Dagblaðið - 10.11.1978, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978.
metrar á hæð og má engin bygging i
borginni fara yfir þá hæð.
1 borgarferðinni var ekið framhjá
Hvita húsinu. Undruðust ferðalang-
arnir vinsældir Bandarikjaforseta, en
landsmenn hans stóðu i langri biðröð
eftir að fá að komast inn og skoða
herlegheitin í veikri von um að sjá
forsetanum eða einhverju af skylduliði
hans bregða fyrir. Það tók okkur
nokkrar mínútur að aka meðfram
biðröðinni sem ersú lengsta sem menn
höfðu séð, enda biðraðamenning
framandi Islendingum.
Auðvitað í
verzlunarleiðangur
Snæddur var hádegisverður á
veitingastað i Virginiaríki, Evans
Farm. Staðurinn er frá 18. öld og allt
i gömlum stíl. Gömul verkfæri blöstu
sér gott til glóðarinnar að komast i
búðir. Gerðu menn þarna misjöfn
kaup og eftir að allir voru komnir til
baka úr leiðangrinum mátti heyra
ýmsan samanburð á verði þar ytra og
hér heima — yfirleitt útlandinu
stórlega í vil. Aðrir létu sér nægja að
ráfa um og skoða það sem á boðstólum
var. Stefán Jasonarson sagðist ætla
að kaupa sér hatt i stað þess sem stolið
hefði verið frá honum á landbúnaðar-
sýningunni á Selfossi í haust — það er
að segja ef hann fyndi einhvern góðan
og ódýran. En Stefán kom út hattlaus,
sagðist hann ekki hafa lagt í hatta-
kaupin sökum dýrleika þeirra sem á
boðstólum voru..
En einhver keypti sér jakkaföt sem
kostuðu sem svaraði 25 þúsund
íslenzkum krónum. Kom í Ijós þegar
betur var að gáð að jakkafötin voru
saumuð i Kóreu og kemur þar skýring
á lágu verði. — Erfitt er að lýsa með
orðum einum svona verzlunarmiðstöð
— en þær eru mjög algengar
vestanhafs. Þetta er i rauninni miklu
meira heldur en verzlunarmiðstöð,
þvi þama fer fram ýmiss konar starf-
semi, þannig að hægt er að dvelja
þarna nánast allan daginn. Fólk fer
Þarna var komið að lokum ferðarinnar og var mynd þessi tekin rétt áður en hópurinn lagði af stað til íslands á laugar-
dagskvöldið.
við augum gestanna. Athygli vakti að
annar af þeldökkum framreiðslu-
mönnum staðarins var með freknur.
Minntust menn þess ekki að hafa áður
séð kolsvartan negra með freknur.
Voru starfsmenn klæddir i forna
búninga, hnébuxur og spennuskó.
Þama voru fluttar nokkrar skála-
ræður og bornar fram hamingjuóskir
til Flugleiða með nýju flugleiðina.
Því næst var haldið af stað á nýjan
leik og nú í gríðarlega stóra verzlunar-
miðstöð, Tysons Corner. Kættust nú
ferðalangamir að heiman og hugsuðu
þama til þess að sýna sig og sjá aðra.
Þarna eru mörg kvikmyndahús, auk
lítilla og vistlegra matsölustaða. Þar
fyrir utan eru þama fjölmargar
verzlanir, en þær eru tengdar saman
með flísalögðum göngum, þar sem eru
bekkir á víð og dreif innan um blóma-
skreytingar. Allt er þetta undir einu og
sama þakinu og fólksmergðin var
þarna mikil. Úti fyrir eru bílastæði svo
langt sem augað eygir og varð
einhverjum að orði að ekki veitti af að
hafa strætisvagnaferðir frá yztu enda-
mörkum þeirra.
Komiðað
leiðarlokum
Nú var enn haldiö af stað i lang-
ferðabilunum og ekið til hótelsins á
nýjan leik. Tóku menn saman föggur
sínar og skyldi nú halda út í sjálfa flug-
stöðvarbygginguna, þar sem flugyftr-
völd í Marylandríki buðu til enn
einnar veizlunnar áður en halda átti
heimleiðis klukkan 9. Starfsmenn
Flugleiða frá Kennedyflugvelli voru
komnir til Baltimore til þess að taka á
móti fyrsta fluginu og var nú mikill
handagangur í öskjunni að koma
Tveir af fulltrúum landsmálablaðanna, Stefán Jasonarson frá Vorsabæ og Hall-
dóra Magnúsd. frá Eyjablaðinu I Vestmannaeyjum. Þau áttu bæði sinn þátt f þvi
hve fyrsta flugið til Baltimore var skemmtilegt.
Hjá sendiherranum
Nú var ekið sem leið lá til íslenzka
sendiráðsins í Washington. Hans G.
Andersen og kona hans Ástríður buðu
til veizlu. Sendiherrabústaðurinn er
mjög skemmtileg bygging og blakti
islenzki fáninn þar yfir dyrum. Inni
fyrir eru húsakynni hvitmáluð og á
gólfum eru hvítar ábreiður. Sökkva
menn i skóvarp, svo mjúkar eru þær.
Heimili sendiherrahjónanna er einna
líkast listasafni. Þar standa frammi
margir góðir og fagrir gripir. íslenzk
málverk prýða veggina. Mörg verk
voru eftir sendiherrafrúna sjálfa, sem
er fær listakona og hefur haldið mál-
verkasýningar bæði heima og erlendis.
Kom gestum saman um að málverk
frúarinnar væru forkunnarfögur og
landi okkar til hins mesta sóma.
Veglegar veitingar voru frambornar
hjá sendiherranum. Enn kom bóndinn
úr Vorsabæ við sögu. Ávarpaði hann
gestgjafana og þakkaði fyrir okkur
ferðalangana. Færði hann frúnni
postulínsdisk frá landbúnaðarsýning-
unni í þakklætisskyni.
öllum til baka og tékka inn eins og það
er kallaðá „flugmáli”.
Loks voru menn komnir út i flug-
stöðvarbygginguna þar sem sanian
komnir voru margir gestir. Enn var
veittur matur, meðal annars
gómsætur skelfiskur og fleira góðgæti
sem neytt var með beztu lyst. Margir
voru þó enn saddir eftir 'sendiherra-
máltiðina og létu sér nægja að fá eitt-
hvað til að væta kverkarnar með.
Voru menn kátir og var mikið
spjallað. Þarna voru enn haldnar
skálaræður. M.a. talaði flugmálastj.
Marylandríkis. Lýsti hann mikilli
ánægju sinni með þennan nýja
áfangastað Flugleiða. Taldi hann að
þetta yrði lyftistöng allra flug- og
atvinnumála almennt I Marylandríki
þegar frant liðu stundir. Eins og áður
segireru Flugleiðir fyrsta erlenda flug-
félagið sem gerir Baltimore-
Washington flugvöll að viðkomustað
sinum.
Loks var koniið að skilnaðarstund.
Langsamlega flestir héldu heim á leið,
„uppi i skýjunum" i fleiri en einum
skilningi. Fáeinir tóku sig út úr
hópnum og héldu á aðrar slóðir. Ln
öllum kom saman uni að þessi
skamma viðdvöl í Ballimore og
Washington hefði verið alltof stutt og
voru staðráðnir í þvi að koma aftur við
fyrsta tækifæri. -A.Bj.
Þarna má s]i nautalærið góða, sem m.a. var boðið upp á 1 fyrsta málsverðinum.
Þarna eru þeir Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi, Alfreð Eliasson, einn af for-
stjórum Flugleiða, Hermann Einarsson frá Vestmannaeyjum og Hans G. Ander-
sen ambassador.
/
Stóraukiö kscfni
í stívkkaóri Y iku
Nú veröur WíM3 64. bls. f ramvegis
er stækkuö