Dagblaðið - 14.10.1978, Side 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978.
Sparisjóðirnir anna
15-20% lánsumsókna
— sparifé fer sífellt minnkandi í hlutfalli við þjóðartekjur
„Ég efast um að sparisjóðirnir
almennt geti uppfyllt lánaóskir nema
fimmta til sjöunda hvers manns,”
sagði einn stjórnarmanna Sambands
íslenzkra sparisjóða á fundi með
fréttamönnum í vikunni.
Fréttamannafundurinn var haldinn
í kjölfar aðalfundar sambandsins um
sl. helgi. Minntu stjórnarmenn á að
hlutfall sparifjáreignar landsmanna og
þjóðarframleiðslunnar hefði minnkað
verulega á undanförnum átta árum.
„Um áramótin 1970 var heildarspari-
fjáreign landsmanna um 40% af
þjóðarframleiðslunni,” sagði Baldvin
Tryggvason, formaður sambandsins,
„en um síðustu áramót vantaði 42.5
milljarða upp á sama hlutfall. Orsökin
er fyrst og fremst of lágir vextir.”
Engu að síður var rekstrarafkoma
sparisjóðanna góð á síðasta ári.
Heildarinnistæður þeirra í árslok voru
15.3 milljarðar, höfðu aukizt um
44.6% á árinu, en almenn innistæðu-
aukning hjá innlánsstofnunum það ár
var 42.9%. Hlutdeild sparisjóðanna í
innlánsfé landsmanna jókst því
nokkuð og hefur enn aukizt á þessu
ári. 1 lok ágúst var hún komin i 16%.
1 ályktun aðalfundar Sambands ísl.
sparisjóða segirm.a.:
„Á undanfömum árum hefur
sparifé sífellt farið minhkandi i hlut-
falli við þjóðartekjur og aðgerðir af
hálfu stjórnvalda ekki reynzt þess
megnugar að halda raunvöxtum og
tryggja þannig hag sparifjáreigenda.
Stjórn og varastjórn Sambands isl. sparisjóða. Frá vinstri: Ingólfur Guðnason,
Páll Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Þór Gunnarsson, Baldvin Tryggvason
formaður, Sólberg Jónsson, Ingi Tryggvason og Hallgrimur Jónsson.
Fundurinn leggur áherzlu á að mennings á innlánsstofnunum
undinn verði að því bráður bugur að landsins og verðgildi íslenzka gjald-
tryggja á þann veg verðgildi sparifjár- miðilsins."
innistæðna að aukið verði traust al- ÓV.
——_________________ ^
hljómdeíldín kynnir
nýja hljómjþlötu
’fífty second street”
* með
Billy íJoel
— geitungabú fannst í Laugarnesinu
Deiiurnar í Sjálfstæðisf lokknum magnast:
Geitungabú fannst í garði við
Laugarnesveginn í gær. Var þar lif og
fjör og mikið að gera hjá fjölda vinnu-
dýra geitungadrottningar, sem tókst
að handsama.
Athugul kona tók eftir þvi nú i
haust að fuglar sóttu ekki i frjósöm
rifsberjatré í garði nágranna hennar.
Þrestir og starrar hafa glatt íbúa hverf-
isins, ekki hvað sízt i trjágörðum. Þeir
hafa gætt sér á berjum runna og trjáa.
Þótti konunni einkennilegt að þeir létu
falleg og þroskuð rifsber eiga sig í
fæðuöfluninni.
í þessum garði hefur orðið vart
flugna sem taldar voru venjulegar
randaflugur. Síðsumars hefur komið
fyrir að þessar flugur hafa stungið
böm svo að miklum óþægindum hefur
valdið. Hefur húðin hlaupið upp um-
hverfis stungustaðinn.
Datt hinni athugulu konu í hug að
samband gæti verið á milli hinna
árásargjörnu flugna og óskýranlegs
lystarleysis spörfuglanna á safaríkum
berjum. Hringdi hún í Náttúrufræði-
stofnunina. Komu þá á vettvang
Erling Ólafsson skordýrafræðingur og
Kristbjörn Egilsson grasafræðingur.
Var þeim vísað á hið líflega flugna-
bú. Tókst þeim að fanga fjölda geit-
unga og við frekari leit fundu þeir aðra
drottningu til viðbótar þeirri sem fyrst
fannst.
„Hér verður mikið að gera í vor ef
ekkert verður að gert,” sagði Erling
Ólafsson í viðtali við fréttamann DB.
er hann kom á staðinn. Hann sagði að
auðvelt ætti að vera að eyðileggja búið
eða búin. Til þess þyrfti þó nokkurt
rask og leyfi garðeiganda.
„Þessir geitungar eru komnir er-
lendis frá. Þetta er annað tilvikið, sem
við vitum um, að geitungar hafi komið
sér upp blómlegu búi,” sagði Erling.
Þegar vetur nálgast aftur drepast öll
dýrin nema drottning eða drottningar.
Áður en það gerist hefur náttúran
valið karlflugur sem frjóvga egg
drottninganna og deyja siðan. Drottn-
ingin leggst í vetrardvala og vaknar
svo með vorinu og klekur og þannig
gengur þetta kynslóð eftir kynslóð, ár
eftirár.
Búin eru marghólfuð. svipað og hjá
býflugum. Heldureru þetta hvimleiðir
gestir og ekki með öllu skaðlausir.
- BS
Hann kvað geitunga berast frá
öðrum löndum með vörum og varn-
ingi. Til dæmis væru þeir á Norður-
l'öndunum. Líklegast væri að frjóvguð
drottning hefði komizt hingað þannig
og lagzt svo i vetrardvala. Hún verpir
síðan frjóvguðum eggjum að vorinu.
Úr þeim klekjast síðan vinnudýr sem
sjá um þarfir drottningar.
Kristbjörn Egilsson og Erling Ólafs-
son frá Náttúrufræðistofnuninni skoða
geitungabúið, i Laugarneshverfinu.
Krakkarnir i kring láta ekki á sér
standa að fá kennslustund i skordýra-
fræði.
DB-mynd Hörður.
Luku danskennara-
próf um í Ipswich
Þessi fríði hópur með mikilúðlegu
hefðarfrúnni til vinstri eru íslenzkir
danskennarar sem nýlega luku viður-
kenndum danskepnaraprófum frá
Ipswich School of Dancing í Englandi.
Það var Sigurður Hákonarson úr
Kópavogi (annar frá hægri) sem hafði
milligöngu um að þau Rakel
Guðmundsdóttir og Niels Einarsson úr
Hafnarfirði tækju lokapróf sín frá
nefndum skóla. Próf þeirra hafa verið
viðurkennd af brezka danskennarasam-
bandinu og Danskennarasambandi
brezka heimsveldisins. Var lokið sér-
stöku lofsorði á frammistöðu þeirra
RakelogNielsar.
Lengst til hægri er Anna Maria
Guðnadóttir, sem tók áfangapróf í dansi
við sama tækifæri, en skólastjóri
Ipswich School of Dancing, frú Olga E
Whitmont, er önnur frá vinstri.
ÓV.
Skipulega var staðið í vegi fyrir því að
Albert Guðmundsson, fyrsti þingmaður
Reykjavíkur, yrði tilnefndur af hálfu
Sjálfstæðisflokksins í þingnefndir sem
hann hafði hug á sæti í. Þetta gerðist
þegar sjálfstæðismenn funduðu um val í
þingnefndir eftir að frestað hafði verið
þingfundum í fyrradagaðóskum þeirra.
Eins og DB skýrði frá í gær eru deilur
uppi í þingflokki sjálfstæðismanna um
það hver gegna skuli stöðu formanns
þingflokksins. Gunnar Thoroddsen
gefur kost á sér en einhverjir þingmanna
flokksins reyna að efna til mótframboðs.
Ekki er auðséð að ágreiningurinn um
Gunnar sé af sömu rót og þessi afstaða
til Alberts, þótt vitað sé að Albert styður
Gunnar sem þingflokksformann. Það
gerir meirihluti þingflokksins einnig.
Albert hafði hug á því að fá sæti í
utanríkismálanefnd og viðskipta- og fjár-
hagsnefnd neðri deildar. 1 hvoruga
nefndina hlaut hann nægilegt fylgi í
þingflokknum. Friðsamari menn reýndu
að leysa ágreininginn, jafnvel með því
að bjóðast til að standa upp fyrir Albert í
nefndir. Þvi var ekki sinnt.
Eins opinskáar og harðar deilur og
þær, sem nú þjaka stærsta flokk
landsins, gætu dregið alvarlegan dilk á
eftir sér. Má vera að sá tilgangur hafi
vakað fyrir hinum herskárri i forystuliði
flokksins. - BS
HHEVRLL
Simi
8
55
22
Geitungar vörnuðu fuglum
að gæða sér á rifsberjum
ALBERT ÚTHÝST í VALIÁ
MÖNNUM í MNGNEFNDIR