Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978. H mk bruggar bezta vínið í borginni: „Eitt er víst — ofdrykkjumenn brugga ekki... — rætt við kunnan borgara á eftirlaunaaldri, semkann vel til verka Hvers lags fólk eru heimabruggarar? Og hvers vegna eru þeir að fást við (Dennan ólöglega heimilisiðnað? Til að spara peninga? Til að geta verið sifullir? Eða eru þeir sælkerar, sem langar að gera tilraunir með bragðefni og áfengis- magn? Okkur langaði að tala við einhvern snilling í iðninni og hringdum fyrst í Guttorm í Ámunni og spurðum hann ráða. En hann færðist undan og vildi ekki bregðast trúnaði viðskiptavina sinna. Þá höfðum við samband við fjöl- mennt og virt fyrirtæki hér i bænum, þar sem við höfðum heyrt að góð sam- vinna rikti hjá starfsfólkinu um að leggja saman í lögn. Menn þar vildu að visu helzt ekki viðurkenna að fást við nokkuð slíkt sjálfir en voru hins vegar mjög fróðir um bruggara bæjarins og bentu okkur á kunnan eftirlauna- mann, sem sagður var brugga bezta vín i borginni. Og hjá honum komum við ekki að tómum kofunum. Að nýta landsins gæði Hann sagði að það væri hægt að brugga vín af hvaða plöntu sem væri. Og hér á landi yxu fjölmargar, sem ágætt væri að brugga af. Bezt væru bláber, krækiber. sólber og rifs, en hann hafði reynt margar aðrar. Til dæmis hafði hann fengið ágætt hvitvín af fífla- hausum, „Það sló ódýru hvítvínin í Rikinu algjörlega út. Hann hafði lika reynt rabbarbara en það varð ekki gott. „svo erfitt að ná burt oxalsýrunni.” „Það er hægt að nota næstum allt,” ég hugsa að það mætti meira að segja taka blóðberg, sjóða af þvi seyði, bæta út í það gernæringu, geri og mátulegu magni af sykri.þá fengist áreiðanlega vln.” „Það er hægt að nota næstum allt, þaðerhægt að brugga úr Tropicana með því að bæta út í það sykri og geri, já, þá fengist vin með léttu appelsinubragði, 11—13% að styrkleika.” „En það sem mér finnst skemmti- legast aö brugga er konsentreraður þrúgusafi, sem ekkert rotvarnarefni er í. „Það verður líkt og sherrí.” Ekki orðið f ullur í 50 ár „Ég hef ekki drukkið mig fullan síðan ég var 19 ára,” sagði hann ennfremur.” Frá þvi um tvítugt þangað til fram undir fimmtugt var ég algjör bindindismaður. Nú er ég 69 ára og segi það eins og er, að á kvöldin finnst mér fjarska gott að fá mér glas af léttu víni. En ég mundi ekki nenna að brugga það sjálfur nema af því að léttu vínin í Ríkinu eru svo dýr. Það er fjórum eða fimm sinnum ódýrara að brugga heima heldur en kaupa þar.” Siðareglur bruggarans „Tvennt mundi ég aldrei gera: Ég mundi aldrei brenna drykk, og ég mundi aldrei selja drykk. Eiming sterkra drykkja i heima- Styrkir til háskólanáms í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram þrír styrkir handa ís- lenskum námsmönnum til háskólanáms í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi háskólaárið 1979-80. Styrkirnir nema 650 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta auk 100 marka á námsmisseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undanþegnir skólagjöldum og fá ferða- kostnað greiddan að nokkru. Styrktímabilið er 10 mán- uðir frá 1. október 1979 að telja en framlenging kemur til greina að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 1. nóvember nk. — Sérstök umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. októbar 1978. Styrkir til að sækja þýskunámskeið í Sambands- lýðveldinu Þýskalandi. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum að boðnir séu fram þrír styrkir til handa íslenskum stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýskunámskeið í Sambandslýðveldinu Þýska- landi á vegum Goethe-stofnunarinnar á tímabilinu júní — október 1979. Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda, auk 600 marka ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 19—32 ára og hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Þeir skulu hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir l. nóvember nk. Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. október 1978. ROKSALA í BRUGGEFNUM — seldust sumstaðar upp á svipstundu í gær Geysimikil sala var í efnum til öl- og vingerðar i verzlunum bæjarins í gær. Allt slíkt seldist upp í Viðis-búðunum, bæði í Austurstræti og í stóru búðinni í Starmýri. „En við eigum von á einhverju til viðbótar í dag,” sagði verzlunarstjórinn. Viða annars staðar, svo sem i Glæsibæ og öðrum búðum Sláturfélags- ins, hefur verið fjörug sala en ennþá eru til nokkrar birgðir. Venjulegt pressuger seldist upp á örskammri stund í gærmorgun hjá Náttúrulækningafélaginu á Laugavegi. Það verður ekki fáanlegt altur fyrr en eftir nokkra daga. „Við leituðum til aðila sem við höfum stundum getað fengið þetta hjá,” sagði verzlunar- stjórinn" en því miður geta þeir ekki hjálpað okkur fyrr en i næstu viku i fyrsta lagi.” Að sjálfsögðu stafar þessi sölukippur af ótta fólks við að einhverjar hömlur á sölu þessara efna fylgi i kjölfar bréfsins frá fjármálaráðherra, þar sem hann biður viðskiptaráðuneytið að hlutast til um að Áfengisverzlunin taki að sér forræði á sölu gersveppa. í Ámunni, sérverzlun með vörurtil heimabruggs, var algjör örtröö i gærdag. Hér eru nokkrír viðskiptavinanna aö gera innkaup sin. húsum er bönnuð i flestum löndum, enda erfitt að framkvæma hana svo að útkoman verði bragðgóð og nægilegt hreinlæti viðhaft. En í flestum löndum má brugga létt vín. í Danmörku má aðeins brugga úr heimafengnum ávöxtum eða hráefnum. Þeir hafa að vísu bæði epli og plómur — en hér getur svo sem hver sem er keypt sér kassa af eplum, marið þau í sundur, bætt út i þau gernæringu, geri og sykri og fengið bezta eplavín. Að selja vín mundi setja blett á heima- bruggarastéttina, ef mér leyfist að telja míg til hennar. En er það ekki saklaus ánægja að bruggja þannig að maður geti boðið gestum sinum glas af léttu víni? Það er geysigaman, sérstaklega þegar vel hefur tekizt. Til að brugga gott vin þarf góðan útbúnað. Skemmtilegast er að eiga Uka vintunnu. Þessi tekur um 15 litra. Að bíða f tíu vikur — En stuðlar ekki allt þetta brugg að ofdrykkju? — Ég skal ekki um það segja, en hitt veit ég að ofdrykkjumenn brugga ekki. Til þess hafa þeir ekki neina þolinmæði. Það gefur augaleið að maður sem er hertekinn af vinlöngun fer ekki að biða í margar vikur eftir þvi að bruggið sé tilbúið. Ég er tíu tólf vikur með mitt vín í gerjun og svo verður það langbezt ef það fær að standa tvo þrjá mánuði á flöskum. Ætli drykkjumaðurinn skelli sér ekki bara beint í Rikið. Honum er hvort sem er sama hvað það kostar. IHH. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri: REYNT AÐ TORVELDA FÓLKI AÐ NÁLGAST GERSVEPPI — en Ijóst að aldrei er hægt að koma í veg fyrir bruggun Haft er eftir Höskuldi Jónssyni ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu i Þjóðviljanum í gær, að ráðuneytið kæri sig ekki um stóra keppinauta i áfengis- sölu, og þvi sé tilkomið bréf ráðu- neytisins til viðskiptaráðuneytisins þess efnis að gersveppir verði teknir af frílista. Þar sem lesa má út úr svari ráðu- neytisstjórans, að ÁTVR missi spón úr aski sinum með heimabruggi almennings, sem haft er fyrir satt að sé mikið stundað, hafði DB samband við hann og spurði hvort eina leiðin til þess að ná þessum tekjum væri ekki að. ÁTVRseldisterktöl. Höskuldur sagði það auðvitað ekki á valdi ráðuneytisins að segja til um bruggun og sölu sterks öls hérlendis. „En við höfum einkasölu á áfengi,” sagði Höskuldur. „Þetta bréf okkar er hugsað til þess að reyna að koma í veg fyrir hugsanleg brot og þá í öðru lagi að afla ríkinu fjár. Það er alltaf hætta á því að ef menn leggja i, þá gleymi þeir að gæta að leyfilegum styrkleika ölsins. Það er ekki beint farið fram á það aö fá einkasölu á gersveþpum, heldur að Áfengisverzlunin fái forræði yfir þessum málum. Það er ekki nauðsynlegt að hún sé eini innflutningsaðilinn, heldur komi til regiur um þennan innflutning. Bréf það sem sent var til viðskiptaráðu- neytisins nær aðeins til gersveppa, en ekki þurrefna, sem eru til sölu i verzlunum. Innihald þessarar þurrvöru eru venjuleg matvæli, t.d. humlamjöl, sem hægt er að flytja inn i allt öðrum til- gangi. Ég sé engar líkur á því að hindruð verði sala á þessum vamingi, enda þótt nota megi hann til framleiðslu áfengra drykkja. Og það er vitað mál, að aldrei verður hægt að koma i veg fyrir það að menn leggi í til öl- eða vingerðar. En margir munu e.t.v. láta af því ef erfiðara verður að nálgast þau efni sem þarf. Sá er tilgangur okkar. En það er þó ljóst, að hver og einn getur unnið við bruggun, ef áhugi er fyrir hendi,” sagði Höskuldur Jónsson. JH I.H.H. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.