Dagblaðið - 14.10.1978, Side 6

Dagblaðið - 14.10.1978, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.QKTÓBER 1978. Sími 29922 Fasteignir Opið alla daga og öll kvöld vikunnar Dalsel 2 herb. 80 ferm sérlega vel hönnuð og vönduð íbúð i sérflokki með bilskýli. Skúlagata 3 herb. 80 ferm. íbúðáefstu hæðí fjölbýlishúsi. Vesturbær Gamalt en vel við haldið einbýlishús ásamt byggingarlóð til sölu eða í makaskiptum fyrir góða hæð í vesturbæ. Bárugata 4 hérb. 116 ferm góð ibúð á 2. hæð i góðu steinhúsi til sölu eða i skiptum fyrir góða hæð í vesturbæ. Sólvallagata 100 ferm 4 herb. vönduð og sólrík íbúð til sölu eða i makaskiptum . fyrir 4—5 herb. hæð. Álfheimar 3—4 herb. 110 ferm toppíbúð í fjórbýli, laus strax. Barmahlíð 3 herb. 75 ferm jarðhæð í fjórbýlishúsi, sérstaklega snyrtileg og vel umgengin íbúð, til sölu eða i skiptum fyrir2 herb. íbúð. Efstasund 3 herb. 80 ferm jarðhæð í þríbýlishúsi, björt og falleg íbúð, í sér- flokki, til sölu eða í skiptum fyrir íbúð á 1. eða 2. hæð. IMorðurbraut Hafnarfirði 3 herb. risibúð í tvíbýli, sem nýtt hús með góðum garði. Blöndubakki 4 herb. 110 ferm ibúð með herbergi í kjallara til sölu eða4 skiptum fyrir einbýlishús, má vera gamalt. Skólagerði 96 ferm ibúð á 1. hæð i fjórbýli, sérlega vönduð og góð eign. Höfum til sölu neðri hæð í tvíbýli 90 ferm, 3 herb., á góðum stað í Árbæjar hverfi, lausstrax. Melgerði Sérhæð i tvíbýli, 3 herb., góð stofa, sérinngangur, sérhiti, suðursvalir 40 ferm upphitaður bílskúr, falleg og góð eign i fallegu umhverfi. Makaskipti Höfum ávallt fyrirliggjandi fjölda góðra eigna i makaskiptum, s.s. i Hlíðum, vesturbæ, Hraunbæ, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Höfum fjársterka kaupendur aö öllum gerðum eigna. Góð útborgun. Staðgreiðsla kemur til greina fyrir rétta eign. FASTEIGNASALAN ASkálafell Mjóuhliö 2 (viö Miklatorg) Sölustjóri: Svcinn Frcyr Sölum. Valur Magnósson. Hcimasimi 85974. Lögm: Ólafur Axdsson hdl. Grindavík Þórkötiustaðahverfi Dagblaðið vantar umboðsmann frá 1. nóvember. Uppl. gefa Elín Þorsteinsdóttir, sími 8163 og afgreiðsla 22078. Piltur eða stúlka, 17 til 20 ára með bílpróf, óskast til starfa við sendi- og lagerstörf. KRAFTUR HF.f VAGNHÖFÐA 3, SÍMI85235. Keflavík - Ný námskeið Ný námskeið eru að hefjast. Barna- og full- orðinsflokkar. Innritun í húsi UMFK Hafnargötu 6 mánu- dag og þriðjudag kl. 20. JÓN L ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK „HAPPDRÆTTl HVOR VINNUR □NVÍGIД - sagði Kortsnoj eftir sigurinn 131. skákinni Viktor Kortsnoj sigraði glæsilega i 31. einvígiskákinni, sem var tefld áfram í gær, og hefur því tekist að jafna metin í einviginu. Staðan er nú 5—5 og allt er á suðupunkti i Baguio því sá vinnur einvígið sem fyrr hlýtur 6 vinninga. 1 síðustu 4 skákum hefur Kortsnoj fengið 3 1/2 vinning gegn aðeins 1/2 vinningi heimsmeistarans og nú er spurningin sú, hvort honum takist að halda þessari sigurgöngu áfram. Eftir skákina í gær sagði Kortsnoj að nú væri það algjört happ- drætti hvor ynni einvígið. Aðeins ein lítil mistök — og öllu væri lokið. Svo undarlega vill til að þrjú síðustu töp Karpovs hafa öll komið eftir að nýr maður hefur bæst í sovéska hópinn. Þegar staðan var 5—2 í einvíginu kom sovéski stórmeistarinn Vasiukov beint frá Indlandi, þar sem hann sigraði á alþjóðlegu skákmóti. Kvöldið sem hann kom tapaði Karpov. Nokkrum dögum seinna kom sovéski geimfarinn Sebastianov, sem nú er forseti sovéska skáksambands- ins, og enn tapaði Karpov. Allt er þegar þrennt er og þegar íþróttamála- ráðherra Sovétríkjanna Ivonin kom á vettvang fékk Karpov eitt núllið enn. Ekki sakar að geta þess aö allir þessir menn komu til að halda upp á krýningu Karpovs sem heims- meistara! Eitt er víst — sovéski hópurinn á ekki eftir að stækka mikið héðan í frá! Eftir að skákin fór í bið má segja að hún hafi verið leikur kattarins að músinni. Kortsnoj tefldi alveg eins og heimsmeistari og leyfði Karpov ekki að komast upp með neitt. Eftir glæsilega peðsfórn í 52. leik átti Karpov sér ekki viðreisnar von og mátti gefast upp 20 leikjum síðar. En skákin talarsínu máli: Kortsnoj af stakri snilld. 47. — gxf5 48. gxf5 Hg8 48. — Ha8 er einfaldlega svarað með 49. Ha2, ásamt Kc3 og d4-d5, sem fylgt er eftir með Kd4 eða Kb4 eftir atvikum. 49. Kc3!I Eftir næturlangar rannsóknir hafa Kortsnoj og menn hans fundið þennan bráðsnjalla leik. Flestir bjuggust við 49. d5l? en svartur svarar sterklega með 49. — Hd8! 50. d6 He8! og eins og lesendur geta sannreynt er peðsendataflið jafntefli. 49. — He8 49. - Hg3+ 50. Kb4 Hxh3 er svarað á stórkostlegan hátt með 51. a6! bxa6 52. d5! cxd5 53. c6! og svartur er neyddur til að gefa hrók sinn til að vama því að peðið verði að drottningu. 50. Hd2! Hér valdar hrókurinn d-peðið, þannig að hvíti kóngurinn getur farið að geysast fram völlinn. 50. — He4 51.Kb4 Ke8 Svartur verður að reyna að koma kóngi sínum til varnar á drottningar- vængnum en það dugir samt skammt. 52. »6! Nú getur kóngurinn ruðst inn fyrir vígiinuna. 52. — bxa6 53. Ka5 Kd7 54. Kb6! 52. — bxa6 53. Ka5 Kd7 54. Kb6! A-peð svarts skiptir að sjálfsögðu engu máli. 54. -b455.d5! Taflmennska Kortsnojs er hreint og beint aðdáunarverð. Hvítur fær nú frelsingja á c-línunni sem svartur ræður alls ekki við. Frelsingjar svarts á drottningarvæng hafa ekkert að segja. 55. — cxd5 56. Hxd5+ Kc8 57. Hd3! Undirbýr Hg3 — g8. Svartur er glataður. 57. —a5 58. Hg3 b3 Þvingað, því nú getur svartur svarað með 59. c6, með 59. — Hb4+. 59. Kc6! Kb8 60. Hxb3+ Ka7 61. Hb7+ Ka6 62. Hb6+ Ka7 63. Kb5! a4 64. Hxf6 Svörtu peðin falla nú hvert af öðru. 64. — Hf4 65. Hxh6 a3 66. Ha6+ Kb8 67. Hxa3 Hxf5 68. Hg3 Hf6 69. Hg8+ Kc7 70. Hg7 + Kc871.Hh7! Karpov gafst upp. Hann getur ekki hindrað að hvítur ýti peðinu til h6 og leiki síðan Ha8 + Kc7 — h7 Hh6 — Ha8! þvj Hxh7 er svarað með Ha7 + Bif reiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir sparakstri: HVER KEMST LENGST Á FIMM LÍTRUM? — um fjörutíu bifreiðir verða með í keppninni Um það bil fjörutiu bifreiðir taka þátt í svonefndum sparakstri sem Bifreiða- iþróttaklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir á sunnudag. Hver bifreið fær fimm lítra af bensíni og síðan verður keppt um hver kemst lengst áður en siðasti drop- inn brennur. Keppendur leggja af stað um eitt- leytið á sunnudag frá bensínstöð Skelj- ungs við Reykjanesbraut (skammt frá slökkvistöð Reykvíkinga). Þaðan verður ekið sem leið liggur um Hamrahlíð, Miklubraut, Vesturlandsveg, Þingvalla- veg, Kjósarskarðsveg og síðan aftur út á Vesturlandsveg. Alls verður keppt í átta flokkum. Flokkun bifreiðanna fjörutíu fer eftir vélarstærð. Síðast efndi Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur til sparaksturs fyrir um ári. Þá komst Citroen SL lengst á fimm litr- unum, tæpa eitt hundrað kilómetra. — Á sunnudagsmorguninn verður öllum keppnisbílunum safnað saman við Laugardalshöllina. Þaðan leggja þeir af stað um ellefuleytið og aka í halarófu að bensínstöðinni við Reykjanesbraut. • ÁT Viðgerð nýja Eyjarafstrengsins: STRENGURINN SAGAÐUR í SUNDUR Á 40 M DÝPI Viðgerðin á nýja rafstrengnum til Vestmannaeyja hefur reynzt talsvert erfið og vandasöm. Erfiðleikar hafa verið við köfun á bilunarstaðnum skammt frá Faxaskeri, aðallega vegna strauma og veðurs. Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri ríkisins, sagði í samtali við fréttamann DB, að verið væri að saga strenginn í sundur á um 40 metra dýpi. Síðan yrðu endarnir teknir upp og skeyttir saman á ný eftir viðgerðina. „Viðgerðinni lýkur þá væntanlega á sunnudagskvöld eða á mánudag,” sagði Kristján. „Kafarar eiga erfitt með að athafna sig á þessu dýpi og geta ekki verið niðri nema stuttan tíma í einu.” ÓV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.