Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978. lníii cr gód brjóstbirtan ÍÍDÐAU Carter Bandaríkjaforseti vann mikinn sigur á Bandaríkjaþingi í gær er þingið samþykkti einn hluta orkumálafrumvarps forsetans. Við atkvæðagreiðslu í öldungadeild þingsins var frumvarpið samþykkt með 57 atkvæðum gegn 42. Athygli hefur vakið að svo virðist sem forsetanum gangi mun betur að koma orkumálaáætlunum sínum í gegnum þingið í Washing- ton á síðustu vikum en spáð var fyrir nokkrum mánuðum. Orkumálafrumvarp Carters samþykkt — mikill sigur forsetans Bretar éta ofan i sig laxátbanniö Bretar hafa nú aflétt banni við áti á niðursoðnum laxi frá Bandarikjunum. Þó hefur verið varað við laxi frá einni niðursuðuverksmiðju í Alaska og er talin hætta á eitruðum laxi úr þeirri verksmiðju. Heilbrigðisráðuneytið brezka sagði að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að lax sem bærist frá þess- ari verksmiðju væri hættulegur. Það var einmitt lax frá verksmiðjunni i Alaska, sem varð valdur að dauða tveggja Breta í Birmingham, sem lét- ust af matareitrun. Níu vikum siðar var send út aðvörun til Breta að borða engan lax, sem niðursoðinn er i Bandaríkjunum. Er banninu var aflétt í gær voru gefnar upplýsingar um það hvernig forðast mætti vöru frá verksmiðjunni í Alaska en þær eru merktar með stóru F. Ekki er enn vitað hvernig skemmd- ur lax komst í dósir verksmiðjunnar, en við rannsókn í verksmiðjunni kom i Ijós að hreinlæti var mjög ábótavant. Kalifornía: Enn leitað að flug• manni smávélarinnar Yfirvöld i San Diego reyna nú að kvæmt segulbandsupptökum úr flug- finna flugmann litillar einkaflugvélar, stjórnarklefa er haft eftir flugstjóra þot- sem talið er að hafi truflað aðflug unnar: „hún er farin” og er talið að flug- Boeing 727 farþegaþotu Pacific South- stjórinn hafi séð aðra vél fjær. Á mynd- west flugfélagsins sem fórst á mánudag- inni sjást logandi hús og dreift brak úr inn, eftir árekstur við aðra smávél. Sam- þotunni í San Diego. Flugslysið er hið mesta sem orðið hefur í Bandaríkjunum. I REUTER S> Bandaríkin: Ruby tengist Mafíu- foringja áKúbu Nefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings, sem rannsakar morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta hefur látið að því liggja að Jack Ruby, sem myrti L.H. Oswald, hafi verið í tengslum við Mafíufor- ingjaáKúbu. Eins og kunnugt er skaut Ruby Oswald, meintan morðingja Kennedys, daginn eftir forseta- morðið. Yfirheyrslum þingnefnd- arinnar er nú lokið, en tilgangur þeirra var að reyna að komast að því hvort Oswald var einn að verki eða hvort menn með kúbönsk tengsl koma inn í dæmið. Það var niðurstaða Warren nefndarinnar á sínum tíma að Oswald hefði verið einn að verki. Skærurnar í Ródesíu Lik Frelimo skæruliða í Mosambique liggja hér við brynvarinn vagn af sovézkri gerð, eftir leifturárás herliðs ródesísku stjórnarinnar. Stjórn Ródesíu virðist vera staðráðin í að láta ekki deigan síga fyrir skæruliðurri og leita þeirra þó hermennirnir þurfi að fara inn fyrir landamæri nágranna- rikja Ródesíu, bæði Mósambik og Zambiu. Töluvert stór hluti hvítra Ródesíumanna er hins vegar ekki ánægður með frammistöðu Ians Smith forsætisráðherra Ródesiu og vill að hann beiti harðari aðgerðum gagnvart skæruliðum en hingað til hafa verið tíðkaðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.