Dagblaðið - 10.11.1978, Side 4

Dagblaðið - 10.11.1978, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. DB á ne ytendamarkaði Mosfellingar sjálf um sér nógir um flest: Nú er komið apótek f sveitina „Þaö virðist svo sannarlega hafa verið orðin nauðsyn á að fá apótek hingað í sveitina. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur síðan við opnuðumsagði Helga Vilhjálms- dóttir, nýbakaður apótekari í Mosfells Apóteki í samtali við DB. Eins og nafnið bendir til er þetta apótek i Mosfellssveitinni, nánar til- tekið í verzlunarmiðstöðinni í Þver- holti. Apótekið var opnað sl. laugar- dag, 4. nóvember. „Sveitarfélagið hefur áður sótt um að fá auglýst lyfsöluleyfi, en sækja verður um slíkt leyfi til ráðuneytisins. Fyrir nokkrum árum var veitt leyfi fyrir útibúi hér í sveitinni. Einn apótekari sótti um það til tíu ára. Þótti það of langur tími fyrir útibú og átti að leyfa það til sjö ára. En sá sem sótti um féll þá frá því. Sveitarfélagið sótti síðan um að fá auglýst lyfsöluleyfi i vetur og fékkst það,” sagði Helga. Það má með sanni segja að full þörf sé á apóteki i byggð sem telur á þriðja þúsund líbúa. Læknarnir í sveitinni voru orðnir þreyttir á apóteksleysinu, því stundum getur verið erfitt að ná síma- sambandi við Reykjavík á anna- timum og þeir gátu þurft að símsenda lyfseðla i allt að tiu apótek í höfuðborginni. í nýja apótekinu starfa tvær stúlkur, Bjarney Einarsdóttir, sem átti aðeins að vera fyrir hádegi en hefur einnig orðið að vera eftir hádegi sökum þess hve mikið hefur verið að gera. Hin afgreiðslustúlkan er Kristin Ekkí ber & öðru en úrvaliö af lyfjunum sé dágott. Helga apótekari er aó afgreiða lyfseðla. Verkakvennafélagið Framsókn: BASAR Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 2 e.h. í Alþýðuhúsinu. Komið og gerið góð kaup. Basarstjórnin. Merkjasala Blindrafélagsins Sölubörn: Merki afgreidd frá kl. 10.00 laugardaginn 11. nóvember. Afgreiðslustaðir. Barnaskólar landsins, Holts apótek, Bjarkarás við Stjörnugróf, Blindraheimilið, Hamrahlíð 17. Seljið merki Blindrafélagsins. Góð sölulaun. -raijuniu! TÖKUM AÐ OKKUR AÐ VÍKKA LEGGI (KÁLFA) Á UPPHÁUM SKÓM OG STÍGVÉLUM. EIIMNIG RISTAR. PÓSTSENDUM. Skóvinnustofa Hafþórs Garðastræti 13a sími 27403 Segja má að Þverholt i Mosfellssveit sé verzlunarmiðstöð sveitarinnar. Þar eru nú, fyrir utan nýja apöteldð, bðka- verzlun, raftækjaverzlun, kjörbúð og loks „sjoppa” auk bensinsölu. Þarna hefur áætlunarvagninn einnig eins konar endastöð. Skammt frá erKaupfélag Kjalarnesþings og veitingastofan Áning. — Nú vantar aðeins bakarí! DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson. „Það er langmest að gera hérna hjá okkur milli klukkan 2 og 5 á daginn,” sagði Helga, „Þá koma húsmæðumar úr sveitinni að verzla og skoða. Það eru miklu fleiri konur heima hér á daginn en mig óraði fyrir á meðan ég vann sjálf i bænum. Mosfellssveitin er alls ekki eins mikill svefnbær og margir halda. Hér er heilmikið að gerast á daginn,” sagði Helga. Helga apótekari er gift Reyni Eyjólfssyni, sem einnig er lyfjafræð- ingur að mennt. Voru þau búsett í Danmörku um tiu ára skeið. Þann tíma vann Helga i apótekum, en Reynir kenndi við lyfjafræðinga- háskólann þar. Þau komu til landsins árið 1971 og fluttu þá beint í Mosfells- sveitina. Nýja apótekið er hið vistlegasta. Allar innréttingar eru teiknaðar og hannaðar af Stefáni Snæbjörnssyni arkitekt. Er t.d. loftið og lamparnir hans sérsmíð. Opið er i Mosfells Apóteki mánu- daga til föstudaga kl. 9—18:30 og laugardaga kl. 9—12. Nú má segja að Mosfellinga vanti ekki annað en bakari til þess að þurfa nánast ekkert að sækja út fyrir sveitina sína! -A.Bj. Við heimkomuna setti Reynir á stofn fyrstu lyfjarannsóknarstofuna hér á landi hjá Pharmaco og vann hann þar um skeið. Hann vinnur nú i heilbrigðisráðuneytinu. Helga hefur hins vegar alltaf haldið sig við vinnu I apótekum, þar til nú síðast er hún Afgreiðslustúlkurnar eru tvær. Kristin Þorsteinsdóttir er snyrtisérfræðingur og hefur áður unnið bæði i snyrtivöruverzluninni Clöru og i Borgarapöteki, Bjamey Einarsdóttir hefur einnig áöur unnið i snyrtivöruverzlun. Hún átti aðeins að afgreiða fyrir hádegi en sökum anna hefur hún orðið að vera allan daginn. Helga Vilhjáimsdöttir apótekari i Mosfellssveit er enginn viðvaningur, þvi hún hefur unnið i á annan tug ára i apótekum. Þorsteinsdóttir snyrtisérfræðingur, sem er við afgreiðslu eftir hádegið. Þannig er þetta algjört kvennaapótek. í nýja apótekinu er á boðstólum gott úrval af snyrtivörum, nokkrar tegundir af ilmvötnum, gjafavörur, hjúkrunarvörur, fyrir utan öll lyf sem afgreidd eru. vann i heilbrigðisráðuneytinu. Þau hjón eiga eina dóttur, sem er þrettán ára gömul. SILD OG EPLI PASSA VEL SAMAN Nú borðum við síld á meðan hægt er að fá hana í verzlunum. Hér er upp- skrift að síld og eplum (úr norskri matreiðslubók) og segir í uppskriftinni að þessi réttur falli bömum sérstaklega vel i geð. Uppskriftin er fyrir fjóra. 1 kg síld salt 1 meðalstór laukur 2 matsk. smjöri. 4 súr epli rasp rifinn ostur, smjörl. Hreinsið síldina og takið úr henni beinin (eftir megni). Stráið á hana salti. Takið innmatinn varlega út og hreinsið. Brúnið innmatinn með fint- hökkuðum lauknum í smjörlíkinu. Rífið eplin á rifjárni og látið i botninn á eldföstu móti. Látið brúnaðan inn- matinn ofan á og loks er síldinni raðað þétt saman ofan á, látið hrygginn snúa upp. Ofan á er stráð raspi og rifnum osti og smjörlíkisklínu. Steikt i ofni í 15—20 mín. Borið fram með kartöflu- mús. Verð: Ef notuð er heil síld kostar þessi réttur um 650 kr„ eða um 162,50 á mann. Ef hins vegar eru keypt flök (þau kosta 700 kr. kg) kostar rétturinn um 1000 kr. eða 250 kr. á mann. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.