Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 5
sögðu að það væri ekkert undarlegt. „Hingað koma framleiðendurnir beint með sina vöru og það er ekkert óeðlilegt að hún sé á eitthvað mismunandi verði.” Þeir sögðust vera mjög ánægðir með undirtektirnar og þeim fannst sérstak- lega skemmtilegur bragur yfir þessum „gamaldags viðskiptaháttum.” Heildverzlun Ástþórs Magnússonar var þarna með sinn bás annan föstudag- inn í röð. Þar voru peysur, mussur, kjól- ar og buxur á boðstólum „undir heild- söluverði” eins og afgreiðslumennirnir orðuðu það. „Já. Þetta gekk flott síðast. Annars hefðum við ekki komið aftur.” Rétt í þessu bar að unga stúlku er spurði um verðið á kjól sem þarna hékk. „10 þús., 9.500 ef þú kaupir hann strax.” Þarna var markaðsbragurinn kominn en ekki vildu þeir Ástþórsmenn viðurkenna að mikill möguleiki væri á aö „prútta” þó að vel mætti reyna það. Ýmislegt fleira var þama á boöstólum í hinum ýmsu deildum, s.s. lopapeysur, hljómplötur, vasabrotsbækur, keramik, antikmunir o.m.fl. Þótt kalt væri i veðri og hráslagalegt virtist afgreiðslufólkið ekki láta það neitt á sig fá og allir virtust vera sammála um að þetta lífgaði mikið upp á bæjarlifið og vonuðu að eitthvert framhald yrði á þessum verzlunarháttum. -GAJ- Oóal I RVOLD HVAÐ annaó? DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978.___5 Markaðsbragur á Lækjartorgi Viðskiptavinirnir voru á öllum aldri. Þessi litli snáði var i þann mund að tryggja sér búnt af guirótum. —EINKARITARASKÓLINN' 1 Vcitir nýliöum starfsþjálfun og öryggi. ' Endurhœfir húsmæður til starfa á skrifstofum. • Stuðlar að bctri afköstum, hraðari afgreiðslu. 1 Sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum. • Tryggir vinnuvcitcndum hæfari starfskrafta. • Tryggir nemendum hærri laun, bctri starfsskilyrði. • Sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri. jr MIMIR, Brautarhohi 4 - Sími 11109 (kl. 1-7 e.h.) — þrátt fyrir að haust væri í lofti Vasabrotsbækurnar voru eins og annað á niðurscttu verði.4—5 bækur i búnti voruá 1400 kr. Það var heldur hráslagalegt veður og haust í lofti er tíðindamenn Dagblaðsins komu á útimarkaðinn á Lækjartorgi í gærmorgun. Ekki var þó að sjá á klæðn- aði fólks að það gerði sér grein fyrir haustkomunni, þvert á móti var fólk fremur léttklætt og kuldalegt á að líta. Fólk virðist lita á þetta sem kær- komna tilbreytingu í lifi miðborgarinnar og þyrptist að tjöldunum tveimur sem þarna hafði verið komið fyrir. Margir virtust vera þarna fyrst og fremst fyrir forvitnis sakir en aðrir koma þarna greinilega staðráðnir í þvi að gera góð kaup, og við lauslega athugun okkar DB-manna kom í ljós að þarna mátti gera ágæt kaup á ýmsum hlutum. Einna mest var ösin fyrir framan bás- inn sem Blómaval var með. Þar gaf að líta alls kyns grænmeti og ávexti en einnig blóm. „Hvað kostar búntið af rós- unum?” spurði kuldaleitur bankastarfs- maður á jakkafötum. Svarið kom um hæl: „950 krónur. KjarakaupBanka- starfsmaðurinn virtist þvi sammála og Fjárhagurínn kannaður. Jú, ætli maður láti sig ekki hafa það. festi kaup á einu búnti og hélt upplits- djarfur til vinnu sinnar. Það vakti athygli okkar rannsóknar- blaðamannanna að þama var hægt i sumum tilfellum að fá sömu vöruteg- undirnar á mismunandi verði. Þannig sáum við t.d. að tómatamir kostuðu 810 kr/kg hjá Blómavali en u.þ.b. tveimur metrum frá fengust tómatar frá Sól- heimum á 500 kr /kg. Það vakti ekki sizt athygli okkar að dýrari tómatarnir virt- ust seljast mun betur, enda í stærri verzl- un. Við spurðum verzlunarmennina í Blómavali hvort það væri ekki undarlegt að vera með sömu vöruna á svona mis- munandi veröi þarna á torginu. Þeir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.