Dagblaðið - 10.11.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978.
-11
Suður-Afríku og þá undir nafninu
Suðvestur-Afríka. Talin er mikil hætta
á að ef Suður-Afríka fari ekki að
kröfum Sameinuðu þjóðanna varð-
andi Namibíu verði gripið til harðra
mótaðgerða og þá jafnvel olíuinn-
flutningsbanns.
Ljóst hefur verið um nokkurra
mánaða skeiö að samkomulagið sem
náðist í Ródesíu um að stjórn svartra
skyldi taka við af stjórn hvitra var
misheppnað. 1 það minnsta var ljóst
að ekki mundi takast að koma á fyrir-
huguðum kosningum, sem átti að
halda áður en svarta stjórnin tæki við,
fyrir áramót. Ástandið í skæru-
hernaðinum hefur versnaö að mun
fyrir hina hvitu íbúa. Fyrir nokkrum
vikum varð Ian Smith forsætisráð-
herra að viðurkenna fyrir ibúum lítils
landbúnaðarþorps, þar sem tuttugu
hvítir hafa verið drepnir að undan-
förnu, að ekkert væri hægt fyrir þá að
gera. Hvítir menn væru alls ekki
nægilega margir til að standa fyrir
nauðsynlegum vörnum á öllum
stöðum.
Stjórn hvítra í Ródesíu stóðst oliu-
innflutningsbann auk algjörs inn-
flutningsbanns i þrettán ár. Aðeins
þurfti að breyta utanáskriftinni á þann
farm, sem senda átti til Ródesiu. í
staðinn kom aðeins Suður-Afríka, sem
síðan sá um að senda vörurnar áfram
til Ródesiu.
Suður-Afríka getur aftur á móti
ekki vænzt þess að nein þjóð taki að
sér slíkt fyrir hana. Hún yrði að leysa
sín vandamál sjálf.
Afstaða stjórnanna í Washington,
London og Paris er ekki lengur sú að
Suður-Afríka sé varðmaður gegn
áhrifum kommúnista i Afríku. Nú líta
þessi stórveldi þannig á að tilvera
þessa ríkis hvitra manna i óþökk
svartra í landinu og allri Afríku sé.
einhver mesta hættan fyrir uppgangi
Sovétríkjanna í Afriku. Þessi stefna
endurspeglast ljóslega í því að flest
vestræn iðnríki hafa snúið sér veru-
lega að auknum viðskiptum og fjár-
festingum í ríkjum svörtu Afriku jafn-
hliða því sem þau hafa farið sér hægar
í Suður-Afríku.
Margir sérfræðingar telja ekki
neinn vafa á að ef vestræn riki þyrftu
að velja á milli að styðja hina hvitu í
Suður-Afríku eða halda aðstöðu sinni
í öðrum ríkjum álfunnar þá mundu
þeir ekki hika við að velja hið siðar-
nefnda. Tveir nýskeðir atburðir þykja
benda til að valið á milli þessara
tveggja kosta muni verða fyrr en
nokkurn grunaði.
Um miðjan september síðastliðinn
var hin svonefnda Bingham skýrsla
gerð opinber. Samkvæmt henni varð
ljóst að fjórar ríkisstjórnir í Bretlandi
höfðu vitað í tíu ár að brezk olíufélög
fluttu olíu til Ródesiu í gegnum Suður-
Afriku þrátt fyrir viðskiptabann.
Höfðu ríkisstjórnirnar ekki gert neitt
til aðstöðva þessi viðskipti.
Rikisstjórnir hinna svörtu Afriku-
ríkja brugðust ævareiðar við þessum
fregnum, einkum var þar um að ræða
riki eins og Zambíu, sem hefur goldið
refsiaðgerðanna gegn Ródesiu mjög
efnahagslega. Callaghan forsætisráð-
herra Breta varð að bregðast skjótt
við og fljúga til Nigeriu þar sem hann
hitti Kenneth Kaunda þjóðarleiðtoga
Zambiu og fullvissaði hann um að
stjórn hans mundi undir engum
kringumstæðum láta slik brigðmælgi
koma fyrir aftur.
öllum er hins vegar ljóst að algjört
viðskiptabann gegn Ródesíu tekst ekki
nema Suður-Afríka taki þátt í því eða
sett verði viöskiptabann á hana einnig.
Tregða er hjá Suður-Afríku stjórn
að fara að samþykktum Sameinuðu
þjóðanna i Namibíu málinu og í stað
þess hefur hún tilkynnt að þeir muni
sjálfir standa fyrir kosningum og leysa
vandann á þann hátt. Þetta gera þeir
þrátt fyrir miklar tilraunir vesturveld-
anna til að fá þá til að samþykkja leið
Sameinuðu þjóðanna.
Olíubann á Suður-Afríku er alls
ekki lengur óhugsandi. Arabaríkin
hafa ekki selt þangað olíu frá þvi árið
1973 og síðan hefur nær öll olia
þangað komið frá íran. Vopnasölu-
bannið sem samþykkt var hjá
Sameinuðu þjóðunum fyrir skömmu
sýnir Ijóslega hvert stefnir og þó
Suður-Afrika geti i þetta skipti að
likindum komizt hjá olíusölubanni
með einhverju málamiðlunarsam-
komulagi hvað varðar Namibíumálið
verður þeim slíkt tæplega kleift aftur.
sjálfstæðisbaráttu, sem sífellt er háð,
eru öll af sama stofni.
Misjöfn aðstaða?
Segja má, að blaðaútgáfu lands-
manna i dag megi skipa í tvo
höfuðflokka, nefnilega þau blöð, sem
gefin eru út í höfuðborginni annars
vegar og hins vegar þau, sem gefin eru
út annars staðar á landinu.
Eins og kunnugt er, eru þau blöð,
sem gefin eru út reglulega i
höfuðborginni flest blöð eða málgögn
stjórnmálaflokkanna, en nokkur eru
þeim óháð. Annars staðar á landinu er
þessu svipað farið. Flest landsmála-
blöðin eru i tengslum við stjórnmála-
flokkana og túlka skoðanir þeirra í
málefnaflutningi, svo og i forystu-
greinum sinum.
Þegar litið er á þennan blaðakost
allan, er ærið lestrarefni um að ræða,
sem landsmenn eiga aðgang að. Og
svo vill til, að fólkið í landinu er
þurftarfrekt til lestrarefnis, það sannar
reynslan. Ekki er óalgengt, að
einstaklingar eða heimili séu áskrif-
endur að fleiri en einu dagblaði, t.d. og
stundum að fleiri en tveimur, auk
viku- eða mánaðarrita.
Auðvitað er það svo að stærstu
blöðin ná mestri útbreiðslu. Þetta er
eins konar „markaðslögmál” og gildir
hvarvetna í hinu frjálsa markaðskerfi
lýðræðisríkjanna. Um leið er þá hinu
ekki að leyna að þau hin minni ná ekki
til eins fjölmenns lesendahóps, ýmist
vegna hins algilda lögmáls um
„framboð og eftirspurn”, eða vegna
þess að ppplagi blaðanna eru skorður
settar vegna staðbundinna vand-
kvæða ýmiss konar, sem ekki verða
leyst öðru visi en til komi ráðstafanir,
sem gera viðkomandi blaði kleift að
auka upplag sitt t.d. með endur-
nýjuðum tækjakosti, húsnæði,
auknum starfsmannafjölda, eða
auknu hlutafé — eða allt þetta þarf til.
Eru þá þessar ástæðurnar fyrir þvi,
t.d. að landsmálablöðin koma út i
minna upplagi en flest blöðin á
Reykjavíkursvæðinu? Eða er fólks-
fæðinni einni um að kenna? Ef til vill
er um hvort tveggja að ræða. Alla
vega er þó erfítt að sætta sig við þá
hugsun, að aðstaða annarra blaða en
þeirra sem gefin eru út i Reykjavík sé
svo miklu verri.
Ef undan er skilin sú staðreynd að
flest blöðin utan Reykjavíkur eru ekki
gefin út daglega, ætti ekkert aö vera
því til fyrirstöðu að þau væru, þrátt
fyrir það, gefin út i miklu stærra
upplagi en nú er raunin.
Það nýmæli, sem tekið var upp fyrir
nokkrum árum, að lesa úr
forystugreinum dagblaða og lands-
málablaða i útvarpi þá daga sem
blöðin koma út, mæltist vel fyrir hjá
flestum sem láta sig þessi blöð varða
og hafa áhuga á islenzkum blaöakosti,
almennt talað. 1 þessu efni hafa öll þau
blöð sem gefin eru út reglulega jafna
aðstöðu. Hitt er jafnvist að fekki nægir
þessi aðstöðujöfnuður til þess að auka
upplag blaða utan Reykjavíkur. Er'
enda margt annað sem gæti ýtt undir
þá þróun að landsmálablöðin og önnur
blöð utan Reykjavikursvæðisins yrðu
viðlesnari en þau eru nú og kæmusttil
fleiri kaupenda, sem yrði til þess að
upplag þessara blaöa ykist.
Breyttar aðferðir
Stóru blöðin á höfuðborgarsvæðinu
SVIKJA ÞING-
MENN VEST-
FIRÐINGA?
i nútima tæknivæddu þjóðfélagi er
eitt af frumskilyrðum framþróunar að
næg raforka sé fyrir hendi. Á þetta
hefur mjög skort víða hér á landi og
hefur það hamlað mjög eðlilegri
byggðaþróun. Orkuskortur hefur viða
verið á landinu og sum svæði, eins og
t.d. Vestfirðir, hafa verið í orkusvelti.
Ástand orkumála á Vestfjörðum hefur
vægast sagt verið hið bágasta á undan-
förnum árum. Ekki bara það að orku-
skortur hafi hrjáð Vestfirðinga heldur
hefur einnig sú raforka sem fyrir hendi
er verið mjög ótrygg og valdið fjár-
hagslega miklum sköðum, svo ekki sé
nú talað um þann þátt málsins hvað
Vestfirðingar hafa þurft að gjalda hina
ótryggu raforku háu verði.
Stofnun
Orkubúsins
Með tilkomu Orkubús Vestfjarða
var það trú Vestfirðinga að rofa
mundi til í þessum málum og var það
ekki að ástæðulausu að sú von bærðist
í brjóstum. Fögur voru þau fyrirheit
stjórnvalda, sem gefin voru við stofn-
un Orkubúsins. En þvi miður virðist
enn ætla að sannast að eitt er loforð og
annaðefndir.
Ein meginforsendan fyrir stofnun
Orkubúsins, og raunar sú sem tilvera
þess fyrst og fremst byggðist á, va; að
hin margumtalaða byggðalina, nú
orðið vesturlína, kæmist i gagnið hið
fyrsta og gæfi möguleika til nægrar
orku á sambærilegu verði við það sem
annars staðar gilti og að rikissjóður
kostaði þá framkvæmd. Um þetta
voru gefin afdráttarlaus fyrirheit og
því hátíðlega lofað, meðal annars i
umræðum á Alþingi á sl. vetri af þá-
verandi iðnaðarráðherra, að lagningu
vesturlínu yrði lokið á árinu 1979.
Á að svíkja
þetta loforð
En skjótt skipast veður í lofti því hú
mun ákveðið, að því er haft var eftir
framkvæmdastjóra Orkubús Vest-
fjarða nýlega I útvarpsviðtali, af rikis-
stjórn launafólksins, sem sumir kalla,
að fresta um eitt ár, eða til ársins 1980,
að Ijúka framkvæmdum við vestur-
línu. Ég geri ráð fyrir að Vestfirðingar
almennt minnist hinna fjálglegu yfir-
lýsinga þeirra þingmanna Vest-
firðinga sem nú sitja á þingi um þetta
mál svo og fleiri á framboðsfundum
hér vestra á sl. sumri.
Nú er komið að því að þeir standi
við fyrirheitin og loforðin. Standi upp-
réttir en lyppist ekki niður þótt ein-
hverjum, sem nú telja sig æðstu
presta, finnist það í lagi að koma með
þessum hætti aftan að Vestfirðingum.
Þess verður að krefjast af þingmönn-
um Vestfjarða að þeir sjái svo um að
staðið verði við hin gefnu fyrirheit um
lagningu vesturlinu og að þvi verki
verði að fullu lokið á árinu 1979.
Verði það ekki gert og loforðin svikin
þá skrifast þau svik ekki sístá þingmenn
Vestfjarða því þá hafa þeir látiðráð-
Kjallarinn
Karvel Pálmason
herrana niu talsins kúga sig til undan-
halds I þessu lifshagsmunamáli Vest-
firðinga. Kosið fremur að vera góðu
börnin i augum ráðherranna en standa
við loforðin gagnvart sinum um-
bjóðendum. Eftir því verður tekið af
Vestfirðingum hvort og þá hverjir
þingmanna þeirra standa við loforðin.
þvi þessu geta þeir ráðið ef þeir vilja.
Bolungarvík, I nóvember 1978.
Karvel Pálmason.
hafa löngum gegnt hlutverki dagblaða
almennings vitt og breittt um landið.
Til þess að ná til lesenda sinna hafa
þau, hvert um sig, eigið dreifingarkerfi
og með öruggum og tiltölulega
greiðum flugsamgöngum um allt
landið ná blöðin til lesenda skömmu
eftir að þau koma út.
Dreifing blaðanna, þ.á m. lands-
málablaðanna, um landið hefur tekið
miklum framförum, eftir að flugsam-
göngur mynduðu svo að segja sam-
felldan hring í leiðakerftnu. Hér er
komið aö mikilvægum þætti í aðstöðu
blaðanna, til þess að gera þeim kleift
að koma framleiðslu sinni til
kaupenda. Og hér eiga blöð lands-
byggðarinnar talsvert stærri leik á
borði en e.t.v. hefur verið hugað að í
nægum mæli.
Með þá staðreynd I huga, að í
Reykjavík er varla það heimili til sem
ekki á hagsmuna að gæta einhvers
staðar á landsbyggðinni, þótt ekki sé
nema með skyldleika- eða fjölskyldu-
tengslum í einhverju byggðarlaginu'
eða kaupstaðnum, má fullvíst telja, að
það væri vel þegin þjónusta við þetta
fólk á höfuðborgarsvæðinu að hafa
jafnan landsmálablöð til sölu á blaða-
útsölustöðum þar sem blöð eru annars
seld.
Afar sjaldgæft er að sjá slik blöð til
sölu á þessum stöðum í Reykjavík,
jafnvel i fjölmennum hverfum, en eins
og vitað er, þá eru þessir sölustaðir
mjög fjölsóttir af fólki eftir aö
verzlanir loka og um helgar. Og ekki
er að efa, að þótt fólk hafi ekki hug á,
eða komi í framkvæmd, að gerast
áskrifendur þessara blaða myndu þau
seljast á borð við annan blaðakost,
sem þar er til sölu, ef rétt er á málum
haldið, og í mörgum tilvikum auka
áskriftafjölda þeirra.
Nú er það einnig staðreynd, eins og
áður er að vikið, að mörg landsmála-
blaðanna eru gefin út og rekin á sömu
forsendum og sum dagblöðin á höfuð-
borgarsvæðinu, þ.e. með tilstuðlan
stjórnmálaflokkanna eða I beinum
tengslum við þá.
Það er enn staðreynd að íslenzkir
stjórnmálaflokkar eiga svipaðra hags-
muna að gæta hvarvetna á landinu.
Hví skyldu þá málgögn þeirra, hvar
sem þau eru á landinu, ekki eiga
greiðan aðgang að þeim lesendahópi
sem, t.d. vegna stjómmálaskoðana,
kaupir viðkomandi málgagn? En
auðvitað þurfa ekki stjórnmála-
skoðanir hér til að koma, að þvi er
varðar lesendur sjálfa.
Hitt væri engin goðgá, og i raun
ekki nema þjónustuauki við lesendur
(eða a.m.k. við hina föstu áskrif-
endur), að hin stærri stjórnmálamál-
gögn I Reykjavík tækju upp þá
nýbreytni að dreifa, hvert fyrir sig,
einu landsmálablaðanna til lesenda
einu sinni í viku, t.d. með sunnudags-
útgáfunni.
Þetta þyrfti ekki alltaf að vera sama
blaðið, þvi stjómmálaflokkamir eiga
aðild að blöðum víðs vegar um landið.
Til kynningar mætti viðhafa þessa
aðferð í fyrstu. Kostnaði sem af þessu
leiddi yrði t.d. jafnað þannig; að
viðkomandi dagblað á höfuðborgar-
svæðinu greiddi dreifingar- og
flutningskostnað frá heimabyggð, en
hefði tekjur að jöfnu við heimablað -
(viðkomandi landsmálablað) af
auglýsingum, sem aflað yrði á báðum
stöðum. Við þetta ykist upplagafjöldi
og tekjuöflun blaða víðs vegar um
Kjallarinn
Geir R. Andersen
land og yrði til framdráttar báðum
aðilum ef rétt er að staðið.
1 þeim umræðum, sem fram hafa
farið að undanförnu i sambandi við
ríkisstyrk til dagblaða, réttiátan eða
óréttlátan og um rétt þann, sem dag-
blöð gera tilkall til, að verðleggja blöð
óháð verðlagsákvæðum, er ekki nema
réttlátt að gera þá kröfu til þeirra á
móti að þau sjálf leiti breyttra aðferða
til þess að verðskulda það traust sem
þorri landsmanna sýnir þeim með
áhuga sinumáþeim.
Blaðaútgáfa heldur áfram að hafa
þýðingu fyrir sjálfstæði þjóðar, en
breyttir tímar kalla á breyttar aðferðir,
og I þeim efnum geta hinar smærri
einingar haft frumkvæði, ekki síður en
þær stóru. I því er styrkur lýðræðis
fólginn, meðal annars.
Geir R. Andersen.