Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5.0KTÓBER 1978. 15 c Almennt fagnaðarefni leigubflstióra Reykingabann í leigubflum: — en einstaka bflstjóri bíður þó eftir leyfisveitingum yf irvalda til klósettferða Mörgum finnast boð og bönn keyra úr hófi fram í þjóðfélaginu og kættust því litt er út spurðist enn eitt bannið: bann við reykingum í leigubifreiðum. Til þess að heyra hljóðið I leigubílstjórum 'gerði DB sér ferð á tvær leigubifreiða- stöðvar í gær, Hreyfil og Bæjarleiðir. Greinilegt var að þetta var eitt af aðalumræðuefnum bílstjóranna og sýndist sitt hverjum. Þó virtust flestir á því að þetta bann væri mjög þarft og þeim kærkomið. William Tracey bílstjóri hjá Hreyfli sagðist mjög hrifinn af þessu banni. „Ég reyki ekki,” sagði William. „Taki ein- hver upp sígarettu í bíl minum, bendi ég hinum sama á bannið, sem er í gildi og yfirleitt er tekið vel I það. Ef maðurinn sættir sig hins vegar ekki við reykinga- • bannið, keyri ég hann ekki. Ég lít þannig á, að lögreglan geti sektað okkur, ef við framfylgjum ekki þessu banni. Þá erum við sjálfsagt rétt- lausir, ef eitthvað er skemmt fyrir okkur með reykingum i bílnum. Eftir þetta er allt annað að þrifa bílana, svo ekki sé talað um dvölina í bílunum. Það getur verið mjög erfitt að vera I bíl ef reykt er vegna þess hve húsið er lítið og loftið mettast fljótt.” Af samræðum annarra bílstjóra á stöðinni rrtátti ráða að ekki voru allir sammála um ágæti reykingabannsins. Einum bílstjóranum fannst þetta skerðing á persónufrelsi og framvegis þyrfti líklega að biðja um leyfi yfirvalda til þess að fara á klósettið. Skjöldur Eyfjörð bílstjóri hjá Bæjar- leiðum sagði að þetta reykingabann væri alveg sjálfsagt. „Ég reyki sjálfur,” sagði Skjöldur „og reyki raunar í bilnum líka, þ.e. ef farþegar eru ekki í bilnum. Eftir á reyni ég að lofta út eins vel og ég get og opna alla glugga. Ég myndi þó leyfa farþega, sem reykti, að reykja á langri leið, t.d. til Akureyrar. Það verður að vega og meta í hverju tilviki, hvað ber að gera. Færi ég hins vegar þessa sömu leið með mann sem ekki reykti, myndi ég ekki reykja í bílnum, heldur á áningarstöðum. Ég hef ekki orðið var við það,” sagði Skjöldur, „að lögreglan fylgist með þvi hvort reykt sé í bilunum. Hins vegar eru þeir liðlegir við okkur, ef við leitum til þeirra í vandræðum. Það er þó eftirtekt- arvert, hve fólk er tillitssamara en áður i þessum efnum og flestir spyrja áður en þeir setjast upp í bílinn, hvort þeir megi reykja. Ég veit ekki til þess að sektir séu við brotum á þessu banni, okkur hefur a.m.k. ekki borizt nein tilkynning .um það frá okkar bandalagi. Því hefur þó verið fleygt að við þessu broti sé 5 þúsund króna sekt, en um sönnur þess veit ég ekki.” Steindór Steindórsson bílstjóri hjá Bæjarleiðum sagðist aldrei hafa reykt. „Mér finnst því gott að geta borið þetta fyrir mig. Einum manni hef ég þó leyft að reykja siðan þetta bann var staðfest. Þetta verður að vega og meta í hvert skipti. Reykingar fara illa i mig og ég verð slæmur I augum, ef reykt er í bíl hjá mér. Það á sérstaklega við sterka og daunilla vindla. Eg get ekki annað séð en það sé alger Borgarstjórnin komin úr sumarfrfi —fyrsti fundurídag Fyrsti fundur í borgarstjórn Reykja- borgarfulltrúa verður lagt til aö kosið víkur eftir sumarleyfi verður haldinn i verði 7 manna framkvæmdaráð. dag kl. 5. Verða þá tekin fyrir allmörg Undir það heyra meðal annars: Gatna- mál. Meðal þeirra er tillaga frá méiri- og holræsagerð, byggingadeild, hreins- hluta borgarstjórnar um að setja fram- unardeild, garðyrkjudeild, vélamið- kvæmdaráð yfir alla þætti, sem heyra stöð, áhaldahús, grjótnám, malbiks- undir embætti borgarverkfræðings, og stöð, pipugerð svo eitthvað sé nefnt. ekki eru þegar orðnir sjálfstæðar Verði tillagan samþykkt, sem ætla má, stofnanir svo sem vatnsveita og hita- þar sem ráð er fyrir henni gert I sam- veita. starfssáttmála meirihlutans, verður Að sögn Björgvins Guðmundssonar kosið í ráðið eftir hálfan mánuð. BS Óbreyttur rekstur á Hóte! Sögu: Við getum dansað þar íallan vetur Sumartíminn erfiðastur í veitingarekstri á Sögu „Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Hótel Sögu í vetur,” sagði Konráð Guðmundsson hótelstjóri i viðtali við DB. „Salirnir verða reknir með nákvæmlega sama sniði og verið hefur að vetrarlagi.” Orðrómur hefur heyrzt um að skemmtanahaldið að Hótel Sögu væri heldur ábatab'tið og það jafnvel heyrzt að það ætti að leggja niður. Ólafur E. Stefánsson, sem er for maður Hússtjórnar Bænda- hallarinnar, vísaði spurningu DB hér um algerlega til hótelstjóra og kvað ekkert slíkt mál hafa verið rætt I hús- stjórninni. Konráð Guðmundsson leiðrétti orðróminn og kvað eins og i upphafi segir engar breytingar fyrirhugaðar á rekstri veitingasala Hótel Sögu. Konráð taldi hugsanlegt að orðrómurinn stafaði af þvi að oft væri síðsumars rætt um erfiðleika í veitingarekstrinum og þá heyrðust kannski þær raddir að leggja ætti árar í bát. „Sumartíminn er alltaf erfiður og öðruvísi en veturinn,” sagði Konráð og Reykvíkingar sem aðrir geta dansað að Hótel Sögu að minnsta kosti i allan vetur. A.SL William Tracey bilstjórí á HreyBi. Skjöldur Eyfjðrð bilstjórí á Bæjarleiðum. Steindór Steindórsson bilstjórí á Bæjar- leiðum. óþarfi að reykja, þótt skotizt sé á milli húsa í bíl. En það er eðlilegt að veita undanþágur á lengri leiðum ef beðið er sérstaklega um það. Þá er þess ógetið að oft hafa orðið brunaskemmdir í leigubílum vegna reyk- inga, bæði á sætum, hurðum og í toppi bílsins. í þessum efnum hefur reynzt erfiðast að eiga við drukkið fólk og er oft eina ráðið að neita að taka slíkt fólk upp í bilana.” • JH Gripið simann gcriðgóð kaup Smáauglýsingar BIADSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.