Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.10.1978, Qupperneq 9

Dagblaðið - 14.10.1978, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Benedikt Jónasson Drottningarbragð 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 Rbd7 5. Bg5 c6 6. e3 Da5 Svartur teflir hið ævaforna Cam- bridge-Springs afbrigði, sem hvað eftir annað varð uppi á teningnum í hinu sögufræga einvigi milli Alekhine og Capablanca í Buenos Aires 1927. 7. Rd2 Bb4 8. Dc2 Re4?! Upphafið að erfiðleikum svarts. Traustari leikur ér 8. — 0-0, sem hvítur má vara sig á að svara með 9. Bd3? vegna 9. — dxc4 10. Rxc4 Dxg5 og svartur vinnur mann. 9. Rdxe4 dxe4 10. Bh4 0-0 11. Be2 e5 12.0-0 exd4 13. exd4 Bxc3 13. — g5 14. Bg3 f5 er sterklega svarað með 15. f4! g4 16. Rdl og hvitur hefur mun betra tafl. 14. bxc3 He8 15. f3! Dh5 Svartur á þegar í miklum erfiðleik- um, þvi hann kemur mönnum sínum ekki í gagnið. Hrókurinn á a8 og biskupinn á c8 eru úr leik sem stendur og riddarinn á d7 á ekki í mörg hús að venda. Hann reynir því að bæta stöðu drottningarinnar, en ein sin liðs bjargar hún ekki miklu. 16. Bg3 Dg6 17. fxe4 Rf6 17. — H eða Dxe4 er svarað með 18. Bd3 og hvitur vinnur lið. 18. Bd3 Rxe4 19. Hael f5 111 nauðsyn. Biskupinn á c8 bætist nú í peðasafn svarts og hann getur litið annað gert en fylgst með að- gerðum andstæðingsins. Sævar fer sér að engu óðslega og bætir stöðu sína hægt en örugglega og hefur bersýni- lega mikið gaman af. 20. Be5 Be6 21. HD He7 22. Khl Hf7 23. Hefl Haf8 24. Bf4 Kh8 25. Bcl He8 26. Bf4 Hef8 27. Be5 Kg8 28. a4 Bc8 29.Hf4Be6 30. g4! Eftir drjúgan undirbúning lætur hvitur loks til skarar skriða. Svartur getur sig hvergi hrært þvi 28. — fxg4?? er auðvitað ekki mögulegt vegna riddarans á e4. 30. — Dh6 31. Dg2 Svartur hótaði 29. — Rg3 + 31. — Rg5 32. gxf5 Bc8 33. Dg4 Dh3 34. Dxh3 Hvitur kýs að fara öruggu leiðina og engu er í sjálfu sér spillt með þessu. Einfaldari vinningsleið var þó 34. Dxg5 Dxd3 35. Hgl og svartur verður fljótlega mát. 34. — Rxh3 35. Hg4 h6 36. Hg3 Rg5 37. h4 Rh7 38. Hfgl Rf6 39. Hg6 Kh8 40. c5 h5 41. Hlg5 — og svartur gafst upp. Guðmundur Ágústsson kom nokkuð á óvart í 6. umferð er hann lagði Björn Þorsteinsson að velli á sannfærandi hátt. Við skplum nú líta á hvernig þaðatvikaðist. Hvltt: Guðmundur Ágústsson Svart: Björn Þorsteinsson Vængtafl. l.RD Rf6 2.g3d5 3.c4dxc4 Traustari leikir eru 3. — e6 eða 3. — c6. hvergi hrært, því biskupinn á d7 er óvaldaður. Svar svarts er þvi þvingað. 14. - exf5 15. exd5 Rd4 16. Dd2 Hfe8 17. Hfel f4 18. Hxe8 + Við hver uppskipti eykst máttur frelsingjans á d-línunni. 18. — Hxe8 19. Hel b5 20. Hxe8 Bxe8 21. Del! Kf8 Ef 21. — Bd7, þá 22. De5! með lúmskri máthótun á b8. 22. Db4+ Kg8 23. Rd2 23. Rd6 er sterklega svarað með 23. — f3! 23. — fxg3 Ef nú 23. — f3, þá 24. Bh3 og eftir 24. — Re2+ 25. Khl Dal + 26. Bfl, hótar hvítur óþægilega 27. De7! 24. fxg3 a5!? Þrátt fyrir mikið timahrak finnur Björn skemmtilegan möguleika til að halda taflinu gangandi. 25. Dc5?! 25. Dxa5 er betra, þó svartur fái sóknarmöguleika fyrir peðið eftir 25. — h5 (25. — Re2+ 26. Khl Dd4 27. Rf3 Ddl+ er svarað með 28. Del). T.d. 26. h4 Re2+ 27. Kh2 Df2 28. Dc7 g5! 29. hxg5 h4! og staðan er mjög tvisýn. 25. — h5? Hér gat svartur leikið 25. — Re2 + 26. Khl Rxg3! 27. hxg3 Dh6+ 28. 4. Ra3 c5 5. Rxc4 Rc6 6. Bg2 e6 7.0-0 Be7 8. b3 0-0 9. Bb2 Rd5 Svartur á þegar við ýmis vandamál að stríða, t.d. hvernig hann ætlar að koma drottningarbiskupnum í gagnið. Fyrst hyggst hann hins vegar stinga uppibiskupinnáb2 með—Bf6. 10. d4! Hvitur hefur komið öllum mönnum sínum út og opnar þvi taflið hið snar- asta. 10. —cxd411.Rxd4 Bd7? Þessu svarar hvítur á skemmtilegan hátt. Betri möguleiki var fólginn 111. — Rxd4 o.s.frv. 12. Rf5! Bf6 13. Bxf6 Dxf6 14. e4! Vel leikið! Riddarinn á d5 getur sig Kgl Dxd2 og hefur góða jafnteflis- möguleika. Fleiri tækifæri fær hann hins vegarekki! 26. h4! Bd7 27. Re4 Re2+ 28. Kh2 De5 29. d6 Dal 30. Da7! Svartur kemst nú ekki hjá manns- tapi, þvi 30. — Bf5 er svarað með 31. d7 Ddl og nú annaðhvort 32. Rc3! eða 32. Db8 + Kh7 33. Rg5 + Kg6 34. Db6+ f6 35. d8D og vinnur i báðum tilvikum. 30. - f6 31. Dxd7 Dgl+ 32. Kh3 Ddl 33. De8+ Kh7 34. Rg5 + ! fxg5 35. Be4 + — og svartur gafst upp. Hin 17 ára Maja Tsjiburdanidse er hinn nýi heimsmeistari kvenna í skák. Sigraði Nonu Gaprindasvili heims- meistara í einvíginu í Kákasus með átta og hálfum vinningi gegn sex og hálfum. Siðasta skákin — hin 15. í ein- viginu — varð 94 leikir. Þá varð Nona að sætta sig við jafntefli og heinis- meistaratitillinn varglataður. Riðuveiki breiðist mjög út: OHUGNANLEGUR OG OLÆKNANDISJUKDOMURISAUÐFE — Hver eru einkenni veikinnar? „Fyrstu einkennin eru dálítið breyti- leg eftir landshlutum og einnig innan sömu svæðanna. Einnig eru einstakar kindur misnæmar. Sumar ættir standast veikina betur en aðrar. Á flestum nýju svæðunum er kláði mjög áberandi einkenni snemma. Annars staðar sést kláði aldrei eða mjög seint. Á Barða- strönd er kláði líklega óþekktur. Uppdráttarsýki er mjög áberandi ein- kenni þ.e. féð missir hold þrátt fyrir ágæta lyst. Það sem sumir taka fyrst eftir er að kindin verður hrædd. Menn lesa óttann úr augum hennar. Einnig fara að koma kippir i andlitsvöðvana. Þegar þessum kindum er klórað niður í bakið láta þær mjög vel við þvi, kjamsa út i loftið, jafnvel þótt kláði sé ekki mjög áberandi einkenni á þeim svæðum. Hárfinn vöðvatitringur finnst þegar An0 yf' tekið er á kindunum. Þeim bregður við og þær fá krampaflog þegar komið er að þeim óvörum. Þá er tannagnístur stundum áberandi, væntanlega af kvölum. Oft verður jarmurinn hás og kraftlítill. Hins vegar fylgir sótthiti ekki þessum sjúkdómi. Kindin hættir að hafa fullt vald yfir hreyfingum sínum og fer að riða til að aftan og af því er nafn veikinnar dregið. Þessi veiki er mjög óhugnanleg og þeir sem sjá þetta gleyma því aldrei. Yfirleitt kemur veikin aðeins upp í einni kind á bæ í fyrstu og getur legið niðri árum saman en getur líka magnazt upp á fáum árum. Algengt tjón á riðubæjum er frá 5— 10% en við höfum dæmi um að allt að 30% af ásetningsfé veikist. — Leiðir veikin alltaf til dauða? „Já. Veikin leiðir alltaf til dauða. Ekkert læknislyf er til gegn henni og ekkert bóluefni. Ekki er heldur til neitt próf til að finna smitbera en vitað er að kindur geta smitað nokkurn tíma áður en einkenni koma fram. Tími frá þvi að kind er sýkt og þar til einkenna verður vart er frá 8 mánuðum og upp i 32 mánuði. Einnig liða margir mánuðir þar til sjúkdómurinn leiðir kindina til dauða. Kindin verður sjaldnast sljó eins og t.d. við Hvanneyrarveiki. Ekki hallar hún heldur höfði eða snýst í hringi. Hún hefur fulla meðvitund og matarlyst fram í rauðan dauðann.” — Er þessi veiki til I öðrum dýrum eða jafnvel mönnum? „Veikin hefur ekki fundizt hér á landi í öðrum dýrum en erlendis er hún þekkt í geitum og einnig hefur verið hægt að sýkja önnur dýr með henni. Það er til sjúkdómur í mönnum sem líkist þessum en það er langsótt að setja jafnaðarmerki þar á milli. Samt er vissara að umgangast riðukindur með fullri varúð og hafa samband við dýralækni strax og grunur um veikina vaknar. Á bæjum þar sem riðuveiki hefur verið mikill tjón- valdur mætti húgsanlega minnka tjón með þvi að setja eingöngu á Iömb undan eldri ám eða eldri hrútum sem staðizt hafa veikina. Þá er nauðsynlegt að kippa strax i einangrun þeim kindum sem fá einkennin. Einnig er mjög brýnt að setja þær ekki í hlöðu og alls ekki inn til lamb- anna eins og stundum hefur verið gert. Þess eru dæmi að hver einasta kind sem kemur úr slíkum lambahópi hefur drepizt úr sjúkdómnum.” GAJ. Hvers vegna æ fleiri munu ferðast til FiEppseyja og Thailands Þar er ýmislegt markvert að skoða — meðal annars hina sögufrægu borg Manila með hinum spánska bakgrunni og 20. öldina í Makati rétt við hliðina, eldfjallagígurinn i Týndadal þar sem baðast er í jarðhituðum laugum, spennandi báta- ferðir um gljúfur Pagsanjan-fossasvæðisins og hinn dýrlegi hitabeltisgarður Punta Balurte, musteri og borgarsýki Bangkok að ekki sé talað um múnaðinn allan á Pattaya-strönd. Nútímalegt en ósnortið — alþjóðleg hótel (gædd litauðgi landanna beggja) ódýrar samgönguleiðir með vögnum, einkabílum, áætlunarbílum, nætur- klúbbar, sannkallað fjör (allir geta dansað eftir hljómfalli okkar Filippseyinga), samt er allt svo ósnortið. Þægindi vestursins ásamt austrænu andrúmslofti. Slíkt er ekki auðvelt að finna nú til dags. Austrið er ekki dýrt — Drykkur á hótelinu, að borða úti, leigubílar, minjagripir, og svo allt þetta aukalega, allt svo ódýrt að það verður næstum ánægjulegt að eyða peningum.Nokkuð sem ferðamenn í öðrum löndum eru löngu búnir að gleyma. I Undirritaður vill gjarnan heyra meira um hin fjarlægu austurlönd, J Filippseyjar og Thailand. Vinsamlegast sendið upplýsingar til: Nafn: Heimili: 1 ZIIZZZZZZ^Z 1 I Sendið tii Philippine Airlines, 10 Collingham Road, London SW5 Philippine Airlines TVISVARIVIKU FRÁ EVRÖPU

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.