Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. Að skemmta skrattanum — Nokkur orð um ritdeilur stuðningsmanna Vals og ÍA Pétur Sveinbjarnarson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hringdi. „f tiiefni af bréfi Skagamanns í DB si. miðvikudag vil ég taka fram að þau þrjú ár sem ég hef verið formaður knattspyrnudeildar Vals hef ég aldrei troðið efni inn á íþróttasiður dag-. blaðanna né haft frumkvæði að skrifum og gætu allir íþróttafréttarit- ararnir staðfest það. Ég tel ekkert óeðlilegt að bæði Valur og f.A. eigi sér ákafa talsmenn. Hins vegar tel ég að skrif nokkurra þeirra á lesendasíðum DB undanfarið þjóni einungis þeim tilgangi að skemmta skrattanum og væri betra að menn fjölluðu í þess stað eitthvað um stöðu islenzkrar knattspyrnu. Þegar meta á getu einstakra liða verður matið að grundvallast á staðreyndum um stig og titla í stað tilfinninga. Það sem er aðalatriði málsins er að bæði liðin eiga á að skipa frábærum leikmönnum og geta hvort um sig vel við unað og skrif sem þessi þjóna því ekki tilgangi. Lokuðum ekki fyrir kl. 6,00 —segir starfsmaður Sveins Egilssonar hf. Einar Steindórsson, starfsmaður á viðgerðarþjónustu Sveins Egilssonar hf., hríngdi vegna lesendabréfs sem birtist í DB sl. miðvikudag þar sem kvartað var undan því að verkstæðinu hafi verið lokað fyrir kl. 6.00. „Þar sem sveitamaðurinn er bréfið ritar segir mig hafa vottað að klukkan væri ekki orðin 6.00 þegar hann kom Raddir lesenda að sækja bíl sinn, vil ég taka það fram að það er ekki rétt. Verkstjórinn var að renna i burtu þegar ég sé mann koma og fara að banka á dyrnar. Ég benti honum þá á það að klukkan væri orðin 6 og þremur minútum betur. Hann sagði þá að sina klukku vantaði I mínútu i 6. Ég sagðist ekki geta hjálpað honum þar sem ég hefði enga lykla. Sveitamaðurinn hringdi siðan heim til annars verkstjórans og fékk þar þær möttökur. að verkstjórinn bauðst til að koma alla leið ofan úr Breiðholti og ná út bilnum fyrir hann. Mér finnst sveitamanninum liafa verið sýnd sér- stök liðlegheit. Verkstjóranum bar ekki nokkur skylda til að koma eftir lokunartíma og leysa út bílinn þar sem ekki var lokað fyrr en klukkan var orðin 6. Sveitamaðurinn gerði sig ekki ánægðan með þessar lyktir mála heldur gerði kröfu til þess að biðtími hans væri reiknaður á eftirvinnutaxta og sú upphæð væri dregin frá viðgerðarkostnaði. Þetta þykir mér of boðsleg frekja, mér þykir verkstjórinn hafa sýnt þessum manni stórkostleg liðlegheit og að hann hafi ekki yfir neinu að kvarta." Hér ganga Valsmenn inn á LaugardalsvöUinn sem sigurvegarar i íslandsmótinu. Skagamenn nýbakaðir bikarmeistarar, klappa þeim lof i lófa. Þessi tvö knatt- spyrnuUð hafa sýnt umtalsverða yfirburði yfir önnur islenzk knattspyrnuUð i sumar. Áhangendur liðanna geta hins vegar ómögulega komið sér saman um hvort liðið sé sterkara og hafa ritdeilur þar að lútandi staðið um hríð á lesenda- siðum DB. Pétur Sveinbjarnarson segir að sUkar deilur þjóni þeim einum tilgangi „að skemmta skrattanum”. DB-mynd Bjarnleifur. Rottugangur á Högum Húsmóðir af Högunum hringdi út af frétt sem birtist í DB sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Engin meindýra- plága”. Sagði hún að þaö væri ekki fjarri lagi að tala um meindýraplágu á Högunum. „Á hverju sumri er hér allt morandi af rottum. Maður mætir þeim jafnvel á tröppunum á morgnana. Varðandi tilkynningu Heilbrigðisnefndar vil ég segja það að ég hringdi einu sinni til þeirra i sumar og sagði þeim af rottuganginum hér. Þeir sögðu að þeim kæmi málið ekki við.” Kvennafar í draumi boðar góðan dag —sagðisáníræði Úr sjúkradagbók. — Við erum sex á stofu. Sinn úr hverri áttinni, sá yngsti rúmlega þrítug- ur, sá elsti 92 ára í hjólastól vegna fótarmeins, en andlega hress. 1 rúminu við hlið mér var Dalamaður, en nú er kominn þar maður á fer- tugsaldri. Hann setti strax svip sinn á umhverf- ið. Hann fór undireins að segja sögur, þætti úr viðburðaríkri ævi. Hann kom hingað úr fang- elsi. Uppá vegg við rúmið sitt setti hann dagatal. Neðst á dagmiðann hafði hann ritað 102 og á þann næsta 101. Með þessum hætti minnti hann sig á, hve margir dagar væru eftir af fanga- vistinni, spitalaferðin var nokkurskonar lysti- reisa. Þaö er upphaf þessarar sögu, að árið 1942 var sendur pakki úr höfuðstaðnum til roskinna barnlausra hjóna á góðbýli einu á Norðurlandi. Þar var kominn nýfæddur lifvænlegur strákur, gefinn. — Þama ólst hann upp við bestu að- stæður, uns heimdraganum var hleypt þegar pilturinn var tvítugur. Fæðingarborgin og ævin- týri heimsins kölluðu á hann með ómótstæði- legu afli. Kjörfaðirinn er látinn, konan fór á elli- heimili, ættaróðaliö og bústofninn selt. Enn á sú gamla sparisjóðsbók, en mestum hluta eignanna hefur sonurinn eytt, enda tvigiftur margra barna faðir, þegar hér er komið sögu. Alltaf I til- hugalifi viö nýjar konur, segir hann sjálfur. öðruhvoru koma skuldakröfur til gömlu kon- unnar, sem hún reynir stundum úr að Ieysa. Hvernig er lifið á Litla-Hrauni? spyrja misk- unnarlausir félagar, þegar þeir hafa kynnst manninum og vita að honum er málið ekki mjög viðkvæmt. Maður hefur hvergi jafnhátt kaup, segir hann. Og það kemur vagn um helgar, full- Vísurograbb um útvarp Jón GunnarJónsson ur af kvenfólki. Annars er náttúrlega dauflegt og maður telur dagana. Þetta verða þeir að sætta sig við sem aldrei læra á kerftð. Hvernig komist þið í samband við kvenfólk? Maður á náttúrlega kunningjakonur. Og svo auglýsir maður. Fullt að gera út á það, bara að passa að ekkert rekist á, allt verður að skipu- leggja í gegnum síma. Kannt betur á það kerfi. Maður lofar giftingu. En ertu ekki giftur? Jú, en hún er I afvötnun. Seinni konan? Sú fyrri er gift aftur. En börnin? Hingað og þangað. Á hælum og í sveit. Þau eru á góðum stöðum. Hvað eru þau mörg? Mín þrjú. Hennar þrjú. Eitt á leiðinni. Pantað. Pantað? Já, gefiö. Áttu ekki fleiri? Nei. Þær eru ekki svo vitlausar, mínar vin- konur, að vera að kenna giftum manni böm. Tvigiftur. Aldrei trúlofaður? Jú, fjórum sinnum hringtrúlofaður, tel ekki annaö. En ég er alltaf frjáls og konurnar líka, þá er ekkert framhjáhald, bara náttúrunni þjónað. Það á ekki að vera að láta einstaklinga borga með börnum. Rikið á að ala upp þjóðina, sem svo vinnur og borgar skattana. Þetta er eins og að leggja fé i sparisjóð. ★ Vik nú að öðru. Eftir miðdegisverðinn fékk ég mér blund. Mig dreymdi minn gamla vin og kennara Helga Valtýsson rithöfund. Hann dé fyrir allmörgum árum í skjóli sonar síns á Akra nesi. Hann var þá kominn yfir nírætt, sístarf- andi og glaður. 1 draumnum fannst mér við vera báðir saman á sjúkrahúsi. Hann spurði hvort ég skrifaði nokkuð. Ég svaraði: Alltaf eitthvað á hverjum degi. Hann sagði: Nú strika ég alltaf yfir eitthvað, sem ég hef áður skrifað. Við þetta vaknaði ég. ★ Gólfin eru alltaf þvegin á morgnana. Ein al aðstoðarkonunum hefur áhuga á þvi, hvaða bækur ég hafi á borðinu hjá mér. Hún nam staðar hjá mér og sagði mér þessa sögu: Vinkona min ein fer alltaf þegar Rithöfunda- sambandið selur bókapakkana á Bernhöftstorf- unni. En þar veit enginn fyrr en eftirá hvaða bók hann hreppir. Allir pakkarnir á sama verði. Hún fór síðast fyrir jólin. Rithöfundar eru við afgreiðslu. Hún sagði: Bara að ég fái nú ekki ein- hverja þvælu eftir Guðberg Bergsson eða Grétu Sigfúsdóttur. — En svo vildi til að meðal af- greiðslumannanna var einmitt Guðbergur, það frétti konan seinna. Þá varð henni að orði: Hver skollinn, liklega hefur honum þótt verst að vera nefndur I sömu andrá og Gréta. — Hún er svona ill út í Guðberg vegna eins kafla í bókum hans um Hallgrím Pétursson. Annars er þetta mikil bókakona. Og hvað hreppti hún svo? Fólk án fata, eftir Hilmar Jónsson í Keflavík. Og lét sér það vel líka. ★ Framhjá gamla manninum á tíræðisaldrei fer flest, sem við ræðum, hinir yngri. Hann heyrir illa. En hann situr i stól sinum allan daginn og les dagblöðin, hverja einustu linu, jafnvel aug- lýsingarnar. Hlustar á útvarpiö og horfir á sjón- varpið frá upphafi til enda. Með þessu heldur hann sér vakandi. Ef ég sofna á daginn verð ég andvaka á nóttunni, segir hann. Viljastyrkurinn er mikill. Einn morguninn þegar hann vaknaði heyrði ég hann tauta: Mig dreymdi kvennafar i nótt. Það verður góður dagur í dag. ★ Það verða að vera vísur I þessum þætti. Lik- lega verð ég að yrkja þær sjálfur að þessu sinni. Svona fer, þegar maður skrifar hugsunarlaust: Kvöldsólin þetta blessað blað birtu Ijómar nú, skær og hlý, er þá vist best að yrkja á það eina visu um drífhvit ský. Kannski er ekki alveg rétt að segja að visan sé ort út i bláinn. Flestum leiðist á sjúkrahúsi. En seinni hluti þessa dags er svo bjartur og fallegur, að öll ólund verður að vikja fyrir þakklætistil- finningu. Hingað er ég kominn til þess að sækja nýjan þrótt, betri heilsu. En hér kemur önnur vísa. Mér þykir stundum sem menntamennirnir okkar snobbi meir en góðu hófi gegnir fyrir alþýðunni, frekar í orði en á borði. Upp til þeirra æ ég iit, sem yrkja jörð og grafa, og alla sina ævi skit undan nöglum skafa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.