Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Bandaríkin: Kissinger kominn i knattspymuna — orðinn formaður Knattspyrnusambands Bandaríkjanna og er að hugsa um að kaupa sérfélag — stef nir í að fá heimsmeistara- keppnina árið 1990 Henry Kissinger fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hgfur verið kjörinn formaður knattspyrnusam- bands Bandaríkjanna. Mun höfuð- verkefni hans verða það að reyna að skipuleggja uppbyggingu knattspyrn- unnar í Bandaríkjunum svo vel að þeir geti og fái að sjá um heimsmeistara- keppnina árið 1990. Knattspyrna átti lengi vel erfitt upp- dráttar í Bandarikjunum og stóð lengi algjörlega í skugganum af baseball, körfuknattleik og bandariskum fót- bolta. Hefur þetta breyzt mjög hin síðari ár og meðal annars vegna heims- frægra knattspyrnumanna, sem leikið hafa með bandarískum liðum. Má þar nefna Pele frá Brasilíu og Becken- bauer frá Vestur-Þýzkalandi. í viðtali við Kissinger sagðist hann alltaf hafa haft mikinn áhuga á knatt- spyrnu. Hefði honum oft tekizt að eiga erindi þar sem stórleikir fóru fram, er hann gegndi stöðu utanríkisráðherra. „Ég tel að knattspyrnan eigi eftir að verða vinsælasta íþróttagreinin í Bandaríkjunum og það með réttu,” sagði stjórnvitringurinn. Kissinger hefur fest kaup á einhvers konar heimild til að kaupa meirihluta hlutafjár í knattspyrnufélagi einu. Segist hann þó vera alveg óráðinn i því hvort úr verður og í það minnsta ekki fyrrenánæstaári. --------------------------► „Hafði oftast lag á að vera að funda þar sem stórleikir voru i knattspyrn- unni,” segir Kissinger fyrrum utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, sem nú nýverið hefur snúið sér að knattspyrn- unni, enda minna um að vera hjá honum í opinberu lifi en áður. Sagt hefur verið um Kissinger, aö hann kunni bezt við sig i sviðsljósinu og verður knötturinn því væntanlega til að lýsa hann upp á næstu árum. Erlendar fréttir REUTER Svíþjóð: NÓBELS VERÐ LAUN TILKYNNT ÍDAG Tilkynnt verður um hver hljóta muni bókmenntaverðlaun Nóbels í dag. Að venju verður það gert í Stokkhólmi en sænska akademian velur þann sem hnossið hlýtur. Verðlaunin eru að þessu sinni jafn- virði 165.000 dollara. eða rúmlega fimmtíu milljónir íslenzkra króna. Varer med gren rkering pá prísmæi ermcl.18% moms. ;•: 'tT'vTxT lægges til ved kassen. .. > ■5 Danir hækka momsinn —8% atvinnuleysi og lítil hrifning yf ir horf um í ef nahagsmálum Danir voru að hækka hjá sér „moms- inn” eins og þeir kalla virðisaukaskatt- inn, sem leggst á vöruverð 1 stað sölu- skatts eins og hjá okkur. Danskir neyt- endur gera þó á þessum nöfnum litinn mun og eru heldur fúlir yfir þvi að þurfa að greiða sihækkandi skatta. Hækkun virðisaukaskattsins hefur mjög verið til umræðu í Danmörku aö undanförnu og hefur tengzt beinum umræðum um kjaramál og laun. Mjög mikið atvinnuleysi er i Danmörku og eru atvinnuleysingjar taldir um það bil 8% af vinnufæru fólki. Tuttugu þús- und manns söfnuðust fyrir utan þing- húsið i Kaupmannahöfn í gær er Anker Jörgensen forsætisráðherra flutti stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Kom hann þá mjög inn á efnahags- og at- vinnumál eins og við mátti búast. Líbanon: ALLT/BAU OG BRANDI Miklir bardagar hafa verið í Líbanon í nótt og í gærkvöldi. Berjast þar kristnir hægrisinnar sem neitað hafa að hleypa her- sveitum Sýrlendinga inn í borgar- hverfi sín í Beirút. Sýrlendingar eru á vegum Arababandalagsins í landinu og eiga að gæta þar friðar. Talið er að um fimm hundruð manns hafi fallið í nótt og vitað er að sjúkrahús hafa ekki haft undan aðhlú aðsærðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóð anna kom saman til óformlegs fundar um Líbanonsmálið. Var þar tekið vel tillögu Frakka um leið til friðar í þessu stríðsþjáða landi. Danmörk: Danir reiðir Bretum vegna fiskveiðimála — verðum að hætta samvinnu við Ef nahagsbandalagið Danska ríkisstjórnin mun i dag ræða þá ákvörðun Breta að færa út fiskveiðilandhelgi sína við austurströnd Skotlands. Danskir fiskimenn hafa um langt skeið veitt stóran hlut af afla sínum á því haf- svæði, sem nú hverfur inn fyrir umráðasvæði Breta. Svend Jakobsen, fiskimálaráðherra Dana, sagði í gær að stefna Breta i fiskveiðimálum væri í algjörri and- stöðu við hinar átta þjóðirnar í Efnahagsbandalaginu. Ógnaði þessi hegðan þeirra öllu samstarfi innan þess. Vegna afstöðu brezku ríkis- stjórnarinnar hefur bandalaginu ekki tekizt að mynda heildarstefnu um fiskveiðimál og einnig hafa samningar við ríki utan þess strandað. Kent Kirk, formaður danskra fiskimanna, sagði í gær að ef Efnahagsbandalaginu tækist ekki að fá Breta til að gangast inn á stefnu annarra ríkja innan þess þá yrði danska ríkisstjórnin að hætta allri samvinnu við bandalagið í fiskveiðimálum. Því meir sem Bretar 'æru út á þá braut að ákveða fiskveiði- svæði sín einhliða yrði þetta mál erfiðara, sagði Kirk. Danir yrðu að fara að huga að því að ná undir sig eina þeim litlu svæðum, sem þeir hefðu enn möguleika á i Norður- Atlantshafinu og Norðursjónum. ef Bretar hætta ekki einleiknum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.