Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5.0KTÓBER 1978. 3 íslenzkur fatnaður kemur á óvart , . Fatagerð er greinilega komin á hátt stig hérlendis, það sýndi tizkusýningin í sjónvarpinu á dögunum. lí Raddir lesenda Ódýra slátrið of dýrt Neytandi skrifan 1 morgun (28.9. 78) heyrði ég eftir- farandi auglýsingu í útvarpinu frá einni af afurðasölum i borginni: Ódýrt, 5 slátur i kassa á aðeins kr. 7.100, og í gær rak ég augun í auglýs- ingu i búðarglugga: Ódýrt, 5 slátur í kassa á aðeins kr. 7.500. Auðvitað er þetta hvort tveggja ódýrt, en í Lögbirt- ingarblaðinu 27.9. er auglýsing frá Framleiðsluráði landbúnaðarins um að verð á heilslátri með sviðnum haus og 1 kg af mör pr. stk. sé kr. 1227, en ef hausinn er sagaöur má bæta við 12 kr. pr. haus þannig að 5 slátur mættu semsagt kosta mest 1.287 kr. Munurinn er þvi frá 665 kr. á kassa og upp í 1.065 kr. Ég hringdi því i Verð- lagseftirlitíð og þeir gáfu mér upp þetta sama verð, eða 1.287 kr. pr. slátur ef hausinn væri sagaður í sund- ur. Jú, þeir ætla að athuga málið og til- teknar verzlanir og síðan ætla ég að fylgjast með þvi hvaö gerist. En nú langar mig til að leggja spurningu fyrir kaupmenn sem selja 5 slátur í kassa á kr. 7.100 og upp í kr. 7.500. Hvernig fá þeir þetta verð út? Ég get alls ekki fengið meira út en 6.435 kr. DB-mynd An. Skottið fyllt af ódýra slátrinu. Ég er nú ekki mikill spámaður i fatnaði og nokk sama um slíka hluti, en þó vil ég fá að koma að nokkrum linum um fatnað að gefnu tilefni. Sjónvarpið sýndi núna fyrir skömmu sýnishorn af framleiðslu ís- lenskra fataframleiðenda og fyrir til- viljun sat ég og horfði á þáttinn. Mér kom þægilega á óvart, hversu fatagerð virðist vera komin á hátt stig hér á landi. Framleiðendur virðast fylgjast mjög vel með, alla vega sá ég þarna flíkur, sem maður hefði helst vera talin ættuð úr stórtiskuhúsum er- lendis. Fataframleiðendur eiga hrós skilið og vonandi kann álmenningur að meta framtakið. - Pétursson. ®D HeimHis- iæknir svarar Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. „Kastað fyrir borð stéttvísri hugmyndaf ræði öreiganna” — er líður að Olympíuleikunum íMoskvu 1980 Kári Valsson Hrisey skrifan Ég vil leyfa mér að gera athugasemd við athyglisverða forystugrein Dag- blaðsins hinn 26. september sl. Mótmæli ritstjórans gegn þátttöku íslendinga i Ólympíuleikunum eru skiljanleg. Á hinn bóginn getur verið að Rússarnir reisi sér hurðarás um öxl um leið og þeir reisa Ólympiuþorpið í Potemkinstil. Þá kemur getuleysi þeirra í ljós. Keppendurnir munu svelta, því gervöll KGB vélin kemur ekki í veg fyrir, að kokkarnir steli matnum. Leynilögreglan mun fegins hendi taka þátt í þjófnaðinum. Annað eins hefur þar gerzt. Rússar verða tilneyddir að hleypa fleiri blaðamönnum inn i forboðna landið en ella, auk ótal ferðamanna. Svartamarkaðurinn tekur fjörkipp. Rússnesk æska biður með óþreyju eftir Ólympíuleikunum til þess að eignast notaðar gallabuxur og vestrænar kassettur. Þá verður kastað fyrir borð „stéttvísri hugmyndafræði öreiganna”. Að vísu ætla yfirvöldin að notfæra sér leikana til áróðurs, en fyrir honum er heimurinn löngu orðinn ónæmur. Jafnvel íslenzka alþýöubandalags- menn skortir sannfæringu til þess að japla á honum. Þess vegna tel ég óhætt að senda íslenzka keppnisliðið á vettvang. Hitt er annað mál, að vesturlöndin ættu að hætta að selja meintum frelsurum heimsins tækniþekkingu, sem þeir nota siðan til aö handjárna andófsmennina með. ✓ Hvað gerir þú á fimmtudags- kvöldum? Kristján Gunnarsson strætísvagnabil- stjóri: Ég sit bara heima. Ég les blöð og bækur. Ekki er hægt að horfa á sjón- varpið, nema þá stillimyndina. Margrét Ericsdóttir nemi: Það er nú misjafnt. Ef ég þarf mikið að læra heima þá er ég heima að lesa. Stundum fer ég i Bústaði. Það er diskótek sem er haldið í Bústaðakirkju. Þangað geta krakkar i hverfinu sem ég á heima í komið og hlustað á plötur. Einnig fer ég stundum ábíó. Ragnheiður Guðmundsdóttir nemi: Ég er heima að læra. Ef mig langar að sjá ein- hverja mynd I bíó, þá fer ég i bió. Stundum fer ég I Bústaði á diskótek. Rúnar Valdimarsson verkamaðun Eg hlusta á útvarpsleikritið. Þau eru yfir- leitt ágæt. Nei, ég fer aldrei á bió. Magnús Kristófersson verkamaðun Ég er bara heimavið. Ég sakna sjónvarpsins á fimmtudagskvöldum. Þá hlusta ég bara á útvarpsleikritin. Mér finnst þau ekki nógu góð, þau mættu vera betri en þau eru. Kristfn Sif Jónsdóttír, 10 ára: Ég fer stundum út á kvöldin. Já, ég sakna sjón- varpsins. Leikritið I útvarpinu er bara fyrir fullorðið fólk, nema á sunnudög- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.