Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978. Glæsivagn ti/sölu Hornet AMX árgerd 1977, einn glæsilegasti bill landsins, er til sýnis og sölu hjá okkur. 8 cyl., sjálfskiptur m/öllu. Ekinn aðeins 23 þúsund km. Bílasalan Skerfan, Skerfunni 11, símar84848 og35035. Innritun alla daga kl. 15.00—18.00 fram til 4. október. Innritunarstaður: Miðbæjarskóli. Neskaupstaður Dagblaðið vantar umboðsmann strax. Upplýsingar hjá Unni Jóhannsdóttur, sími 97-7252, og afgreiðslunni Reykja- vík, sími 91-22078. biabið Akranes Blaðberar óskast víðs vegar um bœinn, strax. Upplýsingar ísíma2261. BIABIB 1. OKTÓBER Alþjóðlegur tónlistardagur Sinfóníuhljómsveit íslands heldur aukatón- leika í Háskólabíói sunnudaginn 1. okt. nk. kl. 20.30. Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson: Fylgjur. Zygmunt Krauze: Pianókonsert Mendelsohn: Sinfónia nr. 3 (Skozka sinfónían) Stjórnandi: Paul Zukofsky Einleikarí: Zygmunt Krauze Aðgöngumiðar í bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og við inn- gangmn. Sinfóníuhljómsveit íslands Frá blaðamannafundi Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar og Æskulýðsráðs Reykjaríkur. Talið frá hægri eru Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, formaður Æskulýðsráðs, Eirikur Ragnarsson félagsráðgjafi, Stefania Sörheller starfsmaður Úti- deildar, Sigurður Ragnarsson sáifræðingur og Sveinn Ragnarsson framkvæmdastjórí Félagsmálastofnunar Reykjaríkur. DB-mynd Ari Hallærisplanið: Stór hluti ungmenna hefur þar viðkomu „Könnun sú er gerð var á fjölda, bú- setu, kynskiptingu og aldri þeirra er hafa viðkomu á „Planinu” á föstudags- kvöldum sýnir, svo ekki verður um villzt, að það er verulegur fjöldi reyk- vískrar æsku sem hefur þar viðkomu, eða varlega áætlað u.þ.b. 20% tiltek- inna aldurshópa.” Þannig segir m.a. í skýrslu Útideildar er kynnt var blaða- mönnum sl. mánudag. Síðari hluti skýrslu Útideildar hefur áð geyma niðurstöður könnunar, er starfslið Útideildar gerði 6. og 7. júní sl. í miðbæ Reykjavíkur. Þar kemur m.a. fram, að um þriðjungur þeirra unglinga sem safnast saman á Hall- ærisplaninu svokallaða um helgar er búsettur utan Reykjavíkur. Langflestir reyndust unglingarnir vera á aldrinum 15, 16 og 17 ára. 1 lokaorðum könnunarinnar segir m.a.: „Könnunin sýnir að hér er ekki um takmarkaðan hóp að ræða, heldur unglinga almennt af Stór-Reykjavikur- svæðinu. Könnunin sýnir ennfremur að sóknin ræðst af þroska unglinganna og má í því sambandi benda á, að stúlkur koma yngri á svæðið en drengir. Eðlilegt er að varpa fram þeirri spurningu hvort þetta svæði sé heppilegur vettvangur fyrir unglinga til að mæta ákveðnum þörfum á leið sinni til þroska.” Er starfsmenn Útideildar voru spurðir, hvort hér væri ekki verið að búa til vandamál sögðu þeir að lang- stærsti hluti þeirra sem á „Planið” kæmu ylli ekki neinum vandræðum. Vandamálið væri h.v. það, að 150— 200 unglingar kæmu þama um hverja helgi meira og minna drukknir og héngju þar i hinu mesta tilgangsleysi. Útideildin hefur starfað samfellt frá því vorið 1977. Tildrögin að stofnun- inni var augljós þörf fyrir starf meðal ungmenna þeirra er einkum eyða tóm- stundum sínum á reiki utan dyra, eiga mörg hver við ýmiss konar alvarleg vandamál að stríða og geta oft talizt til þess hóps sem hættast er við að lenda i margs konar persónulegum ógöngum. Við skipulagningu þessarar fyrstu til- raunar með sk. útistarf var höfð hlið- sjón af reynslu úr sams konar starfi hjá nágrannaþjóðum. - GAJ Leigjendasamtökin: Nýtt form húsa- leigusamnings — hinn nýi samningur nýtur stuðnings meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur Leigjendasamtökin, sem stofnuð voru I maí sl., boðuðu til blaðamanna- fundar um nýtt form húsaleigusamn- ings. Samninginn gerði Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður. Við gerð samningsins studdist Ragnar við gerð húsaleigusamninga á hinum Norðurlöndunum, þó aðallega samning frá Noregi. 1 samningi þessum er ákvæði sem tryggir það að sé samningnum ekki sagt upp með þriggja mánaða fyrir- vara, miðað við 14. maí eða 1. október, framlengist hann sjálfkrafa um 1 ár. Leigjendasamtökin hafa gert könnun á verði leiguibúða og þar kom í ljós að meðalleiga fyrir 2—3 herbergja íbúðir er á bilinu 40—60 þúsund kr. Þar af leiðandi fer einn þriðji af mánaðarlaun- um láglaunafólks i greiðslu húsaleigu. Leigjendasamtökin hafa í hyggju að koma á fót leigumiðlun. Samtökin telja að þær leigumiðlanir sem fyrir eru stuðli að óhóflegu leiguokri. Samtökin hafa borið hinn nýja húsa- leigusamning undir meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur og hefur meiri- hlutinn lofað stuðningi við samning- inn. 1 Leigjendasamtökunum eru 150 félagar á öllum aldri, en þó aðallega láglaunafólk, sem hefur ekki efni á að kaupa sér íbúð. Árgjald samtakanna er 5000 kr. og má senda það í gegnum Alþýðubankann með giróseðli. Ávís- unamúmerið' er 63746. Formaður Leigjendasamtakanna er Jón frá Pálm- holti. - HJ Birna Þórðardóttir einn af stjómendum leigjendasamtakanna skýrir mál sitt á blaðamannafundi samtakanna. DB-mynd Hörður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.