Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. DB á neytendamarkaði V þjóðarinnar leigjendur: Gætið að rétti ykkar Leigjendur eru einn fimmti hluti þjóðarinnar samkvæmt upplýsing- um Jóns Ásgeirs Sigurðssonar for- manns Leigjendasamtakanna. Þessi hópur er engan veginn ein- litur en þó eru nokkur vandamál sem flestir eða allir leigjendur þurfa að takast á við. 1 þeim til- gangi að gera menn einhverju nær hafa samtökin sent dagblöðum upplýsingar um réttindi leigjenda eins og þau eru túlkuð af lögfróð- um mönnum. Minnisblað fyrir leigjendur Húsaleiga er meðal mikilvægari leigusamninga. Leigusala (þ.e.a.s. eiganda eða um- boösmanni hans) er skylt að láta leigu- taka leiguibúð I té I leigufæru ástandi á tilskildum tíma. Honum er og skylt að halda ibúðinni í leigufæru ástandi all- an leigutlmann, nema hún eyðileggist af óviðráðanlegum ástæðum, s.s. jarð- skjálfta, snjóflóði eða bruna. Veruleg- ar vanefndir heimila leigutaka riftun og getur leigutaki þá flutt úr íbúðinni og þarf ekki að greiða leigu, nema fyrir þann tíma, sem hann hefur búið í íbúðinni. Leigutaki getur og, ef hann kýs það heldur, gert eða látið gera við gaila á ibúðinni á kostnað leigusala. Getur hann siðan dregið kostnaðinn frá húsaleigunni. Um ástand íbúðarer Tilkynning frá Heilbrigöiseftirliti ríkisins Að gefnu tilefni skal á það bent að verði mein- dýra vart (rottur, mýs, veggjalýs, kakkalakkar og önnur meindýr) í húsum eða á lóðum, skal tilkynna það heilbrigðisnefnd og gera ráðstaf- anir til útrýmingar dýrunum í samræmi við fyrirmæli nefndarinnar. Er í þessu sambandi bent á 6. kafla heilbrigðisreglugerðar nr. 45/1972. Ennfremur skal sérstaklega bent á að framfylgja ber ákvæðum eftirtalinna laga: 1. Samkv. 2. gr. laga um eyðingu á rottum nr. 27/1945 skal eyðing á rottum fara fram tvisvar á ári, haust og vor í öllum sveitarfélögum landsins, þar sem þeirra verður vart. 2. Samkv. 5. gr. laga um hundahald og varnir gegn sullaveiki nr. 7/1953 og 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957, skulu allir þeir sem eiga hunda eldri en misseris gamla eða hafa þá undir höndum, láta hreinsa þá af bandormum einu sinni á ári að liðinni aðalsláturtíð í október eða nóvembermánuðu Eru hlutaðeigandi hvattir til að fara að ofan- greindum reglum og heilbrigðisnefndir minnt- ar á að fylgjast með að þeim sé framfylgt. H eilbrig ðiseftirlit ríkisins Örkírs s/f t* 44904 FASTEIGNASALA Skemmuvegur 320 fm iðnaðarhúsnæði á bezta stað i bænum. Hlíðarvegur Glæsilegt einbýlishús, stór og fallegur garður. Vesturbær, Kópav. 2 herb. íbúð í kjallara. Vesturbær, Kópav. Lítið einbýlishús. Vantar allar stærðir og gerðir eigna á sölu- skrá. Höfum góða kaupendur að tveggja, þriggja og fjögurra herb. íbúðum. Örkin s/f 44904 FASTHIGNASALA Sölumenn Páll Helgason og Eyþór Karlsson. Lögfræðingur Sigurður Helgason. öruggast að fá mat dómkvaddra manna, ef um það verður ágreiningur. Leigjanda ber að fara vel með hús- næðið. Vanefndir i því efni geta varð- að riftun leigusamnings og útburði úr húsnæðinu, en leigusali getur þó jafn- framt krafið leigutaka um leigu fyrir það, sem er eftir leigutímabilsins, nema honum bjóðist annar tækur leigjandi. Sé samningi þannig rift fyrir vanefnd leigjanda, er leigan öll fallin í gjalddaga. Þegar hús eða íbúð er tekin á leigu, er venja, að leigjandinn megi fram- leigja (leigja öðrum) einstök herbergi, nema það sé sérstaklega bannað í húsaleigusamningi. Framleigutaki nýtur þá sins réttar aðeins I skjóli réttar þess, sem hefur ibúðina eða húsið á leigu. Verði því t.d. aðalleigj- andi borinn út vegna vanskila, verður framleigutaki einnig að víkja, ef hús- eigandi krefst. Um leigu einstakra her- bergja gilda annars að öllu verulegu sömu reglur og um íbúðaleigu. Húsaleigugjald getur verið miðað . við allt leigutimabil eða styttri tíma, t.d. mánuð, eins og tíðast er. Hámark þess er bundið verðstöðvunarlögum (bráðabirgðalög frá 9. september s.l.). Stundum er áskilið, að húsaleigugjald sé greitt fyrirfram, en sé ekki sérstak- lega um það samið, mun litið svo á, að upphæðina eigi að greiða eftir á. Leigj- andi á að færa leigusala leigugjaldið, nema öðruvísi sé um samið. Vanskil leigjanda varða riftun leigusamnings og útburði, séu vanskilin veruleg. Skatta og skyldur af hinu leigða hús- næði er leigjanda ekki skylt að greiöa, nema svo sé um samið. Húsaleigusamningur. Um leigu hús- næðis er tryggast að gera skriflegan samning um öll leigukjör. Ekki er þörf á að þinglýsa venjulegum húsa- leigusamningi, en séu þeir að einhverju leyti frábrugðnir þvi. sem venjulegt er, t.d. óuppsegjanlegir af hálfu húseiganda, leigutími langur o.s.frv., er öruggara að láta þinglýsa samningi. Þó að eigendaskipti verði að húseign, heldur húsaleigusamningur gildi sinu. Leigjanda verður ekki vikið úr húsnæði á leigutímanum, meðan hann stendur í skilum og fer sæmilega með húsnæðið, enda þótt húsið sé selt eða leigusali verði gjaldþrota. Húsaleigutimi. Leigutimi íbúða fer eftir húsaleigusamningi eða venju. Uppsagnarfrestur leigusamninga að íbúð er víðast hvar skv. venju 3 mán- uðir miðað við I. október og 14. maí. Uppsagnarfrestur leigusamninga um einstök herbergi er þó almennt talinn styttri. hálfur mánuður eða einn mán- uður. Allar eru þessar upplýsingar úr Lög- bókinni þinni eftir Björn Þ. Guð- mundsson. í upplýsingum Leigjendasamtak- anna er einnig varað við samningsupp- kasti þvi sem Húseigendafélag Reykjavíkur hefur gert. Sagt er að samningurinn sé einhliða og í sumum atriðum I andstöðu við lög, enda fengi hann ekki staðizt fyrir dómstólum. DS 1 gamla miðbænum i Reykjavik er mikið um leiguibúðir og eru þær ekki allar i sem beztu ástandi. En samkvæmt lögum ber húseigendum að sjá til þess að ibúðir séu leiguhæfar áður en þær eru leigðar út. DB-mynd Hörður. LÉTTAR PYLSUR í LAUGARDAGSMAT Mörgum þeim sem sofa út á laugar- dögum finnst ágætt að borða léttan og fljótlegan mat þegar þeir loksins vakna. Þá eru stroganoff-pylsumar einmitt fyrirtak. 1 þær á að nota: 300-400 gr matarpylsur (t.d. Dala- • pylsa) (ca 500 krónur). 100 gr lauk, 1 —2 stk. (ca 20 krónur) 2 msk smjörliki 2—3 matskciðar tómatkraft eða tómatsósu I dl vatn 1 dl rjóma (ca 90 krónur) steinselju eða graslauk. Dragið görnina af pylsunni og skerið hana í 1 sentimetra þykka stafi. Hreinsið og saxið laukinn. Brúnið hann og pylsuna á pönnu. Bætið vatni á og hrærið tómatkraftinn saman við. Sjóðið i 2—3 minútur. Hrærið rjóm- ann út i sósuna og kryddið. (Látið ekki sjóða eftir það). Stráið saxaða gras- lauknum eða steinseljunni yfir um leið og rétturinn er borinn á borð. Gott er að bera með þessu soðnar makkarónur og rifinn ost. Alls kostar þessi réttur um 670 krónur og er ætlaður fyrir 2 og kostar því 335 kr. á mann. DS HENTUGT AÐ FRYSTA EGGIN FYRIR JÓLABAKSTURINN NÚNA Ester Sigurðardóttir hringdi og gaf okkur góð ráð i sambandi við egg og geymslu á þeim. „Það er tilvalið að frysta egg." sagði Ester. „Við könnumst öll við eggja- skortinn sem stundum verður vart fyrir jólin. Hjá honum er hægt að komast með því að frysta eggin núna og geyma þau til jóla. Egg eru fryst á þann hátt að rauðan og hvitan eru skildar að og frystar hvor í sinu lagi. Fryst eggjahvita getur geymzt óskemmd í allt að heilt ár I frysti. en eggjarauðan hefur minna geymsluþol. eða ekki nema þrjá mánuði. Betra er að blanda smávegis vatni saman við eggjarauðuna áður en hún er fryst. Hentug ilát eru plastdósir undan skyri og öðrum mjólkurvörum og frysta um það bil fjórar rauður i sömu plastdósinni.” sagði Ester. Raddir neytenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.