Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. Sjúklingar á Kleppi með nýja byggingaraðferð „Uppmælingaraðallinn skammsýnni en sjúklingar” „Mestum erfiöleikum veldur aö þeir sem ég kalla uppmælingaraðal eru ekk- ert of fúsir til þess að byggja hús á þenn- an hátt. Það endar líklega með þvi að sjúklingarnir verða að gera það lika,” sagði Jóhannes Sigurðsson forstöðu- maður verksmiðjunnar Bergiðjunnar. Bergiðjan er sérstök að þvi leyti að I henni vinna nær eingöngu sjúklingar á Kleppsspitalanum. 5 menn aðrir en sjúklingar vinna þar við verkstjórn og siðan settar plötur úr asbesti blönduðu marmara. Annar veggur er siðan reistur úr einangrunarplasti og liggja járn á milli veggjanna tveggja. Síðan er steypu hellt í það holrúm sem þar myndast. Á einangrunarplastið er siðan hægt aö setja kjæðningu beint. Með þessu þarf ekki að rifa neitt timbur að verkinu loknu, aðeins að taka grindina niður. Veggirnir eru taldir sizt veikari með þessari aðferð en venjulegri steypu- vinnu. Sumir telja jafnvel að með þessu verði húsin ódýrari. Engey hf. er að byggja sér eitt svona hús á horni Barónsstigs og Hverfisgötu. Helgi Sigurðsson forstjóri og eigandi fyrirtækisins sagðist ekki í neinum vafa um að húsið yrði ódýrara en með venju- legri aðferð. Auk þess yrði húsið mun fyrr snyrtilegt i útliti og þyrfti það ekkert viðhald hið ytra eftir að það væri komiö upp. Með þessari nýju aðferð er einnig Hús Engcyjar hf. við Barónsstíg cr steypt með hinni nýju aðferð. Sjúklingar á Kleppsspitalanum vinna nær ðll störf við Bergiðjuna og er starfið þáttur i lækningu þeirra. DB-myndir Ari. IH 'émá annað þess háttar. 130 sjúklingar hafa unnið í verksmiðjunni síðastliðin 2 ár. að visu nokkrir þeirra oftar en einu sinni. Núna vinna þar 23 menn. sumir allan daginn en aðrir minna, allt eftir getu. Ódýrari hús? Mestur hluti framleiðslu Bergiðjunn- ar er hús. Einnig framleiðir hún gang- stéttarhellur og kantsteina. Til stendur einnig að fara út í framleiöslu á vinnu- Ijósum. Húsin frá Bergiðjunni eru reist á tölu- vert annan hátt en almennt tíðkast. Eftir að grunnur hefur verið steyptur er reist grind eins og venjulega. Á grindina eru Unnið að gerð veggplatna. Húsasmiðir Brúnás M. viU ráða húsasmiði við móta- uppslátt og fleira á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 97-1480, kvöldsími 97-1279. Bmnós. ■“Fjöfcreytt og skemmtilegf tungumálanám Enska - Þýzka - Franska - Spánska - Norðurlandamálin Íslenzka fyrir útlendinga Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl I kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli sem nemandinn er að læra svo að hann æfist í talmáli allt frá byrjun. Síödegistímar — kvöldtímar. MÍMIR, Brautarhohi 4 - Sfmi 10004 fltl. 1 -7 e.h.) hægt að fullljúka einstökum áföngum hússins áður en byrjað er á öðrum. Hafa ekki undan eftirspurninni í Bergiðjunni eru ekki bara framleidd- ar einingar i hús. Þar eru einnig steyptar gangstéttahellur og kantsteinar og hefur ekki hafzt undan að framleiða upp í eftir- spurnina. Framleiddar eriTum 300 hell- ur á dag og er helmingur þess sem inn kemur fyrir þær hreinn gróði sem fer til áframhaldandi uppbyggingar Bergiðj- unnar. Ekki þykir ráðlegt að lækka verð- ið á hellunum þar sem þá færu þær niöur fyrir almennt markaðsverð og bú- ast mætti við gagnrýni á að rikið gerði mönnum kleift að undirbjóða hinn frjálsa markað. Bergiðjan tók til starfa fyrir 8 árum en starfsemin hefur sifellt farið vaxandi. Byrjað var á litlum húseiningum sem voru að öðru leyti en stærð svipaðar þeim sem núna eru búnar til. Stóru ein- ingarnar voru teknar upp fyrir tveimur árum.,Núna litur helzt út fyrir að fleiri sjúklinga vanti til þess að hafa undan við að framleiða. Jóhannes forstöðumaður sagði að ef til þess kæmi myndi örugg- lega verða tekið upp samstarf við aðra öryrkja. Slíkt samstarf sé þegar hafið á Jóhannes Sigurðsson forstjóri Bergiðj- unnar. vissum sviðum og væri ekkert að þvi að víkka það út. En eitt stórt Ijón er þó í veginum. Húsnæði Bergiðjunnar er þannig að þar geta menn í hjólastólum ekkifariðum. Kaupið hvatning til endurhæf ingar Þó að Bergiðjan sé að ýmsu leyti hlið- stæð öðrum vinnustöðum er hún sérstök að því leyti að tilgangur hennar er fyrst og fremst að endurhæfa sjúklingana. Bergiðjan er siðasta skrefið sem þeir taka út í lífið aftur. Áður eru þeir búnir að ganga i gegnum endurhæfingu af öðru tagi og öllu venjulegri, til dæmis í saumaskap og annarri handavinnu. Á Kleppsspítalanum eru t.d. földuð lök fyrir alla ríkisspítala auk þess sem búnir eru til ýmsir smámunir sem seldir eru. Fyrir vinnu sina í Bergiðjunni er sjúklingum greitt kaup og getur það komizt hæst í 60% af Iðju-taxta. En það fer bæði eftir hæfni sjúklingsins til að vinna og allri framkomu hans hversu mikið af þessum launum hann fær. Vikulega er reiknað út hversu vel menn standa sig og eftir þvi fá þeir greidd laun. Launin eru þannig notuð til þess að hvetja menn til dáða og hefur það reynzt mjög vel. Menn vilja ólmir komast á hærra kaup þareinsogannarsstaðar. Sjúkraþjálfarar, læknar og hjúkrunar- fólk halda siðan vikulega fundi með for- stöðumanni Bergiðjunnar um þá sjúkl- inga sem i henni vinna. Þá er tekin ákvörðun um að láta nýja sjúklinga byrja að vinna og einnig að fá þá sem lengst eru búnir að vera til þess að fara að vinna á frjálsum markaði. Það er erfið- ast. Sjúklingarnir vilja ekki fara úr því vemdaða umhverfi sem Bergiðjan er og út i þjóðfélagið þar sem þeirra biður alltaf nokkurt aökast. Reynt er að út- vega sjúklingunum vinnu á fámennum vinnustöðum þar sem minni hætta er á þess konar aðkasti. Passa ekki inn í uppmælinguna „Iðnaðarmenn eru ekkert of fúsir til að vinna með einingarnar frá okkur vegna þess að sú vinna passar ekki inn í uppmælingarkerfið. Að byggja hús með þessari aðferð sparar líka vinnu við múr- verk og málningu og auðvitað fellur múrurum og málurum það ekkert vel. En þeir verða eins og aðrir að horfast i augu við það að við byggjum með úrelt- um aðferðum og allar framfarir koma líka þeim til góða. Því finnst manni það dálitið furðulegt ef þeir menn sem þjóð- félagið kallar heilbrigða skuli vera skammsýnni en þeir sem kallaðir eru vanheilir,” sagði Jóhannes. - DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.