Dagblaðið - 10.11.1978, Page 10

Dagblaðið - 10.11.1978, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978. MMBIABW Útgefandi: DagblaöW hf. Framkvaamdastjóii: Sveinn Ri Eyjólfscbn. Ritstjód: Jónas Krístjánsson. Fróttastjórí. Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuVtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjóman J6- hannes Reykdal. Iþróttin Hailur Simonarson. Aöstoóarfréttastjóran Adi Stainarsson og ómar VaklÉ marsson. Menningarmál: Aóabteinn ingótfsson. Handrit: Ásgrímur Páisson. Blaöemerin: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigusðsson, Dóra Stafánsdóttir, EHn Aberts dóttk, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Haliur HaHsson, Hoigi Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, ólaftír Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Krístinsson, Ámi Páil Jóhahnsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjélmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Pormóðsson. Skrtfstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þréinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar 8veinsson. DroMing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumúia 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd, auglýsingar og skrífstofur Þvafholti 11. Aðalsimi blaösins er 27022 (10 linur). Áskrift 2400 kr. é mánuöi inrjanlands. I iaurásöki 120 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaöið hf. Slöumúla 12. Mynda- og plöéigerö: Hlmir hf. Siöumúia 12. Prontun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Gam/a svikamyllan Mörgum mun finnast, að lítil breyting hafi orðið á stefnu stjórnvalda í efnahags- málum með tilkomu vinstri stjórnar. Ríkisstjórnin þreifar nú á því, að bráða- birgðaráðstafanir hennar í upphafi leystu lítinn vanda. Um áramótin stefnir enn, að óbreyttu, í gengisfellingu, sem gæti orðið sautján prósent. Stjórnin reynir þessa dagana að finna eitthvert annað svar og kemur þá helzt í hug hið gamalkunna — að ráðast á kaupið. Eins og kunnugt er hafa þingmenn Alþýðuflokksins krafizt endurskoðunar á vísitölugrundvellinum, sem koma á til fyrir mánaðamót. Vandséð er, að slík endur- skoðun geti orðið, svo að öllum flokkum stjórnarinnar líki. Þó er helzt á döfinni, að óbeinir skattar, söluskattur, verði teknir út úr vísitölu. Þá er rétt að rifja upp, að tillögur fyrrverandi stjórnar í þá átt voru eitt hið helzta, sem æsti verkalýðshreyfinguna gegn henni. Mun hin sama verkalýðshreyfing nú líkleg til að sætta sig við slíka aðgerð, þegar aðrir menn sitja í ráðherrastólum? Að óbreyttu fyrirkomulagi verðbóta stefnir í tólf til þrettán prósenta kauphækkun um næstu mánaðamót, eftir því sem næst verður komizt. Þá stefnir enn í mikinn hallarekstur fiskvinnslunnar, síðan verulega gengisfell- ingu og svo koll af kolli. Ríkisstjórnin horfir því fram á, að hún hefur enn ekki tekið á efnahagsmálunum af neinni þeirri festu, sem nauðsyn krefur. Raunverulegur uppskurður nýtur ekki fylgis stjórnarliða. Stjórninni kemur ekki annað í hug en að reyna að velta vandanum frá sér rétt einu sinni með því að fresta einhverju af verð- bótum á laun. Þetta hafa jafnt vinstri sem hægri stjórnir reynt og verið misjafnlega fundvísar á aðferðir. Frægast er, þegar vinstri stjórn Hermanns Jónassonar bað Alþýðusam- bandið um frestun vísitöluhækkunar, fékk synjun og fór frá að svo búnu. Sumar ríkisstjórnir, vinstri og hægri, hafa beinlínis fryst verðbætur eða afnumið með 'agaboði. Stundum hefur kaupgjaldsvísitala verið fölsuð með aukningu niðurgreiðslna, sem launþegar hafa svo greitt í hækkun tekjuskatts. Núverandi ríkisstjórn byrjaði feril sinn með því að láta samningana „taka gildi”, eins og það var kallað, upp að vissu marki, en hirða kauphækkunina að miklu leyti jafnóðum með aukaskatti á tekjur launþeganna. Sú aðferð blekkti fáa. Hugmyndir eru nú uppi um að skera væntanlega kauphækkun um mánaðamótin niður í um fjögur prósent. Reynt er að fá verkalýðshreyfinguna til að gefa eftir ein fjögur prósent, sem fyrir almenna launþega er auðvitað nokkuð hið sama og frysting fjögurra prósenta með lagaboði. i Þá er reynt að fá verkalýðshreyfinguna til að fallast á, að um fjögur prósent verði í öðru formi en bein kauphækkun. Vissulega kemur slíkt til álita. Verkafólk græðir ekki á verðbólgunni, þegar á dæmið er litið í,( heild. Kjarabætur í öðru formi en kauphækkun gætu nýtzt betur en krónutölupólitíkin. En verkalýðshreyfing- in verður að varast, að hún verði ekki ginnt til að sam- þykkja eitthvað, sem kallast kjarabætur en reynist síðan aðeins énn ein svikamylla stjórnmálamannanna. Ríkisstjórnin horfir fram á erfiða daga. Hún hefur| líka farið illa með tækifærin til varanlegra úrræða. Suður-Afríka: Brestur vöm hvítra í Suöur- Afríkufyrren búizt var við? — vopnasölubann staðreynd og olíubann yf irvofandi hvenærsemer Verið getur að fyrirstaða hvitra mánuði hafa margir atburðir gerzt Hæst ber að sjálfsögðu atburðina i manna í Suður-Afríku gegn hinni sem vel gætu sett slikan þrýsting á Ródesíu og harðar kröfur um sjálf- svörtu bylgju muni bresta fyrr en stjórn hvitra manna að þeir yrðu stæði Namibiu, sem um nokkurra reiknað hefur verið með. Undanfarna undanaðláta. áratuga skeið hefur verið nýlenda BLAÐAÚTGÁFA 0G SJÁLFSTÆÐI Gegnum aldirnar hafa Íslendingar fremur kosið að berjast fyrir frelsi sínu með orðum en vopnum. Sjálfstæðis- barátta þjóðarinnar hefur staðið lát- laust um margar aldir og stendur sífellt, því fámennri þjóð í víðfeðmu landi reynist oft erfitt að halda svo á málum, að hún sé viðurkennd i samfélagi þjóðanna sem sjálfstæð og fullvalda með þeim skyldum og réttindum, sem gera þjóð sjálfstæða. Þetta hlýtur þó að vera eitt helzta takmark islenzku þjóðarinnar sem annarra, í bráð og lengd. Af sama stof ni íslendingar komust tiltölulega snemma I kynni við blaðaútgáfu, ef tillit er tekið til þess, hversu tsland var lengi einangrað af takmörkuðum sam- göngum við önnur lönd. Það var rétt fyrir aldamótin 1600, að farið er að gefa út blað reglulega í Evrópu, þá í Köln — og ekki fyrr en 1606, að slíkt er gert i London, og þá vikublað. í Þýzkalandi kemur siðan til skjalanna „Leipziger Zeitung”, sem varð fyrsta dagblaðið i heiminum, gefið út sex sinnum i viku. I Frakklandi byrjar raunveruleg blaðaútgáfa ekki fyrr en árið I632 með útkomu „La Gazette”. íslenzk blaðaútgáfa er talin ha’fa byrjað árið 1771 og fyrsta islenzka dagblaðið, Þjóðólfur, hefur göngu sina 5. nóvember 1848 og kom út tvisvar i mánuði, var 4 blaðsiður og kostaði 4 eða 5 mörk. — Mætti íslenzk blaðaút- gáfa gjarnan minnast 5. nóvember sem afmælisdags íslenzkra blaða almennt, ár hvert, svo merkilegur sem sá dagur er fyrir blaðaútgáfu í landinu. Saga íslenzkra timarita er dálítið frábrugðin sögu blaðaútgáfunnar og ekki eins frumleg, þvi fyrsta „íslenzka” tímaritið var skrifað á dönsku og prentað í Hrappsey. Tímarit þetta var þó ætlað til landkynningar erlendis og hét þetta fyrsta tímarit „Islandsk Mánedstidende”. Blaðgrein nægir engan veginn til þess að rifja upp sögu og þróun blaða- útgáfu á tslandi, ástæður þess, að sum blöðin þróuðust til þess að verða málgögn stjórnmálaflokka, og hvernig önnur hættu útkomu vegna fjárhags- örðugleika eða annarra orsaka, eða þeirra sem siðar skutu upp kollinum og halda enn velli. öll eiga þessi blöð sína sögu, mislanga og merkilega og væri þarft verk að gera nákvæma úttekt á sögu hvers þeirra, svo mikla þýðingu sem þau hafa haft í þá átt að gera' íslendinga að sjálfstæðri menningar- þjóð. Blaðaútgáfa tslendinga hefur framar öllu miðazt við það að afla landsmönnum frétta og þekkingar á þvi helzta sem skeður á hverjum tíma innaplands og utan, ásamt þvi að túlka sjónarmið þeirra aðila, hags- munasamtaka, félaga eða einstaklinga, sem að útgáfunni standa og vinna þeim fylgi. Og hvort sem um frétta- eða mál- efnaflutning er að ræða hjá íslenzkum blöðum, má fullyrða að þau sverja sig sterklega I ættina, bera keim af sterkri

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.