Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. Paul Stanley, helzta stjarna hljóm- sveitarinnar Kiss. Kynnið hljóm- sveitina Kiss — íPopphomi Kiss-aðdándi hringdi og kvaðst tala fyrir munn margra „Kiss”-aðdáenda. Þeir vildu nú skora á Halldór Gunnarsson, sem er að þeirra mati bezti stjórnandi Popphornsins i út- varpinu að gera nú bragarbót og kynna hljómsveitina fljótt í þætti .sínum. „Það er komin út níunda LP- plata þeirra og heitir hún Double Platinum og stendur hún vel fyrir sinu.” Gafsölu- ska tturinn aurai vasann? | E,n»rS.J6n«onliringdi: f ^nlZTryC GrrS"°rra f«rnum ZmT'T'Tl 4 Undan- I kostnaði á innh ■ ad ós*:aPast yfirj J kæmi sér k ^W fram að Það f I kanPmanninn o^vTðsknlT' fyr,r| | söluskatturinn yfði fr u 'nn aðl h* mys, frua sTT n,ður- En f Jkaupmennfinnaþvíallf if? 4V'ð °* 1 J Söluskatturinn sé ækifl f /°rá,lu að f I óeölilegt að súln af Þw^ekk, f Kaupmenn hafa óbeit á sölu- skattinum Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna, hringdi vegna klausu er birtist á lesendasíðu Dagblaðsins og bar yfirskriftina „Gaf söluskatturinn aura í vasann?” Hann sagði: „Kaupmenn hafa alltaf verið þvi mótfallnir að annast innheimtu söluskatts vegna kostnaðarins sem hún hefur i för með sér. Einar S. Jóns- son heldur því fram i klausu sinni að nú hafi þeim skyndilega snúizt hugur í því efni, sem að sjálfsögðu er alrangt. Meinið er það að söluskattur er ekki afnuminn af öllum vörum í blönduðum verzlunum (kjörbúðum) og eru því nýju lögin þess valdandi að vinna við innheimtuna stóreykst. Einar segir i lok greinar sinnar að ekki sé óeðlilegt að sú spurning vakni hvort söluskatturinn hafi ekki gefið kaupmönnum fleiri aura í vasann. Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en aðdróttun um fjárdrátt, sem ég visa beina leið heim til föðurhúsanna. — • Kaupmenn hafa eins og ég sagði áð- an ávallt haft óbeit á söluskattinum vegna kostnaðarins sem hann hefur í för með sér. En önnur ástæða er einnig fyrir.hendi og hún er hugsunar- háttur manna eins og Einars S. Jóns- sonar. Það er flestum Ijóst. að smá- sölukaupmenn hafa verið þjóðnýttir þrælar rikisvaldsins. Þeir bera ekkert úr býtum fyrir innheimtu skattsins og ef Einar S. Jónsson er tilbúinn að taka þetta óvinsæla hlutverk að sér, þá skal ég verða fyrsti maður til að fagna þvi.” Söguleg viðbrögð við skýrslu verðlagsst jóra Viðbrögð heildsala og talsmanna þeirra í Verzlunarráði íslands við skýrslu verðlagsstjóra i sambandi við vöruinnkaup á Norðurlöndum hafa verið hin sögulegustu. 1. 1 fyrstu lotu 1976 (athugun á innkaupum frá Englandi) voru viðbrögðin þau að þeir neituðu með ■ öllu að upplýsingar verðlagsstjóra / gætu verið réttar. 21. Fyrst eftir skýrslu verðlagsstjóra um Norðurlandaathugunina 1978 kváðust umræddir aðilar fagna rannsókn hans. 3. Næsta stig sömu aðila var að gefa eftirfarandi yfirlýsingu: „Innflytjend- ur gripu til þess ráðs að hækka inn- kaupsverð erlendis.” 4. Hið síðasta sem frétzt hefur úr her- búðum talsmanna heildsala er að þeir séu búnir að lýsa yfir vítum á verðlags- stjóra. Á hverju mega menn eiga von næst? Sveinn Sveinsson, verziunarmaður. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri. Byltingarafmælinu fagnað á Rauða torginu. Þrælahald kommúnismans — íRússlandi K.G. skrifar: Þú. kommi, sem skrifar í DB laugar- daginn 2. sept. Ég vil andmæla þinum skrifum. Þú vilt reyna að níða landnáms- manninn Ingólf Arnarson. sem við höfum um aldir talið okkar fyrsta landnámsmann. Hann mun hafa flúið til Islands vegna ofrikis annarra manna. Það getur vel verið að Ingólf- ur hafi verið þrælahaldari eins og þá var tíðarandinn. En ég vil segja þér það. ef þú þykist ekki vita það. að þín stefna er mesta þrælkunarstefna sem nú er uppi. Hún er bara annars eðlis en sú sem var uppi á landnámstið um allan heim og hefur veriö til tiltölulega skamms tíma. Rússland er bezta dæmið um þræla- hald kommúnísmans. Þrælabúðir þeirra eru i Síberíu. Ef þér. kommi. dytti i hug að and- mæla þar i landi þá væri Síberíuvist i þrælkunarbúðum þér vis, ellegar þú yrðir sendur út á samyrkjubúin og lát- inn vinna undir eftirliti. svo eru geð- veikrahælin lika tiltæk og tilvalið að gera nokkrar tilraunir með þig. Er þetta það sem þú vilt leiða yfir okkur Islendinga? Austur-Þýzkaland er nær- tækt dæmi um virðingarleysi fyrir lífi einstaklingsins. Fjöldi fólks er skotinn niður með hríðskotabyssum fyrir það eitt að flýja kúgunina. Það er sárt til þess að vita hve margt fólk gengur ykkar stefnu á hönd. Mér finnst oft. þegar ég tala við þetta fólk eða hlusta á mál þess, að það geri sér ekki grein fyrir hvað það er að leiða yfir sig. Áróðurinn er nógu undirförull- og heillandi fyrir þá sem litils mega sin en hvað gerist svo þegar þessi stefna er búin að ná yfirráðum og stjórn þjóð- félagsins. Þá er of seint að snúa við eða andmæla. Þessi þjóðfélög eru i sí- felldum ótta við valdhafana. þar sem njósnað er um flestar þeirra athafnir og þeir látnir hverfa þangað sem þeir eru kúgaðir til hlýðni og þrælkaðir ef annað dugir ekki ef þeir eru taldir skaðlegir stefnunni. Ég er ekki að mæla bót kúgun og þrælahaldi liðinna alda. Það var allt hryllilegt og vissulega eiga þeir menn mikið hrós skilið sem mest unnu að af- námi þrælahalds. Þeim ætti aö reisa minnisvarða á þann hátt að hafa ein- staklingsfrelsið i heiðri um allan heim. en það er nú öðru nær að það sé gert. Kúgun og alls slags ofbeldi virðist ekki linna. Ég er ekki að svara fyrir krata sem þú ert að reyna að lítilsvirða. Þeir geta áreiðanlega svarað fyrir sig ef þeim finnst þetta svaravert. En það vil ég segja að þar ríkir annar og betri hugs- unarháttur en hjá kommum. Ekki meira aðsinni. iwo6<™ ER ÞAÐ SEM Á VANTAÐI »Ég mæli med Kramer“, Jóhann G. Jóhannsson (Póker). „Frábær gítar“, Andrés Helgason (Tívolí). CO®^Ss5S‘“ KYNNING ú Kramer gítörum og hassagítörum veröur haldin í verzluninni Tónkvísl laugardaginn 23. sept. frá kl. 14.00—18.00. Þekktir menn úr bransanum leiðbeinu. Tónkvísl • í*aV;:o^»v *.’%' - Oave „nfive Á « VAV*C •tfS.'ií- X *. 1 wm Nr Tr it GÆÐI FRAMAR ÖLLU LAUFÁSVEG117 SÍMI 25336 Spurning dagsins Keyptir þú kindakjöt ó gamla verðinu? Gerður Magnúsdóttir, kennari: Já, ég keypti mér einn skrokk. Ég er nú hrifn- ari af nýja kjötinu en þvi gamla. Ég keypti það til þess að reyna að spara. Ása Krístín, vinnur I banka: Nei, það gerði ég ekki. Ég nennti hreinlega ekki að standa 1 þvi. Ef fólk er svona illa statt að þurfa að vera að slást um kjötið þá má það gera það fyrir mér. Ég borða bara soyabaunir og grænmeti og hef bara gott af. Ragnheiður Ingvarsdóttir húsmóðir: Já, ég keypti tvo kjötskrokka. Ég get ekki sagt hvort mér finnst gamla kjötið verra en það nýja. Nei. ég á ekki frystikistu sjálf. Ég geymi kjötið í frysti út 1 bæ, þó að mér fipnist það óþægilegra en að eiga það heima. Lovisa Þórðardóttir húsmóðir: Nei. Ég reyndi ekkert til þess aö fá kjöt á gamla verðinu. Það skiptir mig ekki máli hvort ég borða gamalt eða nýtt kjöt. Ég kaupi það þegar mig vantar. Pétur Jónsson, vinnur I bókaheildsölu: Ég kaupi alltaf kjöt i heilum skrokkum. Mér er alveg sama hvort það er á hærra eða lægra verði. Guðrún Gtsladóttir, tannlcknir: Já, ég keypti mir kótelettur. Mér finnst gamla kjötið alveg ágætt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.