Dagblaðið - 10.11.1978, Page 9

Dagblaðið - 10.11.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. 9 Erlendar fréttir REUTER Ítalía: Ellefu gripnir við vopnagerð Lögreglan á ítaliu handtók nýlega ellefu öfgasinna eftir að hafa fundið húsnæði, sem hún telur hafa verið bæki- stöðvar vinstri sinnaðra skæruliða. Var þetta nærri borginni Turin. Á staðnum fundust að sögn lögreglu mikið af vopnum auk mannanna ellefu sem voru i óðaönn að útbúa sprengjur er lögreglan kom að þeim. Búast má við að þeir verði ákærðir fyrir það, auk ólöglegra vopna ogannarra afbrotar. Bretland: Beðið eftir brauð- unum Brezkir bakarar eru i verkfalli eins og fleiri ágætar starfsstétttir þar i landi. Gera þeir sig síður ensvoánægða með 5% tilboð atvinnurekenda og heimta 26% launahækkun. Kröfu þeirra var hafnað og hættu þá tuttugu og sex þúsund bakarar störfum í London einni. En fólkið vill auðvitað sitt brauð eftir sem áður og á mynd- inni sést þar sem hópur bíður í biðröð eftir því litla af brauði, sem enn kemur á markaðinn. Washington: Fallið frá vopna- sölubanni á Kfna Bandaríkin munu þó ekki samþykkja stórfelld vopnakaup Bandarikjastjórn hefur látið þess getið við bandamenn sína að hún mundi láta það óátalið, að Alþýðu- lýðveldinu Kina verði seld vopn. Ekki hefur verið haft hátt um þessa stefnubreytingu en hún mun þó ekki tákna það, að Bandarikin muni að óathuguðu máli fallast á víðtæka vopnasölu til Kína. Kinverjar hafa að undanförnu leitað hófanna um vopnakaup hjá bæði Bret- landi og Frakklandi ogöðrum Atlants- hafsbandalagsríkjum. Allar sölur þangað hafa þó stöðvast vegna and- stöðu Bandarikjanna innan banda- lagsins. Bandariska utanrikisráðuneyt- ið gaf þá yfirlýsingu í gær að þessi breytta • afstaða Bandaríkjanna væri ekki líkleg til að auka vopnasölu til Kína verulega á næstunni. Þá var tekið fram að Bandaríkin hefðu ekki lengur viljað láta stöðugi liggja sér á hálsi fyrir að banna sölu á vopnum til Kína. Sjálfir segjast Banda- ríkjamenn ekki munu selja vopn austur þangað vegna þess að það mundi auka spennuna í samskiptum við Sovétríkin mjög. Vietnam: Bera af sérgas- sprengju- ásakanir — yfirvofandi fæðuskortur vegna uppskerubrests Vietnam hefur harðlega mótmælt þeim ásökunum að herlið þeirra hafi beitt eiturgassprengjum í átökum á landamærunum gegn Kambódíu. Sagði útvarpið i Hanoi að þessar ásakanir væru einvörðungu bornar fram til að draga athyglina frá mikilli hernaðaruppbyggingu Kinverja i Kambódiu. Samkvæmt upplýsingum starfs- manna S.ameinuðu þjóðanna hefur hernaðarástandið i Víetnam vegna deilna við Kambódíu og erfiðleikar i viðskiptum þar af leiðandi hægt mjög á uppbyggingu þar eftir styrjöldina við Bandarikin. Sagði fulltrúi samtakanna að mjög nauðsynlegt væri að senda þangað birgðir matvæla því hið stríðsþjáða land hefði orðið mjög illa úti i felli- byljum og rigningu í ágúst og september síðastliönum og mikið af uppskerunni eyðilagzt. <7 CHRÝSLER 0 SUÐURLANDSBRAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454 *---- ^ ^ \\\ Sýnishorn úr söiuskrá: \ \ ij/ i • 11 I i m/ yy m Dodge Aspen SE '76,4,4 m. Plymouth Volare '77,4,5 m. j Swinger '72,2,0 m. Dart '74,2,6 m. Simca 1508 GT, 4,3 m. Simca 1307 GLS, 3,2 m. Simca 1100 S '77,2,7 m. Mazda 818 '77,3,3 m. Mazda 929 '75,2,6 m. Saab 99 EMS '76,4,2 m. Comet Custom '74,2,6 m. Nova LN '75,3,5 m. Benz 250, sjálfsk. '70,2,5 m. Bronco '73,2,5 m. Scout '74. Tilboð Allegro station '78,2,4 m. Mustang '74,2,950 m. Peugeot 404, sjálfsk., '74,1,8 m. Dodge Ramcharger '77,6,5 m. Toyota Cressida '78, sjálfsk., 4,8 m. Concours '77, einkabill, 5,0 m. Volvo 142 '74, sjálfsk., 3,3 m. CHRYSLER J]U SUÐURLANDSBRAUT 10 — SÍMAR 83330 -83454

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.