Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978. VESTUR-ÞÝZKALAND: KVENEINKARITARAR VEIKIR FYRIR KARLNJÓSNURUM fyrir viðkomandi einkaritara að komast í leyniskjöl. Öryggisþjónusta Vestur-Þjóðverja viðurkennir lika að ekki hafi tekizt að koma í veg fyrir njósnaleka af völdum ástfanginna einkaritara. Svo virðist að sögn að konum á fertugsaldri sé einkum hætt við að falla í þessa gryfju. Er sagt að þær óttist að þeirra bíði fátt annað en einmanaleikinn og því vilji þær ekki sleppa tækifæri til að eignast ástvin og hamingjuna. Þennan veikleika notfæri njósnararnir sér til hins ítrasta. Þegar konurnar uppgötva að karlmaðurinn sem þær hafa fallið fyrir hefur meiri áhuga á leynilegum upplýsingum en ást þeirra er oft erfitt fyrir þær að slíta sambandinu. Svo reyndist með Helgu Berger, sem starfaði sem ritari við utanríkisráðu- neytið vestur-þýzka. Hún var svo hrif- in af Peter Krause að hún, að eigin sögn, sagði honum mörg leyndarmál, Einkum sagðist hún hafa talið það verjandi vegna þess að hann þóttist vera brezkur leyniþjónustumaður. Svo var þó aðeins í byrjun þvi síðar komst hún að raun umaðhann var austur- þýzkur njósnari. Þó hélt Berger áfram að afhenda honum upplýsingar um öryggismál lands síns. — Hann var min stóra ást og þótt ég yrði fyrir miklum vonbrigðum, þegar ég komst að raun um að hann var ekki brezkur leyniþjónustumaður, þá vildi ég ekki missa hann og hélt því áfram að veita honum upplýsingar. Helga Berger viðurkenndi að hafa tekið við jafnvirði rúmlega fimm millj- óna íslenzkra króna i peningum og hátt á aðra milljón króna i gjöfum fyrir aðstoð sína við Austur-Þýzka- land, þau tíu ár sem samband þeirra Peter Krause stóð. Því lauk er hann komst að því að vestur-þýzkir leyni- þjónustumenn voru komnir á hæla Berger. Stakk hann þá af til Austur- Þýzkalands. Helga Berger fullyrti þó að pening- arnir og gjafirnar hefðu þó aðeins verið aukaatriði. Meginástæðan fyrir njósnum' hennar hefði verið löngun hennar til að halda sambandinu áfram við Peter Krause. — helzta leið Austur- Þjóðverjaað leyniskjölum Vestur- Þýzkalands SLEGGJUDOMAR Kjallarinn Hér á landi er það mjög algengt að menn setji sjálfa sig i dómarasæti. 'Og felli sleggjudóma yfir mönnum og málefnum án þess að vita gjörla um málavexti, eða finni rök fyrir máli sinu. Þannig þykist Sigurður E. Guð- mundsson, krati, þess umkominn að fella dóm yfir verzlunarmönnum í Dagblaðinu 15. sept. sl. Hann segir m.a.: „Vafalaust er innflutningsverzlun- in stærsta, mannfrekasta og dýrasta bákn, sem á þessari þjóð hvílir og er þá mikið sagt. Með gjörbreyttu skipulagi hennar væri vafalaust hægt að spara fjármuni, sem frekar næmu milljörðum króna en milljónum. Þrjár-fjórar innflutningsheildir, sem hefðu mestalla innflutningsverzlun- ina með höndum, gætu vafalaust sparað samfélaginu stórfé, hvemig sem á er litið.” Hafa menn heyrt svona rakalausar upphrópanir áður ? Jú, ekki er því að leyna. En meðal annarra orða. Það er eins og mig minni að fyrir ekki löngu hafi verkfræðingar og arkitekt- ar sýnt fram á það með talsverðum rökum að sú ríkisrekna stofnun, sem Sigurður E. Guðmundsson veitir for- stöðu, sé ekki samkeppnisfær við frjálst framtak, því ætti að leggja hana niður. En það er víst lítil hætta á því að forstjórinn verði atvinnulaus af þeim sökum. Hér tiðkast það ekki að leggja niður ríkisfyrirtæki þótt þau séu óþörf og illa rekin. Það þykir ekki tiltökumál þótt skattborgararnir þurfi að greiða helming tekna sinna til að halda uppi þarflausum embætt- um, þarflausum mönnum, á ríkisjöt- unni. Vegna ummæla Sigurðar E. Guð- mundssonar, sem hér að framan er til vitnað, um að þrjár-fjórar inn- flutningsskrifstofur ættu að sjá um alla innflutningsverzlun til landsins, er hægt að segja það með nokkurri vissu að landsmenn yrðu ekki ánægðir með slíka þjónustu. Og draga má mjög í efa að vörur yrðu ódýrari á þann hátt. Hvort innflutn- ingsfyrirtæki eru fleiri eða færri skiptir afar litlu máli. Ef þau eru mörg, eru þau auðvitað minni, með færra starfslið og minni kostnað. En þau geta þjónað jafn vel á sinu af- markaða sviði fyrir því. Og rekstrar- kostnaður á einingu þarf ekki að vera meiri hjá litlu fyrirtæki en stóru. Þetta byggist á hagsýni þess sem á heldur. Oftrú á ríkisrekstur Telja má líklegt að menn sem hafa líkar hugmyndir um verzlun og Sig- urður E. Guðmundsson séu haldnir þeirri ofurtrú á ríkisrekstur að í þeirra huga komi vart annað til greina. En það vill nú svo til að rikis- rekin fyrirtæki standast sjaldnast samkeppni hins frjálsa framtaks. Skipaútgerð ríkisins hefur verið rekin hér um áratugi með margra milljóna tuga halla á hverju einasta ári. Ekkert sýnist þó einfaldara en að hægt sé að flytja vörur með skipum milli staða á þessu eylandi. Og á meðan skipin sigla hálftóm milli hafna keyra vörubílar um landið þvert og endilangt, hlaðnir vörum, árið um kring, án styrkja. Þó er ekki ódýrara að flytja vörur með bílum. Það er jafnvel mun dýrara í mörgum tilfellum. Hvað er þá, sem veldur þessari „öfugþróun”, eins og þeir mundu segja sem aðhyllast ríkis- rekstur? Skýringin er einföld. Betri þjónusta. Það er þetta, sem kratar og kommar geta aldrei skilið, að góð þjónusta er nokkurs virði. Segja má að það sé að kasta grjóti úr glerhúsi þegar einn starfsmaður ríkisbáknsins heldur því fram að verzlunin sé það dýrasta bákn sem á þessari þjóð hvíli. Vill ekki þessi góði maður kynna sér hvort rekstrarkostn- aður Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins er lægri en hjá öðrum vöru- innflytjendum? Sleggjudómar á borð við þann sem hér að framan er vitnað til eru því miður mjög algengir hér á landi. Menn þykjast endilega þurfa að kveða upp dóm yfit hvers konar mál- efnum, hvort sem þeir bera skyn- bragð á hlutina eða ekki. Verzlun er mjög þýðingarmikil at- vinnugrein. Og hún hefur menning- arhlutverki að gegna í þeim löndum Andres Guðnason sem ríkisvaldið hefur ekki knésett hana. En hún kemur þvi aðeins þjóð- félaginu að fullum notum að hún fái að njóta frelsis til samkeppni, frelsis til fullkomnari þjónustu við neyt- endur. Frjáls verzlun, án ríkisaf- skipta, án afskipta manna sem ekki skilja eðli frjálsrar verzlunar. Andres Guönason forstjóri Starfshættir Alþingis manna hafa ekki einungis áhuga á því að setja lög, heldur hafa þær einnig lif- andi áhuga á þvi að fylgjast með því, hvort og hvernig lögum sé framfylgt. Það er auðvitað fráleitt að samþykkja lagabálka og aftur lagabálka, ef engin trygging er fyrir því, að nokkru sinni sé farið eftir þeim. Þing setja til dæmis lög og herða rækilega yiðurlög gegn skattsvikum. Út af fyrir sig er það auðvitað góðra gjalda vert, en þegar þess er gætt, að hér á landi til dæmis er ekki refsað fyrir skattsvik, þá segir sig sjálft, að slík lög eru vita tilgangslaus. Svarið við þessu hefur í vaxandi mæli verið það, hjá okkur skyldum löndum, að löggjafarþing hafa tekið sér völd til þess að hafa eftirlit með þvi, hvort lögum sé fylgt. Lög sem enginn sér ástæðu til þess að fara eftir, og sem framkvæmdavald og dómsvald hafa einhverra hluta vegna ekki séð ástæðu til þess að fylgja eftir, eru auð- vitað einasta hlægileg og til þess fallin að rýra álit löggjafans. Nefndir þingsins taka þegar mið af málaflokkum í líkingu við það sem ráðuneyti gera. Einnig eru ákvæði i stjómarskrá, sem leyfa stofnun sér- stakra rannsóknarnefnda, þegar sér- staklega stendur á. Það má nefna dæmi. Ef þingmenn fá um það ábend- ingar að útgáfu lyfseðla hjá læknum sé áfátt — að það séu brögð að því að gefið sé út of mikið af lyfjum og eftirliti sé ábótavant, þá ætti heil- brigðisnefnd að geta kallað'fyrir þá sem til slíkra mála þekkja. Slík skoð- anaskipti — eða yfirheyrslur, ef menn kjósa að nefna það svo — ættu að fara fram fyrir opnum tjöldum, svo áhuga- fólki gæfist kostur á því að fylgjast með. Á grundvelli slíkra upplýsinga ætti síðan að breyta lögum, ef ástæða þykir til. Alþingi þarf á því að halda að vera lifandi stofnun, í lífrænu sambandi við umhverfi sitt. Þetta þarf að taka til fleiri sviða en einstakra fjárveitinga til einstakra framkvæmda. Það útheimtir í raun aðeins einfalda lagabreytingu að gera nefndum Alþingis ekki ein- ungis kleift, heldur skylt, að fylgjast rækilega með framkvæmd laga. Það er óæskileg þróun, þegar lög- gjafarvaldið þróast í þá átt að vera til- tölulega valdalítið, og þegar alþingis- menn sækjast fyrst og fremst eftir því að bæta sér það upp með því að koma ár sinni fyrir borð annars staðar. Breytingar á starfsháttum Alþingis eru mikilvægar. Mikilvægast er að lög- gjafinn setji ekki einasta lög, heldur hafi hann lifandi eftirlit með því að lögum sé framfylgt. Þetta lifandi eftir- lit getur sem hægast farið fram fyrir opnum tjöldum. Þetta eftirlit gæti átt við um viðskiptasviðið allt, innflutn- ingsverzlunina, sem nú hefur verið mikið til umræðu, heilbrigða ög óheil- brigða samkeppni, eins og þau mál, sem i fréttum hafa verið um Eimskip og Bifröst, íslenzka aðalverktaka og einokunarstöðu þeirra. Hugmyndaríkt þing hefði ótæmandi verkefni. Það þarf í raun einungis minni háttar formbreytingar. En umfram allt þarf viðhorfsbreytingu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.