Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 24
FYRIRHEITNA LAND KVARTMÍLUMANNA AÐ RA UNVERULEIKA fyrsta keppnin í nssta mánuði ogtveir „dragsters” væntanlegir Fyrirheitna landið, eða Shang ri la, eins og kvartmilumenn kalla það, er nú að verða að veruleika þar sem mal- bikunarframkvæmdir hófust við brautina í gærmorgun. Kvartmilu- braut er 402 metra löng keppnisbraut þar sem menn keppa á bílum sinum i hraðaaukningu. Nær 800 metra kafli er svo malbikaður að auki til að kepp- endur hafi svigrúm til að nema staðar. Brautin er skammt austan við Ál- verksmiðjuna i Straumsvík og er áætl- aður kostnaður, miðað við fullgerða braut, um 30 milljónir. Þótt klúbbur- inn sé aðeins liðlega þriggja ára hafa meðlimir verið íðnir við fjáröflun og m.a. staðið fyrir 5 sandspyrnukeppn- um og þrem bílasýningum. Með tilkomu hinnar nýju brautar vænta klúbbmeðlimir þess að þeir nái Einhvern tfmann verða sprækari tilþrif & kvartmilubrautinni en i gærmorgun þegar malbikunarvéiin dólaði af stað og lagði langþrið „teppi” kvartmilukapp- anna. — DB-myndR.Th. nýjum áfanga að markmiði sínu, að ná lögreglan sammála um að með til- hraðakstri af götum borgarinnar. Er komu Kvartmíluklúbbsins hafi hrað- akstur „tryllitækjanna” stórminnkaðá götunum. 15. október hefur verið nefndur sem væntanlegur keppnisdagur á hinni nýju braut, enda þarf malbikið tíma til að jafna sig áður en keppni hefst og svo veltur slik keppni á veðri þar sem malbikið verður hált í rigningu. Þá er fyrirhugað að ráðast í að girða braut- ina af og gera þar bílastæði á næstu dögum. M.a. er fyrirhugað að halda svo- nefnda spólkeppni á brautinni sem er i því fólgin að spóla sem lengst. Jafn- framt standa vonir til að hingað verði sendir tveir svonefndir dragsters frá Bandaríkjunum, léttir grindarbilar með um þúsund hestafla vélum, svo eitthvað sé nefnt af áætlunum Kvart- mílumanna. . G.S. frjálst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1978. — segiraðaKuHtrúinn ■' Boðiðíveizlu íHveragerði: „Ekki blaða- mál hvernig lögreglu- stjóri stjórnar liði sínu” Heyrzt hefur á skotspónum að lög- reglustjóri hafi hug á því að koma í veg fyrir að lögreglumenn vinni aukastörf með lögreglustörfunum. Voru þar nefnd sérstaklega störf við leigubílaakstur og dyravörzlu. Til þess að kanna hvort nokkuð væri hæft í þessu hafði Dagblaðið samband við tvær leigubílastöðvar í borginni. Hreyfil og Bæjarleiðir, og könnuðust framkvæmdastjórar stöðvanna ekki 'við slíka bón lögreglustjóra. Þar sem Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri er i fríi hafði DB samband við William Th. Möller, aðalfulltrúa lög- reglustjóra. William fannst spurning blaðamanns fáránleg. Hér væri aðeins verið að lepja upp óánægju lögreglu- manna. William sagði þó að hann hefði aldrei heyrt lögreglustjóra minnast á slikar hindranir á aukastörf lögreglu- manna. „En það er ekkert blaðamál hvernig lögreglustjóri stjórnar liði sínu," sagði William og kvaðst ekki vita á hvaða spurningum hann ætti næst von frá blaðamönnum. JH Hollustan situr þar ífyrirrúmi Náttúrulækningamenn bjóða þeim sem vilja kynnast hollri fæðu til veizlu í Hveragerði kl. 13 á morgun í tilefni af náttúrulækningadeginum. Meðal þess sem fólki gefst kostur á að reyna eru bauna-hnetubúðingur með ávöxtum og sveppasósu, blómkálshlaup með remúlaðisósu, soðið rauðkál, hvit- káls-eplasalat, paprikusalat, eplahringur með þeyttum rjóma að ógleymdum ábætisrétti, eplaköku með þeyttum rjóma. Bilferð verður frá Laugavegi 20 fyrir þá sem ekki hafa til umráða farartæki. | ELA|! Tollskoðað úr landi Á Keflavíkurflugvelli er nú far- angur farþega og áhafna til' Grænlands tollskoðaður áður en Starf tollþjóna er ekki ailtaf eins náðugt og þetta augnablikið, nú toilskoða þeir lika út úr landinu. — DB-mynd R.Th. haldið er úr landi og hefur það að vonum vakið nokkra undrun. Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, er þetta fyrst og fremst gert fyrir dönsku stjórnina þar sem tollgæzla er víða litil eða engin á þeim stöðum, sem flogið er til. Fregnir séu af því að fólk hafi tekið óeðlilega mikið magn með sér og m.a. borið þvi við að það væru gjafir til vina sinna á Grænlandi. Svipað magn áfengis og tóbaks má taka með sér til Grænlands og tslaríds. -G.S. BHhjölaslys: 16ára piltur slasaðist Ekki linnir umferðarslysum í Reykjavik. Um klukkan hálfeitt í gær- dag varð 16 ára piltur á bifhjóli fyrir bif- reið á gatnamótum Flókagötu og Lönguhliðar. Pilturinn mun hafa fengið skurð á höfuð en þó ekki vera mjög al- varlega slasaður. -GM Umferðarráð um gangbrautirnar: Hættu- merkin eru lifandi I kjölfar hörmulegra umferðarslysa undanfarna daga, þar sem m.a. tvær ungar telpur hafa farizt, hefur Umferð- arráð sent frá sér áskorun til almenn- ings. Þar segir m.a. að ökumenn verði að skilja að þeir mega ekki undir neinum kringumstæðum aka yfir gangbrautir nema að vera þess fullvissir að þar sé ekki gangandi vegfarandi á leið yfir götu. Líkir Umferðarráð gangbrautum við lifæðar þvert á akandi umferð, þar sem hættumerkin eru lifandi, ef til vill einhver úr fjölskyldu ökumanns. Umferðarráð hvetur ekki síður hina gangandi en þá akandi til að sýna fulla aðgæzlu og ganga ekki yfir götur nema að þar sé engin umferð hættulega ná- lægt, eða yfir gangbrautir fyrr en Ijóst er að viðkomandi bílar hafa numið staðar. Vekur Umferðarráð athygli á því að í Ijósi síðustu atburða er full ástæða til að taka þessi mál til umfjöliunar á heimil- um, í skólum og á vinnustöðum þar sem um sameiginlegt hagsmunamál allra sé að ræða. •G.S. .XðÞao ,x /yKaup'ro tölvur - I* OGTÖI BANKASTRÆTI8 ^MI27Sý.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.