Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 11
Sjónvarp DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978. n ■M' ' Sjónvarpsáhorfendur kompás. Þeir bíða yfirleitt ekki tjón á sálu sinni þó dagskráin kunni að vikja ofurlítið frá þeim kúrs er þeir vildu siglt hafa. Auk þess geta þeir tekið sjónvarpsfrí dag og dag, jafnvel marga daga, og haldið þó geðheilsu sinni nokkurn veginn óskertri. En í geð- vonzkuköstum eiga þeir til að leggja sjónvarpið og dagskrána í einelti með þungum orðum og Ijótum. En þegar vel liggur á þeim, eða óvænt gat rifnar á hjúp lifsleiðans svo innantómleikinn flæðir yfir alla bakka, víkja þeir oft að þvi vingjarnlegúm hrósyrðum. Þá er gott að hafa sjónvarpið til að setja undir lekann til bráðabirgöa áður en svefninn og draumarmir rimpa fyrir sálargatið. Daginn eftir kenna þeir sér kannski einskis meins. Sjónvarpið er eins og dálítill spegill sem við notum til að taka okkur saman í andlitinu og verða ásjálegri fyrir augum náungans og þjóðfélags- ins i þessari útvortis lifsbaráttu. Sjónvarps- atferli Ég held að ofurlitið sé hægt að hnýsast í karakter náungans — og sjálfan sig — með þvi að aðgæta hvað hann horfir á í sjónvarpinu og hvernig hann ber sig að meðan hann horfir. Margir vilja óðir og uppvægir taka ráðin af persónunum í sjónvarps- myndunum og stjórna athöfnum þeirra og rás atburða að eigin geð- þótta. Ef myndin endar svo eitthvað „asnalega” er það af því að persónurn- ar áttu ekki að tala og gera eins og þær gerðu. heldur ^ð taka þessa afskipta- semi hátiðlega. Aðrir hafa alls engan áhuga á myndinni en geysast með tal- færin heimsenda millum um alla stof- una meðan á filmunni stendur. Þegar henni loks lýkur ætla þeir alveg oni mann og spyrja: „Fannst þér gaman"? Sumir eru allir á nálum og vafra ráð- leysislega út og inn og gjóa augunum á skjáinn i svo sem eina minútu i hverri ferð. Nokkrir einblina svo þungir á brún og grimmilegir að fólk þorir ekki fyrir sitt litla líf að yrða á þá nema brýna nauðsyn beri til, t.d. ef síminn kallar. Mér er sagt að ég horfi svo- Ég var þrettán ára þegar ég sá sjón- varp í fyrsta sinn. Það stóð í búðar- glugga í Grimsby. Ég glápti eins og ég sæti atburði frá annarri stjörnu. Þá leiddi maður aldrei hugann að svo fjar- lægum draumi að Islendingar ættu eftir að horfa á eigið sjónvarp. En ekki liðu nema fimm ár frá þvi ég góndi á enska sjónvarpið í glugganum þar til öll islenzka þjóðin sameinaðist í ógur- legum spenningi og eftirvæntingu fyrir framan tækin til að horfa á ís- lenzkt sjónvarp I fyrsta skipti. Sumir hafa ekki staðið upp siðan og þeir sem upp stóðu eru ekki samir menn. Allt i einu röskuðust öll hlutföll í þjóðfélag- inu. Það er óþarfi að rekja þá sögu enda getur hver maður skyggnzt i eigin barm og lesið hana þar. Sjónvarps- skapgerðir Það er gaman að skoða afstöðu fólks til sjónvarps. Margir setjast á rassinn við tækið á slaginu klukkan átta og þokast ekki spönn fyrr en boðin er opinberlega góð nótt. Þá vita þeir að komin er nótt og taka á sig náðir. Þetta hafa þeir gert samvizku- samlega i tólf ár. Ég hef alltaf dáðst að þessum mönnum i laumi. Allar eigur mínar og mannorð mitt að auki myndi ég gefa fyrir að öðlast jafn ofurmann- lega þolinmæði, óskeikula einbeitni, eldlega fróðleiksfýsn og óskiljanlega hæfni til að tempra útstreymi vissra líkamsvessa. Þetta eru áhorfendur af hugsjón. Og hugsjónirnar efla okkur dáö og veita okkur þrek til að glima við og sigrast á ótrúlegustu sálar- og likamsþrautum. Hugsið ykkur allan þann visdóm, gagn og gaman, sem þessir óþreytandi sitjendur hafa með- tekið gegnum æðrí endann siðasta ára- tug! Það er lika enginn smáræðis pen- inga- og timasparnaður í dýrtiðinni og hraðanum að borga i einu afnotagjaldi aðeins brot af þeim fúlgum sem í gamla daga týndust í bækur, blöð, timarit, bió, leikhús, tónleika, dansi- böll. árshátíðir, þorrablót, iþróttakapp- leiki, skákmót, spilakvöld, fylliri, kvennafar og lóðarí. Allir hugsjóna- menn eru jafnframt hagsýnismenn. En til eru öðruvísi manngerðir. Sumir kunningja minna hafa t.d. upp- blásizt þvílikum fitonsanda og mann- hatri yfir þessum handhæga menn- ingarkassa, að þeir mega heita viti sinu fjær er þeir leggjast svo lágt að hreyta að honum i froðufellandi bræði iskr- andi heiftarorðum. Sjónvarpið hefur eyðilagt heimilið. Hjón bera ekki lengur kennsl hvort á annað og börnin virða ekki foreldra sína viðlits. öll fjöl- skyldan mænir i hortugri þögn á hel- vítis imbakassann. Afleiðingarnar eru fleiri hjónaskilnaðir, fleiri vandræða- unglingar, fleiri glæpir, meiri drykkju- skapur. meiri lausung, meiri úrkynjun. Sjónvarpið hefur molað menningu þjóðarinnar, spillt tungunni og lamað siðferðið svo landslýður er orðinn hálf ensk-amerískur skríll, ólæs og óskrif- andi. Milli þessara póla sveiflast svo af- gangur þjóðarinnar eins og nál i SigurðurGuðjónsson leiðis. Einstaka eru hins vegar spakir og Ijúfir eins og búdda i nirvana. Og ekki má gleyma þeim sem taka sér for- skot á sælu draumanna i svefnlandinu. Það er oft miklu meira gaman að sjónarspilinu fyrir framan sjónvarpið en skrökinu i sjónvarpinu. Allt þetta er þó I læðing lagt yfir há- sumarið. Á islandi byrjar árið auð- vitað í ársbyrjun og lýkur i árslok. En þar að auki miða niargir plön sín og umsvif við annað ár. Það hefst nokkru eftir mitt ár og endar dálítið fyrr en að sama tíma að ári. Þetta er sjónvarps- árið. Og i því eru aðeins ellefu mánuðir. Það segir sig sjálft. að auk þess óhagræðis sem þvi fylgir að burðast með tvö ár meðan allar menn ingar- og frumstæðar þjóðir komast hæglega af með eitt ár, gengur ýmsunt mjög óhönduglega að brúa bil ellefta parts hvers sjónvarpsárs við fyrsta par næsta sjónvarpsárs. Mörgum er þetta algjör ofraun og öllum ólýsanleg rím- þraut. Ogsvo undarlega vill til. eins og flestir vita. að stærstu viðburðir og helztu tímamót hér heima og i útlönd um gerast einmitt á þessum auða parti sjónvarpsársins. Hvað myndi skc ef opinberar stofnanir eins og Veðúrstof- an og Þjóðhagsstofnun styngju af i miðjum kliðum? Yrði þá ekkert veður og enginn þjóðarhagur? Dýrlegur lúxus væri reyndar að búa við veður- leysi á þessu rokskeri. En hvernig myndi aumingja þjóðarhagnum reiða af? Það er ekki skrýtið þó búskapurinn gangi brösuglega í svona stikkfríaþjóð- félagi. Sigurður Guðjónssun. Aðvörun prófessorsins í laugardagsblaði Morgunblaðsins frá 26. ágúst s.l. er grein á 12. síðu eftir prófessor Jón Gíslason er hann nefnir AÐVÖRUN. Tilefni greinar- innar skilst mér vera ræða. sem Karvel Pálmason fyrrv. alþingismaður hafði flutt og deilt þar á há laun prófessora við Háskóla íslands fyrir 6—8 kennslustundir á viku. Á þessa hluti er ég ekki dómbær. þekki ekki tilhögun við H.l. Hitt finnst mér öllu lakara að Jón Gíslason skuli nota þekkingarleysi eða frumhlaup al- þingismannsins til að ráðast að stóru byggðarlagi, Vestfjörðum. og telja andlega mengun mannfólksins þar hrikalegri en nokkurs staðar annars staðarí landinu. Jón Gislason telur siðmenningu á Vestfjörðum, þessari Karvelin. sem hann nefnir svo, hafa hrakað og segir orðrétt: „Nú þegar sjást þess glögg merki að siðmenningu hrakar geig- vænlega, eigi aðeins í Karvelin heldur og um land allt. Hefur siöspilling þessi siglt í kjölfar hinna nýju atvinnuhátta. Unglingar. jafnvel innan fermingar. vinna nótt og nýtan dag við færiband verksmiðjunnar eða fiskiðjuversins. Þeir hafa hvorki tima né tækifæri til að mannast.” Fyrri hluta þessarar til- vitnunar er ég að mestu sammála. kannski m.a. vegna þess að s.l. tiu ár hef ég öðru hvoru komið sem gestur til Íslands. Seinni hlutanum er ég hins vegarekkisammála. Afmönnun skólanna Það er ekki vegna elliglapa okkar Jóns Gíslasonar að við erum sammála um það. að siðmenningu hefur stór- hrakað á íslandi, eins og raunar víða. Hafa íslendingar þóenn sem komiðer lítið af hinum eiginlega terrorisma að segja í reynd. Ég er hins vegar ekki sammála þvi, að unglingar á íslandi hafi hvorki tima né tækifæri til að mannast, vegna of mikillar vinnu. Ein- hvers staðar stendur — Vinnan göfgar manninn. — Ég held að við getum orðið sammála um það að þjóð vorri stafar meiri hætta af langskólageng- inni, atvinnulausri hengilmænu en unglingunum við færiböndin. Vinnan afmannar ekki unglingana á Islandi, heldur skólarnir. og það ætti Jón Gíslason prófessor að vita, ég vil segja, flestum lslendingum betur. Er Jóni Gíslasyni, þeim mikla skóla- manni, virkilega ókunnugt um það. að Kennaraháskóli islands og raunar langt aftur i tíma gamla Kennaraskól- ans hefur verið ein áhrifamesta útung- unarstöð kommúnismans á Islandi? Hefur það farið fram hjá Jóni Gisla- syni að aldrei hefur verið mynduð sú vinstri stjórn á Islandi að kommúnist- ar hafi ekki heimtað menntamálin í sinn hlut fyrst og síðast. Jafnvel i stjórn Ólafs Thors, skömmu eftir stríðslokin, fékk höfuðpaur kommún- ista, Brynjólfur Bjamason. stól menntamálaráðherra og i dag situr i honum Ragnar Arnalds. Jón Gislason veit að um 95% kenn- ara á Ísla'ndi eru kommúnistar. Jón Gíslason veit einnig að kommúnisma er hægt að kenna í skólum, án þess að nefna hann á nafn sem slíkan. Á ég að trúa þvi að Jón hafi aldrei orðið var við þessa boðbera i skólakerfinu? Veit Jón Gíslason ekkert um tilveru og ágang kommúnista að fjölmiðlun- um, sjónvarpi og útvarpi? Hvers vegna kýs næstum þvi fjórði hver is- lendingur kommúnista við siðustu kosningar á Islandi? Þetta eru áleitnar spurningar fyrir meginþorra þroskaðs fólks á Islandi í dag. Hvort heldur Jón Gislason að orsakanna sé frekar að leita þarna eða í vinnu unglinganna við færibandið? Ég held að það þurfi ekki að vefjast fyrir mörgum. Jón Gislason undrast yfir þvi aðkjósendur skuli taka fáfróða lýðskrumara fram yfir gagnmerkar persónur, eins og t.a.m. frú Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vigur. Ég er sammála í þvi. og um leið get ég upplýst prófessorinn um það hún var eini frambjóðandinn í kosn- ingunum á Islandi, sem þorði að ympra á því að kommúnistar hefðu hreiðrað um sig í skólakerfinu. Hugleysi N ú er það svo. að kommúnistar á Is- landi ætla að rifna af vandlætingu ef þeir eru nefndir réttu nafni. Eitt sinn hétu þeir Kommúnistaflokkur Islands. Það sáu þeir fljótlega að var ekki nógu gott. Var þá fundið upp langa nafnið — Sameiningarflokkur alþýðu. sósíal- istaflokkurinn. — I dag heita þeir Al- þýðubandalag. Minna má gagn gera. En það er sama hversu oft er skipt um lit á yfirbreiðslunni eða hve gæran er loðin sem skriðið’ er undir. úlfshárin bera sin einkenni og lit. Kommúnistar leggja ofurkapp á það að telja almenn- ingi trú um að þeir séu aðeins sak- lausir sósialistar, sem séu að aðstoða hina veikburða í þjóðfélaginu. sem sagt nokkurs konar pólitísk Rauða krossdeild. Sagan hefur sýnt okkur talsvert annað. eða hefur enginn hugs- að út i þjóðarmorðið i Tékkóslóvakíu. sem á tíu ára afmæli um þessar mund- ir? Er það ekki einmitt þetta sem Is- lendingar eru að kalla yfir sig? Hver veit hver viðbrögð kommúnista verða þegar núverandi stjórn veltur?‘Hvers vegna ættu íslenskir kommúnistar að vera einhver saklaus lörnb frekar en annars staðar í heiminum? Kannski prófessorinn haldi það vera vegna þess að þá skorti menntun. Ég tel regin- ástæðu til fy.rir íslendinga að spyrja sjálfasig; Hvers vegna hefur kommún- istum verið hleypt svona langt? Þvi er nokkuð fljótsvaraö. I fyrsta lagi eru Is- lendingar auðtrúa sakleysingjar, sem vilja ekki trúa þvi illa. nema þeir þreifi á því. I öðru lagi er ekki hægt að klipa úlfinn i skottið án þess hann öskri á samfélagið til meðaumkunar. I þriðja lagi hafa Islendingar ekki hin siðari ár haft pólitiskum framámönnum á að skipa sem þora. Hver og einn hinna 60 þingmanna, sem setið hafa á hinu háa Alþingi, skelfur af kjósendahræðslu og þorir ekki að láta að sér kveða á neinu sviði sem liklegt er til átaka eða ágreinings. enda þótt um mál sé að ræða sem horfa til þjóðarheilla. Þvi er svo komið í dag sem komið er. Þjóðin er stjórn- laust rekald sem berst áfram stefnu- laust og hrekst frá einu skeri til annars undir leiðsögn og kverkataki kommún- ista á verkalýðshreyfingunni. Kjallarinn ÞóröurHalldórsson Kommúnistar ná hvergi undir- tökum með neinni þjóð nema þeim takist að brjóta þjóðfélagið niður inn- an frá, siðferðilega, efnalega og and lega eða með vopnaðri árás, þar sem það á við. Þess vegna hafa þeir heimt- að menntamálin i vinstri stjórnunum. Þeir skipuleggja ekki fram i tímann. aðeins til viku eða mánaðar heldur áratuga. Ég held að við getum verið sammála um það, Jón Gíslason, að við sjáum nú árangurinn skila sér. Ég tek undir aðvörun Jóns Gísla- sonar. að framansögðum orsökum meðtöldum og er þar af leiðandi með- mæltur niðurlagsorðum greinar hans — áskorun hans til þings og þjóðar áður en í algjört óefni er komið. Það er þvl miöur í óefni komið og of mörg börn dottin i brunninn. Luxemburg, Þörður Halldörsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.