Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 28
frjálst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1978. Hafnarfjörður: Menn með klippur áferð Nú ættu þeir Hafnfiröingar sem enn aka á óskoðuðum bílum að gæta sin. Skoðun þar er lokið og lögreglumenn eru farnir á stúfana með klippur og skrúfjárn og stöðva ökutæki óskoðuð hvar sem til þeirra næst. Skapar slíkt ýmis óþægindi og ættu menn að varast slíkt. -ASt. íslendingur tekinn með hass í Kristjaníu ígær Ungur tslendingur var handtekinn í Kristjaníu i gær. Var hann grunaður um ölvun við akstur. Við skoðun á bifreið hans fundust 30 grömm af hassi. Ekki hafði hlotizt neitt slys eða óhapp af akstri unga mannsins, þótt reikull þætti. Ekki er vitað hvort hann gerði þegar i stað grein fyrir því, hvar hann hafði fengið hið-forboðna hass. Víst er talið, að hann hljóti refsivistardóm ytra, og verði siðan vísað úr landi. -BS. Flateyri: Trilla sökk íhöfninni Aðfaranótt þriðjudags gerði slæmt v.eður á norðanverðum Vestfjörðum og sökk þá trilla í höfninni á Flateyri. Annar smábátur, sem trillan var bundin við skemmdist einnig er trillan rifnaði frá. Allir smábátar i höfninni losnuðu í veðrinu. Trillan sem sökk er um eitt tonn aö stærð og náðist hún upp daginn eftir,.þegarveðrið var gengið niður. Talið er að trillan sé ónýt, þar sem hún er töluvert brotin að aftan. Þorsteinn/JH. V Kaupio ^ iS TÖLVUR: |2C OG TÖLVUUI BANKASTRÆTI8 SNEIÐ AF SPRENGJUIBREFAPRESSU? Smiðurinn svarar lögregluvarðstjóranum sálugu. Hallgrimur hringdi til blaðsins eftir að hafa séð ummæli Rudolfs Axelssonar lögreglumanns i blaðinu i „Ég hef nú ekki tuga sprengju reynslu og get þvi ekki sett mig inn í þær tilfinningar sem slikri reynslu hlýtur að fylgja,” sagði Hallgrimur Marinósson trésmiður sem vakti athygli á því að „sprengjurnar” sem fundust á Laugavegi væru túbur úr gufukatli Alþýðubrauðgerðarinnar gær. Hallgrimur hélt áfram: „Vitleysis- blaður í manninum, segir varð- stjórinn.” Ég get skilið að lögreglu- maðurinn sé sár yfir þvi að hafa sprengt i loft upp hitaeliment. Það vita allir að hægt er að hlaða dinamíti í hvaða meinleysishlut sem er, sprengja allt í loft upp og þar með sé hluturinn orðinn aö vitisvél. Það er líklega viss- ara að sprengja i loft upp alla tor- kennilega hluti. „En takizt mér að finna þriðju „sprengjuna”, sagði Hallgrímur, „ætla ég að saga hana niður i sneiðar og senda sprengjusérfræðingnum eina sneið fyrir bréfapressu — og Dag- blaðið fær aðra bréfapressu. ” -ASt Embættispróf í lagadeild H.Í.: Nemendur taka svefntöfl- ur sökum taugaspemu — Stefnir í25-30% fall 1 sumar urðu mikil blaðaskrif vegna þess, hversu margir laganemar féllu á embættisprófi í lögfræði sl. vor eða 42% þeirra er undir prófin gengust. Nú standa embættispróf í lagadeild yfir og hefur blaðið fregnað að árangur laganema sé nokkuð betri en sl. vor. Þó hafi 5 af 20 nemendum er undir prófin gengust þegar helzt úr lestinni, og aðrir 3 standi mjög höllum fæti. DB hafði í gær samband við einn þeirra er helzt hafa úr lestinni. Hann sagði að rúmlega 60 stúdentar hafi hafið nám i lagadeildinni um leið og hann haustið 1974. Einungis 10 eða 12 þeirra kæmu til með að setjast á 5. ár í vetur (en embættispróf er tekið í lok 4. námsárs og 5. árið fer i ritgerðasmíð). Þetta þætti sér og fleirum anzi mikil afföll. Hann sagði að ekki væri um að kenna litlum lestri laganema þvi það væri almennt viðurkennt að þeir sætu lengur við fræðin én gengur og gerist í öðrum deildum Háskóla íslands. „Sjálfur byrjaði ég próflestur 22. april og hef aldrei lesið minna en 6—8 tíma á dag. Aðrir laganemar hafa yfirleitt ekki lesið minna og margir mun meira. Andrúmsloftið er vægast sagt mjög slæmt í hópi prófmanna og margir taka róandi töflur og svefntöflur. Það var fyrst og fremst fjármunarétturinn sem varð fólki að falli nú eins og sl. vor en einnig hefur verið mikil óánægja yfir prófunum i raunhæfu verkefni þar sem nánast engin kennsla er í þeirri grein og prófið í greininni hefði tvöfalt vægi miðað við aðrar námsgreinar.” Að lokum sagði laganeminn er DB ræddi við: „Við laganemar teljum að ástandið sé orðið svo alvarlegt, að Menntamálaráðuneytið þurfi að láta rannsaka þetta mál. Þessi mikli fjöldi sem fellur nú á embættisprófi bendir til að þessi mál þurfi að rannsaka. Ekkert bendir til að nemendurnir séu , nú lakari en áður. Þvert á móti hafa þessir nemendur gengið í gegnum mikla siun á 1. ári, og hafa eftir það stundað náinið af mikilli sam- Lögberg, hús lagadeildar Háskóla Islands. vizkusemi. Breytingin á miklu fremur rætur sinar að rekja til nýrra kennara lagadeildar sem hafa gert miklu meiri kröfur en áður hefur þekkzt. En það er aldrei talað um að eitthvað geti verið að hjá kennurunum eða að námsfyrir- komulaginu,” sagði laganeminn að lokum og bætti þvi við að rannsaka þyrfti þetta mál af hlutlausum aðilum. -GAJ- 'Þetta finnst ýmsum glæsilegur vagn. Sérkennilegur og „heimasmíöaður” bíll var i porti lögreglustöðvarinnar í Ár- bæ i gær. Hafði hann verið tekinn úr umferð á laugardagsnóttina. Voru þá i honum þrír ungir menn þó aðeins séu í honum sæti fyrir tvo. Stóð hinn þriðji á einhvern hátt ofan á vélinni sem er aft- ast á farartækinu.. Þremenningarnir voru á leið í skáta- skála á Hellisheiði i ausandi rigningu og roki sem var í fang þeirra. Létu þeir það lítt á sig fá enda vel búnir fyrir hvaða veður sem var. Farartækið munu þeir eitthvað hafa notað við skálann. Svo hafði bilun borið að og farið var með „tryllitækið” í bæ- inn og á laugardagsnóttina var haldið austur aftur. Þá skarst lögreglan í leik- inn og hertók farartækið. ’ Uppistaða bilsins er Volkswagen- grind, hjól og framsæti. öll yfirbygging er af en í staðinn soðin á grindina mjög sterk veltigrind. Tækið er notað til tor- færuaksturs og eru þá farþegar spenntir í sætin svo þeir haggast ekki. Gerir þá litt til þó tækið velti af og til niður brekk- ur. Engan sakar. Farartækið er óskráð og óskoðað að sjálfsögðu enda myndi vafalaust vefjast eitthvað fyrir bifreiðaeftirlitsmönnum að veita skoðunarstimpilinn. Lögreglan telur tækiö ólöglegt samkvæmt bif- reiðalögum, þar sem það er vélknúið. Ekki mun þetta „tryllitæki” einsdæmi líkra tegunda á höfuðborgarsvæðinu þó leynt sé farið með. Á Akureyri eru slik tæki i einhverjum fjölda, kölluð „skrall- arar” og þar mun keppni hafa farið fram í „skralli”. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.