Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978.
Dauðagildra við
vélsmiðjuna Héðin
— opinn grunnur með vatni og háspennuköplum í
Árni Svavarsson f vélsmiðjunni Héðni
hringdi:
„Rétt fyrir neðan vélsmiðjuna
Héðin er opinn grunnur sem er sann-
kölluð dauðagildra.Vatn safnast fyrir í
grunninum og er hættulegt börnum.
Grunnurinn er ekki afgirtur, þannig
að hver sem er kemst að honum.
Þá er ekki betra að á grunnbarmin-
um er spennistöð Rafmagnsveitnanha
og liggja rafmagnskaplarnir yfir
grunninn og ofan í vatnið.
Er beðið eftir þvi að þarna verði
slys?” spyr Árrii, „eða á að grípa í
taumana áður en það verður?”
Opinn húsgrunnurinn við vélsmiðjuna
Héðin. Sjá má vatnið í grunninum og
háspennukaplana sem liggja yfir
grunninn og ofan i vatnið.
DB-mynd Hörður
JÓNAS
HARALDSSON
Dýrasafn Kristjáns Jósepssonar boðiö
upp „út og suður”. — Kristján er á
myndinni, aðeins vinstra megin við
miðbik hennar. DB-mynd R.Th. Sig.
Axel skrifan
„Mikið hefur verið ritað og rætt um
hinn þjáningarfulla dauðdaga Reykja-
víkurborgar. Borgin er að margra
dómi menningarlega að dauða komin.
Hér er ekkert hægt að gera, segja
menn, vippa sér út í biiinn, aka sömu
göturnar, helgi eftir helgi, tilgangs-
leysið er að drepa fólkið. Þegar sjón-
varpið byrjar á kvöldin setjast menn
og glápa úr sér glóruna — það er það
eina sem Reykjavíkurborg býður
börnum sínum.
Mér datt þetta í hug þegar Dýra-
safnið við Skólavörðustig var selt út og
suður, einkum suður á Selfoss. Að
visu var það safn óburðugt eins og
reyndar Náttúrugripasafnið svo-
nefnda sem ku vera rikiseign.
Hvar eru hin nýju máttarvöld
Reykjavíkur? Á engu að breyta í þess-
ari borg? Eru menn svo yfirmáta
fegnir að vera komnir að kjötkötlun-
um að engu eigi að breyta? Ég hélt nú
reyndar að í hinni nýju borgarstjórn
væru menn sem vildu ýmsu breyta til
batnaðar í borginni. Þeir voru a.m.k.
kosnir til þessara starfa í þeirri trú að
mannlíf mundi allt batna. Ekki hefur
enn bólað á neinum stórvægilegum
nýjungum i borgarrekstrinum, eða í
borgarlífinu.
Og auðvitað var það borginni til
skammar að láta Selfyssinga hremma
frá sér ýmsa góða gripi, sem hefðu
getað orðið góð uppistaða í dýrasafn
fyrir yngstu kynslóðina og reyndar
hina eldri líka. Það var bara eitt
dæmið um aumingjaskap þeirra
manna og kvenna, sem tekið hafa við
stjórn borgarinnar.”
MöriDLU IS®
MEÐ EKTA CALIFORNIU MÖNDLUM
JhRÐhRBGRJh IS
MEÐ MULDUM JARÐARBERJUM
P€RU IS®
RONDÖTTUR VANILLAIS MEÐ PERUBRAGÐI
Raddir
lesenda
ENN GERIST HIN
DAUÐA BORG DAUÐARI
Spurning
dagsins
Ert þú hrædd(ur)
við tannlækna?
Ingibjörg Jónsdóttir skrifstofustúlka:
Nei, og ég hef aldrei verið hrædd við
tannlækna.
Hólmfríður Garðarsdóttir nemi: Hrædd,
nei, alls ekki. En ég var það nú reyndar
einu sinni, en ekki lengur.
Smári Þórarinsson garðyrkjumaðun
Eru tannlæknar eitthvað öðruvisi en
annað fólk? Það held ég ekki. Þeir eru
ekkert hættulegir og ég er ekki hræddur
við þá. Eða jú, ég var það nú reyndar
einusinni.
Eirikur Stefánsson, i atvinnuleit: Já, ég
er sko alveg skithræddur við tannlækna
og hef alltaf verið það. Það er líka þess
vegna sem ég fer aldrei til þeirra.
Sigriður Jóna Bendtsen nemi: Nei, ég er
ekkert hrædd við tannlækna og ég man
ekki eftir að hafa nokkurn tíma verið
það.
Guðný Oskarsdóttir, 7 ára: Nei, ég er
ekkert hrædd við þá og hef aldrei farið
að gráta þegar ég fer til þeirra. Ég fer
stundum til tannlæknis, þeir eru ekkert
vondir.