” segir i frétt um þennan fund. -GM VALDAMAÐUR HVERFUR FRA ASI Ásmundur Stefánsson hagfræðingur hættir hjá Alþýðusambandinu og gerist lektor i viðskiptadeild Háskóla íslands frá 1. október. Þetta eru nokkur tiðindi, þar sem Ásmundur hefur verið manna valdamestur i ASt. Margir hafa spáð Ásmundi pólitískum Sýningu Örlygs lýkur um helgina Siðasta tækifæriö til að sjá hina ágætu myndlistarsýningu örlygs Sigurðssonar á Kjarvalsstöðum er nú um helgina. Opið er frá klukkan 14 siðdegis til 22 á kvöldin. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. frama í Alþýðubandalaginu. Hann var þingmannsefni flokksins fyrir siðustu meðal annars nefndur sem hugsanlegt kosningar. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.