Dagblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.09.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1978. Hver er vinnutími kennara? Hann Nóbel, — hrikalegur en líka höfðinglegur Vcstri skrifar: íslenzkir kennarar viröast þvi miður hvorki þekkja á klukku eða almanak. a.m.k. ekki þegar þeir mæla vinnutima sinn. Þaömun ríkjandiskoðunþcirra á meðal. að þá teljist klukkustundin 40 minútur og árið 9 mánuðir og annað eftir því. Siðan nægir þeim ekki að vera fjórðung ársins í fríi, heldur er afgangurinn sundurgrafinn af alls konar fríum og hléum svo of langt yrði upp að telja. Flestir foreldrar kannast við aðgerðaleysi í barnaskólum upp úr miðjum desember og að því loknu koma cndalaus stóru-brandajól hjá kennurunum og l'er það el'tir því hvernig stendur á helgi, hvort þeir hefja vinnu að gagni fyrir 10. janúar. Þá koma öll mánaðarfríin og páskarnir og svo halda þeir heilagan öskudag með kyrrlátri hvild. meðan krakkar á Akureyri slá köttinn úr tunnunni. Þá daga sem kennarar sinna kennslu mælist vinnustundin 40 mínútur og eru 30—36 slíkar stundir í vinnuvikunpi. Mælt á klukku annarra manna eru þetta 20—25 klukkutimar á viku, en sú vinnuskylda ntinnkar þegar kennarinn verður 55 ára, og aftur er hann verður sextugur. Enn styttri er kennslutiminn i mennta- skólum og ýmsum öðrum framhalds- skólum og má ætla að kennslutíminn geti þar farið niður i 15 venjulega klukkutima á viku. Kennarar eru ýmsir reiknings- glöggir, sem kemur sér vel, þegar þeir fara að breyta kennslutima sinum í 40 stunda vinnuviku allt árið, en sam- kvæmt kjarasamningi á svo að vera. Annars eru þeir heppnir, að sá kjara- samningur skuli ekki vera kennslugrein i skólum, því hæpið er að 15 klukkutimar á viku dygðu til að fá nemendur til að skilja þau töfrabrögð samningsins, sem breyta kennslutíma kennara í ársvinnu venjulegra manna. Væntanlega myndi t.d. vefjast fyrir nemendum, hvernig leikfimikennari fer að því að verja 15 stundum á viku til að „undirbúa” kennslustundir. Og hvað gerir hann á sumrin? Hjálagt sendi ég þér mynd sem tekin var suður í Þýzkalandi sumarið 1977. Við dvöldum hjá islenzkum vin- um okkar í Köln, en þetta fólk haföi á þessum tíma tekið að sér að gæta húss háskólaprófessors i Aachen á meðan hann og fjölskylda hans væru í orlofi suður á Balkanskaga. Prófessorinn á varðhund einn mikinn, sem Nóbel heitir og er ætt- aður frá Nýfundnalandi. Gæzla húss- ins var og fólgin í því að hugsa um herra Nóbel, gefa honum að éta, ganga með hann út í skóg o.s.frv. Við dvöldum þama í nokkurn tíma i dýr- legu umhverfi í útjaðri Aachen. Bréfritari segir þá skoðun rikjandi meðal kennara, að klukkustundin sé 40 minútur elztu og virðulegustu menntastofnun landsins, Menntaskólann i Reykjavik. Nýlega eru fræðimenn á félags- vísindasviðinu staðnir upp frá þvi verki, sem tók hátt í hálfan áratug, að rannsaka vinnutíma nemenda i skólum. Menntamálaráðuneytið kostaði þessa miklu rannsókn og mun ekki sjá eftir þvi fé, sem fór í að finna út, að vinnutimi nemenda væri breytilegur eftir einstaklingum og skólum, en sú var helzta niðurstaða sérfræðinganna. Hvernig væri nú að ráðuneytið tæki eins og einn vetur (sumrinu má vist sleppa) i að finna út raunverulcgan vinnutíma kennara og notaði i þvi skyni almanak Þjóðvina- félagsins og venjulegt armbandsúr? Kæmi þá í ljós, hvernig eininga- og stigakerfi kjarasamningsins kemur til skila í skiljanlegum vinnustundum og ef einhver hefur haft kennara fyrir rangri sök varðandi vinnutíma, ætti slíkur áburður að detta dauöur og ómerkur. ' Kennarar eru nú í enn einni vinnu- deilunni, sem erfitt er að skilja, og var rætt um það efni við formann grunnskólakennara i fréttum út- varpsins fyrir nokkrum dögum. Kvað hann fjármálaráðuneytið ekki skilja kjarasamninga kennara þótt þeir hefðu í þrjú ár reynt að útskýra þá fyrir ráðuneytinu. Spurði fréttamaður þá. hvers vegna kennarar legðu málið ekki fyrir dómstóla og fékk það svar, að slík vinnubrögð væru „neyðarúrræði" og myndi full- trúaráð grunnskólakennara ákveða næstu aðgerðir. Næst var rætt við tvo og árið 9 mánuðir. Hér sjáum við eina fulltrúa i „verkfallsnefnd kennara- nema”, en þeir eru nú í verkfalli, sem tengist vinnudeilu kennaranna, en ástæða þótti tli að útlista sérstaklega, að verkfall nemendanna væri frekar til stuðnings kennurum en á móti þeim. Makalaust er. hvað þessi klukkulausa stétt er alltaf óánægð með kjör sin. Sagt hefur verið. að öfugt hlutfall sé milli annríkis starfs- hópa og óánægju þeirra með kaup og kjör. Kennarar hittast í hópá kennara- stofum eftir hverjar 40 mínútur með nemendum. Menn, sem árum saman hafa grátið á öxlinni hver á öðrum á þriggja kortéra fresti yftr bágum kjör- um, eru sjálfsagt búnir að gefa allt upp ábátinn, þ.á m. dómstóla landsins. , Emil Magnússon skrifan Sem lesandi dagblaöa um áratugi hef ég veitt þvi athygli, að fátt mynda- efni er vinsælla en það sem höfðar til húsdýra. hans fullt tillit, svo sem sæmir slfkum okkar garð og sýndi okkur ekkert ið á leik með hann, hlaupið, glímt og höfðingja, var hann mjög elskulegur i nema vinahót. 1 garðinum var brugð- tekizt á. Þvi er ekki að neita, að Nóbel sýndi okkur þegar í upphafi, hvaða hlutverki hann gegndi á heimilinu. Eftir að við höfðum unnið vináttu hans og tekið til Hundurinn Nóbel. Raddir lesenda Gluggatjöldin íFurugerði 1: Fyrirskipun arkitektsins Guðmundur Jónsson, húsvörður I Furugerði 1 hringdi út af lesendabréfi ;sem birtist i DB sl. fimmtudag þar sem segir að húsvörðurinn hafi skipað svo fyrir, að allir íbúar hússins hefðu eins jgluggatjöld fyrir gluggum sínum. Guðmundur sagði: „Þetta er misskiln- ingur hjá bréfritara. Það er arkitekt jhússins sem skipar þetta. Ég er aðeins að framfylgja fyrirskipun hans. Ég er jsjálfur ekkert hrifmn af þessum glugga- jtjöldum og verð þó að hafa þau fyrir jminum gluggum eins og aðrir.” Kynþátta- hatur ? |3904—7934 hringdi: „Mig langar til að vekja athygli á grein sem birtist á lesendasíðu DB sl. föstudag undir fyrirsögninni „Nokkur orð um kynþáttamál: Vandamál í upp- siglingu”. Ég fæ ekki betur séð en grein þessi beri vott um kynþáttahatur og verið sé að hvetja til ofbeldis gegn Aröbum sem hér búa. Ein setning i greininni finnst mér einkum bera vott um þetta þar sem segir: „Þess verður örugglega ekki langt að bíða að upp úr sjóði." Mér finnst eins og þessi setning eigi að réttlæta það að dragi til stórtíð- inda.” Flugleiðir: ErSvifflug- félagið til sölu? Fréttir af sífelldum kaupum Flug- leiða á flugfélögum eru með bezta efni, sem ég hef lesið að undanfömu. Fjölmiðlar og aðrir smælingjar í samanburði við Flugleiðirhafa veriðað æpa: Einokun, einokun”. en ekki er sjáanlegur neinn árangur af þvi og trú- lega halda Flugleiðirsínu striki. Mér datt því i hug að benda Flug- leiðum á að stíga skrefið til fulls og tel rétt fyrir þá að spyrjast fyrir um það, hvort Svifflugfélagið sé ekki til sölu? Eða kannski Flugdrekaklúbburinn? -Pétursson. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.