Dagblaðið - 14.10.1978, Side 11

Dagblaðið - 14.10.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14.0KTÓBER 1978. Vestur- Berlinarbúar eru sjálfir bæði reifir og taugaspenntir í senn, með á nótunum á flestum sviðum og standa framar- lega á mörgum þeirra. Þeir búa vel og njóta þess innilega sem borg þeirra býður upp á, hvort sem það eru fjöl- breyttar knæpurnar og skemmtistað- irnir við Kurfurstendamm, verslan- irnar með nýjustu Evróputisku, klám- búllurnar eða galleriin sem sýna flest það sem þykir framsækið og frumlegt i myndlistum. Galleríin i Berlín eru reyndar áræðnari i sýningum framúr- stefnu en ég hef séð annars staðar. Gjörningar Ég var boðinn á opnun gjörninga- listamannsins (performance-artist) Júrgen Klauke sem þykir standa fremstur manna á þvi sviði i Vestur- Þýzkalandi. Hann er maður „hýr” og er ekki að fela það, heldur þvert á móti. Verk hans ganga mjög rækilega út á þá siði og goðsagnir sem fylgja slíkum kynferðislegum hneigðum og er flutningur Klauke einhvers staðar milli tilburða fatafellunnar og sjálfs- pyntinga — bæði óhugnanlegur og áhrifamikill. Ekki glúpnuðu viðstaddir hót heldur sögðu napra brandara og skunduðu á næstu uppákomu. En ekki er Berlin öll undirlögð framúrstefnum. Togstreita Af samtölum við listamenn þar má ráða að í borginni sé talsverð togstreita milli fylgjenda framúrstefnu og tals- manna hins svonefnda „Berlínar-raun- sæis” og eru þeir siðarnefndu ofan á eins ogstendur. Svo haldið sé áfram með myndlist- ina, þá þekkja þýskir áhugamenn ísland af þrem nöfnum: Diter Rot, Sjónvarp Sigurður Guðjónsson móralisera. Eg er bara að segja frá eðlilegu lífi. En sjónvarpið þrifst ekki á eðlilegu lifi. Það nærist á andlegum sjúkleika sem heitir „afþreying”. Og þyrstir okkur ekki i „afþreyingu” vegna þess að við höfum ekkert við að vera inni í sjálfum okkur? Þetta tóm fyllir „afþreyingin” með hreinni lygi um lífið og tilveruna. Afleiöingarnar eru auðvitað meira tóm og enn ferlegri „afþreying”. Til að skýra þetta ofurlitið nánar, vil ég benda á siðasta Kojak-þáttinn, er var sá eini sem ég hef verið svo ógæfusamur að sjá í litum. Maður nokkur fylgir stúlku heim til sin. Það er barið á dyrnar. Þegar maðurinn opnar rekur ókunnur gestur hann á hol með hnífskuta, svona í grini og upp úr þurru, að því er ályktað verður af því sem á eftir fór. Snillingurinn Kojak Þá tekur snillingurinn Kojak að leysa gátuna. Stúlkan er tortryggileg. Þó er hún ekki grunuð um morð né aðra glæpi. En hún hefur dvalið á geðveikrahæli og er því til ýmissa skrýtinna uppátækja vís. Þekkjum við ekki þetta nær ósjálfráða viðbragð grunnfærinnar hugsunar? En í ná- grenninu býr ungur maður sem hagar sér öðruvísi en við eigum beinlínis að venjast í þjóðfélagi borgaralegra hversdagsvenja. En kauðinn er samt óskemmtilega klár og leikur sér aö því að hlera samtöl heillar rannsóknarlög- reglu í nýtizku stórborg, bara svona inni í stofu hjá sér eins og þetta sé ekki meiri list en að skrúfa frá útvarpinu. Það kemur í Ijós að þessi náungi er morðinginn. En auk þess verður hann óbeinlinis valdur að dauða móður sinnar sem reyndar hlýtur að hafa 11 Berlín, borg hins óvænta Erró og Sigurði Guðmundssyni. Skyldi nokkrum hér heima hafa dottið í hug að listamenn gætu verið landkynning? Á listamannaknæpu nálægt hóteli mínu rakst ég á 3 verk eftir Diter á veggjum ásamt stóru vcgaskilti frá íslandi: Blindhæð. En fyrir þá sem ekki vilja leggja sálu sína i hættu í menningarneyslu sinni ereinnig nógað gera. Dýnamísk í Vestur-Berlin er Fílharmónía Her- berts von Karajans — hins eina þjóð- höfðingja borgarinnar, sem er falleg verið honum óbærilegur kross. Loks vill hann eignast stelpuna en drepa Kojak hvað hann hefði farið létt með ef ekki hefði komið til óskiljanleg óheppni og slysni. Þegar myndinni lýkur á hæfilega sentimentalan hátt eru tvær manneskjur horfnar í annan og betri heim en aðrar tvær skildar eftir i heimi sem hlýtur að vera ægilegri en enginn heimur. Reichtag byggingin Hugarheimur róbóta Morð eru framin og hvers kyns glæpir. Og eymd mannanna er tak- markalaus. En allar ófarir eiga sér or- sakir og skýringar. Líka þau mein einstaklinga og þjóðfélaga er ala af sér manndráp og óhæfuverk. En i söguþræði af þvi tagi sem hér var lýst er flókinn harmleikur, sem getur verið að gerast með raunsönnum hætti í mörgum stórborgum heimsins meðan ég skrifa þessar iínur, einfaldaður í „spennandi” skemmtisögu. öllum brögðum er beitt til að magna upp i áhorfandanum kitlandi hrylling og nervösan óhugnað til að halda honum við æsandi efnið: eldrautt blóð á skjannahvitum hönskum, dularfull ung kona, geggjaður furðufugl, hálf hysterísk gamalmenni, illviðri og myrkur, iskrandi músik sem smýgur gegnum merg og bein. Þvílíkur sam- setningur! Spennandi veruleiki Er ekki veruleikinn i kringum okkur nógu skelfilega „spennandi”? Væri það ekki fremur ómaksins vert að reyna að skilja rætur og orsakir þeirra djöflaóra sem hrjá vesælar mannkindur? Eða erum viö að hliðra okkur hjá að horfast í augu við sjálf okkur og lífið eins og það er í raun og veru með svona billegum afskræmingum? Er þetta gert til að breiða yfir hugleysið og fegra skeyting- arleysið? Engu böli verður nefnilega eytt nema að eðli þess sé þekkt. Þetta er „afþreyingin”. Svona horfir hún við, ekki aðeins i sakamálamyndum, heldur líka ástarómönum, fjölskyldu- og ættaianglokum og hvað það heitir allt sjónvarpsefnið sem vinsælast er. Þarna er flestu snúið við frá því sem er í heimi mennskra manna. Börn hafa gaman af ævintýrum. Og þau fá fljótt leið á lygasögum. En róbótar hafa ekki hugarfar til að skilja ævintýri. Þess vegna heimta þeir lygasögur. Sigurður Guðjónsson. bygging, dýnamisk að innan og hljóm- burðurinn frábær. Hér er einnig hin fræga Berlinar-ópera þar sem ég sá undursamlega uppsetningu á Seldu brúðinni eftir Smetana, nýja Þjóðlista- safnið eftir Mies van der Rohe, sem er misheppnuð bygging en gott safn, auk fjölda annarra safna. Sjálfum er Þjóð- verjum í mun að laða fólk til borgar- innar á allan mögulegan hátt en i henni allri eru um 3 milljónir, austan og vestan, sem er talsvert minna en áður. Einn angi af þeirri herferð er hin nýja Samkomumiðstöð borgarinnar sem á að geta sinnt 10.000 manns í 80 samkomusölum og er útlits eins og ein- hvers konar varahlutur úr bíl, maskína, en varla með sama glæsibrag og Pompidou-safnið í Paris. Austur-Berlín er varla eins álitleg og vesturhlutinn. Húsin handan við Checkpoint Charlie eru ömurleg að sjá og eini liturinn sem sést eru fánar og borðar utan á þeim, sem lofa lýðveldi alþýðunnar. Og alveg upp við múrinn stendur risabygging Springer-press- unnar illræmdu, eins og til að storka Austur-Þjóðverjum. Það er engin leið að skrifa af viti um borg eftir nokkurra tima skoðunarferð. Hvergi var heldur gerður stans nema við minnismerki um fallna Rússa, heldur óyndislegt mónúment og lítið myndrænt, og á knæpu við ána þar sem boðið var upp á slæmt kaffi. En Austur-Þjóðverjar hafa augsýnilega unnið þrekvirki i endurbyggingu eldri húsa og nýjar og afar nýtískulegar byggingar spretta þar nú upp. Ekki segja þeir manni þó að Svíar, Japanir eða aðrar þjóðir hafi reist þær. Óþreyja Einna glæsilegust þessara bygginga er hið nýja Hótel Metrópól sem kunn- áttumenn segja mér að sé eitt besta hótel Evrópu. En það er varla hægt að ferðast um Austur-Berlin reglulega léttur i lund því alls staðar rekst maður á Berlínarmúrinn. Götur enda snubb- ótt við hann, svoogjárnbrautarteinar, og yfir honum svífa þyrilvængjur. Eftir skamma stund biður maður með óþreyju eftir að komast aftur til Checkpoint Charlie. Nýbyggingari Vestur-Berlin LANDSFEÐUR EÐA ÞJÓÐARBÖDLAR Loksins fór að losna dálitið um þann rembihnút stjórnmálanna er kosningaúrslitin í vor hnýttu svo eftir- minnilega. Það hefir líka allur „bjarg- ræðistiminn” farið í þetta bauk en efnahagsbjargráðin þó ófundin enn, þó nokkrar, frekar ógæfulegar handa- tiltektir í þeim efnum, hafi komið í ljós. Kosningaúrslitin sönnuðu að nógu hástemmdur og ósvifinn áróður á furðu greiðan aðgang að eyrum kjós- enda, þó falskur sé i aðalatriðum. Hápólitísk og ófyrirleitin verkalýðs- forusta hafði háu trompin á hendinni og stakk með þeim er hún taldi sér henta, eins og engin rikisstjórn eða stjórnarskrá væri til. Ég held að þar hljóti að vera áberandi göt sem lög- gjafinn þurfi að stinga í, vilji hann fá stjórnarráðið sæmilega fokhelt. Stjórnmálabyljirnir eru eins áleitnir og norðlenzkar stórhríðar á vorin. Eftir að verkalýðsforustan, undir leiðsögn Lúðvíks stórmeistara, hafði bitið að Alþýðuflokknum langa hríð og krafizt þess af honum að hann styddi Lúðvík á hæsta trón, sagði Benedikt að lokum stopp. Var þá hlutur Framsóknar kominn upp og gripinn fegins hendi. Ólafur er oftast „til í allt" og allt veröur gott um leið og Framsókn er með í spilinu, að eigin dómi hans. Enda fór þá að slást botn í bráðabirgðapatent lausnarinnar upp á gamla mátann. Gengisfelling, niðurgreiðslur á vísitöluvörum en hækkanir á öðrum o.s.frv. Og að sjálf- sögðu var sjálft ginningareplið, gildis- taka samninganna, sett á oddinn til málamynda, undir bliðasta brosti Ólafs. Samningarnir sem vafalítið eru ein- hverjir þeir óraunhæfustu og máske alvitlausustu kjarasamningar er nokkru sinni hafa verið gerðir; þegar það einstæða afrek var unnið aö hækka laun yfir 70% til þess aö ná 6—7% kaupmáttaraukningu. Og fyrir gildistöku þeirra var fyrrverandi stjórn komin með verðbólguna niður í 26% en eftir gildistökuna fær hún vængi á ný, máske ekki vanti mikið á að hún nái tvöföldun um næstu áramót. Hitt var ekkert einstakt að afrekið var knúið fram með böðulslegum þving- unaraðgerðum, sem lífsnauðsyn var að stöðva, og vitleysan því undirstrik- uð. Verkfallsréttur virðist vera yfir öll lög og siögæði hafinn og er þvi einn af smánarblettum löggjafans I frjálsu þjóðfélagi. En fyrst slík þjóðfélags- þvingun er leyfð ætti að vera sjálf- Kjallarinn r Páll H. Amason sagður mótleikur atvinnurekenda og ríkisstjórna að ljá ekki máls á samn- ingsviðræðum undir verkfallsbeitingu. Við neituðum samningum við Breta, meðan herskip þeirra ógnuðu varðbát- um okkar. Það er hliðstætt dæmi. En kjaradómur hlýtur að verða úr- skurðarvald framtíðarinnar í slikum deilum, annað er of þungt í vöfum og stjórnlaust. Alþingismenn og aðrir stjórnendur eru stundum nefndir landsfeður. Fallegt nafn, þegar hlutaðeigendur risa undir þvi. En stundum fer þvi svo viðs fjarri að manni finnst betur geta átt við þjóðarböðlar en landsfeður. Nefni aðeins tvö dæmi er rökstyðja verri nafngiftina. Þegar maður ber saman verðgildi gjaldmiöilsins okkar — krónunnar — nú og fyrir nokkrum árum, hvað þá áratugum, er líkast því að Ijóti karlinn hafi verið áð verki og tekið skarpt til höndum. Sama er uppi á teningnum þegar horft er á dansinn kringum visitölulögin, sem vafalaust hafa verið byggð upp sem nokkurs konar gullkálfur launa- og verkafólks en hafa i raun virkað gegn þjóðfélag- inu, liklega svipað og gullkálfur Arons gegn Móselögum á sinni tíð. Vísitölulögunum hefur Alþingi við haldið, þrátt fyrir margra ára viður- kenningu á spillingarmætti þeirra á efnahag og siðgæði. Við hverju er svo að búast af nýskipaðri ríkisstjórn, sem byggir yfirlýst á þeim samstöðugrunni að hún sé stjórn stéttasamtaka, með raunsýndahápólitíska forustu, í stað þess að láta hag atvinnuveganna og þar með þjóðarheildarinnar ráða stjórnuninni. Það getur ekki verið nein lands- föðurleg vizka að þurfa að halda at vinnuvegunum gangandi með stór felldum styrkjum í árgæzku til lands og sjávar. Verkin sýna merkin. Það er ausið milljörðum í auknar matvöru- niðurgreiðslur. Einn þáttinn i gull- kálfsdansi vísitölunnar. Aðgerðir sem fela ekki í sér neinn jöfnuð, því allir þurfa að borða, aðeins mathákarnir fá sér verðlaun. Þá er ausið í kauphækkanir, að mestu í samræmi við „samningana í gildi”, og gamla snjallræðinu ekki gleymt, að þeir tekjulægstu fá minnst en þeir hálaunuðu fá jafna hækkun á við miðlungstekjur. Milljarðana til þessara þarflegu hluta á svo að taka að stórum hluta með vafasömum skatt- viðaukalögum, þó ekki á verðbólgu- braskarana, sem sí og æ er geipað um, ekki heldur á löglega skattsvikjendur sem rikisskattstjóri hefir bent á og þar með bætt einum smánarbletti á lög- gjafann, heldur aðeins á löglega skatt- greiðendur með riflegar miðlungs- tekjur og meira. Og nái endar ekki saman skal minusnum bætt við óreiðuskuldir ríkissjóðs er voru þó ærið nægar fyrir. Mér finnst það eitt geta réttlætt slika skattheimtu að hún gangi til greiðslu óreiðuskulda. Allt þetta er afsakað með því að það gefi hlé til vænlegri aðgerða, sem þóengar samstöðuyfirlýsingar liggja fyrir um. Mjög lofsvert er þó það sjálfstæði Al- þýðuflokksins að hafa knúð fram endurskoðun á vísitölulögunum, þessu svartagaldurstæki. Megi sú tilraun bera fljótan og góðan ávöxt. Alla óstjórn þjóðfélagsins má skrifa á ábyrgð löggjafanna, Alþingis og ríkisstjórna, auk skólavaldsins sem svikst að mestu undan þeirri uppeldis- legu ábyrgð er á því hvilir i siðgæði og manngildi. En það er einmitt vöntunin á þeim þáttum sem skapar ógæfu þjóð- lifsins, jafnt á vegum Alþingis og ríkis- stjórna sem á slysabrautum umferðar- innar, og raunar alls daglegs lifs. Við þurfum þjóðskörunga á Alþingi og í ráðherrastóla. Menn er gleyma sjálfum sér i baráttu fyrir heilbrigðu þjóðlífi og batnandi heimi. — Niður- lútur fannst mér málflutningur verð- lagsstjóra á fundi í sjónvarpssal 25. f.m. Hann ásakar innflytjendur um mjög óhagstæð innkaup en neitar af- dráttarlaust að upplýsa grundvöll ásakananna. Ekki er það traustvekj- andi feluleikur. Máske pólitík bakvið? 27.9. 1978 Páll H. Árnason Vestmannaeyjum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.