Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Evrópukeppni meistaraliða I Liverpool: — Liverpool, Englandi, meistarar — Nottingham Forest, Eng- land, 0—0. Áhorfendur 51.679. Forest vann samanlagt 2—0. I Reykjavik: — Akranes, tsland, — Köln, Vestur-Þýzkaland 1—1 (1—0). Mörkin: Akranes. Hein, sjálfsmark. Köln van Gool. Áhorfendur 5.500. Köln vann samanlagt 5—2. í Lilleströmn: — Lilleström, Noregi, — Linfield, Norður-'rlandi, 1—0<1—0). Mark Lilleström: Lonstad. Áhorfendur 5.600. Lilleström vann samanlagt 1—0. í Monte Carlo: — Monaco, Frakk- landi, — Malmö FF, Svíþjóð, 0—1 (0— 1). Mark Malmö: Kindwall. Malmö vann samanlagt 1—0. í Eindhoven: — PSV, Hollandi, — Fcnerbache, Tyrklandi, 6—1 (2—0). Mörkin: PSV: Van der Kuylen, 4, Deykcrs, 2. Fenerbache: Rasit. PSV vann samanlagt 7—3. 1 Cork: — Bohemians, írlandi, — Omonia Nicosia, Kýpur, 1—0. Markið: Joyce. Áhorfendur 600. (Jrslit saman- lagt 2—2. Bohemians áfram á útimarki. í Krakow: — Wisla Krakow, Pól- landi, — FC Brugge, Belgíu, 3—1 (1— 0). Mörkin: Wisla Kmiecik, Lipka, Krupinski. Brugge: Van er Eycken. Áhorfendur 40.000. Wisla vann saman- lagt 4—3. t Valietta: — Valletta, Möltu, — Grasshoppers, Ziirich, 3—5 (0—1). Valletta: Agius, Seychell, Farrugia, viti. Grasshoppers: Sulser, vfti, Ponte, 2, Hermann, Traber. Áhorfendur 2000. Grasshoppers vann samanlagt 13—3. Í Kharkov: — Dinamo Kiev, Sovét- rikjunum, — Valkeakosken Haka, Finn- landi, 3—1 (2—0). Dinamo: Veremeyev, Khapsalis, Buriak. Haka: Ronkainen. Dinamo vann samanlagt 4—1. í Dresden: — Dynamo Dresden, A- Þýzkalandi, — Partizan Belgrad, Júgó- slavíu, 2—0 (1—0) eftir framlengingu. Áhorfendur 38.000. Samanlagt 2—2. Dynamo áfram á vitaspyrnum. í Vínarborg: — Austria, Austurriki; — Vlaznija Schkodra, Albaniu, 4—1 (2—0). Austria: Schachner, 2, Parits, víti, Sara. Vlaznija Hafizi. Áhorfendur 25.000. Austria vann samanlagt 4—3. I Sofia: - Lokomotiv Sofia, Búlgariu, — OB, Óðinsvéum, Danmörku, 2—1 (1—1). Lokomotiv: Mihailov, viti, Kost- ov. OB: Eriksen. Áhorfendur 25.000. Lokomotiv vann samanlagt 4—3. í Glasgow: — Glasgow Rangers, Skotlandi, — Juventus, Ítalíu, 2—0(1— 0). Ranger: MacDonald, Smith. Áhorf- endur 44.000. Rangers vann samaniagt 2—1. í Budapest: — Ujpesti Dozsa, Ung- verjalandi, — Zborjovka Brno, Tékkó- slóvakiu, 0—2 (0—2). Mörkin: Dosek, Kroupa. Brno vann samanlagt 4—2. í Differdange: — Progres Niedercorn, Luxemborg — Real Madrid, Spáni.O—7 (0—3). Mörkin: Pirri, Jensen, Stielike, Santillana, Aquilar, Juanito, Bossi, sjálfsmark. Áhorfendur 4.000. Real vann samanlagt 12—0. Í O’Porto, Portúgal: Porto — AEK, Aþenu, Grikklandi, 4—1 (0—1). Mörk Porto: Vital, Teixeira, Costa, Duda. Mark AEK: Marvos. Áhorfendur 45 þúsund. AEK sigraði samanlagt 7—5. UEFA-keppnin Í Amsterdam: — Ajax, Amsterdam, Hollandi, — Athletico Bilbao, Spáni, 3—0 (1—0). Ajax: Clarke, 2, eitt víti, Lerby. Áhorfendur 30.000. Ajax vann samanlagt 3—2. t Lierse: — Lierse, Belgiu, — Carl Zeizz Jena, A-Þýzkalandi, 2—2 (1—0). Lierse: Bosch, Van der Bergh. Jena: Schnuphase, Topfer. Áhorfendur 13.000. Jena vann samanlagt 3—2. í Norrköping: — Norrköping, Sviþjóð, — Hibernian, Skotlandi, 0—0. Áhorfendur 1300. Hibernian vann sam- anlagt 3—2. í Leipzig: — Lokomotiv Leipzig, A- Þýzkalandi, — Arsenal, Englandi, 1—4 (0—1). Lokomotiv. Stapleton, sjálfs- mark. Arsenal: Brady, Sunderland, Stapleton, 2. Áhorfendur 22.000. Arsenal vann samanlagt 7—1. t Adana: — Adanaspor, Tyrklandi, — Honvcd, Ungverjalandi, 2—2 (1—0). Adanaspor: Irfan, Necip. Honved: Lucas, Pinter. Áhorfendur 6000. Honv- ed vann samanlagt 8—2. Mark.... Karl Þórðarson gaf fasta sendingu fyrir mark Þjóðverjanna, og Herbert Hein, með Matta á hælunum hugðist hreinsa, en sendi knöttinn með þrumuskoti i eigin netmöskva. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Skagamenn 18 mín. frá Ijóma Evrópusigurs gegn 1. FC Köln Skagamenn voru aðeins 18 minútur frá mesta sigri fslenzks iiðs í Evrópukeppni er þeir gerðu jafntefii við v-þýzku meistarana frá Köln, 1—1 i Laugardal. Skagamenn höfðu yfir 1—0, þar til Belgiumaðurinn Roger van Gool jafnaði fyrir Þjóðverjana, 1—1, draumur Skagamanna um sigur varð að engu. 1 sjálfu sér sanngjörn úrslit, en Skaga- menn hefðu svo auðveldlega getað sigrað, já hefðu þeir nýtt tækifærin er þeir fengu. —jaf ntef li íLaugardal, ÍA-Köln 1-1 Skagamenn fengu óskabyrjun í Laug- ardal, þegar á 7. mínútu voru bikar- meistarar ÍA yfir. Karl Þórðarson fékk góða sendingu frá Árna Sveinssyni upp í vítateigshornið vinstra megin, Karl, minnsti maðurinn á vellinum en sýndi á köflum snilldartakta, hafði betur i einvígi við þýzkan varnarmenn, lék upp að endamörkum og sendi fasta sendingu fyrir mark Þjóðverjanna. Herbert Hein hugðist hreinsa frá, Matthías Hallgrímsson á hæla honum, en Hein tókst ekki betur en svo að hann sendi knöttinn með þrumuskoti framhjá Schumacher, markverði Köln og í net- möskvana, I—0, óskabyrjun og þýzku leikmennirnir greinilega mjög taugaó- styrkir. Á 11. minútu komstPétur Pétursson í gegn, aðeins Schumacher, markvörður eftir. Pétur hugðist leika á Schumacher, en tókst ekki, knötturinn barst til Matthiasar Hallgrímssonar, sem var seinn að átta sig — upplágt tækifæri rann út i sandinn. Já, það hefði verið at- hyglisvert ef Skagamenn hefðu komizt í 2—0 því eitt mark í viðbót hefði þýtt áframhald fyrir Skagamenn, FC Köln út. Þetta vissu Þjóðverjarnir greinilega, og það sýndi sig i leik þeirra, reynsluleysi þeirra í Evrópukeppni — taugar þeirra voru að því komnar að bresta. En Skagamönnum tókst ekki að fylgja hinni góðu byrjun eftir. Þjóðverjunum tókst að taka sig saman í andlitinu og þrívegis munaði litlu að þeim tækist að jafna fyrir leikhlé. Neumann gaf góða sendingu fyrir, Littbarski var á undan Jóni Þorbjörnssyni, markverði, en hann virkaði óöruggur í markinu, Littbarski lyfti yfir Jón, en einnig fyrir autt markið. Á 27. mínútu átti van Gool skot í þverslá, eftir slæmt úthlaup Jóns. Enn sluppu Skagamenn fyrir horn, á 40. minútu bjargaöi Kristinn Björnsson á línu, enn var Jón beinlínis týndur-; Skagamenn áttu tvö ágæt tækifæri fyrir leikhlé. Hið fyrra á 42. mínútu, Árni Sveinsson gaf góða sendingu Tyrir mark Þjóðverja, og Sveinbjörn Hákonarson haföi allan tima sem hann þurfti til að skalla, allt markið fyrir framan hann en Sveinbjörn beinlinis stangaöi knöttinn, yfir. Á 45. mínútu lék Karl Þórðarson laglega á varnar- mann, upp að endamörkum og gaf á Kristinn Björnsson á markteig en Kristinn hitti knöttinn illa, skaut framhjá. Skagamenn léku vel i fyrri hálfleik, og verðskulduðu að vera yfir eftir tækifærum að dæma. Og bezta tækifæri sitt nýttu Skagamenn ekki, er Pétur komst í gegn. I síðari hálfleik náðu Þjóðverjarnir að sýna betri leik, en sóknarlotur þeirra voru ekki nógu beittar. Á 18. minútu skall þó hurð nærri hælum við mark Skagamanna er Zimmermann fékk laglega sendingu innfyrir vörn ÍA, sendi knöttinn yfir Jón Þorbjörnsson og I netmöskvana stefndi knötturinn. Guðjóni Þórðarsyni tókst að hreinsa frá, meistaralega, spyrnti knett- inum yfir, beinlínis af marklínunni. Það virtist efna í íslenzkan sigur í Laugardal, en svo átti þó ekki að verða. Á 27. mínútu náði Köln snarpri sóknar- lotu, Willmer lék upp í vitateiginn vinstra megin sendi fasta sendingu fyrir markið. Jón Þorbjörnsson náði ekki til knattarins og Van Gool var við stöngina fjær náði að renna sér fyrir knöttinn og skora, 1 — 1. Skagamenn voru fullir sjálfstrausts og léku af skynsemi og þeim tókst það sem ég hef ekki séð til islenzks liðs áður gegn sterku erlendu liði. Léku langtímum saman án þess að knötturinn kæmi við þýzkan fót. Léku yfirvegað, knötturinn gekk manna á milli, knötturinn gekk eitt sinn á milli 12 leikmanna áður en Þjóðverjar náðu honum. Gegn sterku erlendu félagsliði, meisturum V- Þýzkalands, er slíkt ekki lítið afrek. Greinilegt að mjög léttir af Þjóðverjum við markið. Þeir komu æ meira inni myndina, gegn örþreyttum Skagamönnum. greinilegt að úthaldið var að bregðast þeim i lokin. Þó átti Matthías Hallgrimsson góðan skalla á 35. mínútu, en Schumacher varði með tilþrifum. Hein átti skot í stöng og út i lokin, knötturinn barst til Littbarski, sem skaut en Sveinbjörn Hákonarson náði að komast fyrir skot hans. Bæði lið sættu sig greinilega við jafntefli, 1 — I, sanngjörn úrslit. skemmtilegar rispur, Pétur átti í vök að verjast frammi, en hélt knettinum vel og Árni Sveinssyn sýndi enn hve rétt það var af George Kirby að setja hann í bakvarðarstöðu. Útsjónarsamur leik- maður, finnur ávallt samherja með góðum sendingum. Að öðrum ólöstuðum var hann bezti maður Skaga- manna, já vallarins. Þá voru þeir traustir Sigurður Halldórsson og Jóhannes Guðjónsson svo og Guðjón Þórðarson í bakvarðarstöðunni, óx mjög eftir þvi sem á leikinn leið. Jón Alfreðsson vann vel á miðjunni og Sveinbjörn Hákonar- son drjúgur. Matthias Hallgrimsson var drjúgur frammi, þó hann hafi tapað nokkru af snerpu sinni. Það er greinilegt að þýzka liðið er í öldudal nú. Liðinu hefurekki vegnað vel í Bundesligunni, lykilleikmenn eins og Flohe og Dieter Muller báðir meiddir. íslenzk lið því ósigruð i Evrópukeppni í Laugardal í ár, enn. Skagamenn voru vel að jafnteflinu gegn Köln komnir. Landsliðsmennirnir þrir, Karl, Pétur og Árni allir góðir. Karl Þórðarson með Íslenzku áhugamennirnir frá Akranesi hafa greinilega komið Köln i opna skjöldu. Enn einn sigur knatt- spymubæjarins Akraness með sina tæplega fimm þúsund íbúa. á meðan völlur Köln tekur 60 þúsund manns. Slíkur er munurinn, en það sást ekki í Laugardal í gærkvöld, Skagamenn mega vel við una. Vamarveggur Forest n Liverpool ofviða á An — Stjörnuhrap íEvrópukeppni meistaraliða Liverpool, I Juventus öll slegin út í 1. umferð Real Madrid, sex sinnum sigurvegari I Evrópukeppni er nú eitt eftir, i Evrópukeppni meistaraliða, af þeim liðum, sem hafa sigrað i keppninni. Það var sannkallað stjörnuhrap I Evrópu- keppni meistaraliða i gærkvöld. Liverpool, sigurvegari siðustu tvö árin féll út gegn Nottingham Forest, FC Brugge — i úrslitum gegn Liverpool á Wembley i vor, féll út i Póllandi. Juventus, eitt sterkasta lið Evrópu, í undanúrslitum i vor féll i Glasgow. Viðureign Liverpool og Nottingham Forest á Anfield Road í Liverpool vakti mesta athygli leikja í Evrópukeppni meistaraliða i gærkvöld. Nottingham Forest kom til Liverpool með 2—0 sigur í Nottingham, en jafnvel það var ekki talið nægja gegn sterku liði Liverpoól. Hvert sæti, hvert stæði á Anfield Road var skipað og hinir frægu áhangendur Liverpool, „The Kop” létu i sér heyra, sennilega meira enn nokkru sinni fyrr. Þegar frá fyrstu mínútu setti Liverpool allt i sóknina, látlaus sókn allan leikinn. Peter Shilton, markvörður meistara Forest varði snilldarlega i markinu hvað eftir annað. Vörnin var sterk, með þá Larry Lloyd og Kenny Burns snjalla. Eftir því sem á leikinn leið var „The Kop” lágværara, — það stefndi i markalaust jafntefli. Liverpool gat ekki brotið niður sterka vörn Nottingham Forest. Þegar upp var staðið var staðan 0-0, Nottinghanm Forest hafði komizt áfram á sigri sínum í Nottingham, 2—0. Sannarlega óvænt úrslit og í 2. sinn i fimmtán ára Evrópusögú Liverpool, sem raunar hófst í Laugardal gegn KR hefur Liverpool verið slegið út í 1. umferð. Áður hafði Atletic Bilbao afrekað það. FC Brugge var annað stórlið til að falla út, gegn Wisla Krakow í Póllandi. FC Brugge vann fyrri leikinn, 2—1 i Belgiu. Kazimierz Kmiecik náði forustu fyrir Pólverjana í fyrri hálfleiken á 50. mínútu jafnaði Rene van der Eycken. Og Brugge virtist hafa leikinn i hendi sér, sótti mun meira en pólska liðið en skyndilega á 82. mínútu náðu Pólverjarnir skyndisókn og Leszek Lipka skoraði, 2—1, staðan jöfn samanlagt. Pólverjarnir sóttu látlaust, ákaft hvattir af 40 þúsund áhorfendum og þeir höfðu árangur erfiðis sins. Á síðustu minútu leiksins skoraði Janusz Krupinski, af stuttu færi, 3—1. Juventus beið óvænt lægri hlut í Glasgow, gegn skozku meisturunum Rangers. Juventus sigraði 1—0 í fyrri leik liðanna í Torínó og leikmenn Juventus komu til Glasgow, greinilega staðráðnir í að verjast, pakka vörnina. En það reyndist dýrkeypt, Alex McDonald skoraði fyrir Rangers í fyrri hálfleik og hinir 44 þúsund áhorfendur ætluðu beinlínis af sprengja þakið af Ibrox Park þegar Gordon Smith skoraði annað mark Rangers, 2—0 sigur — og það merkilega er, að Rangers hefur enn ekki unnið sigur í skozku úrvals- deildinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.