Dagblaðið - 14.10.1978, Page 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978.
DB á ne vtendamarkaði
SALTFISKUR
Til eru þau heimili þar sem það
þykir nálgast helgispjöll að borða kjöt
á laugardögum. Og af því að við
höfðum svo fínan og dýran mat 1 gær
skulum við borða fisk í dag, soðinn
saltfisk. Kílóið af útvötnuðum saltfiski
kostar núna 583 krónur og dugar það
fyrir 5—6.
Látið fiskinn í sjóðandi vatn og
sjóðið hann í 10—15 mínútur. Veiðið
Enginn helmingsmunur
á molasykursverði
íBorgarnesi
Hringt var frá Borgarnesi og vakin
athygli á mótsögn i fyrirsögn og grein
á neytendasiðunni á þriðjudaginn. I
fyrirsögn stóð: Helmingsmunur á
molasykursverði í Borgarnesi. Þegar
greinin var hins vegar skoðuð nánar
sást að 1 öllum verzlunum nema einni
var gefið verð á einu kílói en i þeirri
sem var með helmingi lægra verð var
gefið upp verð á hálfu kilói. Verðið á
sykrinum er því alls ekki lægst í
verzlun Jóns Eggertssonar heldur í
verzluninni Neskjör og munar þar 11
krónum. Beðizt er velvirðingar á
mannlegum mistökum.
Neytendasamtökin safna félögum:
ÞVÍFLEIRI
ÞVÍSTERKARI
Neytendasamtökin hyggjast núna
næstu daga gera stórátak til aðauka
félagatal sitt og styrkja samtökin með
nýjum félögum. Herferðin hefst 1 dag
þó laugardagur sé og geta menn þá
hringt i síma 21666 frá kl. 10 til 5 og
látið skrá sig í félagið. Árgjaldið er
núna 2000 krónur og fyrir það fá
menn Neytendablaðið ásamt þeirri
þjónustu sem samtökin veita.
Óþarft er að taka fram að því fjöl-
mennari sem Neytendasamtökin eru
því betri þjónustu geta þau veitt
neytendum og ætti því að vera hagur
allra að ganga í samtökin.
DS.
Akranes
Fyrstu leigu- og söluíbúðirnar, sem byggðar
hafa verið á vegum Akraneskaupstaðar, eru
hér með auglýstar til leigu eða sölu. íbúðirnar
eru 2ja og 3ja herb. í íbúðablokkinni nr. 1—3
við Vallarbraut. Umsóknarfrestur er til 25.
okt. nk.
Umsóknareyðublöð eru afhent á bæjarskrif-
stofunni.
Bæjarstjóri.
KVARTMÍLUKEPPNI
Kvartmíluklúbburinn mun halda kvartmílukeppm á
braut klúbbsins við Álverið i Straumsvík sunnudag-
inn 22. okt. eða 29. okt. Keppt verður i öilum
flokkum skráðra ökutækja. Upplýsingar um keppn-
ina og skráning keppenda fer fram í síma 74351
milli kl. 20.00 og 22.00 fram á fimmtudaginn 19.
okt. og í síma 21410 milli kl. 13 og 18 fimmtudag-
inn 19. október.
Kvartmíluklúbburinn
froðuna af áður en fiskurinn er færður
upp.
Beztur er saltfiskur auðvitað með
hamsatólg og nýju kartöflum. En
einnig er hann góður með soðnum
rófum og jafnvel gulrótum, bræddu
smjöri eða sinnepssósu. Séð hef ég fólk
borða hrísgrjón og karrísósu með salt-
fiski og þótti gott. Aðrir borða ekki
saltfisk öðruvísi en með grænmetis-
jafningi.
Skammturinn af soðnum saltfiski
kostar um 100 krónur. Með kartöflum
og tólg fer hann upp í ca 140 kr.
DS.
Uppskrift
dagsins
[ Sakkann ítyggjói og tannkremi:
Enginn sér um að
auglýsingar standist
Haft var samband við Neytendasið-
una vegna auglýsingar í sjónvarpi. 1
þeirri auglýsingu er sagt að ákveðið
tyggigúmmí sé sykurlaust og þar af
leiðandi skaðlaust fyrir tennur. Sá er
haföi samband við síðuna sagðist hins
vegar hafa heimildir fyrir því að i
tyggjóinu væri sakkarin sem ekki væri
siður hættulegt tönnum. Sakkarin
sagði hann einnig vera I algengum
gerðum af tannkremi og nefndi þá sér-
staklega bandarískt tannkrem. Aftur á
móti væri tannkrem frá Norður-
löndum oftast sykur- og sakkarínlaust.
Maðurinn vildi vita hvort leyfilegt
væri að auglýsa í islenzkum fjölmiðli
að vara hefði einhverja eiginleika sem
hún hefur ekki.
Það er vitaskuld ekki leyfilegt. En
hitt er aftur annað mál að enginn aðili
er til hér á landi sem gengur úr skugga
um að auglýsingar standist nema
kærur séu lagðar fram. Að sögn
Williams Th. Möller fulltrúa lögreglu-
stjórans í Reykjavík koma öll slík
kærumál fyrst til lögreglunnar. Þau
væru sárafá að því er hann vissi um.
Þegar kært er er það annaðhvort út
af beinum svikum við kaupendur eða
þá vegna ólögmætrar samkeppni.
Þegar kaupendur telja sig svikna er
ekki um annað'að ræða fyrir hvern
einstakan en að kæra til lögreglunnar
og gildir hið sama um'aðila sem telja
samkeppni ekki jafna.
Sé talin ástæða til að rannsaka
málið er það gert og að þvi loknu fer
málið fyrir dóm.
Upplýsíngaseðill
til samanburóar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Simi
Hvaó kostar heimilishaldiö?
Vinsamlegast afhendió þennan svarseöil um leiö og þér greiðió áskrift
næst. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiölun
meöal almennings um hvert sé meöaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærö og yðar.
Kostnaöur í septmánuöi 1978
Matur og hreinlætisvörur kr.______________________
Annaó kr____________________
Alls kr. _
Fjöldi heimilisfólks_____